Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 4
HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er stór vinnustaður og margar starfs- einingar,“ sagði Oddur Gunnars- son, lögmaður á skrifstofu starfsmannamála á Landspítal- anum. „Við vitum að því miður koma aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líður illa vegna álags. Þá er það stjórnenda að bregðast við og reyna að jafna álagið. Það hefur enginn hagsmuni af því að yfir- keyra starfsemina.“ Forystumenn stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða á Landspítalanum segja starfsfólk kvarta undan miklu vinnuálagi. Oddur sagði að sparnaðarað- gerðir á síðasta ári hefðu að hluta beinst að því að minnka yfirvinnu. Sums staðar kæmu þær þannig út að fólk þyrfti að leggja meira á sig en áður. Með því að halda sama þjónustustigi væri hætt við að sparnaðar- aðgerðirnar gætu leitt til aukins álags á starfsmenn. Landspítal- inn hefði ekki haft sömu mögu- leika og ýmsar aðrar stofnanir á að draga úr þjónustu. Samdrátt- ur í starfsemi hjá öðrum stofnun- um í heilbrigðiskerfinu kynni að leiða til aukins álags á Landspít- alanum, sem væri yfirleitt enda- stöðin í heilbrigðiskerfinu. Á spítalanum væri starfsmönnum og yfirmönnum nú boðin þjón- usta til að aðstoða þar sem álag og streita hrjáði fólk og gæti truflað eðlilega starfsemi. Á ár- inu 2003 hefði tekið til starfa stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrarein- ingum. Í teyminu væru sálfræð- ingar, félagsráðgjafar, prestar, hjúkrunarfræðingar og geð- læknir. Síðan væri allt frá árinu 2000 starfandi deild heilsu, ör- yggis og vinnuumhverfis á skrif- stofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Eitt meginmark- mið þeirrar deildar væri að stuðla að öryggi, vellíðan og ánægju í starfi. „Það hafa verið tekin mark- viss skref af hálfu spítalans til að aðstoða fólk til að reyna að mæta auknum kröfum til heil- brigðisstarfsfólks um að sinna sjúklingum sem eru veikari nú en áður vegna skemmri legu- tíma,“ sagði Oddur, „svo og auk- inni vöktun samfélagsins á hugsanlegum mistökum þess- arra stétta í starfi.“ jss@frettabladid.is KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,67 62,97 119,11 119,69 81,34 81,80 10,91 10,98 9,90 9,96 8,86 8,91 0,58 0,59 94,74 95,30 GENGI GJALDMIÐLA 18.04.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 112,01 +0,48% 4 19. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Sameining heilsugæslustöðva: Ekki í óþökk heimamanna ALÞINGI Sameining heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu verður ekki knúin fram með ráð- herraskipun. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í gær. Sagði Guðmundur að með þessari breytingu yrðu heimilis- hjálp og öldrunarþjónusta ekki tengdar með sama hætti og fyrr. Jón neitaði því þó að um stefnu- breytingu væri að ræða af hans hálfu. Ef sveitarfélög væru tilbúin til þess á landsvísu að flytja mál- efni heilsugæslu og öldrunarþjón- ustu heim í hérað væru stjórnvöld tilbúin til umræðu um þau mál. Hann sagðist þó ekki sjá að það væri mikil hreyfing á því máli um þessar mundir. Í máli heilbrigðisráðherra kom fram að verið væri að skoða skipu- lag heilbrigðisþjónustunnar á landsvísu. Sameining heilsugæslu- stöðva á Suðurlandi hefði reynst vel og því verið settar fram hug- myndir um svipaða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að af þessu yrði taldi hann það ástæðu- laust að óttast að boðleiðir lengd- ust eða þjónusta breyttist. Helst væri það að sameinaðar heilsu- gæslustöðvar gætu tekið myndar- legar á stærri verkefnum. - ss Aukið álag á starfsmenn vegna sparnaðaraðgerða Sparnaðaraðgerðir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hafa leitt til aukins álags á hluta starfsmanna. Reynt er að aðstoða starfsfólk sem hrjáist af streitu og álagi. HÆTT VIÐ ÞJÓÐARATKVÆÐI? Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ýjaði að því í gær að ef Frakkar felldu stjórnarskrá Evr- ópusambandsins í þjóðaratkvæða- greiðslu væri í raun sjálfhætt við slíka atkvæðagreiðslu í Bretlandi. Stjórnmálaskýrendur telja að Blair yrði frönsku nei-i feginn því þá yrði skuldinni ekki skellt á hann ef Bretar kysu á sömu leið. BILIÐ EYKST Á MILLI FLOKKANNA Skoðanakönnun ICM fyrir Daily Mirror og ITV-sjónvarpsstöðina frá því í gær sýnir sterka stöðu Verkamannaflokksins fyrir kosn- ingarnar 5. maí. 41 prósent að- spurða kvaðst ætla kjósa Verka- mannaflokkinn, 33 prósent Íhaldsflokkinn og 20 prósent Frjálslynda demókrata. Eldgos á Kómoreyjum: Engar fregnir af manntjóni NAIROBI, AP Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín á Kómoreyjum í gær eftir að eldfjallið Karthala byrjaði að gjósa. Ekki er þó talið að nokkur sé í bráðri hættu. Karthala er á Stóru-Kómoreyju en eyjaklasinn er í vestanverðu Ind- landshafi. Mikil gjóska steig upp af 2.361 metra háu fjallinu og varð talsvert öskufall í nálægum byggð- um. Tíu þúsund manns flýðu heimili sín. Þegar leið á gærdaginn létti hins vegar öskufallinu og gat þá fólkið snúið aftur til síns heima. Lítið tjón virðist hafa orðið á eigum fólks og engar fregnir hafa borist af mannfalli. ■ Heilbrigðiseftirlitið: Ráðningu frestað BORGARMÁL Tillögu um að ráða Ár- nýju Sigurðardóttur forstöðu- manns heilbrigðiseftirlits var frestað á fundi Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar í gær eftir að sjálfstæðismenn óskuðu eftir áliti borgarlögmanns á nýju skipuriti Umhverfissviðs. Í bókun sjálfstæðismanna segir að samkvæmt nýju skipuriti verði ráðinn sérstakur forstöðu- maður yfir heilbrigðiseftirliti en sviðsstjóri Umhverfissviðs verði framkvæmdastjóri heilbrigðis- eftirlitsins. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvort þetta fyrirkomu- lag standist lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. - ss ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ BRETLAND HEILBRIGÐISMÁL Samanburður sem sviðsstjórar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss hafa gert á fjarvistum starfsmanna spít- alans í janúar og febrúarmánuði í fyrra og á sama tíma í ár sýndu að umtalsvert meira var um veikindi starfsmannanna í ár en í fyrra, að sögn Eydísar Sveinbjarnardóttur, starfandi hjúkrunarforstjóra. Hún sagði því ekki að neita að mikið vinnuálag væri á spítalanum. „Þessi veikindi innan spítalans endurspegla ástandið eins og það hefur verið í samfélaginu,“ sagði Eydís. „Umgangspestir svo sem flensan, kvef og magapestir hafa komið hart niður á starfsfólkinu í ár og það þýðir að þá er verið að biðja það að vinna meira en í venjulegu árferði. Það lendir á hinum sem uppi standa, auk þess sem fólk hefur kannski verið að koma hálflasið til vinnu til að fjar- vera þess bitnaði ekki á starfs- félögunum.“ Eydís sagði að almennt talað hefðu afköst spítalans verið að aukast á undanförnum misserum, en ekki hefði verið bætt við vinnu- afli í takt við það. Ef slæmt ástand myndaðist á einhverri tiltekinni deild vegna mönnunar væri mark- visst gengið í að laga það. - jss HUGMYNDIR SETTAR FRAM Jón Kristjánsson sagði á alþingi í gær að hugmyndir um sameiningu heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu hefðu ein- ungis verið settar fram til umræðu. LANDSPÍTALINN Starfsfólk sem rætt hefur við Fréttablaðið og borið sig illa undan því álagi sem það sé undir á vinnustað nefnir oft „kulnun í starfi“ sem það segist vera farið að finna fyrir. EYDÍS SVEIN- BJARNARDÓTTIR Hjúkrunarforstjóri. Auknar fjarvistir hafa aukið álagið SLUPPU ÁN MEIÐSLA Engin meiðsl urðu á fólki þegar Bronco- jeppa var ekið framan á strætis- vagn á gatnamótum Tómasar- haga og Dunhaga í gærmorgun. Jeppinn skemmdist nokkuð en strætisvagninn lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.