Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 18
Stress
Mikið stress getur haft skaðleg áhrif á heilsufarið og því mikilvægt
að reyna að draga úr því. Mikilvægt er að hvíld sé ofarlega í for-
gangsröðinni og nægur svefn ef maður er undir miklu álagi. [ ]
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunaræfingar
slökun og hugleiðsla
Sértímar fyrir barnshafandi
Allir yoga unnendur velkomnir
Sértímar í kraftyoga
www.yogaheilsa.is
Smoothies
100% ávöxtur
engin aukaefni
enginn viðbættur sykur
arka
vinnur gegn fílapenslum og bólum.
Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín.
Silicol Skin
Þannig getur þú haldið húð
þinni mjúkri og hreinni og
komið í veg fyrir bólur.
Fæst í apótekum.
Sykurlaus
jógúrt!
Hreina lífræna jógúrtin frá
Biobú er framleidd án sykurs.
A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í
ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú.
Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is
w
w
w
.b
io
bu
.is
v
ar
k
os
in
n
be
st
i í
sl
en
sk
i b
æ
nd
av
ef
ur
in
n
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
Birkiaska Fjórar leiðir til hamingju
Barbara Berger telur að hamingjan felist í jákvæðum hugsunum.
Barbara Berger býður upp á
holla skyndibita fyrir sálina í
Manni lifandi miðvikudags-
og fimmtudagskvöld.
Barbara Berger er mörgum Íslend-
ingum að góðu kunn fyrir bækur
sínar Skyndibitar fyrir sálina og
Fleiri skyndibitar fyrir sálina. Bar-
bara kom hingað í fyrra og hélt þá
fyrirlestur með Tim Ray um grund-
vallarhugsunina í bókunum sem er
sú að við getum þjálfað hugann líkt
og við þjálfum líkamann til já-
kvæðra hugsana sem gera líf okkar
síðan betra og göfugra. Færri
komust á fyrirlesturinn en vildu og
því eru þau Barbara og Tim komin
aftur til landsins og ætla að spjalla
við Íslendinga um hamingjuna sem
er mikið hugðarefni Barböru eins
og okkar flestra.
„Undanfarin ár hef ég haldið
fjöldann allan af fyrirlestrum og
námskeiðum og mér sýnist að fólk
sé oftast nær að leita að því sama –
heilsu, hugarró, ást, gróða,
skemmtilegu starfi, góðum
vinum og að geta lagt gott til
málanna í þessum heimi,“
segir Barbara og bætir við:
„Fjórar leiðir til hamingju
eru hugleiðsla, mann-
gæska, að hjálpa öðrum og
að ná stjórn á huganum og
þær eru undirstöður
mannlegra gilda, sama
hver bakgrunnur okkar
er. Ef fólk er meðvitað
um þessar leiðir, kynnir
sér þær og lærir að nota
þær til hins ýtrasta þá
eru betri lífsgæði óum-
flýjanleg.“
Bækur Barböru ganga út á það
að með því að beita sjálfsaga til að
breyta hugsanamynstri okkar til
hins jákvæðara getum við gert lífið
auðugra og betra. „Það er auðvitað
hægara sagt en gert að breyta
hugsanamynstri sínu en með viljan-
um tekst það smám saman og í stað-
inn öðlumst við sterkari sjálfs-
mynd og hamingju.“
Og framtíðarsýn
Barböru er einföld:
„Því fleiri sem átta
sig á gildi hugsana og
þess að vera meðvit-
aður, því nær
komumst við því marki
að gera heiminn að
betri bústað fyrir okkur
öll.“
Þeir sem vilja fræð-
ast nánar um aðferðir
Barböru og leiðirnar
fjórar til hamingjunnar
geta skellt sér á Mann lif-
andi annað kvöld eða fimmtudags-
kvöldið og hlustað á fyrirlestur
hennar og Tim Ray sem byrjar
klukkan átta. Aðgangseyrir er 3.900
krónur.
Aspirín verndar karla fremur
en konur fyrir hjartaáföllum.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að notk-
un á asperíni í smáskömmtum dregur
úr hættunni á hjartaáfalli. Nýleg
bandarísk rannsókn sýnir fram á að
þetta mun frekar eiga við um karl-
menn. Þó aspirínið geti varið konur
gegn því að fá sitt annað hjartaáfall
þá kemur það ekki í veg fyrir hjarta-
áfall í fyrsta sinn hjá konum undir 65
ára aldri. Rannsóknin stóð yfir í tíu ár
og þátt tóku næstum fjörutíu þúsund
konur. Helmingur þeirra tók 100 mg
af aspiríni annan hvern dag á meðan
hinar fengu lyfleysu. Þær sem tóku
aspirínið reyndust alveg eins líklegar
til að fá hjartaáfall. Læknar eru ekki
vissir um hvað veldur þessum kynja-
mun en þessar fréttir eru taldar munu
hafa afgerandi áhrif á hvernig læknar
meðhöndla konur sem teljast í
áhættuhópi fyrir hjartasjúkdóma.
Aspirín hefur ólík áhrif á kynin