Fréttablaðið - 05.04.2005, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 2005
Róm
12. maí
frá kr. 39.990
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast
töfrum borgarinnar eilífu undir öruggri leiðsögn
fararstjóra Heimsferða. Í Róm upplifir þú
árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í
heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið,
Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og
Pantheon hofið, auk halla og meistaraverka
endurreisnartímans. Glæsilegir gistivalkostir í boði.
Verð frá kr. 39.990
Flugsæti með sköttum.
Netverð.
Verð frá kr. 79.990
Flug, skattar, gisting á Hotel Center
í 7 nætur með morgunverði og íslensk
fararstjórn. Netverð.
Hvítasunnuferð
GEORGE W. BUSH Stjórnvöld vilja hafa
puttana í kynlífsfræðslu foreldra til barna
sinna.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum:
Prédika hóf-
semi í kynlífi
Fjölmargir þrýstihópar hafa farið
fram á að bandarísk stjórnvöld
loki einni af nýrri vefsíðum sínum
þar sem foreldrum er bent á
hvernig best sé að ræða kynlíf við
börn sín.
Þykir efni síðunnar afar hlut-
drægt en foreldar eru þar sér-
staklega hvattir til að prédika
bindindi og hófsemi fyrir börnum
sínum þegar að kynlífi kemur.
Telja ýmis samtök það gott og
blessað en einnig þurfi að benda á
nauðsyn getnaðarvarna ef til kyn-
lífs kæmi en engar upplýsingar er
að finna um slíkt. ■
Ásatrúarfélagið mun beita sér
fyrir auknu jafnrétti í trúar-
bragðafræðslu innan grunnskól-
ans á næsta ári. Ályktun þess efn-
is var samþykkt á samráðsfundi
goða og Lögréttu Ásatrúarfélags-
ins á dögunum.
„Umræða um trúarbragða-
fræðslu í skólum hefur leitt í ljós
að mikið ójafnvægi er á aðkomu
einstakra trúfélaga í skólunum og
viljum við kynna siðfestu að
heiðnum sið sem raunhæfan val-
kost í stað kristinnar fermingar,“
segir Óttar Ottósson lögsögumað-
ur félagsins.
Ekki stendur til að svo stöddu
að fara inn í grunnskólana sjálfa
til að kynna ásatrú og siðfestuna
heldur verða kynningafundir
haldnir í húsnæði félagsins við
Granda í haust þangað sem ung-
mennum verður boðið að mæta
ásamt foreldrum sínum.
„Við höfum umburðarlyndi að
leiðarljósi og þröngvum okkur
ekki upp á skólana, en komum að
sjálfsögðu sé okkur boðið,“ segir
Óttar.
- keþ
Ásatrú kynnt:
Val milli guðs og goða
SIÐFESTA KYNNT Ásatrúarfélagið vill kynna siðfestu að heiðnum sið fyrir ungmennum.