Fréttablaðið - 05.04.2005, Side 38
30 5. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Föstudagurinn 1. apríl reyndistansi afdrifaríkur á fréttastofu Út-
varps. Auðun Georg
Ólafsson mætti loks
upp í Efstaleiti en eftir
móttökurnar sem hann
fékk þar snérist honum
hugur og hætti við að
taka starfið. Fréttamenn
Útvarpsins höfðu
ákveðið að hittast
seinna um kvöldið
til að efla liðsand-
ann og drekkja
sorgum sínum. Miðað við það sem
á undan var gengið var búist við að
það yrði frekar dauft yfir mann-
skapnum og voru menn ekki einu
sinni vissir um að það næðist að
hóa mannskapnum saman. En eftir
að yfirlýsingin frá Auðuni Georg
barst breyttist samkvæmið hins veg-
ar í líflegt partí þar sem starfsmenn
fréttastofu skvettu úr klaufunum.
Sagan segir að drykkjan hafi jafnvel
farið úr hófi fram enda álagið á
starfsfólki fréttastofunnar, sem og
öllum þeim sem komu að stóra
fréttastjóramálinu, búið að vera
gríðarlegt og menn ekki allir undir
það búnir að gefa sig Bakkusi á
vald.
Meistari Megas verður 60 árafimmtudaginn 7. apríl og af því
tilefni verður blásið til veglegra af-
mælistónleika í Austur-
bæ á afmælisdaginn.
Tónleikarnir eru
haldnir með sam-
þykki Megasar sem
mun þó ekki troða upp
sjálfur og meistarinn
virðist að öðru
leyti vilja sem
minnst af af-
mæli sínu vita.
Hann hefur til að mynda þvertekið
fyrir öll viðtöl við fjölmiðla í tilefni af
tímamótunum og sagan segir að
sjálfur Gísli Marteinn Baldursson,
sem nýlega gerði tvo Laugardags-
kvöldsþætti með Stuð-
mönnum, hafi orðið
að falla frá áform-
um um að gera sér-
stakan þátt um
Megas vegna
áhugaleysis við-
fangsefnisins sem
kemst á vægast sagt
virðulegan aldur á
fimmtudaginn.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
– hefur þú séð DV í dag?
Móðirin smyglaði 5.000 e-töflum
til landsins og var tekin
Barn dópsmyglara elst upp
í kvennafangelsinu í Kópavogi
Það var líf og fjör í Borgarleikhús-
inu á sunnudaginn var þegar Lína
Langsokkur kvaddi áhorfendur í
síðasta sinn. Þegar leikarar voru að
hneigja sig eftir afar vel heppnaða
sýningu ruddist sjálfur Kalli á þak-
inu inn á sviðið og brá á leik með
Línu. Stukku þau um sviðið og velt-
ust um í faðmlögum áður en Kalli
tilkynnti að hann hygðist taka við af
Línu á Stóra sviðinu. Bætti hann við
að hann yrði rosalega reiður ef
áhorfendur létu sig vanta á sýning-
arnar hans.
Áhorfendur tóku vel á móti Kalla
enda sjálfur Sveppi, einn vinsælasti
sjónvarpsmaður landsins, þar
mættur sem mun túlka strákinn
með þyrluspaðana á rassinum í
sumar. Sýningar á Kalla á þakinu
hefjast sumardaginn fyrsta eða
þann 21. apríl. ■
Kalli heimsótti Línu langsokk
KALLI OG LÍNA Afkvæmi Astrid Lindgren
brugðu á leik á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu
á sunnudaginn var við mikla kátínu áhorfenda.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
60 prósent.
Mælt er með því að þær verði
fyrst þvegnar eftir sex til átta
mánuði.
Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jó-
hannesson.
Jóhann Bachmann er hættur sem
trommuleikari í Írafári, einni
vinsælustu sveitaballahljóm-
sveit landsins. Hanni, eins og
hann er oftast kallaður, hefur
leikið með Írafári síðustu ár en
hann er einnig trommari í
annarri vinsælli sveitaballa-
hljómsveit, Skítamóral frá Sel-
fossi.
„Skítamórall er búinn að bóka
sig í allt sumar svo Hanni mun
spila með þeim en ekki okkur,“
segir Vignir Snær Vigfússon, gít-
arleikari og aðallagahöfundur
Írafárs. „Við erum komin með
annan trommara sem mun að
minnsta kosti leika með okkur í
sumar.“
Eins og alþjóð veit voru Hanni
og Birgitta Haukdal, söngkona
Írafárs, par um langt skeið en
þau skildu að skiptum fyrir
nokkru. Vignir segir að Hanni
skilji við hljómsveitina í mesta
bróðerni og þvertekur fyrir að
samstarfsörðugleikar hafi átt
sér stað milli trommuleikarans
og söngkonunnar. „Það er bölvuð
vitleysa enda unnu þau saman í
hálft ár eftir að þau hættu saman
og það gekk ágætlega,“ segir
Vignir.
Nýi trommuleikari Írafárs
heitir Arnar Þór Gíslason. Hann
er bróðir Halla trommuleikara í
Botnleðju og hefur meðal annars
leikið með hljómsveitum á borð
við Stolíu, Ensími, Dr. Spock og
Bang Gang. Arnar Þór hefur þeg-
ar leikið með Írafári á þrennum
tónleikum; Samfésballinu, skóla-
balli í Kópavogi og tónlistarhá-
tíðinni Aldrei fór ég suður.
Írafár er komin á fullt eftir
dágott hlé og í bígerð er ný plata.
Að sögn Vignis Snæs má búast
við að hún komi út strax eftir
sumarið. ■
HANNI OG BIRGITTA Hann er hættur að tromma með Írafári og snýr sér aftur að Skímó.
BREYTINGAR HJÁ BIRGITTU: NÝR TROMMULEIKARI
Hanni hættur í Írafári
FRÉTTIR AF FÓLKI
Dótið? Eftirlíking af Icar-
us-vél Leonardos Da
Vinci.
Sem er? Flugvél sem blakar vængjun-
um. Kanadískir vísindamenn hafa verið að
vinna að því að láta gamlan draum rætast og
búa til flugvél sem flýgur um loftin blá með
því að blaka vængjunum eins og
fugl. Prófessor James DeLaurier,
við Háskólann í Toronto, hefur ver-
ið að vinna að flugvélinni ásamt útskriftar-
nemum sínum. Hugmyndin með vélinni er
að hún lyftist upp af jörðinni með því að
blaka vængjunum á henni. Stefnt er að því
að reyna vélina í fyrsta sinn nú í apríl en það
er flugmaðurinn Jack Sanderson sem mun
taka þetta stóra en jafnframt hættulega hlut-
verk að sér.
Fyrirmyndin? Hugmyndin að flugvélinni er
komin frá sjálfum Leonardo da Vinci sem
reyndi að búa til svipaða vél á sínum tíma. Í
stað þess að láta vélarafl knýja hreyfla sem
koma vélinni áfram er hugmyndin að láta vél-
arnar blaka vængjunum upp og niður og
skapa þannig loftstreymi sem lyftir henni
upp. DeLaurier fékk hugmyndina að vél-
inni á sjöunda áratug síðustu aldar og hefur
verið að vinna að henni frá 1996. Hann hefur
þegar prufukeyrt litla útgáfu á vélinni og náði
hún nokkrum ágætum „hoppum“ og allt að
fimmtíu kílómetra hraða.
Gallar? Ekki er búist við því að flugvélin muni
standast nútíma vélum snúninginn enda segist
DeLaurier vera að láta gamlan draum rætast.
„Það má segja að við séum að gera þetta fyrir
fegurðina.“
DÓTAKASSINN
...fá eigendur kaffihússins Sega-
fredo sem gefa viðskiptavinum
sínum kost á að sötra kaffi í full-
komnu reykleysi inni á staðnum
og bjóða þeim sem vilja fara út
til að reykja teppi svo þeir geti
yljað sér yfir kaffibollanum.
HRÓSIÐ
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
ADDI TROMMARI Nýi trommuleikarinn í
Írafári er bróðir Halla trommuleikara
Botnuleðju.
M
YN
D
W
W
W
.E
N
SI
M
I.I
S
Lárétt: 2mars,6oh,8uúv, 9lát,11so,
13flakk,14flein,16án,17mno,18tak,
20nr, 21aðal.
Lóðrétt: 1golf, 3au,4rúskinn,5svo,7
hálfnað,10tal,13kem,15norn,16áta,
19ka.
Lárétt: 2 stjarna, 6 upphrópun, 8 í röð, 9
dauði, 11 sagnorð, 12 ferðalag, 14 spjót,
16 utan, 17 í röð, 18 handfesta, 20 núm-
er, 21 fyrirfólk.
Lóðrétt: 1 íþrótt, 3 tvíhljóði, 4 sútað
skinn, 5 þannig, 7 komið vel á veg, 10
mál, 13 mun birtast, 15 galdrakvendi, 16
fæða, 19 íþróttafélag.
Lausn
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »