Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 24
Vinnuhópur Félags íslenskra sjúkraþjálfara hefur vakið at- hygli á kostum hreyfingar sem meðferðarforms og mæl- ir með að læknar geti veitt sjúklingum sínum ávísun á hreyfingu. „Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga sjúkdóma og eru þar á meðal margir lífsstílssjúk- dómar. Einstaklingur sem hefur verið sjúkdómsgreindur af lækni með einhvern þessara sjúkdóma ætti að geta fengið hreyfingar- seðil og liti hann út eins og lyfseð- ill, en væri í raun ávísun á hreyf- ingu en ekki lyf,“ segir Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari. Héðinn fer fyrir vinnuhópi á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem vill sjá hreyfingu nýtta enn frekar sem meðferðarform. „Með þennan seðil í höndunum gæti fólk til að mynda farið til sjúkraþjálfara þar sem því er veitt ráðgjöf um hvernig hreyf- ing geti nýst þeim og sjúkraþjálf- arinn byggt upp raunhæfa hreyf- ingaráætlun í samráði við ein- staklinginn,“ segir Héðinn. „Fræðsla um hreyfingu er mjög mikilvæg því allt of margir miða við einhverja staðalímynd og telja sig því eiga of langt í land og gefast strax upp. Fólk þarf einnig að átta sig á því að hreyfing þarf ekki bara að eiga sér stað inni á líkamsræktarstöð heldur ætti hún að vera hluti af lífsstíl fólks og hana þarf að miða við aðstæður hvers og eins,“ segir Héðinn. Hann telur það mikilvægast að einstaklingum sé hjálpað til sjálfshjálpar og að bera ábyrgð á eigin heilsu en ekki gera þá háða kerfinu. „Samhliða fræðslunni myndi vera útbúin hreyfingará- ætlun sem yrði sniðin að þörfum einstaklingsins. Honum yrði veitt aðhald til að byrja með en svo yrði það minnkað smám saman þannig að einstaklingurinn geti séð um hreyfinguna sjálfur,“ seg- ir Héðinn. Þetta telur hann gefa einstak- lingunum meiri trú á sjálfum sér til að takast á við eigin kvilla og í kjölfarið myndu heilbrigðis- vandamál minnka. kristineva@frettabladid.is Sund Sund er styrkjandi íþrótt sem eykur þol og hentar öllum. Hún hentar einnig sérstaklega þeim sem eiga það til að fá vöðvabólgu í axlir og háls því sundtökin koma blóðinu af stað og mýkja vöðvana.[ ] Laugavegi 2 - 101 Reykjavík Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Opið: Virka daga 10-18 Laugardaga 11-14 Er maginn vandamál? Stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jafnvaægi. Óþægindi lýsa sér oft sem nábítur, brjóstsviði, vindgangur, harðlífi og niðurgangur. Þetta þykir öllum afar óþægilegt og líður þá illa í öllum líkamanum. Silicol fæst í apótekum Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n Vill hreyfingu sem meðferðarform FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari telur að mikilvægt sé að koma hreyfingu inn sem meðferð- arformi á ýmsum sjúkdómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.