Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 20
Bandarískir barnalæknar telja ekki samhengi milli mjólkur og sterkra beina. Í rannsókn læknanna er lögð áhersla á að borða frekar kalkríkan mat eins og tófú en að þamba mjólk allan daginn. Aðrar góðar aðferðir til að verða sér úti um kalk er að borða brokkolí, kál eða rófur, eða drekka vítamí- bættan ávaxtasafa. Rannsóknin sýndi enn fremur fram á að reglubundin líkamsrækt, útileik- ir og leikfimisæfingar eru væn- legasta aðferðin til góðs bein- þroska hjá börnum og ungling- um. Þó ber að taka það fram að mjólkin inniheldur fjölmörg önnur góð bætiefni en bara kalkið svo ástæðulaust er að draga úr neyslu hennar þó aðrir kalkgjafar bætist við. Tilhneigingin til líkamsrækt- ar er arfgeng. Eftir að rækta saman fimmtán kyn- slóðir af tilraunarottum hafa vís- indamenn komist að því að tilhneig- ingin til afreka í íþróttum er arf- geng. Svo að ef þú átt erfitt með að ljúka langhlaupi og jafnvel að leggja í það er líklegast að það liggi í erfðavísum þínum frekar en vilja og mætti. Rottusystkini voru látin hlaupa í hlaupahjóli og þau fráustu látin eignast saman afkvæmi og einnig þau sem hlupu hægast. Eftir að þetta hafði verið endurtekið kyn- slóðum saman voru fyrrnefndar niðurstöður ljósar: þær rottur sem áttu kyn til spretthlaupa voru mun líklegri til að vera fótfráar en hinar. Þær voru líka með sextán prósent stærri hjörtu og sautján prósent stærri lungu en frændur þeirra og frænkur. Auðvitað er erfitt að færa slíkar niðurstöður yfir á menn en þó má draga þær ályktanir að þessar rann- sóknir komi að góðum notum við rannsóknir á ýmsum hjarta- og önd- unarfærasjúkdómum í fólki, sem og á áhuga og áhugaleysi á íþróttum. 4 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Mjólkin ekki endilega beinhollust af öllu Börn sem borða mjólkurvörur eru ekkert endilega með sterkari bein, samkvæmt nýj- um rannsóknum. Rúsínukex úr lífrænt ræktuðu hráefni. Enginn hvítur sykur - engar hertar fitur. Fæst í heilsubúðum og heilsuhillum matvöruverslana Kárastíg 1, 101 Rvík, S: 562 4082 Sérverslun með lífrænt ræktaðar vörur Bio-Rosino Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 11–17 Heilsuvörur og matstofa Laugavegi 2 - 101 Reykjavík Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Opið: Virka daga 10-18 Laugardaga 11-14 Vilt þú „trimma“ heima, í vinnunni eða upp í rúmi? Erum að fá nýja sendingu af hinu geysivinsæla GymForm/Stratatæki. Magabelti og 8 stk. blöðkur saman í pakka með tösku á aðeins 28.000 kr. Einnig buxur með innbyggðu stratatæki á aðeins 18.000 kr. Upplýsingar í síma 699 6906 Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is ÞRIÐJUDAGUR Hlaupahneigð er arfgeng hjá rottum Sófanagdýr og afreksrottur Íslensk landnámshæna – heilbrigð og ekki með fuglaflensu. Ekki með fuglaflensu Íslenska landnámshænan er fullfrísk. Í frétt um fuglaflensuna sem geis- ar í Asíu og birtist í Fréttablaðinu fyrir viku fylgdi mynd af íslensku landnámshænunni. Jóhanna Harðardóttir, talsmaður Eigenda- og ræktendafélags landnáms- hænsna, hafði samband við blað- ið og vildi árétta að íslenska land- námshænan hefur ekki greinst með téðan sjúkdóm. Lýtaaðgerðir eru faraldur Sarah Jessica Parker er um það bil að láta undan hóp- þrýstingi í Hollywood. Leikkonan geðþekka Sarah Jessica Parker viðurkenndi nýlega í blaðaviðtali við Reveal að lýtaað- gerðir freisti hennar. Hún segir það aðallega vera vegna þrýstings frá öðrum stjörnum vestan hafs. Leikkonan segist aldrei hafa lagst undir hnífinn en játar að vera um- kringd leikkonum sem hafa gert það. „Ég hef ekki fengið mér Botox, kollagen eða neitt. Ég er með línur og ef sumir af jafnöldr- um mínum væru ekki búnir að fara í að- gerð þá myndi ég ekki hugsa um þetta. Það er erfitt að sitja í herbergi með fólki sem er yngra og eldra en ég sem eru ekki með neinar línur. Þetta er eins og faraldur,“ segir Sarah.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.