Tíminn - 02.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.07.1975, Blaðsíða 13
Miövikudagur 2. jiilí 1975. TÍMINN 13 Reykjavik fyrir alla Reykvikinga! I blöðum slnum, svo og annars við öll þau tækifæri sem bjóðast, láta fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins I stjórn Reykjavikurborgar ekki undir höfuð leggjast að básúna góðverk sin og stjórn- snilli í meðferð borgarmálefna og stjórn Rvikurborgar, eins fyrirtækja hennar. En mér er spurn, hvers konar stjórn er það, sem ihaldið við- hefur hér I Rvik? Jú, þeir velta á undan sér eins og yfirfullum hjólbörum kosningavíxli sinum frá ári til árs, og hann stækkar og fitnar töluvert við hverjar kosningar, vegna fram- kvæmdaæðis ihaldsins og sýndarmennsku á kosningaári, þegar kuklað er i öllu og verkin látin drattast hálfköruð eftir að kosningaurslit eru kunn, þar til nauðsyn knýr þá til sömu sýndarmennsku á ný. Þetta eru árviss fyrirbrigði, sem við Reykvikingar getum stillt klukkuna eftir, en vel án verið. Fé þvi, sem þarna fer forgörð- um, væri betur varið til að tryggja stöðu borgarfyrirtækj- anna, sem alltaf eru á heljar- þröm vegna fjárskorts. Það verður að skera niður fram- kvæmdir, þvi ekkert lán fæst til að standa undir hallarekstri, á meðan snúizt er kringum brodd- borgarana á viöeigandi hátt, og á ég þar við lokaðar götur, göngustiga og fleira. Annað er uppi á teningnum, þegar komið er i hverfi annars og þriðja flokks fólks, sem ekki fær einu sinni almennilega þjón- ustu i skóla- eða samgöngumál- um, svo jafnist á við aðra Ibúa borgarinnar, og má þar nefna hvað kostar að senda börn lír Breiðholti I skóla og á sundnám- skeið. Þau fá frltt I SVR og leigubifreiðir aka þeim i sund. Væri ekki ódýrara að hraða uppbyggingunni, sem átti þegar að vera lokið i þessúm hverf- um? Þeir segja, að það vanti peninga. Já, vextirnir af vlxlum eru miklir, enda má ekki styggja þurfalingana I atvinnu- rekenda- og verzlanaeigenda- stétt með of háum aðstöðugjöld- um. (Vixillinn kemur mest nið- ur á getu þjónustufyrirtækja borgarinnar til að veita nauð- synlega þjónustu.) Víxillinn virðist vera það eina, sem ihaldið getur lagt fram I stjórn borgarinnar, þvi nýjar og frjóarhugmyndir hafa ekki séð dagsins ljós hjá Ihald- inu I áraraðir. Þeir eiga þær ekki til, og hafa ekki heldur sýnt neina tilburði I þá átt, að hjá þeim væri að finna nokkurt ráð, sem lyti að hag allra Rvikinga, nema ef nefna má hundahald i Rvlk. Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins, og svo annarra flokka, hafa lagt fram fjölda nýtra og góðra hugmynda, bæði Iborgarstjórn og borgarráði, en þær stranda allar I þrjózkulegri og einstrengingslegri afstöðu fulltrúa ihaldsins, og alltof margar af þessum hugmyndum kæfa þeir I fæðingunni, þar sem þeir þola ekki öðrum að leysa vanda borgarinnar, þegar þeir hafa gefizt upp við að glima við hann sjálfir. Tilgangslaust virðist að reyna að koma vitinu fyrir ihaldið, en gott væri, ef tækist. Borgar- fyrirtækjunum þyrfti að tryggja hagkvæman rekstrargrundvöll, og áætlanir borgarinnar I skóla- og þjónustumálum þyrftu að standast. Eins væri þægilegt, ef hverfi þau, sem nií eru I upp- byggingu, væru að komast I mannsæmandi ástand, svo að hægit væri að tala um hreina borg og fögur torg, og Reykja- vik fyrir alla Reykvikinga. L.K. OF*™) 'sprintmaster Rakstrarvél "'A',?''^--- ••..£$? <^-<-s. Afkastamikil dragtengd rakstrarvél. Vinnsluafköst: Allt að 6 ha.pr. klst. Vinnslubreidd 3 m Mismunandi vinnslu stillingar Nánari upplýsingar hjá sölumanni Til afgreiðslu nú þegar Globusa LAGMÚLI 5, SIMI 81555 Kyjólfur J. Eyfells. AAaður sólarlagsins Kóngurinn keypti mynd Um þessar mundir stendur að Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum Eyjólfs J. (ónssonar), Eyfells, en hann skortir minna en ár inirætt, þvi hann er l'ærld- ur 6. júniárið 1886. Alls eru sýnd þarna 125 verk eftir listamann- inn og eru þau öll fengin að láni hjá ntiverandi eigendum og er ekkert þeirra til sölu. Elzta myndin er frá árinu 1908, en sú yngsta er frá þvi i fyrra. Að þvi er segir f sýningarskrá stundaði Eyjólfur J. Eyfells nám I teikniskóla Stefáns Eirikssonar, oddhaga og siðan suður I Dresden og nú hefur hann stundað listmálun að at- vinnu I sex áratugi. Engar breytingar Viðfangsefni Eyjólfs eru svip- uð þessa nær sjö áratugi, sem sýningin spannar, og list hans tekur furðu litlum breytingum á þessum langa tlma. Hann er „heppinn með veðúr" I list sinni, eins og Jóhannes Kjarval orðaði það um annan kollega sinn á svo eftirminnilegan hátt, en það sem fyrst og fremst vek- ur athygli er kunnáttan og hið faglega yfirbragð myndanna. Nákvæmnin er ótrúleg. Sólarlagið, kvöldsólin, tungl- skinið fellur á landið á jökul- kápu og efstu tinda. Fjöll standa I vatni. Þetta eru eftirlætis myndefnin og eru dálitið væmin I augum nútimanna, (myndefn- in), en við þvi er ekkert að gera, þvi þegar tillit er tekið til aldurs málarans, þá voru slík við- fangsefni í tizku og hafa svo fylgt honum alla leið. Skemmtilegar þóttu mér myndirnar af Gullfossi frá árinu 1916. Þar'er Eimskip enn undir danska fánanum og ef maður gengur nær má lesa signalflögg- in hvað þá annað. Lika má telja gluggana i húsunum I Engey. Einnig segja verk frá skóla- árunum okkur mikið um tækni- legu hlið málsins, sem er frá- bær. Sýning ,,hinna óháðu" Eyjólfur J. Eyfells byrjar snemma að sýna myndir sinar almenningi. Hann sýnir á mót- mælasýningu árið 1930, en þá höfðu stjórnvöld dregið I dilka til þess að halda opinbera myndlistarsýningu i Reykjavík. Margir voru settir út i kuldann, þar á meðal Eyjólfur, Jón Engilberts, Snorri Arinbjarnar, Gunnlaugur Scheving og Asgeir Bjarnþórsson. Þeir nefndu sig „óháða listamenn". Svo fór að konungur kom og skoðaði sýn- ingu hinna óháðu og konungur keypti eina mynd á sýningunni og var hún eftir Eyjólf J. Ey- fells. Eyjólfur mun hafa haldið sina fyrstu myndlistarsýningu árið 1924, eða fyrir hálfri öld. Sfðan hafa sýningar hans verið marg- ar og fjölsóttar. Myndir hans prýða nú hundruð islenzkra heimila, þvi afköstin hafa verið allgóð. Samt hefur hann ekki verið metinn sem skyldi, er mér nær að halda. Hann liður fyrir að taka ekki þátt i þeirri formbylt- ingu, sem hann er þó vitni að. Auðvitað er það einkamál hvers og eins hvaða leið hann velur sér I hvaða fylkingu hann kýs að skipa sér. Eyjólfur hefur kosið að mála með sama hætti alla tið, eftir linum sem lagðar voru austur I Gaulverjabæ sumarið 1908 og þvi fór sem fór. Hann gleymdist með rimum og öðrum hroða fyrri alda, þvi hinn aldýri kveðskapur vor hefur farizt i aðfalli nýrra hátta. Lætur ný tiðindi lönd og leið Ef á allt er litið, má Eyjólfur J. Eyfells þó um margt þakka fyrir að ekki fór ver. Myndir hans standa vissulega fyrir slnu, sem slikar. Þær virka ef til vill heldur barnalega á þa sem drukkið hafa i sig litadýrð expressionismans, og form- byltingu þessarar aldar. Eyjólfur er fimm árum yngri en Picasso (f. 1881) og má það makalaust teljastað láta öll tið- indi þessa samtiðarmanns, sem vind um eyrun þjóta. Þegar list Eyjólfs J. Eyfells er skoðuð á einum stað i 125 myndum, verður okkur það ljóst að hann hefur persónulegan stil og óskeikult handbragð. Ég veit ekki hvervaldi þessar myndir, en manni er þó nær að halda að. urtak þetta sýni þverskurð af Hfsverki hans og þá hluti er hann taldi besta, þeirra er hann lét frá sér fara. Drungaleg þögn um nafn hins aldna heiðurs- manns er svo rofin á sumardegi og virðist vel til fundið. Ég skoðaði þessa sýningu mjög vel, ef til vill betur en margar aðrar og tel hana I hópi þeirra merkustu er haldnar hafa verið I ár fram til þessa. Ýmsir listvinir voru þarna lika og I sumar skapi. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.