Fréttablaðið - 05.04.2005, Page 12

Fréttablaðið - 05.04.2005, Page 12
JÚSTJSENKÓ Í WASHINGTON Viktor Jústsjenkó, nýr forseti Úkraínu, hitti George W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Bush sagði við þetta tæki- færi að það truflaði sig ekki að Úkraínu- stjórn hefði ákveðið að kalla úkraínska herliðið í Írak heim. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Jústsjenkó eftir að hún tók við völdum var að tilkynna að úkraínskt herlið yrði kallað heim frá Írak. 12 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR VETNISBÍLAR Fjármálaráðherra hef- ur lagt fyrir ríkisstjórnina frum- varp sem miðar að því að lækka verð á vetnisknúnum bílum. Að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytis- ins, er gert ráð fyrir því í frum- varpinu að heimilt verði að endur- greiða tvo þriðju hluta af virðis- aukaskatti á vetnisknúnum öku- tækjum auk þess sem þau verði undanþegin vörugjöldum. Þá verða sérhæfðir varahlutir í slík ökutæki undanþegin vörugjöldum. Markmiðið er að gera innflutn- ing og rekstur vetnisknúinna öku- tækja samkeppnishæfan, en verð þessara bíla er töluvert hærra en hefðbundinna ökutækja, að sögn Baldurs. „Við erum með þessu að skapa forsendur fyrir því að Ísland verði samkeppnishæft í hugsanlegri samkeppni þjóða um að fá til sín tilraunarverkefni um rekstur á vetnisknúnum ökutækjum. Ísland gæti orðið vettvangur alþjóðlegra rannsókna fyrir prófun á vetnisknúnum bílum,“ segir Bald- ur. Hann segir að auk þess sé verið að auka möguleika einstaklinga á því að fjárfesta í vetnisknúnum ökutækjum og þannig að taka þátt í því tilraunaferli sem vetnisknúin ökutæki eru nú í. - sda Dalvegur og Hlíðahjalli: Hættuleg gatnamót UMFERÐARMÁL „Þarna hafa þegar orðið árekstrar og mitt mat er að grípa þurfi til aðgerða sem fyrst,“ segir Kjartan Benediktsson, um- ferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu. Kjartan er þar að vísa til hættulegra gatnamóta á mótum Dalvegar og Hlíðarhjalla í Kópa- vogi en háar girðingar á einkalóð- um beggja vegna Hlíðarhjallans byrgja ökumönnum alla sýn og skapa hættu að hans mati. „Öku- menn sem koma niður Hlíðar- hjallann þurfa að fara verulega fram á Dalveginn til að sjá aðvíf- andi umferð og þar sem umferð þarna er bæði þung og hröð tel ég brýnt að bæta úr þessu sem fyrst.“ Árekstar hafa orðið nokkrir á þessum stað og hefur beiðni Kjartans verið tekin fyrir hjá bæjarráði. Hún liggur nú hjá um- ferðarnefnd bæjarins til umsagn- ar. -aöe EINN VETNISVAGNANNA SEM AKA UM STRÆTI BORGARINNAR. Íslensk yfirvöld ætla að lækka skatta og fella niður vörugjöld af vetnisknúnum ökutækjum í því skyni að gera Ísland að vænlegri kosti fyrir alþjóðlegar tilraunir með vetnisknúin ökutæki. Yfirvöld vilja fleiri vetnisbíla til landsins: Skattar lækkaðir á vetnisbílum HÆTTULEG GATNAMÓT Háar girðingar byrgja ökumönnum sem koma niður Hlíðarhjalla sýn og skapa stórhættu. Þegar hafa allmargir árekstrar orðið þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P KJARAMÁL Starfs- greinasambandið ætl- ar ekki að standa eitt að stöðugleikanum, segir Kristján Gunn- arsson, formaður sambandsins. Krafta- verk þurfi svo for- sendur kjarasamn- ings félaga Starfs- greinasambandsins haldist. „Ég sé það ekki gerast,“ segir Kristján: „Verkafólk verður ekki endalaust sett eitt fyrir vagn stöð- ugleikans.“ Verði verðbólga yfir 2,5 prósent í haust og aðrir nýir kjara- samningar úr takti við samn- ing Starfs- g r e i n a s a m - bandsins tekur fjögurra manna nefnd á vegum Samtaka atvinnu- lífisins og Alþýðu- sambands Íslands hann til endurskoð- unar og bætir hann eða segir honum upp. Verkalýðsfé- lag Akraness segir hann nú þegar kolfallinn og Kristján segir flest benda til þess að grípa þurfi til enduskoðunarákvæðisins. Verði vinnuveitendur ekki tilbúnir að bæta þann launamun sem mynd- ast hafi og allar leiðir þrjóti sé verk- fall eitt vopna sambandsins. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir hvorki skynsamlegt né líklegt að laun verði hækkuð frekar. Nefndin þurfi að skoða í haust hvort forsendurnar hafi staðist tæknilega eða ekki. Þrátt fyrir að dæmi séu um að félög hafi samið betur fyrir sína umbjóðend- ur en Starfsgreina- sambandið heyri það til undantekninga. Verðbólgan sé einnig innan markmiða Seðlabankans, sé húsnæðisliðurinn ekki reiknaður með. Ari bendir á að þar sem ekki hafi verið samið við allar starfstéttir sé ekki tímabært að skoða hvort f o r s e n d - urnar séu brostnar. „Það er augljóst að laun hafa h æ k k a ð mikið meira á Íslandi en í löndunum í kring á samn- ingstímanum. Þó eru laun hærra hlutfall af verðmætasköp- un hér en annars staðar. Það er líka ljóst að kaupmáttur hef- ur aldrei verið hærri á Íslandi. Hver maður getur því velt fyrir sér hvort líklegt sé að viðbrögð verði enn frekari launa- hækkanir,“ segir Ari. „Þó að mæld kaupmáttaraukning sé 1,4 prósent er kaupmáttaraukn- ingin án húsnæðisliðar 2,7 prósent,“ segir Ari. gag@frettabladid.is Með verkfall að vopni Starfsgreinasambandið neitar að standa eitt að stöðugleikanum. Ari Edwald segir hvorki skyn- samlegt né líklegt að launin verði hækkuð í haust. KRISTJÁN GUNNARS- SON Formaður Starfsgreina- sambandsins. ARI EDWALD Framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. LÖGREGLUMÁL Embætti Ríkislög- reglustjóra hefur gert athuga- semdir við skrif blaðsins um bíla- mál lögreglu í gær. Í þeirri frétt kemur fram að samkvæmt við- miðum lögreglu í nágrannaríkjum séu bílarnir úreltir. Telja menn hjá Ríkislögreglustjóra að fyrir- sagnir blaðsins séu villandi og al- rangar. Fréttablaðið vill árétta að heimildir blaðsins fyrir fréttinni eru traustar. Í henni kemur skýrt fram að forráðamenn lögreglu eru ekki sammála tölum blaða- manns og ennfremur að bílamál lögreglu hafa breyst til batnaðar undanfarin ár. Fyrirsagnir blaðsins eru ekki villandi í því samhengi sem kynnt var. Það er að segja í samanburði við reglur nágrannaþjóða, en hafa ber þó í huga að þarfir lögreglu þar og hér eru mismunandi. Til þess var ekki litið í greininni held- ur eingöngu reglna um akstur og aldur hverrar bifreiðar, enda eðli- leg krafa borgaranna að lögregla í landinu sé eins vel búin og mögu- legt er hverju sinni. ■ Verðtrygging: Stefna enn að afnámi EFNAHAGSMÁL „Málið hefur verið tekið fyrir á þingflokksfundum og vinna er hafin í viðskiptaráðu- neytinu,“ segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins. Á stefnuskrá flokksins fyrir yfirstandandi kjörtímabil var að afnema verðtryggingu allra lána skemmri en tuttugu ár en tveimur árum síðar bólar lítið á efnum. Hjálmar segir enn stefnt að því innan flokksins að koma verð- tryggingunni fyrir kattarnef á kjörtímabilinu. „Þetta hefur mætt mikilli andstöðu meðal annars hjá bönkunum sem vilja meina að slíkt leiði til vaxtahækkunar þó ég skilji ekki hvernig þeir fá þá nið- urstöðu. Miðað við reynslu ná- grannalanda hefur það ekki verið raunin.“ -aöe Lögreglubílar: Segja bílana ekki úrelta LÖGREGLUBÍLL VIÐ EFTIRLITSSTÖRF

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.