Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.03.1975, Blaðsíða 16
[ Laugardagur 15. inarz 1975. J HAUGSUGAN er einnig traust eldvarnatæki. Guöbjörn Guöjónsson GHÐI fyvir góíUttt nmt ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS AIR BAHAMA SELT? — Rekstur Cargolux gengur vel FB-Reykjavik. Flugleiðamenn hafa nokkuö velt þvi fyrir sér, hvort ekki sé rétt og timi til þess kominn, að þeir selji flugfélagið Air Bahama, sem Loftleiðir keyptu fyrir nokkuð mörgum ár- um. Reyndar er máliö ekki alveg svona einfalt, þvi Loftleiðir stofnuðu dótturfyrirtæki, Hekla Holdings, sem siðan keypti Air Bahama. Við sameiningu Loft- leiða og Flugfélagsins eignaðist svo Flugleiðir Air Bahama, þar sem Loftleiöir höföu átt öll hiuta- bréfin i félaginu. Sigurður Helgason forstjóri sagði á blaðamannafundi, að viðhorfin varðandi starfrækslu Air Bahama hefðu nokkuð breytzt við það, að Bahamaeyjarnar væru orðnar sjálfstætt riki, en hefðu verið brezk nýlenda, þegar flugfélagið var keypt. Flugfélagið keyptu Loftleiðamenn vegna þess, að i þvi sáu þeir keppinaut, sem hefði getað orðið þeim hættu- legur á Atlantshafs-flugleiðinni. Með tilkomu þessa nýja rikis er litið svo á, að eðlilegt sé að lands- menn fái tækifæri til þess að kaupa flugfélagið og reka það. Þeir munu þó ekki enn hafa þá tækniþekkingu til að bera, sem nauðsynleg er til þess að eiga og starfrækja flugfélag, svo einnig hefur komið til tals, að þrir aðilar stæðu i framtiðinni að rekstri félagsins, að sögn Alfreðs Elias- sonar forstjóra. Sagði hann að rætt hefði verið um, að þessir þrir aðilar yrðu Bahamamenn, ís- lendingar og Luxemborgarar. Bahamamenn og Luxemborgarar þurfa á hvor öðrum að halda varðandi flugið, þar sem gagn- kvæmt lendingarleyfi þarf fyrir félagið i þessum löndum, til þess að halda megi upp fluginu, en siðan yröu fslendingar eins konar þriðja hjól undir vagni með flug- reynslu sina. Ekkert endanlegt hefur enn verið gert i sambandi við sölu á félaginu, og er þetta allt á viðræðustigi, og hefur verið undanfarna mánuði. Cargolux er annað flugfélag, sem Flugleiðir eru aðilar að. Þriðjungur hlutafjársins er is lenzkur, þriðjungur er i eigu Luxair, og þriðjungur i eigu Salemskipafélagsins i Sviþjóð. Flugleiðir og Salem eiga fimm af vélum Cargolux, en auk þess rekur fyrirtækið tvær leiguþotur Hefur rekstur þess gengið mjög vel og verið i örum vexti. Á siðasta ári var velta Cargolux 2.5 milljarðar króna, en hagnaður var aðeins litilræði, eða 15 milljónir. — Það skiptir á sinum tima megin máli fyrir Loftleiðir, að geta losnað á hagkvæman hátt við Rolls Royce vélar sinar, og geta fundið þeim verkefni, og þá var það, sem Cargolux tók til starfa, eins og kunnugt er. Nú starfa hjá Cargolux um eitt hundrað Islendingar. Forseti Hafréttarrdðstefnu S. Þ.: Almennt fylgi við 200 mílna lögsögu — Rdðstefnan kemur á ný saman í Genf á mdnudag NTB-Genf. Forseti Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjöðanna sagði i gær, að á fundi ráðstefnunnar i Genf — sem hefst n.k. mánudag og stendur i átta vikur — kæmi i ljós, hvort samkomulag næðist um ný alþjóðalög á hafinu. H. Shirley Amerasinghe — en svo nefnist forseti ráðstefnunnar — hélt stuttan fund með fréttamönnum i gær. Hann kvaðst ekki búast við, að á þessum átta vikum tækist að ganga frá alþjóðasáttmála um hafréttarmálefni. — En vonandi tekst okkur að komast svo langt að þessu sinni, að hægt verði að ganga frá slik- um sáttmála á næsta fundi, bætti Amerasinghe við — Ef þess er þá yfirleitt nokkur kostur. Talið er að nálægt tvö þúsund fulltrúar frá 150 rikjum sæki þennan fund Hafréttar- ráðstefnunnar, er haldinn verður i aðalstöðvum S.Þ. i Genf. Fjöldi úrlausnarefna liggur fyrir fundinum. Það efni, er okkur tslendinga skiptir mestu, er ákvörðun efnahagslögsögu. Amerasinghe sagði i gær, að nú virtistríkja almenntfylgi meðal ráðstefnufulltrúa við 200 sjómilna efnahagslögsögu og 12 milna eiginlega landhelgi. Hins vegar væri eftir að greiða úr fjölda vandamála, áður en hægt yrði að ganga frá alþjóða- samningi um efnahagslögsögu og landhelgi. I vetur hafa starfað undirnefndir að þvi að sætta ólik sjónarmið, er varða ýmsa þætti hafréttarmála. Ein þeirra er Evensen-nefndin svonefnda, en formaður hennar er Jens Evensen, hafréttarmála- ráðherra Noregs. Nefndinni var ætlað að reyna að ná samkomu- lagi um atriði, er varða efna- 'hags'lögsögu, landhelgi, og skyld mál. 1 viðtali við norska blaðið Arbeiderbladet, er birtist nýlega, segir Evensen, að hann eigi ekki von á samkomulagi á fundinum i Genf i vor. Sendinefnd Islands á 3. fundi Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Genf verður skipuð svo sem hér segir:- Hans G. Andersen, sendiherra, sem er formaður nefndarinnar. Jón L. Arnalds, ráðuneytissjór i, sjávarútvegsráðuneytisins. Már Elisson, fiskimálastjóri. Jón Jónsson, forstöðumaður haf rannsóknarstofnunarinnar. Benedikt Gröndal, alþingis- maður, Gils Guðmundsson, alþingismaður, . Haraldur Henrýsson, dómari, Þórarinn Þórarinsson.alþingismaður, Þór Vilhjálmsson, prófessor. Ekki er gert ráð fyrir að nefndarmenn sitji ráðstefnuna allir á sama tima. Hvalbakur brennir svartolíu Gsal—ReykjaviL. Lokið er að breyta vélum skuttogar- ans Hvalbaks þannig að togarinn brenni svartolíu. Fór togarinn i rcynslusigl- ingu i gærdag á Faxaflóa og reyndust vélarnar eins og bezt var á kosið. Hafin cr breyting á vélum Skaga- stra ndartogarans Arnars HU-1 og vélum skuttogarans Vestmannaey verður einnig breytt fljótlcga. Talið cr, að breytingar á véluni til brennslu svartoliu kosti um 1 milljón króna á hvern togara og hefur verið ákveðið að breyta 10 skut- togurum á árinu. Rikið hefur styrkt þessa framkvæmd, og þegar varið 5.5 milljónum i breytingarnar á togurunum 1(1. Keppniá snjóþotum gébé Reykjavik — Dróttskáta- sveitir i Reykjavik og á Suð- Vesturlandi gangast fyrir allný- stárlegri keppni um helgina. Er það keppni á snjóþotum og verður keppt í fjórum greinum, bruni, svigi, stökki og að slðustu göngu, eða drátt, en einn þátttakandi dregur annan á snjóþotu ákveðna vegalengd og vinnur sá sem fyrstur er I mark. Þegar hafa sjö sveitir tilkynnt þátttöku og eru tveir þátttakend- ur frá hverri sveit. Keppnin hefst á laugardaginn kl. 15:00 við gamla MR-skiðaskálann i Hvera- dölum og verður þá keppt i áður- nefndum fjórum greinum. Úr- slitakeppni beztu þriggja sveit- anna verður svo eftir hádegi á sunnudag og verður þá keppt til útslita I einni grein. Ef álitið verður að veöur versni á sunnu- daginn, mun úrslitakeppnin fara fram á laugardag. HALLAREKSTUR FLUGLEIÐA RÚMAR 200 MILLJÓNIR 74 — Flugleiðamenn vilja fá afnuminn söluskatt af fargjöldum þeirra að ræða, sem þurfa að FB-Reykjavik. Allt bendir til þess, að tapið á innanlandsflugi Flugleiða verði um 50 milljónir króna árið 1974, samkvæmt upp- lýsingum Arnar Johnson, aðal- forstjóra Flugleiða, á blaða- mannafundi á föstudag. Þá sagði hann ennfremur, að hallinn á millilandafluginu yrði um 160 milljónir króna á siðasta ári, en hvorug þessi tala er endanlcg, þar sem ekki hefur enn verið gengið að fullu frá reikningum félagsins. í millilandafluginu er hallinn aðallcga á Norður-At- lantshafsleiðinni, en Evrópuflug- ið stendur I járnum. A innanlandsleiðum hafa ekki orðið fargjaldahækkanir að undanförnu, og liggja nú fyrir tvær beiðnir um hækkun hjá verð- lagsstjóra, en innanlandsfargjöld heyra undir hann. Bendir allt til þess að tapið á yfirstandandi ári hækki um helming eða i 75 milljónir, ef engin hækkun kemur á fargjöldin. Orn Johnson aðalforstjóri sagði, að mikið hefði verið gert til þess á undanförnum árum af hálfu Flugfélags Islands og nú Flugleiða, að fá söluskatt felldan niður á flugfarseðlum, en þar sem söluskattur væri nú orðinn 20% væri það mikill viðauki við far- gjaldið sjálft. Taldi hann að rikið fengi sennilega nálægt 100 milljónum króna á ári i þennan tekjulið sinn. Upphaflegu ástæð- una fyrir þvi, að söluskattur var lagður á flugfargjöld taldi hann vera þá, að flugvélar og það sem til þeirra þarf er undanskilið toll- um.Atti þannig að jafna aðstöðu flugsins og annarra flutninga- tækja með þessari ráðstöfun, en enginn söluskattur er á fargjöld meö öðrum farartækjum en flug- vélum. Orn Johnson sagði, að sig furð- aði á þvi, að fólk úti á lands- byggðinni skyldi ekki hafa fylgt þessum málum meira eftir, en verið hefur, þar sem hér er um mjög mikið hagsmunamál allra ferðast innanlands, og þurfa að notfæra sér flugleiðir, en ekki bila og skip, en þeir eru margir. Miklar fargjaldahækkanir hafa orðið á millilandaflugleiðum undanfarna mánuði og reyndar meira en ár. Ef tekið er dæmi um fargjaldið frá Islandi til Kaup- mannahafnar frá þvi i október 1973, þá var það þá 23.430.00 fram og til baka. 1 augnablikinu er þetta fargjald kr. 48.806.00 en verður komið upp i 52.160.00 1. april næst komandi. Ekki sögðu forstjórar Flugleiða, að fyrirsjá- anlegar væru frekari fargjalda- hækkanir i millilandafluginu. Þrjár meginástæður liggja til þessarar fargjaldahækkunar. 1 fyrsta lagi er það gengislækkun, i öðru lagi eldsneytishækkanir og i þriðja lagi almenn rekstrar- kostnaðaraukning, og þá er eldsneytið undanskilið. Kostnaðaraukningin vegna eldsneytishækkunarinnar nam 560 milljónum króna árið 1974 miðað við árið á undan, og töldu forstjórarnir að það væri um 150% hækkun, þótt áreiðanlegar tölur iægju ekki fyrir um það. Eitt er það, sem hefur mjög slæmar afleiðingar fyrir rekstur flug- félaga, er það, að fargjalda- hækkanir koma aldrei fyrr en eft- ir á, þegar kostnaðarhækkanir hafa ef til vill verið löngu komnar á, og verður reksturinn af þessum sökum mun örðugri. Mikil aukning varð á launa- greiðslum Flugleiða á síðasta ári. Nam hækkunin um 52% hér inn- anlands, en aðeins um 8-9% er- lendis. Flugleiðir greiddu 1412 milljónir i laun hér á landi árið 1974, en árið þar á undan námu launagreiðslurnar 925 milljónum. Hafa Norglobal á leigu fram í apríl — ef veiðin helzt og veður leyfir gébé—Reykjavik. Bræla var á loðnuiniðunum i gær, og kl. 19:00 höfðu aðeins fjórir bátar tilkynnt um veiði frá miðnætti á fimmtu- dag og var afli þeirra samtals 1270 tonn. Rauðsey var aflahæsta skipið af þessum fjórum, með 380 tonn. Bræðsluskipið Norglobal, sem tekur á móti loðnu i Hvalfirði, hefur nú tekið á móti um 52 þús- und tonnum i allt. Vilhjálmur Ingvarsson framkvæmdastjóri hjá isbirninum, sagði að það færi eftir veiði og veðri hve lcngi þeir myndu hafa skipið á leigu, en þeir liafa forleigu á skipinu, þannig að þeir geta haft þar fram i næsta mánuð ef veiðin helzt. Skipið verður áfram f Hvalfirði, en verð- ur fært til ef þörf þykir. Þeir eru komnir og kosta með kerti KR.785 Blómaskáli MICHELSEN Hveragerði - Sími 99-4225

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.