Fréttablaðið - 05.04.2005, Qupperneq 28
Í gær voru liðin tíu ár frá því að
Ragnar Th. Sigurðsson ljós-
myndari og Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur
komust á norðurpólinn, fyrstir
Íslendinga. Báðir komu þeir af
fjöllum þegar þegar þeir voru
spurðir hvernig þeir ætluðu
halda upp á daginn. „Ja, hérna
eru komin tíu ár? Naumast að
tíminn líður,“ segir Ari Trausti.
„Ég held að það sé alveg gráupp-
lagt að fá sér einn kaldan í til-
efni dagsins,“ segir Ragnar
hlæjandi.
Ari og Ragnar voru hálfan
mánuð á leið út á pólinn, en
ferðalagið var sambland af flug-
ferðum, sleðaferðum og göng-
um. „Við vorum því ekki fyrstu
Íslendingarnir til að ganga á pól-
inn, það var Haraldur Örn Ólafs-
son,“ segir Ari.
Ragnar og Ari hafa þekkst
lengi; unnið og ferðast mikið
saman á fjarlægum slóðum, oft-
ar en ekki þar sem fimbulkuldi
er. Ari segist þó aldrei hafa
greint þennan áhuga sinn sér-
staklega. „Þetta er sambland af
mörgu. Ég er alinn upp við
ferðalög á hálendi, fór í nám
sem tengdist fjöllum og svo er
þetta auðvitað bara hrein ævin-
týramennska.“ Ragnar segist
kunna betur við sig á köldum
slóðum en heitum. „Ég þoli ekki
við í miklum hita og vill frekar
vera kappklæddur en á stuttbux-
um.“
Þeir kumpánar eru þó sam-
mála um að Norðurpóllinn sé
ekki fjörlegasti staðurinn á jörð-
inni. „Þeir eru vissulega til
meira spennandi,“ segir Ari
Trausti. „Toppurinn væri K2.
Það er næststærsta fjall heims
en mun erfiðara að klífa það en
Everest-fjall.“ Báðir eru þeir fé-
lagar spenntir fyrir suðurskaut-
inu og stefna þangað í náinni
framtíð. Ari Trausti gerir þó ráð
fyrir að fara til Suður-Ameríku
og Kákasusfjalla áður en að því
kemur. Ragnar stefnir á suður-
skautið strax næsta vetur.
„Þetta mun skýrast á næstunni
en það væri algjör draumur að
komast þangað með myndavél-
ina.“ ■
20 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
GIACOMO CASANOVA
(1725-1798) fæddist á þessum degi.
Ekki fjörlegasti staður jarðar
TÍMAMÓT: FYRSTIR ÍSLENDINGA Á NORÐURPÓLINN
„Hjónabandið er grafhýsi ástarinnar.“
Ítalski rithöfundurinn og hjartaknúsarinn Giacomo Casanova framdi
nokkur „grafarrán“ um ævina og það kom honum oft um koll að
hann lét hjúskaparstöðu þeirra kvenna sem hann hreifst af sig litlu
varða.
timamot@frettabladid.is
JARÐARFARIR
11.00 Hannes Alfonsson, blikksmiður,
Hamraborg 30 A, Kópavogi, verð-
ur jarðsunginn frá Kópavogskirkju.
11.00 Ingibjörg Adolfsdóttir, Austur-
brún 4, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Fella- og Hólakirkju.
11.00 Svana R. Guðmundsdóttir, Tún-
götu 23, Suðureyri, verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju.
13.00 Ásta Eygló Stefánsdóttir, fv.
bankastarfsmaður, leiðsögumaður
og frönskukennari, Neshaga 15,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju.
13.00 Helga Sigríður Gísladóttir, Hæð-
argarði 2, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju.
13.00 Margrét Unnur Sveinsdóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði.
ANDLÁT
Salbjörg Magnúsdóttir, Hringbraut 50,
Reykjavík, lést laugardaginn 26. mars.
Svokallað „hitt“ Femínistafélags
Íslands verður haldið klukkan
átta í kvöld á efri hæð Kaffi Sól-
ons í Reykjavík, en svo eru nefnd-
ir umræðufundir félagsins. Að
þessu sinni verður tekin til um-
ræðu Pekingáætlunin – fram-
kvæmdaáætlun Sameinuðu þjóð-
anna um málefni kvenna, sem
rædd var í New York í síðasta
mánuði í tilefni 10 ára afmælis
áætlunarinnar.
„Þúsundir fulltrúa ríkisstjórna
og frjálsra félagasamtaka frá öll-
um heimshornum sóttu tveggja
vikna langan fund Kvennanefnd-
ar Sameinuðu þjóðanna sem helg-
aður var tímamótunum,“ segir í
tilkynningu félagsins og tekið
fram að fulltrúar héðan sem
fylgdust með fundinum segi frá
honum.
Til máls taka Birna Þórarins-
dóttir, framkvæmdastýra UNI-
FEM á Íslandi; Guðrún Jónsdóttir,
hjá Stígamótum; Friðbjörg Ingi-
marsdóttir, úr stjórn KRFÍ; og
Margrét Pétursdóttir, ráðskona í
Femínistafélaginu. ■
AFMÆLI
Bárður Árni Stein-
grímsson, Brekkubraut
3, Keflavík, er sextugur
í dag. Hann tekur á
móti gestum í Háskóla
Íslands frá hálf sjö til
hálf níu „að hætti Sjáv-
ardýrasala.“
Gísli J. Ástþórsson blaðamaður og rit-
höfundur er 82 ára í dag.
Hjálmar W. Hannesson sendiherra er
59 ára í dag.
Arnþór Helgason framkvæmdastjóri
Örykjabandalags Íslands er 53 ára í dag.
Gísli Helgason tónlistarmaður er 53 ára
í dag.
Lilja Þórisdóttir leik-
kona er 51 árs í dag.
Sigurlás Þorleifsson
knattspyrnumaður er
48 ára í dag.
Eggert Skúlason fyrr-
um fréttamaður, fram-
kvæmdastjóri EMAX, er
42 ára í dag.
ARI TRAUSTI ÁSAMT SAMFERÐAMÖNNUM Ari ferðaðist mikið með foreldrum sín-
um og er haldinn mikilli ævintýraþrá.
Þennan dag árið 1955 sagði Winston
Churchill af sér sem forsætisráðherra
Bretlands. Hann var 81 árs og dró sig
í hlé sökum heilsubrests. Arftaki
hans var Anthony Eden. Winston
Churchill hóf afskipti sín af stjórn-
málum árið 1900 og settist á þing
fyrir Íhaldsflokkinn. Sex árum síðar
sagði hann sig úr flokknum og gekk
til liðs við Frjálslynda, en þegar hann
varð forsætisráðherra árið 1940 hafði
hann gengið aftur í Íhaldsflokkinn. Á
meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð
sat samsteypustjórn í Bretlandi sem
Churchill veitti forsæti og er hans
jafnan minnst fyrir staðfestu sína á
stríðsárunum. Samsteypustjórnin
splundraðist í stríðslok og Churchill
var beðinn um að mynda nýja ríkis-
stjórn sem skyldi sitja fram að kosn-
ingum seinna um árið. Verkalýðs-
flokkurinn gjörsigraði Íhaldsflokkinn
hins vegar í kosningunum árið 1945
og Clement Attlee varð forsætisráð-
herra. Hann sat til ársins 1951 þegar
Churchill tók aftur við sem forsætis-
ráðherra, þá 77 ára gamall. Hann var
aðlaður árið 1953 fyrir þjónustu sína
við land sitt og þjóð. Churchill sat
áfram á þingi eftir að hann steig úr
stóli forsætisráðherra og settist ekki í
helgan stein fyrr en árið 1964. Hann
lést á heimili sínu í janúar árið 1965,
níræður að aldri. Árið 2002 var Win-
ston Churchill útnefndur merkilegasti
Breti allra tíma í skoðanakönnun
sem rúmlega milljón manns tóku
þátt í. WINSTON CHURCHILL
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1939 Öllum þýskum börnum á
aldrinum 10 til 13 ára er
gert að starfa í Hitlersæsk-
unni.
1940 Hægri umferð samþykkt á
Alþingi. Skipta átti úr vinstri
umferð í ársbyrjun 1941,
en hætt við það vegna her-
náms Breta, sem vanir
voru vinstri umferð.
1968 Lög um lækkun kosninga-
aldurs til Alþingis úr 21 ári
í 20 ár staðfest.
1973 Pierre Messmer verður for-
sætisráðherra í Frakklandi.
1976 Íslendingar bera fram kær-
ur í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna vegna árekstra
við Breta á Íslandsmiðum.
1986 Flugvél ferst í Ljósufjöllum
á Snæfellsnesi, fimm farast,
en tveir komast af mikið
slasaðir. Vélin var á leið frá
Ísafirði til Reykjavíkur.
Churchill segir af sér
Totus tuus
(Allur þinn – einkunnarorð páfa)
Með sorg í huga en jafnframt
þakklæti fyrir trúa þjónustu
hans minnumst við
Jóhannesar Páls II. páfa.
Hann leiddi kaþólsku kirkjuna frá 2. október 1978 til 2. apríl
2005 sem staðgengill Jesú Krists á jörðu.
Við munum minnast hans í heilagri sálumessu í Dómkirkju
Krists konungs í Landakoti miðvikudaginn 6. apríl nk. kl. 18.00.
Allir þeir sem vilja kveðja hinn heilaga föður eru hjartanlega
velkomnir til þeirrar athafnar.
Reykjavík, 3. apríl 2005, Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu vegna fráfalls og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
Friðriks Guðmundssonar
fv. tollvarðar, Sunnuvegi 9, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 3. hæð á Sólvangi fyrir
frábæra umönnun og vináttu árin sem hann dvaldi þar.
Guð blessi ykkur öll.
Elín Kristbergsdóttir,
Kristján S. Sigurgeirsson Þorgerður Erlendsdóttir
Friðrik Friðriksson Guðrún Helga Sigurðardóttir
Herborg Friðriksdóttir Guðjón Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
Erlendur Sigmundsson
fyrrum prófastur og biskupsritari,
andaðist föstudaginn 1. apríl.
Margrét Erlendsdóttir Helgi Hafliðason
Álfhildur Erlendsdóttir Eymundur Runólfsson
Pekingáætlunin til umræðu
WWW.FEMINISTINN.IS Á vef Femínista-
félags Íslands er hægt að lesa sér til um
„hittið“ sem félagið stendur fyrir í kvöld.
RAGNAR TH. SIGURÐSSON Líkar mun
betur við kaldar slóðir en heitar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
AG
N
AR
T
H
. S
IG
U
RÐ
SS
O
N