Tíminn - 02.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Miövikudagur 2. júli 1975. TIMINN HEIMSÆKIR BOLUNGARVIK Bolvíkingar standa í þakkarskuld við Einar Guðfinnsson Örnólfur Guö- mundsson er 27 ára gamall Bol- vlkingur, sonur Guðmundar á Hóli. Hann hefur allan sinn aldur dvaliö á Bolungarvfk utan einn vetur, er hann dvaldi i Reykjavik, og það segir hann, að sé leiðinleg- asti vetur ævi sinnar. Örnólfur rekur ásamt föður sin- um þungavínnuvélafyrirtækí á Bolungarvlk. —oOo— — Auk þungavinnuvélarekst- urs stundið þið malarnám? — Já, það er rétt. Við erum með malarnám og seljum allan pUssningasand til Flateyrar og SUðavíkur. Starfsmenn fyrir- tækisins eru venjulega þrir, en við f jölgum reyndar alltaf eitthvaö yfir sumartlmann, þvi að þá er jafnan meira að gera: nUna t.d. erum við að ganga frá gangstétt- arlagningu við þær götur, sem malbikaðar voru í fyrra, og til þess að geta lokið þvl verki þurf- um við aukinn starfskraft. — Hefur fyrirtækið haft næg verkefni að undanförnu? — Nei, þvl miður er ekki hægt að segja að svo hafi verið, og kemur þar helzt til hinn mikli niðurskurður framkvæmda bæði hjá sveitarfélögum og svo ekki slður rikinu sjálfu. Það er engu likara en opinberar stofnanir, eins og rafveiturnar og slminn, séu hættar öllum verklegum örnólfur Guðmundsson. framkvæmdum, alla vega er mjög óljóst, hvað fram undan er hjá þeim, hvað framkvæmdir snertir. — Er ekki erfitt að reka svona þungavinnuvélafyrirtæki vegna hins langa vetrar? — Jú, það er miog erfitt, þvi að við getum eiginlega ekkert unnið nema yfir sumarið, en veturinn er að mestu leyti dauður tlmi fyrir okkur, og þá standa vélarnar verkefnislausar. Við höfum að vlsu séð um snjómokstur á götum bæjarins, en nú hefur bærinn keypt tæki til þess að sjá um það sjálfur. — Sezt ungt fólk mikið að hér á Bolungarvlk? — Það er alveg augljóst, að ungt fólk sækist eftir þvl I mjög auknum mæli að setjast að I Bol- ungarvlk. Og það er alveg sér- staklega áberandi hvað ungt fólk, t.d. af höfuðborgarsvæðinu, unir hag sínum vel hér og sækist eftir þvi að koma hingað. Atvinna hefur ávallt verið mjög jöfn og góð hérna og aðstaða til þess, að stunda félagsllf ágæt, ef fólk bara nennir að sinna þvl. — Að lokum? — Ekki annað en það, að ég er mjög bjartsýnn á framtiðarupp- byggingu Bolungarvlkur. En jafnframt vil ég koma á framfæri þakklæti til Einars Guðfinnsson- ar, sem öðrum fremur hefur stuðlað að hinni öru uppbyggingu staðarins. Þótt hann sé sjálfur með ákaf- lega umsvifamikinn atvinnu- rekstur, hefur hann hjálpað mörgum smærri fyrirtækjum við að koma undir sig fótunum og reynzt öllum þeim, sem til hans hafa leitað, hin mesta hjálpar- hella. En það skemmtilegasta við Einar er það, hvað hann treystir unga fólkinu vel, — sagöi örnólf- ur að lokum. t frystihúsi Einars Guðfinnssonar. ÆTLAÐI AÐ VERA ÞRJÁ MÁNUÐI en er búin að vera þrjú ár — Við höfðum einfaldlega ekki áhuga á þvi að bUa lengur i Reykjavik, en lang- aði mikið til þess að fara eitthvað út á land, en höfðum reyndar ekki neinn ákveðinn stað í huga. Kunn- ingi okkar, sem hér býr, benti okkur eindregið á að koma hingað og viö létum til leiðast og ákváð- um að fara til reynslu f þrjá mánuði og sjá, hvernig okkur likaði veran. En þessir þrlr mánuðir eru nú orðnir að þremur árum. — Sú, sem segir frá.er ung slúlka úr Reykjavik, Auður Georgsdótt- ir, sem ásamt manni sinum, sem einnig er Reykvikingur, flutti fyrir þremur árum frá Reykjavik til Bolungarvlkur. Auður hefur frá þvl, er hún kom til Bolungar- víkur, starfað i frystihUsi Einars Guðfinnssonar hf., en maður hennar stundað færaveiðar. — Auðvitaðfinn ég mikinn mun á þvl aö búa hérna og i Reykjavik, það er I raun og veru allt öðru vlsi. Hér eru samskipti fólksins miklu nánari og persónulegri og það kemur af sjálfu sér, að I svona litlu plássi kynnist maður þvl sem næst öllum, enda þekkja allir alla hér. — — Nú er unnið samkvæmt bónuskerfinu svokallaða I frysti- húsinu. I hverju felst það? — — Ég verð fúslega að viður- kenna, að ég á dálítið erfitt með að átta mig á þvi, hvernig þetta bðnuskerfi virkar, en I meginat- riöum er þaö þannig, að auk tlmakaups fáum við sérstaka borgun fyrir afköst og nýtingu. Fiskurinn er vigtaður til okkar og hann er lika vigtaður, þegar hann er tekinn frá okkur. Þess vegna er það ákaflega mikilvægt, að skera mjög fint i kringum beinagarðinn og skilja þar litið eftir. Meðal mánaðarlaun er dálitið erfitt að tala um I þessu sambandi vegna þess, hve kaupið er ákaf- lega mismunandi, en hæsta tima- kaup.sem hægt er að komast I er 325 krónur, það var i mars og april, enda var næturvinna ákaf- lega mikil þann tima, en þá gerði vikan mest 43 þúsund krónur. Arstekjur hjá mér voru á síð- asta ári um 900 þús. kr., og geri ég ráð fyrir þvi, að þær konur, sem eru I fullri vinnu I frystihús- Auður Georgsdóttir. inu, séu með svipaðar tekjur. En að vlsu getur þetta verið dálitið mismunandi eftir nýtingu og af- köstum. — — Fáiðþið eins góða nýtingu út úr togaraaflanum eins og fékkst úr al'la Hnubátanna? — Nei, það held ég ekki. Togarafiskurinn er lausari i sér og ekki eins gott hráefni. Ég hef verið lægri I nýtingu að undan- förnu og ég held, að það stafi fyrst ogfremstaf þvl, að viðhöfum svo til eingöngu unnið úr togarafiski. — Hvernig kemur bónuskerfið út hjá eldra fólki. — — Auðvitað er hver og einn sjálfráður um það, hverju hann afkastar, en því er ekki að leyna, að þetta er mikið álag fyrir eldra fólkið, og ekki má gleyma þvl, að þetta getur líka verið mikið álag fyrir þá, sem yngri eru. En mér hefur yfirleitt virzt eldra fólkið halda sínu striki og flýta sér ekki óhóflega ef það finnur sig ekki þola það álag sem bónuskerfinu fylgir. Ég er þeirrar skoðunar að fólk sé ánægt með bónuskerfið, þó að mikið álag fylgi þvi enda gefur það mun meiri möguleika til tekjuöflunar. — — Finnst þér velmegun meiri i Bolungarvik heldur en i Reykja- vík?— — Það er kannski dálitið erfitt að dæma um það, en hitt er stað- reynd, að fólk hefur það mjög gott f járhagslega hérna, jafn vel betra heldur en viðast hvar annars staðar. — — Ætlar þú að halda áfram að vinna I fiskinum? — Sem stendur er ég að byggja og verð að vinna, þar til húsið er fullbUið. Þá get ég kennski farið að hægja á og taka það rólega, — sagði Auður að lokum. 1910 VAR IBUA í BOLUNGARVÍ SAMI OG HAN — rætt við Guomund Magnússon á Hóli — Bolungarvik er ein elzta verstöð landsins, enda er þaðan stutt til fengsælla fiski- miða. Lending þar var lengi vel ákaflega erfið, en nú siðustu árin hafa verið gerðar miklar hafnar- bætur I Bolungarvík, enda víkin ein bidmlegasta útgerðarstöð á öllu íslandi. Guðmundur MagnUsson á Hóli er bæjarfulltrUi i Bolungarvik, og ætlar hann að spjalla við okkur um það helzta, sem á döfinni er hjá Bolvlkingum. Guðmundur er fæddur á Hóli, hinu forna höfðingja-og kirkjusetri, og hefur alla sina tið búið i Bolungarvik. Hann er fæddur 10. marz 1912 og stundaði sjóinn lengi framan af, eins og titt var um unga menn á hans aldri, en nú siðustu árin hefur hann veitt forstöðu þunga- vinnuvélafyrirtæki i Bolungarvik. — oOo — — Manst þú eftir útræði úr Ósvörinni, Guðmundur? — — Ekki man ég beint eftir út- ræði Ur ósvörinni, en þó minnist ég þess frá uppvaxtarárum min- um, að maður, sem að Ósi bjó, réri Ur vörinni á handfæraveiðar. Auk þess var jafnan lent I Ósvör, þegar ekki var hægt að taka land i Bolungarvik. Um ósvör er til skemmtileg þjóðsaga, sem segir, að I ösi hafi bUið bóndi einn, sem forkunnarfagra dóttur átti, og girntist vinnumaður bónda dóttur hans. Bóndi lofaði vinnumanni þvi, að hann gæti fengið dóttur- ina, ef aö hann lyki við að ryðja vörina. Vinnumaðurinn fór að vinna og vann bæði vel og lengi, miöaði hratt áfram, en þegar hann átti einn stein eftir, sá bóndi, að vinnumaður myndi vinna fyrir stUlkunni. Hann átti þvi ekki nema eitt ráð til og það var, að koma vinnumanni fyrir kattarnef, og það gerði hann. — — Hefur Bolungarvlk breytt um svip frá þvi, er þu varst að al- ast upp? — — JU, byggðin hér hefur mikið breytzt, þvi að þegar ég var að al- ast upp, stóðu þvf sem næst öll IbUðarhUs I Bolungarvik á fjöru- kambinum neðan Hafnargötu, á mölunum svokölluðu. Þarna stóðu verðbUðirnar þétt saman, og oft var svo þröngt bUið, að átta menn urðu að hirast I einni her- bergiskytru. En merkilegt er, að árið 1910 voru ibUar Bolungarvik- ur jafn margir og þeir eru nU, eða um 1000 manns. A striðsárunum flutti fólk afar mikiö héðan til Reykjavíkur i Bretavinnuna, og á tímabili var fólksfjöldinn kominn niður i um 640 manns. Aratugurinn á milli 1930 og 1940 var vitanlega mjög erfiður og litla atvinnu að fá, svo að ekki er að furða, þd að fólk hafi flykkzt suður I Bretavinnuna, þegar hUn bauðst. En I striðslokin fóru bátar að landa hér I auknum mæli og þá tók að lifna yfir atvinnulifinu. Samfara þvi voru svo auknar hUsbyggingar, og segja má, að upp frá þvi og fram til dagsins I dag hafi byggðin þróazt jafnt og þétt, en litið verið um stór stökk i þeim efnum. — — Hvenær hefjast umsvif Ein- ars Guðfinnssonar hér i Bolung- arvlk? — — Einar flytur til Bolungarvik- ur kringum 1930. Hann byrjaði ákaflega smátt, rak bæði verzlun og fisksölu, keypti af einum eða tveimur bátum og hafði einn karl sér til hjálpar. En veruleg aukn- ing á atvinnurekstri Einars verða ekki fyrr en hann kaupir dánarbú Péturs heitins Oddssonar, sem segja má, að verið hafi köngur I Bolungarvik á undan Einari. Þá fékk hann eignarhald á lóðum i kringum höfnina, fiskreitum og fleiru, sem til þurfti. — — Hafnaraðstaða var lengi vel ákaflega erfið I Bolungarvlk. Arið 1914 var byrjað á brimbrjótnum og þá I sömu breidd og hann nU er I. Framkvæmdir þessar fóru hægt af stað, og mönnum fannst Htið miða áfram. Verkfræðingarnir, sem um verkið sáu undir forustu Þorvaldar Krabbe vitamála- stjóra, gripu þá til þess ráðs, að mjókka bryggjuna um helming, sjávarmegin en við þær fram- kvæmdir myndaðist skarð I vegg- inn. Afleiðing þess varð sU, að frá skarðinu og Ut stóð bryggjan aldrei. Báran átti svo þægilegt með að ná þarna inn og brjóta bryggjuna. Því var það, að I mörg ár voru einu hafnarframkvæmd- irnar i Bolungarvik, lagfæring á þvl, sem sjórinn braut niður. Slðan var bryggjan breikkuð aftur, en skarðið var alltaf til vandræða, þar til sett var stálþil fyrir innan og sterkur stein- steyptur veggur sjávarmegin. Það næsta, sem siðan gerist I hafnarmálunum er það, að frá ósvör.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.