Fréttablaðið - 05.04.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 05.04.2005, Síða 32
24 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Það er fátt sem mér finnst jafn viðbjóðs- legt og fjöldasam- komur og þegar há- tíðarhöld í miðborg Reykjavíkur eru frátalin leiðast mér engar samkomur meir en tónleikar. Það er aðeins ein hljómsveit í heiminum sem ég hef raunverulegan áhuga á að sjá á sviði og það er „eitís“ hljóm- sveitin Duran Duran. Ég var nú löngu búinn að gefa upp alla von um að sá draumur yrði að veruleika en nú er allt útlit fyrir að sveitin sé að koma hingað í sumar. Þetta er að vísu 20 árum of seint en ég mæti samt enda verður þetta æði. Illar tungur hafa í gegnum árin reynt að gera það hallærislegt að fíla Duran Duran en ég lýsi yfir fullum stuðningi við fimmmenning- ana frá Birmingham eins og gamla fólkið gerir við Presley, Rolling Sto- nes og Bítlana. Ég er meðlimur í fé- laginu Bandalag snáksins, samtök fólks sem þorir að gangast við Dur- an Duran en það gerum við ekki síst vegna þess að framlag þeirra er nefnilega merkilegra en margir gera sér grein fyrir og þeir báru höfuð og herðar yfir alla aðra í laga- smíðum, textagerð og tónlistar- myndböndum á níunda áratug síð- ustu aldar sem er stórlega vanmetið tímabil í tísku- og tónlistarsögunni. Á þessum árum átti maður dag- lega von á dauða sínum í kjarnorku- styrjöld. Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna og leit á Rambo sem uppskrift að lausn milliríkjadeilna og heimurinn var allur almennt á heljarþröm. Alnæmið skaut upp kollinum og það var allt að fara til andskotans en á meðan kraumaði lífsgleði í bland við rómantískan trega í tónlistinni. Lífið gengur í hringi og nú er allt aftur að fara til andskotans og þá koma þessar hetjur mínar loksins til landsins. Þetta er karma og í sumar fer ég á popptónleika og get sungið með vegna þess að ég kann alla textana. Þetta er nefnilega þeg- ar upp er staðið yndislegt líf þó Bush hafi tekið við af Reagan, Osama bin Laden gangi laus og Kárahnjúkar séu að sökkva. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SÉR FRAM Á AÐ GAMALL DRAUMUR MUNI RÆTAST. Bandalag snáksins M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Frode Överli Passaðu þig á hvað þú biður um! Þetta er allt í lagi.... ég þarf hana ekki! Jæja..... er það rétt að fjarstýringin er biluð? ILMAR EINS OG KJÚKLINGASÚPA Palli! Ekki hvolfa mjólkinni svona í þig! Palli, hvolfdu mjólkinni frekar í þig! Eftir Jerry Scott & Jim Borgman LEIÐIN- LEGT! Haltu kjafti og haltu áfram pípinu. Kalli! Viltu að ég roti þig? Broip er bara fínt! Allt í góðu! Fyrir fólk með liðkvilla vegna slitgigtar eða yfirálags Fæst í apótekumSJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.