Tíminn - 01.03.1975, Qupperneq 7
Laugardagur 1. marz 1975
TÍMINN
7
r
v.
útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Hitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Augiýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 —
auglýsingasimi 19523.
Verö I lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f.
Breytir Alþýðubanda-
lagið um nafn?
Það er nú bersýnilegt, að mikil sundrung rikir
um þessar mundir innan Alþýðubandalagsins, og
kemur það i ljós i hinum ólikustu málum. Við af-
greiðslu frumvarpsins um fjáröflun til viðlaga-
sjóðs greiddi Eðvarð Sigurðsson atkvæði á annan
veg en hinir þingmenn flokksins. f sambandi við
siðustu gengisfellingu snerust tveir viðurkennd-
ustu fjármálamenn flokksins, Guðmundur
Hjartarson og Ingi R. Helgason, gegn stefnu
flokksforustunnar. í sambandi við frumvarp um
happdrættislán vegna hringvegarins hefur Ragnar
Arnalds snúizt i efri deild hatramlega gegn þeirri
stefnu, sem Lúðvik Jósefsson fylgdi i neðri deild,
ásamt öðrum þingmönnum bandalagsins þar. í
hitaveitumálinu hefur Sigurjón Pétursson greitt
atkvæði með hækkun, sem Magnús Kjartansson
var búinn að stimpla siðleysi i Þjóðviljanum. í
málmblendiverksmiðjumálinu hefur Magnús
Kjartansson verið neyddur til að snúast gegn
þeirri stefnu, sem hann hafði forustu um að móta
sem ráðherra og allir þingmenn bandalagsins
voru fylgjandi þá, nema Lúðvik Jósefsson og
Jónas Árnason. Þá hefur Ragnar Arnalds verið
neyddur til að breyta stórlega fyrstu frásögn sinni
af viðræðunum um myndun nýrrar vinstri stjórnar
á siðast liðnu sumri.
Ástæðan fyrir þessum klofningi og sundrungu
innan Alþýðubandalagsins er næsta augljós. Hún
stafar af’ þvi, að Alþýðubandalagið var á sinum
tima myndað af sundurlausum hópum, sem fylgdu
mjög ólikum skoðunum, eða allt frá Maóistum til
hægrisinnaðra sósialdemókrata. Uppistaðan i
bandalaginu er Kommúnistaflokkurinn gamli, og
enn mynda þeir, sem fylgja stefnu hans, kjarnann
i bandalaginu. Forustumenn hans sáu fljótlega, að
hann myndi aldrei ná miklu fylgi, ef þeir kæmu til
dyranna eins og þeir væru klæddir, og þvi var gert
bandalag við klofningslið úr Alþýðuflokknum árið
1938, breytt yfir nafn og númer og hin nýju samtök
skirð Sameiningarflokkur alþýðu-Sósialistaflokk-
urinn. Þetta breikkaði grundvöll flokksins um sinn
og aflaði honum aukins fylgis, en gerði hann að
ýmsu leyti ósamstæðari en áðurþ Fljótlega tóku
kjósendur lika að átta sig á nafnbreytingunni og
þvi var gert bandalag við nýtt klofningslið úr
Alþýðuflokknum árið 1956 og flokknum gefið
nafnið Alþýðubandalag. Þetta virtist gefa góða
raun um stund, en bráðlega sótti i fyrra horf.
Grundvöllurinn hafði aðeins verið breikkaður, en
flokkurinn varð ósamstæðari, og þessu lauk þvi
með brottför þeirra Hannibals Valdimarssonar og
Björns Jónssonar úr honum. En brottför þeirra
hefur bersýnilega ekki nægt til að koma á einingu i
flokknum. Þótt róttæku öflin myndi enn kjarnann i
flokknum, eru þau ekki nógu sterk til að halda hon-
um saman. Þvi kemur nú óeiningin stöðugt betur i
ljós.
Þetta er ekki neitt óvenjulegt fyrirbrigði. Svona
hefur þetta gengið til hjá Sósialiska þjóðarflokkn-
um i Danmörku, Vinstri flokknum-kommúnista-
flokknum i Sviþjóð, og svona ætlar þetta einnig að
verða hjá Sósialiska kosningabandalaginu i
Noregi. Mikið má þvi vera, ef forustumenn
Alþýðubandalagsins eru ekki farnir að hugleiða,
hvort ekki sé timi til kominn að breyta enn einu
sinni um nafn, einkum þó ef hægt væri að fá þá
Karvel Pálmason og Ólaf Ragnar Grimsson með i
„púkkið”. Þ.Þ.
Charles W. Yost, fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna hjá S.Þ.:
Batinn í sambúð
risaveldanna í hættu
Of mikill dráttur mun valda vonbrigðum
SVEIFLURNAR i viöleitni
Bandarlkjamanna og Sovét-
manna til sambúöarbóta
undangengna múnuöi hafa
veriö „stórlega ýktar”, eins
og Mark Twain komst aö oröi
um þá fregn, aö hann væri lát-
inn. Til árekstra hefur komiö
út af ýmsum ágreiningsefnum
i aölögun beggja aö sambúð-
arbótunum. Sumt hefur tekizt
að leysa meö samkomulagi,
lausn annarra atriöa fór blátt
áfram út um þúfur, þegar
alvarlegum þrýstingi var
beitt, eins og löngum hafði
veriö spáö, og nokkur ágrein-
ingsefnanna héldu báöir aöilar
áfram aö foröast.
Meðal þess, sem leyst var til
bráöabirgöa meö samkomu-
lagi má nefna ágreininginn
um aöhald aö kjarnorku-
vopnaeign. Ég segi „til bráða-
birgða” vegna þess, að öllum
mun vera ljóst, að hámarkiö,
sem samkomulag varð um i
Vladivostok, bæöi um gerö og
tölu þeirra kjarnorkueldflauga,
sem draga milli heimsálfa, er
greinilega langt fyrir ofan öll
skynsamleg mörk. Þaö er tvi-
mælalaust fremur miöaö viö
aö gera hershöfðingjum til
geös en aö vernda mannfólkiö
á jöröinni.
AF þessu leiöir, aö fulltrúa-
deild Bandarikjaþings stað-
festir samning meö þessum
hámarksákvæöum þvi aöeins,
aö þingmenn séu þess fullvissir
að þetta séu bráðabirgöaráð-
stafanir, og ekki annaö. Viö-
leitninni til aö hemja kjarn-
orkuvopnasöfnunina veröur
ekki haldiö áfram, nema báöir
aðilar fallist á aö minnka
hina umsömdu hámarkseign
til mikilla muna. Þarna er aö
finna eitt af fjölmörgum dæm-
um þess i alþjóölegum sam-
skiptum, að bein afturför
veröur undir eins og hættir aö
miöa fram á viö.
Þrátt fyrir þetta er afar
mikilvægt, aö sem allra fyrst
veröi endanlega gengið frá
samningunum, sem geröir
voru I Vladivostok. Undir-
skrift þeirra og staöfesting
þingsins má ekki dragast
lengur en til heimsóknar
Bresjnefs til Washington I vor.
Vitaskuld er hvergi nærri full-
nægjandi aö koma sér saman
um mjög há takmörk á eign
kjarnorkuvopna til árása, en
þaö er eigi aö siöur ákaflega
mikilvægt skref.
SEM dæmi um þær sam-
komulagsumleitanir, sem út
um þúfur fóru, þegar beitt var
alvarlegum þrýstingi, má
benda á samningsuppkastiö
um verzlunarkjör og gjald-
frest Sovétmanna i Bandarikj-
unum og brottför sovézkra
Gyöinga úr landi.
Viðskiptasamningurinn var
upphaflega ræddur fyrir hálfu
þriöja ári og út frá þvi gengiö,
aö ákvæöi hans tryggöu hags-
muni beggja jafnt. Táknrænt
brottfall ákvæöa um bann viö
flutningi vissra vara til Sovét-
rikjanna var taliö jafnast meö
þvi, aö Sovétmenn greiddu
drjúgan hluta af skuld sinni
samkvæmt láns- og
leigusamningnum gamla.
VERULEG aukning viöskipta
heföi oröiö þjóöunum til
gagnkvæmra hagsbóta. Fyrsti
og mesti hagurinn hefði aö
visu falliö Sovétmönnum og
bandariskum útflytjendum i
skaut, en þau miklu lán, sem
Bresjnef og Ford.
ætlunin var aö veita Sovét-
mönnum, heföu aö lokum
veriö greidd meö auknum inn-
flutningi sovézkra vara, sem
. Bandarikjamenn þurfa á að
halda.
Tilraunin til aö blanda inn i
þennan samræmda viöskipta-
samning gersamlega annar-
legum málum, eins og brott-
flutningi fólks úr landi, hvort
sem um Gyöinga var aö ræöa
eöa aöra, var auðvitaö ákaf-
lega áhættusöm. Hve þung
aukaálög mátti ætla, aö slikur
samningur þyldi?
HEFÐU Bandarikjamenn til
dæmis sætt sig viö svipuð skil-
yröi um aöbúnað þjóöernis-
minnihluta hjá þeim? Ef gert
var ráö fyrir, aö Bandarlkja-
menn gætu ráöiö svona miklu,
var þá ekki nær aö notfæra sér
þá aöstööu til þess aö minnka
vlgbúnaöinn?
Hvaö sem um þetta er, voru
þrýstingsaöfarir fulltrúa-
deildar þingsins bæði allt of
áberandi og ágengar, eins og
utanrikisráöherra benti hvaö
eftir annaö á. Aöfarirnar mis-
tókust lika hrapallega, en það
kom ekki sérlega á óvænt.
Leiötogum stórvelda geöjast
miöur vel aö láta segja sér
fyrir verkum I innanlands-
málum, hvort sem þeir hafa
góöan málstað eöa ekki.
Brottfluttum Gyöingum frá
Sovétrikjunum hefur fremur
fækkaö en fjölgaö, siöan skil-
yröin af hálfu Bandarlkja-
manna komu fyrst til álita.
Þvi hlýtur sú spurning aö
vakna, hvort ekki fæst meö
þessu móti minna um þokað til
hagræöis fyir feröafúsa Gyö-
inga en unnt heföi veriö að
koma i kring I kyrrþey meö
viöræðum stjórnmálamanna.
VONANDI leiöir framvindan
ekki til þess, aö ekkert veröi
úr auknum viöskiptum Sovét-
manna og Bandarikjamanna.
Vera má, aö Sovétmenn hafi
gert sér of háar vonir. Hve
langan gjaldfrest er til dæmis
eðlilegt að veita þeim á lágum
vöxtum, þegar þess er gætt, að
þeir eru háþróuö þjóö og verg
þjóðarframleiösla þeirra
meiri en gerist nokkurs staðar
annars staöar utan Bandarikj-
anna? Hve langt er unnt aö
ætlast til aö Bandarikjamenn
vilji ganga i því að verða upp á
Sovétmenn komnir meö oliu
og jarögas, þegar þess er
gætt, hve dýrkeypt reynslan af
oliukaupum frá Arabarikjun-
um hefur oröiö þeim aö
undanförnu?
En vist geta báöir haft veru-
legan hag af auknum viöskipt-
um, þrátt fyrir þessa ann-
marka. Þar er einmitt aö
finna áþreifanlegasta hagræð-
iö af bættri sambúö fyrir báöa
aðila.
Raunar er miklu mikilvæg-
ara, hvort viöleitninni til sam-
búöarbóta stafar bein hætta af
þvi, hvernig til tókst með viö-
skiptasamningana. Eöa eiga
þær ef til vill eftir aö fara út
um þúfur vegna þess, aö báðir
hika viö aö horfast I augu við
ágreining um önnur hættuefni
ogtaka þau hiklausum tökum,
eins og deilurnar fyrir botni
Miðjaröarhafsins, til dæmis?
VESTRÆN blöö hafa gert
mikið veöur út af orörómnum
um heilsubrest Bresjnefs,
valtri stöðu hans i stjórnmál-
unum og hættunni á, að harö-
linumaöur taki viö af honum.
Ahyggjur Sovétmanna hafa
eflaust veriö eins miklar, eða
meiri þegar Nixon var knúinn
til að segja af sér. Eflaust fer
enn um þá hrollur, þegar þeir
hugsa til þess möguleika, að
Jackson öldungadeildarþing-
maður setjist að I Hvita hús-
inu.
Þrátt fyrir allt vil ég geta
þess til, aö bætt sambúö er
báöum aöilum svo hagstæö, og
hefur svo augljósa kosti fram
yfir hugsanlega árekstra, að
frá þeirri viöleitni veröur ekki
horfiö i náinni framtlö. Ég
þykist þess fullviss, aö nýr
leiötogi annarrar hvorrar
þjóöarinnar léti veröa sitt
fyrsta verk aö lýsa yfir, aö
hann hefði i hyggju aö leggja
sig fram um aö reyna að bæta
sambúðina.
Vitaskuld gæti raunin orð-
iö allt önnur, ef ekki tekst aö
jafna alvarlegustu ágrein-
ingsefní, áöur en allt of langur
timi liður. Veröi allt of mikill
dráttur á að vonirnar rætist,
missa þær gildi sitt. Stjórnum
beggja ber aö sækja fram, en
ekki aö hika, hvaö þá aö
ástunda tafir. Þetta á ekki siö-
ur viö um fulltrúadeild Banda-
rikjaþings en rikisstjórnina.