Fréttablaðið - 05.04.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 05.04.2005, Síða 6
6 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Ný verslun á Stöðvarfirði: Matvörubúð sem breytist í krá um helgar VERSLUN Verslunin og veitinga- húsið Brekkan opnaði á Stöðvar- firði 1. apríl síðastliðinn en eng- in verslun hefur verið í byggð- arlaginu frá því í fyrrahaust. Í Brekkunni er boðið upp á helstu nauðsynjavörur en einnig heitar veitingar. Eigendurnir hafa sótt um áfengisleyfi og að því fengnu verður rekin krá í hús- næðinu á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Brekkan er til húsa þar sem veitingahúsið Kútterinn var til skamms tíma. Eigendur eru Ásta Snædís Guðmundsdóttir og Rósmarý Dröfn Sólmundardótt- ir og segir Ásta viðtökurnar hafa verið afar góðar. „Við mun- um ekki keppa við lágvöruversl- anir í verðum og eflaust munu Stöðfirðingar halda áfram að versla í Bónus þegar þeir eiga leið til Egilsstaða en vonandi hjá okkur þess á milli. Viðtökur Stöðfirðinga hafa verið frábær- ar og við vorum með pitsuhlað- borð á laugardaginn þar sem fullt var út úr dyrum,“ segir Ásta. Haldin var samkeppni á Stöðvarfirði um nafn á nýju verslunina og bárust 80 hug- myndir en á Stöðvarfirði eru um 90 íbúðir. - kk SAMGÖNGUR „Það kemur mér mjög á óvart að heyra að ekki eigi að ráðast í gerð Sundabrautar næstu fjögur árin,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri. Í nýrri samgönguáætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi undirbúningsvinnu vegna Sundabrautarinnar en eng- um framkvæmdum til ársins 2009. Steinunn segir að úrskurðar Umhverfisráðuneytisins vegna kærumála sem borist hafa vegna fyrirhugaðrar legu Sundabrautar sé að vænta innan nokkurra vikna. „Þegar sá úrskurður liggur fyrir er okkur hjá borginni ekkert að vanbúnaði að ákveða hvor leiðin verður fyrir valinu. Við höfum oft- ar en ekki heyrt að allt strandi á okkur hér hjá borginni en ef rétt reynist að ekkert fé sé eyrnamerkt Sundabrautinni næstu árin þá hef- ur dæmið aldeilis snúist við og það kemur vissulega á óvart. Sam- gönguráðherra veit fullvel að nið- urstöðu er að vænta frá umhverf- isráðuneytinu innan tíðar.“ -aöe Framkvæmdum fyrir milljarða frestað Fresta skal áður áætluðum vegaframkvæmdum næstu tvö árin sem kosta tæpa fjóra milljarða króna samkvæmt nýrri samgönguáætlun til ársins 2008. Verkefni á landsbyggðinni mun fjárfrekari en á höfuðborgarsvæðinu. SAMGÖNGUR Fjárveitingar til vega- framkvæmda á landsvísu verða lækkaðar um tæpa fjóra milljarða króna næstu tvö árin en gert er ráð fyrir að sú upphæð bætist við framkvæmdaféð árin 2007 og 2008. Sé mið tekið af því að fresta varð fjárveitingum til sama mál- efnis um 1,8 milljarð króna á síð- asta ári verða ýmsar tafir á mörg- um brýnum verkefnum í sam- göngumálum. Þetta kemur fram í nýrri sam- gönguáætlun sem lögð verður fyr- ir Alþingi í vikunni. Er þar um endurskoðun á eldri samgönguá- ætlunum að ræða og kemur fram að áætlunargerð almennt hefur raskast talsvert sökum þess að framkvæmdavísitölur hafa hækk- að mun meira en verðlagsforsend- ur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Fram kemur að ríkisstjórnin mun áfram sérstaklega leggja til fé til jarðgangagerðar. Nemur sú upphæð tæpum sex milljörðum króna til árins 2009 en ekki er gert ráð fyrir nýjum jarðganga- verkefnum á því tímabili sem áætlunin nær yfir. Ljúka skal við Fáskrúðsfjarðargöng og Héðins- fjarðargöng verða boðin út síðar á þessu ári. Sunnlendingum verður að hluta að ósk sinni varðandi veg- arkaflann milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Gerir áætlunin ráð fyrir að 300 milljónir króna fari til breikkunar kafla vegarins árið 2007. Er þar um að ræða þriðju akreinina yfir Hellisheiði og eins á kafla fyrir neðan Litlu kaffi- stofuna. Meðal annarra verkefna sem ráðast skal í næstu fjögur árin má nefna framkvæmdir við nýja brú og nýjan veg á Bræðratunguvegi nálægt Flúðum. Ljúka skal endur- byggingu hringvegarins um Norð- urárdal í Skagafirði og árið 2008 skal hefja framkvæmdir við gerð nýs vegarstæðis og brúar yfir Hornafjarðarfljót en sá vegur mun stytta Hringveginn um ellefu kílómetra. Samtals er ætlunin að eyða um 6,3 milljörðum króna til verkefna á höfuðborgarsvæðinu á tímabil- inu en 9,8 milljörðum annars stað- ar á landinu. albert@frettabladid.is Hefur fréttastofa Útvarps skaðast af fréttastjóramálinu? SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kaupa hlutafé í Landssímanum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 35% 65% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Málstofa um Svalbarðamálið Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 6. apríl 2005 kl. 12.15-13.45 Dagskrá: 12.15 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Fyrirlestur: Robin Churchill, prófessor við Cardiff Law School, Bretlandi. 13.15 Fyrirspurnir og umræður. 13.45 Slit. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Lagadeild Prag frá kr. 9.990 Prag er einn ástsælasti áfangastaður Íslendinga. Vorið í Prag er einstaklega fagurt og veðrið milt og landið heillandi, allur gróður í blóma og landið skartar sínu fegursta. Heimsferðir bjóða ferðir til Prag í vor á hreint ótrúlegu verði. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir með íslenskumælandi fararstjórum. kr. 9.990 Flugsæti með sköttum aðra leið. 11. apríl. Netbókun. kr. 39.990 Helgarferð 14. apríl Flug, skattar og hótel með morgunverði í 4 nætur, 14. apríl. M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Netbókun. Síðustu sætin EIGENDUR BREKKUNNAR Ásta Snædís og Rósmarý Dröfn en á milli þeirra stendur Jóhanna Guðveig sem var þeim stöllum innan handar við undirbúninginn. STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Samgönguáætlun gerir ekki ráð fyrir að framkvæmdir við Sundabraut hefjist næstu árin. Steinunn segir það undarlegt enda úr- skurðar úr kærumálum að vænta fljólega. Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Kemur mjög á óvart ENGIN NÝ JARÐGÖNG Ljúka skal gerð Fáskrúðsfjarðarganga og hefja útboð vegna Héðinsfjarðarganga á þessu ári en önnur jarðgöng eru ekki á nýrri sam- gönguáætlun til ársins 2009. Ríkið mun þó áfram leggja til sérfjárframlög til jarðgangagerðar. ÚTGJÖLD TIL VEGAFRAMKVÆMDA Landið allt 16,1 milljarður Höfuðborgarsvæðið 6,3 milljarðar Landsbyggðin 9,8 milljarðar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.