Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 17
Samkvæmt nýjum lögum á Bret- landi hafa sæðis- og eggjagjafar ekki lengur rétt til nafnleyndar, segir á vef BBC. Börn sem verða til með gjafasæði eða -eggjum geta því haft upp á blóðforeldr- um sínum þegar þau ná átján ára aldri. Lögin eru ekki afturvirk þannig að þeir sem þegar hafa gefið kynfrumur sínar til að gera öðrum kleift að eignast börn munu ekki verða nafngreindir. Talið er að um eitt af hverjum sjö pörum í Bretlandi eigi við frjósemisvandamál að stríða og að sjö þúsund konur gangist undir gervifrjóvgun með þeim árangri að tvö þúsund börn fæðast ár hvert. Helstu breyting- ar vegna nýju laganna verða þau að þessi börn geta haft uppi á kynforeldrum sínum en geta samt engar kröfur gert til þeirra, hvorki fjárhagslegar né lagalegar. Kynfrumugjafarnir munu hins vegar ekki hafa möguleika á því að finna börnin sem getin eru með gjöfum þeirra. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 6.31 13.30 20.32 AKUREYRI 6.11 13.15 20.21 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Hlynur Sigurðsson, stjórnandi fast- eignasjónvarpsins Þak yfir höfuðið á SkjáEinum, hefur prófað næstum allar íþróttir en það er ein sem stendur upp úr. „Ég geri nú ýmislegt mér til heilsubótar. Ég fer meðal annars í innanhússfótbolta tvisvar sinnum í viku. Þar hittumst við gamlir skólafélagar, menn á besta aldri, og spilum fótbolta sem mér finnst rosalega skemmtilegt. Þess á milli fer ég út að hlaupa og á sumrin fer ég reglulega í golf og körfubolta,“ segir Hlynur sem situr svo sannarlega ekki aðgerðarlaus í heilsubótar- málunum. „Mér finnst samt langskemmtilegast í fótboltanum og líka fínt í körfuboltanum. En fótboltinn er númer eitt, tvö og þrjú. Ég hleyp meira af skyldurækni heldur en mér finnist það voðalega gaman. Ég var að æfa fótbolta með FH í gamla, gamla daga og æfði þá líka handbolta, badminton og körfu- bolta. Þannig að ég er búinn að vera í öllum íþróttum,“ segir Hlynur sem hugsar líka sitt hvað um mataræðið. „Ég er nýverið far- inn að spá í mataræðinu og farinn að passa mig. Ég er að reyna að hætta að sitja heima og borða franskar kartöflur og reyni að borða ruslfæði mjög sjaldan og borða eðli- lega. Ég er enginn ofsatrúarmaður í þess- um málum.“ lilja@frettabladid.is Fótbolti númer eitt, tvö og þrjú heilsa@frettabladid.is Landlæknir segir á heimasíðu sinni að mælst sé til þess að fólk sem ferðast til Asíu forðist fuglamarkaði, búgarða og snertingu við lifandi hænsfugla og aðra fugla. Ferðafólk ætti jafnframt að neyta kjöts og eggja sem eru vel soðin og þvo sér vel og oft um hendur. Ástæða þessa er fuglaflensan sem geisar í Asíu og hefur lagt um fimmtíu manns að velli. Nýr hjúkrunarforstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurlands er Anna María Snorradóttir en um nýja stöðu er að ræða. Sex sóttu um stöðuna en starf hjúkrunarforstjóra felur í sér stjórn hjúkrunar á stofnuninni og setu í framkvæmdastjórn. Gjaldskrá tannlækna á að vera sýnileg á tannlæknastof- um og útdráttur úr henni á að liggja frammi á biðstofu tann- lækna samkvæmt samkeppnis- lögum sem tóku gildi síðasta haust. Þetta hefur ekki gengið nógu vel eftir ef marka má nýja könnun Samkeppnisstofnunar en samkvæmt niðurstöðum hennar var aðeins tæpur helm- ingur tannlækna, eða um 40%, með gjaldskrána sýnilega við- skiptavinum. Stofnunin hvetur tannlækna til að fara að settum reglum. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er næstkomandi fimmtudag, 7. apríl. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin stendur fyrir þessum degi og að þessu sinni verður sjónum beint að heilbrigði móður og barns. Stofnunin hef- ur valið deginum einkunnar- orðin „Make every mother and child count“. Nánari upplýsing- ar er að finna á heimasíðu stofnunarinnar: http://www.who.int/world- health-day/2005/en/. Hlynur æfir fótbolta tvisvar í viku með gömlum skólafélögum sínum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is Dætur elta venjur mæðra sinna BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 KRÍLIN Vill einhver gjöra svo vel og segja mér hvort systir mín átti strák eða stelpu? Hvort er ég frændi eða frænka? Sæði og egg njóta ekki nafnleyndar BÖRN SEM VERÐA TIL MEÐ GERVIFRJÓVGUN GETA Í FRAMTÍÐINNI HAFT UPPI Á KYNFORELDRUM SÍNUM. Sæðisfrumur verða framvegis merktar nafni þess sem gefur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.