Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
60,81 61,11
113,951 14,51
78,30 78,74
10,51 10,57
9,55 9,61
8,54 8,59
0,56 0,57
91,43 91,97
GENGI GJALDMIÐLA 04.04.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
107,99 -0,01%
4 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Fjölgun íbúa í 101:
Fleiri turnar við Skúlagötuna
SKIPULAGSMÁL Þrír þrettán hæða
íbúðaturnar rísa á næstu misser-
um við Skúlagötuna milli Vita-
stígs og Barónstígs.
Til að rýma fyrir þeim verður
húsið sem Dominos pizzur eru í á
horni Vitastígs og Skúlagötu rifið
og einnig hús Kexverksmiðjunnar
Frón þar við hliðina. Er þetta hluti
af endurskipulagningu reitsins
sem afmarkast af Hverfisgötu,
Barónstíg, Skúlagötu og Vitastíg.
Áætlað er að nýtt deiliskipulag
af þessu svæði líti dagsins ljós á
næstu mánuðum og þegar það
hefur farið í gegnum hefðbundið
ferli má búast við að framkvæmd-
ir geti hafist.
Ekki liggur fyrir hvers konar
hús verða reist við Hverfisgötuna
milli Bjarnaborgar og gamla
Fjóssins sem hýsir nú verslun 10-
11 né heldur hvers konar hús
verða reist inni á reitnum en þó
má gera ráð fyrir frekar lágreist-
um húsum, sem fyrst og fremst
verða ætluð námsfólki.
Allt í allt má reikna með að á
þessu svæði rísi á næstu árum
220-240 nýjar íbúðir eða 6-800
manna byggð. - sþs
Tveggja milljóna
útfarargesta vænst
Jóhannes Páll II páfi verður borinn til grafar á föstudaginn. Búist er
við miklum fjölda trúaðra til Rómar af þessu tilefni.
PÁFAGARÐUR, AP Lík Jóhannesar
Páls II páfa var í gær borið, í
fylgd syngjandi presta, frá Post-
ulahöllinni í Páfagarði inn í Pét-
urskirkjuna, þar sem það mun
standa uppi uns útför páfa fer
fram á föstudag. Hann verður
lagður til hinstu hvílu í grafhýsi
Péturskirkjunnar.
Tugþúsundir trúaðra fylgdust
harmi slegnir með er tólf líkburð-
armenn báru lík páfa, í fylgd liðs-
manna svissneska varðliðsins, á
skarlatsrauðum börum yfir Pét-
urstorgið, frá Clementina-salnum
þar sem það hafði staðið uppi síð-
an á sunnudag.
Nú mun allur sá gríðarlegi
fjöldi trúaðra sem vill votta páfa
persónulega hinstu virðingu geta
séð lík hans í Péturskirkjunni
fram að jarðarförinni á föstudag.
Joaquin Navarro-Valls, aðal-
talsmaður Páfagarðs, sagði að Jó-
hannes Páll yrði „næstum örugg-
lega“ jarðaður í grafhýsinu þar
sem Jóhannes XXIII páfi lá uns
kistan með jarðneskum leifum
hans var flutt upp á aðalgólf Pét-
urskirkjunnar. Jóhannes XXIII
dó árið 1963 en var fluttur árið
2000 er hann var tekinn í tölu
helgra manna, þar sem margir
pílagrímar vildu koma að gröf
hans.
Kardinálar kirkjunnar eru nú
að tínast til Rómar hvaðanæva að
úr heiminum, en þeirra bíður það
verkefni að velja úr sínum röðum
eftirmann Jóhannesar Páls II til
að verða 265. arftaki fyrsta
páfans, sankti Péturs.
Jóhannes Páll II útnefndi í
páfatíð sinni alla nema þrjá af
þeim 117 kardinálum sem hafa til-
kall til að setjast á rökstóla um val
næsta páfa.
Páfi verður jarðsettur í beinu
framhaldi af útförinni. Mikill
fjöldi fyrirmenna hvaðanæva að
úr veröldinni hefur boðað komu
sína í útförina, þar á meðal banda-
rísku forsetahjónin og Karl Breta-
prins, sem ákvað að af þessu til-
efni að fresta um einn dag fyrir-
huguðu brúðkaupi sínu og Camillu
Parker-Bowles. Reiknað er með
að allt að tvær milljónir manna
munu mæta til útfararinnar, sem
hefst kl. tíu árdegis. ■
Tilræðismaður páfa:
Vill vera við
útförina
TYRKLAND, AP Mehmet Ali Agca,
Tyrkinn sem skaut og særði
páfann lífs-
hættulega árið
1981, er harmi
sleginn yfir
fráfalli hans
og vill vera við
útför hans. Frá
þessu greindi
lögmaður hans
í gær, en Agca
situr í fangelsi í Tyrklandi vegna
annarra brota sem hann framdi
fyrir páfatilræðið.
Lögmaðurinn, Mustafa Dem-
irag, sagðist myndu koma ósk um-
bjóðanda síns til saksóknara en
viðurkenndi að litlar líkur væru á
því að Agca fengi leyfi til að fara
úr fangelsi til að vera við útför
manns sem hann reyndi að myrða.
Páfi fyrirgaf Agca og heimsótti
hann í fangelsi á Ítalíu árið 1983.
Hann var framseldur frá Ítalíu til
Tyrklands árið 2000. ■
Páfi og Pólland:
Vilja hjartað
til Kraká
PÓLLAND, AP Ráðamenn í Kraká,
suður-pólsku borginni þar sem Jó-
hannes Páll II páfi þjónaði sem
prestur og erkibiskup, hafa lýst
von um að heimild fáist til þess að
jarðsetja hjarta hans í dómkirkju
borgarinnar, þar sem jarðneskar
leifar miðaldakónga og dýrlinga
Póllands hvíla einnig. En tals-
menn kaþólsku kirkjunnar höfn-
uðu hugmyndinni strax.
Hvergi naut Jóhannes Páll II
meiri hylli en í fæðingarlandi sínu.
Vinsældir hans þar eru slíkar, að
pólskar ferðaskrifstofur og flugfé-
lög eru nú í óða önn að skipuleggja
aukaferðir til Rómar til að sem
flestir Pólverjar geti verið við út-
för páfa á föstudaginn. ■
Í VEÐBANKA Á ÍRLANDI
Margir freista gæfunnar og reyna að hagn-
ast á vali næsta páfa.
Veðjað um arftaka:
Ítali og
Nígeríumaður
PÁFAGARÐUR, AP Ítalskur og níger-
ískur kardináli eru fremstir og
jafnir á lista írsks veðbanka um
það hver verður næsti páfi.
Yfir fimm þúsund manns hafa
þegar tekið þátt í veðmáli um
þetta hjá Paddy Power-veðbank-
anum, stærsta slíka fyrirtækinu á
Írlandi. Ítalinn Dionigi Tetta-
manzi og Nígeríumaðurinn Franc-
is Arinze eru þeir tveir sem mest
er veðjað á, að svo komnu máli.
Að kirkjulögum verða allir kar-
dinálar hennar að koma saman
ekki seinna en hálfum mánuði eft-
ir jarðarför páfa og velja arftaka
hans á lokuðum fundi í Sixtínsku
kapellunni. ■
Messur páfa:
Fámennast í
Reykjavík
FRÁFALL PÁFA Fjölsóttasta messan
sem hinn víðförli Jóhannes Páll II
hélt á 26 og hálfs árs ferli sínum
fór fram á Filippseyjum, þar sem
fjórar milljónir manna eru taldar
hafa hlýtt á orð hans, en sú fá-
sóttasta fór fram á Landakotstúni í
Reykjavík 2. júní 1989. Um 200
manns lögðu leið sína að Landakoti
við það tækifæri, en óvenju kalt
var í veðri þennan dag og margir
Íslendingar kusu að fylgjast með
messunni heiman frá sér, þar sem
henni var sjónvarpað beint. ■
Iceland International Film Festival
www.icelandfilmfestival.is
7. - 30. apríl 2005
50 frumsýningar
á vikum
Reykjavík-Keflavík-Akureyri-Selfoss
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
HÚS SEM HVERFA
Hús Kexverksmiðjunnar Frón og
húsið á horni Skúlagötu og Vitastígs
víkja fyrir nýjum turnhúsum.
FYRIRGEFNINGIN
Páfi heimsótti Agca í
fangelsi árið 1983.
LITIÐ Á LÍK PÁFA
Þessi ungi drengur lagði mikið á sig til að reyna að berja lík páfa augum er það var borið í Péturskirkjuna í gær.
Reykjavík:
Vilja bæta
líðan drengja
SKÓLAMÁL Vesturbæjarskóli verð-
ur móðurskóli verkefnis sem kall-
ast drengir og grunnskólinn og
bæta á líðan drengja í skólum.
Verkefninu var veitt 900 þúsund
króna styrkur frá menntaráði
Reykjavíkurborgar á fimmtudag.
Ráðið veitti átján milljónir í
styrki til þróunarverkefna í gunn-
skólum borgarinnar.
Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs, segir markmið verk-
efnisins að skólinn tileinki sér við-
horf og vinnubrögð sem tryggi
velferð drengja ekki síður en
stúlkna í námi. - gag