Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 2
2 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Stóriðjuáhugi Skagfirðinga: Fleiri andvígir álveri en fylgjandi IÐNAÐUR „Þetta eru svipaðar nið- urstöður og ég átti von á og mót- staða Skagfirðinga við álver kemur ekkert á óvart,“ segir Ár- sæll Guðmundsson, sveitar- stjóri Skagafjarðar, en á fundi sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hélt á Sauðárkróki í gærkvöldi kom fram að 45 prósent Skag- firðinga eru á móti álversfram- kvæmdum á svæðinu. Könnunin var unnin af Gallup fyrir tilstuðlan ráðherra en í henni var spurt almennt um hug íbúa í Skagafirði til stóriðjuupp- byggingar. Rúm 37 prósent íbú- anna er hlynnt álveri í Skaga- firði meðan 45 prósent eru á móti. Afstaðan breyttist þegar spurt var um vatnsaflsvirkjun, 55 prósent eru hlynnt slíkri framkvæmd en 37 prósent á móti. 53 prósent íbúa er hlynnt- ur álveri annars staðar í fjórð- ungnum. - aöe Nautgripabændur í mjólkurframleiðslu: Fá rúma fjóra milljarða í styrki LANDBÚNAÐUR 854 bændur deila með sér 4,2 milljörðum króna sem greiddir eru í beingreiðslur vegna mjólkurframleiðslu. Það þýðir að hver og einn fær að meðaltali sem nemur 4,9 milljónum króna í beina ríkisstyrki á ári hverju. Nýja mjólkursamlagið Mjólka, sem hyggst framleiða osta, stendur utan þessa kerfis. Það hefur orðið til þess að Þórólfur Sveinsson, formað- ur Landssambands kúabænda hefur lýst efasemdum um hvort starfsemi Mjólku sé lögleg þar sem lög kveði á um að kúabændur fái greiddar ákveðnar beingreiðslur og geti framleitt fyrir innlendan markað sem því nemur en verði að flytja umframframleiðslu til útlanda á lægra verði. „Það er mjög langsótt að hann taki eitthvað á þessu máli,“ segir Ólafur M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, um dóm sem Þórólfur hefur vísað til. „Ég skil ekki alveg hvernig þeir geta dregið samnefnara þarna á milli.“ Haustið 2003 lét Fréttablaðið reikna fyrir sig hversu mikið þeir bændur sem fá mest og minnst í sinn hlut fengu greitt ár hvert. Þeir fimm sem hæstar greiðslur fengu voru með 15,5 milljón króna að með- altali en bændurnir fimm á hinum endanum fengu 350 þúsund krónur að meðaltali. Síðan þá hefur bænd- um fækkað en greiðslur hækkað. - bþg Deilt á ríkisstjórn vegna sölu Símans Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að selja Símann með grunnnetinu. Halldór Ásgrímsson kynnti sölufyrirkomulagið á Alþingi í gær og varði að grunnnet Símans skuli selt með fyrirtækinu. SÍMINN „Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkisins í Símanum í einu og heilu lagi einum hóp kjöl- festufjárfesta,“ sagði Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra á Al- þingi í gær er hann kynnti skýrslu framkvæmdanefndar um einka- væðingu varðandi sölu á Síman- um. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, spurði hvað valdi því flókna kerfi um eignarhald á þeim hópi sem má kaupa Símann. „Af hverju þurfa það að vera þrír aðilar að minnsta kosti sem kaupa Símann? Er svar- ið kannski það að með því sé verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar geti komist að kjötkötlunum?“ Lúðvík Bergsveinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði að í við- skiptalífinu væri þrálátur og sterkur orðrómur að búið sé að ákveða hverjir eigi að kaupa Sím- ann. Halldór gerði að umtalsefni gagnrýni þeirra sem mótfallnir eru því að selja Símann með grunnnetinu: „Ríkisstjórnin hefur lagst gegn því að aðskilja grunn- netið frá Símanum á þeim for- sendum að hvergi í Evrópu hafi grunnnet verið aðskilið við einka- væðingu fjarskiptafyrirtækja og lagaumhverfið á Evrópska efna- hagssvæðinu geri ráð fyrir sam- keppni í rekstri grunnneta í fjar- skiptageiranum. Nú síðast hefur fallið um það úrskurður og fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins hefur sent sænskum stjórn- völdum rökstutt álit þess efnis að Svíar uppfylli ekki skuldbinding- ar sínar samkvæmt tilskipun sem fjallar einmitt um samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ sagði Hall- dór. Össur sagði þetta ekki rétta túlkun hjá forsætisráðherra. „Hið rétta er að óheimilt er að veita ríkisfyrirtæki eða öðru fyrirtæki einkarétt á því að veita fjarskipta- þjónustu eða grunnnetsþjónustu,“ sagði Össur. Hann benti jafnframt á að framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hafi nýlega lagt fram skýrslu þar sem bent var á að ofurtök símafyrirtækja sem búið er að einkavæða stafi af því að þau hafa hin sterku tök sín á markaðinum gegnum grunnnetið. „Það er algert skilyrði hjá okk- ur í Samfylkingunni að Síminn verði ekki seldur nema grunnnet- ið verði skilið frá,“ sagði Össur. sda@frettabladid.is STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Sagði ákvörðun um fyrirkomulag sölu Sím- ans vera hrossakaup. Steingrímur J.: Hrossakaup formanna SÍMINN Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði í umræðum á Alþingi um sölu Sím- ans að ríkisstjórnin væri að hanna fákeppni. Hann benti jafnframt á að meirihluti landsmanna væri samkvæmt skoðanakönnunum á móti því að selja Símann. Stein- grímur benti á að í fjölmiðlum hefði komið fram að Halldór og Davíð hefðu handsalað samkomu- lag um sölu Símans áður en einka- væðingarnefnd skilaði niðurstöð- um sínum. „Hér er á ferðinni áframhaldandi hrossakaupafor- ingjalýðræði í anda stjórnarflokk- anna. Þetta er Írak-aðferðin,“ sagði Steingrímur J. - sda ELDUR Í BÍLSKÚR Tilkynnt var um eld í bílskúr að Birkihvammi 17 í Kópavogi seinnipartinn í gær. Tókst greiðlega að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu á innanstokksmunum vegna elds og sóts. ÁRNI ÞÓR VIGFÚSSON Ráðinn til starfa hjá 365 prent- og ljós- vakamiðlum. Fjölmiðlun Árni Þór til starfa 365 Árni Þór Vigfússon, fyrrum sjónvarpsstjóri Skjás eins, hefur verið ráðinn til starfa hjá 365. Hann kemur til með að stýra sókn fyrir- tækisins í fjölmiðlun ætlaðri ungu fólki og kemur fyrirtæki hans 3 Sagas Entertainment að því starfi. „Það eina sem ég get sagt á þess- um tímapunkti er að þetta er virki- lega spennandi verkefni sem við hlökkum til að takast á við. Þetta bar brátt að og við munum kynna okkar sýn innan fárra vikna,“ er það eina sem Árni Þór var reiðubúinn að segja í gærkvöldi. Árni Þór vinnur hvort tveggja fyrir 365 ljósvakamiðla og 365 prentmiðla, sem gefa út Frétta- blaðið. - bþg ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SEX BÍLAR Í ÁREKSTRUM Sex bílar lentu í tveimur árekstrunum á mót- um Njarðarbrautar og Grænásveg- ar í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Fjórir bílar lentu saman í öðrum árekstrinum en tveir í hinum. Eng- inn meiddist en bílar skemmdust. KEYRÐI Á KYRRSTÆÐAN BÍL Þrítug kona keyrði aftan á kyrrstæðan bíl í Njarðvík síðdegis í gær. Hún er grunuð um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Minniháttar um- ferðaróhöpp urðu í Njarðvík og Sandgerði skömmu eftir hádegi. SPURNING DAGSINS Óðinn, veitti Markús Örn þér ráðningu? „Nei. Hann réði mig og við róuðumst báðir við það.“ Óðinn Jónsson er nýráðinn fréttastjóri fréttadeild- ar Ríkisútvarpsins. Markús Örn Antonsson er útvarpsstjóri. Vinsælt námskeið um öll helstu grundvallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna mynda í heimilistölvunni. Næstu námskeið: 1. Föstudagana 8. og 15. apríl kl. 17:30 – 21:30 báða dagana. 2. Laugardagana 9. og 16. apríl kl. 13:00 – 17:00. Innritun og upplýsingar í síma 544 2210 Verð kr. 15.000,- (Innifalin er ný kennslubók á íslensku). Stafrænar myndavélar H A G N Ý T T T Ö L V U N Á M Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is ÁRSÆLL GUÐMUNDSSON Segir niðurstöður Gallup ekki koma á óvart enda meirihluti íbúa á móti álvers- uppbyggingu í héraðinu. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Í RÆÐUSTÓL Forsætisráðherra gerði þingheimi grein fyrir því hvernig staðið yrði að sölu Símans. Stjórn- arandstæðingar gagnrýndu fyrirkomulagið og sögðu það til þess fallið að verðlauna vildar- fyrirtæki stjórnarinnar. KÝR Á BEIT Kúabændur fá greitt fyrir hvern þann lítra sem þeir mega framleiða og selja innanlands, samanlagt 4,2 milljarða. Deilur í Festingu: Lögbanni frestað VIÐSKIPTI Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík frestaði í gær úrskurði um lögbannsbeiðni á hlutafjáraukn- ingu í Festingu, sem á og rekur fast- eignir Essó og Samskipa. Verður málið tekið fyrir næsta föstudag. Meirihluti stjórnar Festingar samþykkti að auka hlutafé 22. mars gegn vilja meirihluta eigenda en í samræmi við samþykktir aðalfund- ar og náði þannig ítökum í félaginu. Sigurður G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður lagði fram lausn á málinu hjá sýslumanni fyrir hönd sinna umbjóðenda. Hafa stjórnar- menn í Festingu frest til föstudags til að leysa málið. - bg ■ ELDSVOÐI HALLDÓR SELDUR Ævisaga Hall- dórs Laxness eftir Halldór Guð- mundsson hefur verið seld til Forlaget Vandkunsten í Dan- mörku. Áður hefur bókin verið seld til Þýskalands og Svíþjóðar. ■ ÚTGÁFA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.