Fréttablaðið - 05.04.2005, Side 33

Fréttablaðið - 05.04.2005, Side 33
25ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 2005 ■ TÓNLEIKAR STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20, Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT, Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 - Fáar sýningar eftir HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Aðalæfing Fi 14/4 kl 20 - kr. 1.000,- Frumsýning Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl. 20 AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning - Ath: Miðaverð kr. 1.500 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20, - UPPSELT, Su 17/4 kl 20, - UPPSELT, Mi 20/4 kl. 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 29/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 30/4 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Lau 9/4 kl 20 Síðasta sýning RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar MIÐASALAN ER HAFIN á www.borgarleikhus.is og í síma 568 8000 Fimmtudagur 21. apríl FRUMSÝNING kl. 14.00 - Sumardagurinn fyrsti Laugardagur 23. apríl 2. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 24. apríl 3. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 1. mai 4. sýning kl. 17.00 Sunnudagur 1. mai 5. sýning kl. 14.00 Fimmtudagur 5. maí 6. sýning kl. 14.00 - Uppstigningardagur Laugardagur 8. mai 7. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 9. mai 8. sýning kl. 14.00 Sýnt í Borgarleikhúsinu! Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir: Vegna fjölda áskorana verða tvær aukasýningar Föstudaginn 15. apríl kl. 20 Laugardaginn 23. apríl kl. 20 Tenórinn Ástandið Sögur kvenna frá hernámsárunum Síðasta sýning miðvikudag 6. apríl kl. 14 Tangósveit Lýðveldisins í kvöld kl. 20 Tangóball VALLARGERÐISBRÆÐUR Upprennandi karlakvartett. Drengja- kvartett í Salnum Þeir nefna sig Vallargerðisbræð- ur, eru aðeins sextán ára og ætla að feta í fótspor merkisbera ís- lenskra karlakvartetta. Eysteinn Hjálmarsson, Rík- harður Þór Brandsson, Þorkell Helgi Sigfússon og Örn Ýmir Arason létu það ekkert aftra sér frá því að mæta á æfingar með Skólakór Kársness þótt þeir færu í mútur fyrir fáeinum miss- erum. Þórunn Björnsdóttir kórstjóri tók þá á séræfingar, og smám saman kom í ljós að raddir þeirra hentuðu ákaflega vel til þess að stofna nýjan karlakvartett. Þeir komu fyrst fram sem leynigestir á tónleikum Álfta- gerðisbræðra í Salnum á síðasta ári og vöktu þvílíka lukku að ekki varð aftur snúið. Í kvöld halda þeir sína fyrstu eiginlegu tónleika í Salnum og hefjast þeir klukkan 20. ■ ■ ■ KVIKMYNDIR  19.30 Fjölmargar fjalla- og ævin- týramyndir verða sýndar í Smárabíói í kvöld og annað kvöld á hinni ár- legu Banff fjallamyndahátíð á veg- um Íslenska alpaklúbbsins. sem valdar úr þúsundum innsendra mynda. Sumar myndanna eru æsipennandi og fara með fólk á ystu mörk. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Breski píanóleikarinn Philip Jenkins og klarinettuleikarinn Einar Jóhannesson leika báðar klarinettu- sónötur Johannesar Brahms á tón- leikum í Norræna húsinu. Einnig leika þeir Fantasíu op 73 eftir Robert Schumann og fjöruga ungverska dansa eftir ungverska tónskáldið Draskóczy. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið verður í stofu L102 Sól- borg v/Norðurslóð, um áfanga sem náðst hafa á jafnréttissviðinu hér á landi og stöðu Íslands og annarra þjóða á þessu sviði. Það er alveg kjörið að færa upp leiksýningu fyrir börn byggða á æv- intýraheimi hins ástsæla danska skáldjöfurs H.C. Andersen á 200 ára afmælisárinu. Engin smá hátíð sem Danirnir slógu upp til að minnast hans. Það er heldur enginn smá sjóður sem hann hefur skilið eftir sig og í þann sjóð hafa margir lista- menn sótt. Sögur hans hafa verið uppspretta leiksýninga, óperusýn- inga, kvikmynda, teiknimynda, ball- etta og svo mætti lengi telja. Þeir Ármann, Sævar og Þorgeir eru makalaust þríeyki sem hefur marga fjöruna sopið í leiklistarheiminum og fá hér verðugt tækifæri til að vinna handrit upp úr sagnasjóði H.C. Andersen. Samstarf þeirra virðist alltaf gefast vel og hér eru þeir mættir, góðglaðir, hnyttnir, fyndnir, með prýðis ljóðlínur og lag- línur á hraðbergi. Í eðli sínu eru sögur H.C. Andersens afar leikræn- ar og þær liggja því vel fyrir hvers konar sviðsetningum. Enda er það ekki síst upplifun hans af leikhúsi í æsku sem verður honum innblástur til að skrifa. Sögur hans enn í dag flytja okkur sígildan boðskap um ótal margt sem er samofið mann- legu eðli og birtist í því hvernig maðurinn hegðar sér við hinar ýmsu kringumstæður og sýna okk- ur svo margt sem við þekkjum en erum oft svo blind á í eigin fari. En ekki síst það sem Hans Christian Andersen sjálfur þurfti að upplifa á sinni tíð og okkur er tíðrætt um á vorum dögum – einelti og fordóma. Kannski er hann að segja okkur að það sé manninum nauðsynlegt að hlúa að sínum dýpsta kærleik án til- lits til þess hvað öðrum kunni að finnast um það og aðeins þannig öðl- ast hann frelsið sem hann leitar svo ákaft að eins og litli ljóti andarung- inn. Leiðina til sjálfs sín finnur hann aðeins upp á eigin spýtur. Þjóðleikhúsið hefur fengið Ágústu Skúladóttur það verkefni að setja saman leikhóp til að sviðsetja verk þeirra félaga sem þeir byggja á sex völdum ævintýrum. Úr mörgu er að velja og má vera að sitt sýnist hverjum um það val. Það eru engu að síður þessi sex sem lifna á sviði Þjóðleikhússins fyrir tilstilla frá- bærra leikara og hljóðfæraleikara. Leikmynd Frosta Friðrikssonar er ævintýralega falleg en samt svo einföld og lýsingin bætir um betur. Litir í búningum eru sérlega smekk- legir og úthugsaðir. Hreyfingar leikaranna, söngur, leikur, persónu- sköpun og leikgleði er til fyrir- myndar í þessari sýningu og vinna leikstjórans þess eðlis að ekki er annað hægt en að hrópa bravó. Hér þarf ekki að tíunda frammistöðu hvers leikara. Það er mikil breidd í aldri og reynslu innan hópsins og það gerir hann svo skemmtilega áhugaverðan að fylgjast með. Allir njóta sín eins vel og kostur er. Þessi samvinna hópsins verður töfrum líkust og úr verður leikhúsveisla fyrir börn jafnt sem fullorðna. Um tíma gleymdi ég því að vera fullorð- inn og leyfði mér bara að vera barn sem upplifði ósvikinn galdur leik- hússins. Ég get ekki orða bundist yfir leikbrúðumeistaranum. Hann er mikill fengur fyrir íslenskt leik- hús. Ég vil einnig hrósa þeirri dirfsku höfundanna að láta flytja sögu litlu stúlkunnar með eldspýt- urnar í bundnu máli. Það veitir ekki af að þjálfa brageyra íslenskra barna, enda var hún meistaralega flutt af Sigurði Skúlasyni í hlutverki H.C.Andersens sjálfs. Skemmtileg og mannbætandi ævintýrasýning fyrir alla fjölskylduna. ■ Galdur leikhússins HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Þriðjudagur APRÍL LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Klaufar og kóngsdætur Þjóðleikhúsið Höfundar: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggva- son Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leik- mynd: Frosti Friðriksson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Tónlistar- stjórn: Jóhann G. Jóhannsson Brúður og brúðuleikstjórn: Bernd Ogrodnik Lýsing: Páll Ragnarsson Leikarar: Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Björgvin Franz Gísla- son, Kjartan Guðjónsson, Randver Þor- láksson, Sigurður Skúlason, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Örn Árnason. Hljóðfæraleikarar: Hjörleifur Valsson, Jóhann G. Jóhannson og Tatu Kantoma. NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og mann- bætandi ævintýrasýning fyrir alla fjölskyld- una. ÖRN ÁRNASON Í EINU AF HLUTVERK- UM SÍNUM Valgeir Skagfjörð brá sér á Klaufa og kóngsdætur, heillandi ævintýra- sýningu Þjóðleikhússins í tilefni af tveggja alda afmæli H. C. Andersens.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.