Tíminn - 02.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.07.1975, Blaðsíða 9
Miövikudagur 2. júlí 1975. TÍMINN TIAAINN HEIMSÆKIR BOLUNGARVIK Texti og myndir Þorgeir Órlygsson • • FJOLDINN SA ER NÚ Guomundur Magnússon. Hesteyri var keyptur steinnökkvi, sem Kveldúlfur átti, og hafði not- að fyrir sildarþró. Nökkvinn var dreginn hingað, fylltur grjóti og honum sökkt fyrir framan bryggjuna. Skilrúmin i nökkvan- um voru um fjögurra til fimm tommu þykk, og var okkur sagt, að þau myndu standast allan sjó en sú varð aldeilis ekki raunin á, þvl að einn veturinn, þegar mikið brim gerði, kom gat á stein- nökkvann, en smágrjótið gekk allt inn í höfnina. Gifurlegir erfið- leikar fylgdu I kjölfar þess óhapps. Það næsta sem gerist i þessum málum er svo það, að árið 1962 fékkst 10 milljóna króna enskt lán til hafnarframkvæmda, og þá var þilið sett og veggurinn steyptur og stðan hefur ekkert haggazt. — — Eru Bolvikingar ánægðir með núverandi hafnaraðstöðu? — — Hafnaraðstaðan er góð að þvi leyti til, að kominn er báta- höfn og viðlegukantur, en það, sem mest háir okkur eru dýpkunarframkvæmdirnar við innsiglinguna, þvi að stór skip eins og togarinn komast ekki full- fermd inn, þegar lágsjávað er. Auk þess skortir lika dýpkunar- framkvæmdir á innri höfninni, þvi að þar geta stór skip ekki leg- iðímiklumbrimum.og verður að fara með þau til ísaf jarðar, þvi að við brjótinn sjdlf'an getur ekkert skip legið I miklu brimi. — — Eru miklar gatnagerðar- framkvæmdir á döfinni? — — 1 fyrra var gerð áætlun um - það að malbika tvær aðalgöturn- ar, Hafnargötu og Aðalstræti, og áttu þær framkvæmdir að kosta um 12 milljónir króna. Framkvæmdir fóru hins vegar I 18 milljónir og var þó ekki fram- kvæmt nema brot af þvl, sem fyrirhugað hafði verið. Við von- umst þó til, að geta i sumar lagt yfirlag á Hafnargötu, og auk þess lagt eitthvað af holræsum til undirbUnings fyrir varanlegri gatnagerð. — — Hvað er þá af byggingar- framkvæmdum að segja hér á Bolungarvlk? — Byggingarframkvæmdir hafa verið mjög miklar á undan- förnum árum, en þó hefur hús- næðisskortur verið geigvænlegur, og trúlegt, að hann hafi dregið töluvert Ur fjölgun hér á Bolungarvlk, þvi að hingað hafa margir viljað flytja, en ekki getað sakir hiisnæðisskorts. Þetta hefur llka komið illa við fræðslumálin, þvl að við höfum þurft að hafna þeim kennurum sem sótt hafa um að koma hingað og átt fiölskyld- ur, þvi að ekki hefur verið unnt að útvega þeim húsnæði. í fyrra var hafin bygging 12 leiguibúða, og i sumar verður byrjað á nýju fjölbýlishUsi, og eru þáð Byggingafélag verkamanna og leiguibúðakerfið, sem standa aö þeim framkvæmdum. — — I hvernig horfi hefur læknis- þjónustan verið? — — Sem stendur höfum við lækni og Hklega næsta ár, en hvað þá tekur við, veit ég ekki. Hér er sjúkraskýli og læknisbústaður, en samningar standa yfir um bygg- ingu heilsugæzlustöðvar. Reynd- ar er allt óvlstum framvindu þess máls,þarsem ekkihefur tekizt að tryggja nægilegt fjármagn til framkvæmdanna. Þetta leiðir að sjálfsögðu til mikillar óvissu um framvindu heilbrigðismálanna hér I bænum, og erum við að von- um mjög óánægðir yfir þvi. — — Orkumálin hafa verið mjög i sviðsljósinu að undanförnu? — Við höfum sloppið við veru- leg skakkaföll I þeim efnum, hér er dlsilvararafstöð og veitir hún mikið öryggi. Rafmagnshita- kynding fæst I ný hús, en útilokað er að leyfa slika kyndingu I gömlu hUsunum, til þess höfum við ekki næga orku. En það gefur auga leið, að I Bolungarvik þurfa Ibú- arnir að hafa um 200 þúsund krónum meira I árstekjur heldur en t.d. Ibúar höfuðborgarsvæðis- ins, til þess að standa straum af hinum gifurlega kyndingarkostn- aði hiisanna. — -^ Þú ert bjartsýnn á framtíð staðarins? — — Hingað sækir ungt fólk og duglegt vlðs vegar að af landinu. Ég held þvl að engu sé að kvíða I þeim efnum. — Bolvíkingar eru eins og ein f jölskylda — möguleikar eldra segir Benjamín Ei Benjamin Eiriksson heitir maður á Bolung- arvik. Hann er reyndar ekki inn- fæddur Bolvikingur eins og Guð- mundur á Hóli, heldur fæddur á kaldranalegum stað undir rótum Drangjökuls árið 1909, nánar til tekið á Dynjanda i Jökulfjörðum. Frá Dynjanda flutti Benjamin til Furufjarðar á Ströndum árið 1938 og bjó þar til 1949, er hann fluttist til ísafjarðar. Jafnframt töluverðum búskap stundaði Benjamin einnig sjóinn, eins og titt var um bændur á þeim slóð- um. Ég spyr Benjamin fyrst að þvi af hverju byggð I Furufirði hafi lagzt niður. —oOo — — Byggð i Furufirði lagðist fyrst og fremst niður vegna þess, hve erfitt var að halda uppi sam- göngum við þá byggð, sem þar var. Við Furufjörð var ekkert vegarsamband og er ekki enn, en um 12 til 15 kilómetra gangur var yfir I næsta fjörð, Hrafnsfjörð. Það var þvi DjUpbáturinn, sem við urðum nær eingöngu að treysta á með öll okkar viðskipti, sem að mestu leyti voru við Isa- fjörð. Siðustu árin kom báturinn reyndar ekki nema einu sinni i mánuði til okkar, alveg frá marz- byrjun og fram i október, en hitt var svo dauður timi. NU, og svo þegar ábdendurnir fóru að flytja einn af öðrum þá leiddi það af sjálfu sér, að ekki var unnt að halda uppi dýrum samgöngum fyrir einn eða tvo bæi. — — Varst þú siðasti ábúandinn? — Nei, ekki var það svo. Ég fór 1949, en þeir siðustu fóru annað hvort 1955 eða 1956. — — Og hvert fluttir þú frá Furu- firði? — — Ég fór fyrst til tsaf jarðar og var þar i eitt ár, en kunni ekki við mig þar, svo að ég flutti til fólks hvergi betri, ríksson, verkamaður Bolungarvikur og hef búið þar siðan og kann vel við staðinn, enda hefur atvinnulif verið með ágætum mest allan timann. — — Og þU hefur allan timann starfað hjá Einari Guðfinnssyni? — Það má heita svo. Reyndar var ég hjá annarri útgerð á tima- bili, en einungis stuttan tima. — — Skapar það ekki ákveðin vandamál á litlum stað sem Bol- ungarvik, þegar einn maður er þvi sem næst einráður i atvinnu- lifinu, eins og Einar Guðfinnssön er? — — Ekki get ég merkt, að vandamál hafi komið upp af þeim sökum. Það er án efa svo með Einar Guðfinnsson sem aðra menn, að ýmislegt má að honum finna. En ef ég á að svara spurn- ingunni fyrir mig, þá get ég full- yrt, að aldrei hef ég starfað hjá betri atvinnurekanda, og aldrei kynnzt eins traustum og orð- heldnum manni sem honum. Og það er hans dugnaði og Benjamin Eirlksson. framsýni að þakka, hve uppbygg- ingin hér i Bolungarvik hefur ver- ið ör, og hve afkoma fólks er hér góð. - — Hefur eldra fólk góða mögu- leika til starfa hérl Bolungarvik? — í þeim efnum er aðstaða gamla fólksins án efa hvergi jafn góð og hér I Bolungarvik, þvi að þó að heilsa manna bili að ein- hverju leyti, þannig að þeir hafi skerta starfsgetu, þá er þeim allt- af séð fyrir starfi við sitt hæfi, t.d. að dytta að veiðarfærum og öðru sliku. Samheldni og samstaða Bolvikinga um það að hjálpa þeim, sem minna mega sin, er einstök. Bolvikingar eru allir sem ein fjölskylda. Hér þekkjast allir, og flestir vinna saman i kringum þann eina atvinnurekstur, sem i bænum er. — Benjamin er maður einarður og ákveðinn og hefur fastmótaðar skoðanir á flestum hlutum. Þegar . ég spyr hann, hvort hann vinni enn fullan vinnudag, svarar hann: — Hvað kallar þú fullan vinnu- dag? Það hugtak hefur mér jafn- an gerigið erfiðlega að afmarka. En ef þú átt við átta stunda vinnu- daginn þá get ég sagt þér, að þann vinnudag hef ég enn ekki viður- kennt* Ég vinn sjálfur 10 stundir á hverjum virkum degi og það finnst mér allt of stuttur vinnu- dagur. — Ég spyr Benjamin af hverju honum finnist svo vera: — Vegna þess, hve margt ungt fólk kann illa að skipuleggja þann tima, sem aflögu er til tómstunda og félagslifs. Ég held þvi, að stytting vinnuvikunnar sé einn mesti skaðvaldur i okkar þjóðfé- lagi, enda afleiðing ósanngjarnar og óbilgjarnar kröfugerðar verkalýðsforingjanna, sem kynnt hafa undir óánægju fólksins. Við, sem komnir erum til vits og ára. og lifaö höfum timana tvenna, getum bezt dæmt um það, að i.dag lifir fólkið á gullöld miðað við það sem áður var. — KVIÐI ELLINNI — segir Gunnar Egilsson Niður við bryggju i Bolungarvikhittum við Gunnar Egilsson, sjómann. Hann gerir Ut 12 tonna trilluáirækjuveið- ar á veturna, en á sumrin stundar hann linuveiöar. Hann var ein- mitt nýkominn að landi, þegar okkur bar að garði, svo það er bezt að spyrja hann, hvernig veiðzt hafi I siðasta tUr: — Þetta var frekar lélegt, ekki nema tvö tonn eftir daginn. Við vorum með 96 tóðir, þ.e.a.s. 9.600 króka, svo að ekki var aflinn allt of mikill. Hann hefði að minnsta kosti vel getað verið betri. — — Hvað hefðir þú orðið ánægð- ur með eftir daginn? — — Það er dálitið erfitt að svara þvi nákvæmlega, en ætli maður hefði ekki sætt sig vel við tvö og hálft tonn af þorski, en megnið af þvl, sem við fengum nUna var steinbitur, en það er heldur litið verð, sem fæst fyrir hann. Og það hlægilegasta við þetta allt saman er, að við fáum meira fyrir aö leggja hann inn dslægðan heldur en slægðan. — — Er ekki sáralitill kosnaður við að gera Ut svona litinn bát? — — Nei, það er óskaplega dýrt, t.d. bara tryggingargjöldin. 1974 borgaði ég 72 þUsund krónur fyrir okkur tvo i slysatryggingu og svo erlögskráningargjaldið eftir en það er annað gjald. Vaxtagreiðsl- ur vegna kaupanna á bátnum eru llka miklar, enda skulda ég i honum um 10 milljónir, en nýr kostar báturinn svona 15 milljón- ir. — — Ekki þurfið þið að borga mikið fyrir olíuna? — Það fer að sjálfsögðu eftir þvl, hvað við siglum mikið og hvaðvið notum stórar vélar. En það er mikill misskilningur, sem oft er haldið fram, að okkur sé gefin ollan, þvi að auðvitað er ollukostnaðurinn greiddur með þvi Utflutningsverðmæti, sem við sköpum. — Og svo er það viðgerðarkostn- aðurinnhann er ekki svo litill. Ef ég fæ mann Ur smiðju til þess að koma og gera við fyrir mig, þá kostar það 12 þúsund krónur á dag, bara i vinnulaun. — — Er góð aðstaða til þess að" gera við báta hérna?— — Já, hUn er ágæt og hér eru mjög góðir iðnaðarmenn, en þetta er óskaplegur kostnaður. Og ekki má gleyma löndunar- gjöldunum, sem vinstri stjórnin sáluga kom á. Við borgum 1% af aflaverðmætinu til hafnarsjóðs. En það má kannski segja, að ekki veiti af því, þvf að það kostar sitt að reka svona höfn. — — ÞU leggur upp hjá Einari? — — Já, það er ekki um annan stað að ræða. — — Kviðir þú ellinni? — — Já, það geri ég svo sannar- lega? Hver gerir það ekki? — Af hverju? — — Fyrst og fremst vegna þeirr- ar óvissu, sem okkur sjómönnum er sköpuð, þvi hvað getum við farið aö gera, þegar við erum orðnir svo gamlir, að við getum ekki stundað sjóinn lengur. Þá er ekki um annað að ræða en að fara i frystihUsvinnu eða á eyrina, en það eru störf, sem ungu mennirn- ir llta ekki við i dag. — Gunnar Egilsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.