Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 19
3ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 2005 Frunsa? Hefur þú prófað Oregano olíu? FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX , , , , , , SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Morgunverðurinn eykur fitubrennslu Myndir þú reyna að keyra þvert yfir landið á bílnum þínum á ef tankur- inn væri tómur? Ef ekki þá veist þú hvers vegna við þurfum að borða morgunverð! Hefur bein áhrif á fitubrennslu Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunverð eru öllu jöfnu grennri en þeir sem gera það ekki. Mjög líklega er þetta vegna þess að líkaminn tekur mið af morgunverð- inum þegar hann ìstillirî brennslu dagsins af. Pabbi „gamli“ Pabbi minn, sem var fyrsti viðskipta- vinur minn í einkaþjálfun, kvartaði alltaf yfir því að hann yrði fyrr svang- ur ef hann borðaði morgunverð sem og að hann borðaði greinilega meira yfir daginn þegar hann borð- aði morgunverð. Ætti ekki að koma á óvart! Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þar sem brennsla líkamans verður örari þegar við borðum morgunverð sem, að minnsta kosti að einhverju leyti, eykur brennslu – og þar með einnig fitubrennslu - líkamans. Þar með eykst þörf okkar fyrir hitaeiningar sem veldur því að við borðum meira yfir daginn. Þetta eykur hins vegar ekki fitusöfnun heldur getur flýtt mikið fyrir fitutapi, sérstaklega ef við stundum sam- hliða þessu reglulega líkamsrækt. Hvað er góður morgunverður? Mjög gott er að morgunverðurinn sé trefjaríkur. Allt of oft gleymist að borða nægilegt magn trefja yfir dag- inn, en við þurfum um 30 g af trefj- um á dag. Við þurfum trefjar úr þessu þremur fæðuflokkum: Kornmeti Grænmeti Ávextir Heilsuráðgjafinn mælir með? Skyr.is drykkurinn og ávöxtur er tilval- inn morgunverður. Ef við fáum okkur skyr og banana þá er það mjög fljót- leg og holl máltíð sem þess vegna er hægt að taka með sér í bílinn. Ef við höfum lengri tíma þá getur verið mjög gott að fá sér trefjaríkari morg- unverð s.s. Cheerios disk með und- anrennu, fjör- eða léttmjólk. Einnig mæli ég með því að setja skyr.is drykkinn, t.d. vanillu, beint út á morgunkorn sem er hrikalega bragðgott og hollt! Hér í World Class Laugum, þar sem ég vinn, fá sér margir „Boozt“ drykk á morgnana sem er einnig mjög hollt og gott og ætti að vera auðvelt að koma við hvort sem er heima eða í vinnunni. Meðlæti? Það er tilvalið að saxa út í þetta banana til þess að auka sætubragð, auk þess eru bananar meinhollir, en fyrir nammigrísi eins og mig mæli ég með strásætu sem á ekki að vera skaðleg líkamanum á neinn hátt sé hennar neytt í hóflegu magni. Per- sónulega nota ég léttmjólk en ef t.d. mjólkuróþol er til staðar er hægt að nota soja- eða hrísmjólk sem eru orðnar merkilega góðar á bragðið. Dæmi um máltíðir s.s. morgunverð, þetta sem og önnur hollráð Sölva er einnig að finna á vefsvæði okkar, www.heilsuradgjof.is Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. Mæður þurfa einungis að auka grænmetisneyslu sína til að dæturnar geri það líka. Dætur virðast fylgja fordæmi mæðra sinna hvað varðar neyslu á ávöxtum og grænmeti, samkvæmt nýrri rannsókn. Þar að auki virtust mæður sem borða mikið af ávöxtum og grænmeti vera síður líklegri til þess að ýta á dætur sínar með að borða meira og minni líkur voru á því að dæturnar væru matvandar. Margir foreldrar hafa áhyggjur af mat- vendni barna sinni, en í þessari rannsókn kom það í ljós að stúlkur sem urðu fyrir þrýstingi frá mæðr- um sínum með að borða voru lík- legri til að verða matvandar. Fyrir vikið borðuðu þær minna af ávöxt- um og grænmeti en þær sem höfðu heilbrigða matarlyst sem eykur hættuna á vítamínskorti. Hins veg- ar kom það í ljós að flestar stúlk- urnar sem tóku þátt í rann- sókninni skorti nauðsynleg víta- mín eins og kalk, magnesíum og E- vítamín hvort sem þær voru matvandar eða ekki. Stúlkurnar voru sjö ára þeg- ar rannsóknin hófst en níu ára þegar henni lauk. Með nuddi, hitameðferð, hollu fæði og leirböðum hefur Heilsustofnunin í Hveragerði bætt andlega og líkamlega heilsu fólks í hálfa öld. Heilsustofnunin í Hveragerði hefur ákveðið að bjóða almenningi að staldra við dagstund, hvílast og losa um spennu í líkamanum. Þar starfa sjö löggiltir sjúkranuddarar ásamt þaulvönu starfsfólki í sundlaug og leirböðum. Stofnunin hefur sérhæft sig í vatnsmeðferð og aðstaðan í nýju baðhúsi er eins og best verður á kosið. Tíminn sem ætlaður er al- menningi er á laugardögum frá klukkan 10 til 18 og afsláttur er gef- inn fyrir hópa. Það sem er í boði er sjúkranudd, sem skiptist í parta- nudd, heilnudd og slökunarnudd, einnig heilsuböð, leirböð, sund, heit- ir pottar, víxlböð og gufa og er greitt fyrir hverja meðferð fyrir sig. Til að fá sem mest út úr ferðinni er mjög gott að byrja á því að fara í heitan pott, gufu eða gera léttar æf- ingar í lauginni og er sú aðstaða innifalin ef farið er í sjúkranudd, leirböð eða heilsuböð. Sloppar og handklæði fylgja. Gestir geta nýtt sér aðstöðuna í baðhúsi HNLFÍ eingöngu. Aðgang- ur þar er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn yngri en 12 ára. Rapparinn vill setja vítamín á markað til að endurspegla lífsstíl sinn. Hipp-hopp stjarnan ógurlega 50 Cent vill skilja við of- beldisfulla fortíð sína og verða tals- maður heilsusam- legs lífernis – með því að setja á mark- að sína eigin tegund af vítamíni. 50 Cent hefur nú þegar látið til sín taka á heilsufæðismark- aðnum með því að hefja framleiðslu á vítamíndrykk sem kallast Formula 50. „Ég vildi ekki styðja við framleiðslu áfengra drykkja og orkudrykkir gera fólk brjálað. Ég vildi heldur ekki taka þátt í verk- efni sem endurspeglar ekki lífsstíl minn. Ég æfi reglulega og held mér í formi. Menn ættu því ekki að verða undrandi þótt ég setji fjölvítamín á markað,“ segir 50 Cent. Ef mæður setja meira af grænmeti og ávöxtum á diskinn sinn gera dæturnar það líka. Dætur elta matar- venjur mæðra sinna Sundlaugin og heitu pottarnir hafa gert mörgum gott. Hægt að slappa af í nuddi og leirböðum 50 Cent vill koma Banda- ríkjamönnum í gott form. 50 Cent á hollustubraut

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.