Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 40
Jón Ingi Benediktsson lífeðlis- fræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Matvælaseturs Háskólans á Akureyri. Eins og gefur að skilja fer meginhluti starfsemi setursins fram á Akur- eyri og þarf Jón Ingi því að taka sig upp og flytja norður frá Reykjavík. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir hann bæði um flutninginn og nýja starfið. Jón Ingi hefur síðustu fimm ár verið framkvæmdastjóri Líf- tæknisjóðsins hf. og mun verk- svið hans því breytast talsvert. „Þetta er töluvert öðruvísi en það sem ég hef gert hingað til. Matvælasetrið er samstarfsvett- vangur Háskólans á Akureyri og sjávarútvegsráðuneytisins við atvinnulífið og starfið felst í rekstri þess og umsjón með verkefnum. Ég mun stuðla að því að koma nýjum verkefnum af stað og hjálpa til við að fjár- magna þau.“ Mörg verkefna Matvæla- setursins lúta að sjávarútvegi og fiski og því ekki úr vegi að spyrja Jón Inga hvort hann borði mikinn fisk. „Nei, ekki mjög,“ svarar hann hlæjandi. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1984 og Cand Scient-prófi í lífeðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1986. Alnafni og jafnaldri Jóns Inga Benediktssonar, nýráðins for- stöðumanns Matvælaseturs Há- skólans á Akureyri, er Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins. Þeir nafnarnir þekkjast ekki og hafa aldrei ræðst við. ■ Vika bókarinnar hefst í dag en hún er haldin utan um alþjóðadag bókarinnar og höfundarréttar sem er 23. apríl ár hvert. Félag ís- lenskra bókaútgefenda hefur frumkvæði að viku bókarinnar í nánu samstarfi við Rithöfunda- samband Íslands. Bókin Árbók bókmenntanna er gefin út í tilefni af bókavikunni en í henni eru tilvitnanir fyrir hvern dag ársins. Er textinn sóttur í smiðju þeirra höfunda sem fædd- ir eru viðkomandi dag. Það var Njörður P. Njarðvík sem tók ár- bókina saman. Hún er gefin við- skiptavinum bókaverslananna sem kaupa bækur fyrir 1.500 krónur eða meira í viku bókarinn- ar. Fjölmargir viðburðir tengdir bókum og bókmenntum eru á dag- skrá um land allt næstu daga. Leikrit eru sýnd, efnt til mál- þinga, lesið úr bókum og verðlaun afhent. Dagskrá viku bókarinnar nær hámarki á alþjóðadegi bókarinnar á laugardag og mun Sjón, hand- hafi bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs, flytja ávarp dagsins sem birtast mun í fjölmiðlum. Þetta er í ellefta sinn sem vika bókarinnar er haldin. ■ 28 19. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR KONRAD ADENAUER (1876-1967) lést á þessum degi. Borðar ekki mikinn fisk TÍMAMÓT: NÝR FORSTÖÐUMAÐUR MATVÆLASETURS HA „Sagan er samansafn atburða sem hefði verið hægt að komast hjá.“ Í ljósi þess að hann hafði verið stækur andstæðingur nasista fóru bandamenn þess á leit við Adenauer að hann tæki að sér forystu- hlutverk í þýskum stjórnmálum. Adenauer sló til og varð kanslari Vestur-Þýskalands árið 1949, 73 ára gamall. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Elísabet Brekkan, kenn- ari og blaðamaður, er fimmtug í dag. Árni Þórður Jónsson ráðgjafi er 49 ára í dag. Guðmundur Þorbjörns- son verkfræðingur er 48 ára í dag. Jón Páll Eyjólfsson leikari er 35 ára í dag. Hinrik Hoe Haraldsson leikari er 33 ára í dag. Unnur María Bergsveins- dóttir, bassaleikari Brúðar- bandsins, er 27 ára í dag. ANDLÁT Sigurlaug Björnsdóttir, kennari í Hafn- arfirði, til heimilis að Hrafnistu, Laugar- ási, lést mánudaginn 4. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. Gunnlaugur Ólafsson, Litlagerði 19, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 16. apríl. Kristín Þórðardóttir, frá Melgraseyri, Jökulgrunni 11, lést þriðjudaginn 12. apríl. JARÐARFARIR 13.00 Aðalsteinn Bjarnfreðsson, Ljós- heimum 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Guðmunda Guðmundsdóttir Hansen, frá Hólmavík, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Guðríður Hansdóttir, áður til heimilis á Vatnsstíg 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu. 13.00 Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi símamaður, Norður- brún 1, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykja- vík. 13.30 Sigfús Pálmi Jónasson, frá Pálm- holti, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju. 14.00 Snorri Jóhannesson, Garðavegi 14, Hvammstanga, verður jarð- sunginn frá Hvammstangakirkju. 15.00 Hróðný Pálsdóttir, hjúkrunar- heimilinu Grund, áður á Skóla- braut 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju. JÓN INGI BENEDIKTSSON Flytur til Akureyrar á næstu dögum og tekur við starfi forstöðumanns Matvælaseturs HA. Að morgni þessa dags árið 1995 lagði Timothy McVeigh bíl hlöðn- um sprengiefni fyrir framan níu hæða stjórnsýslubygginguna Al- fred P. Murrah í Oklahomaborg í Bandaríkjunum. Þegar bílsprengj- an sprakk hrundi norðurhluti byggingarinnar með þeim afleið- ingum að hundrað manns dóu samstundis og margir grófust undir braki hússins. Eftir tveggja vikna björgunaraðgerðir var tala látinna risin í 168 og þar af voru 19 börn. 500 manns slösuðust. Þetta gerðist aðeins tveimur árum eftir árásina á World Trade Center 1993 þar sem sex manns fórust og yfir 1.000 særðust. Sprenging- in í Oklahomaborg var mesta hryðjuverk sem framið hafði verið í Bandaríkjunum þar til 11. sept- ember 2001. Tveimur dögum eftir sprenging- una var Timothy McVeigh hand- samaður en sjónarvottur hafði séð hann á staðnum. Hann var 27 ára gamall fyrrverandi hermaður sem hafði barist í Persaflóastríðinu og verið heiðraður fyrir framgang sinn. Einnig var félagi hans Terry Nichols handsamaður sama dag og þeir báðir ákærðir fyrir morð og samsæri. McVeigh var dæmdur til dauða og Nichols í lífstíðarfang- elsi. 11. júní 2001 fór aftaka hins 33 ára McVeigh fram í fangelsi í Indíana. Hann var fyrsti alríkisfang- inn sem var tekinn af lífi síðan árið 1963 og voru þrjátíu manns viðstaddir aftöku hans, sem var sýnd í beinni útsendingu í sjón- varpi, þar af tíu fórnarlömb sprengingarinnar og fjölmiðlafólk. 19. APRÍL 1995 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1246 Haugsnessfundur, mann- skæðasta orrusta á Íslandi, er háð í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar áttust við Brandur Kolbeinsson og Þórður kakali og menn þeirra. 1882 Charles Darwin, höfundur kenningarinnar um nátt- úruval, lætur lífið á Eng- landi. 1909 Jóhanna af Örk er tekin í heilagra manna tölu. 1917 Leikfélag Akureyrar er stofnað. Það hefur frá upp- hafi haft aðsetur í Sam- komuhúsinu á Akureyri. 1923 Alþýðubókasafn Reykjavík- ur tekur til starfa en það heitir nú Borgarbókasafn Reykjavíkur. 1956 Rainer fursti af Mónakó giftist leikkonunni Grace Kelly. Sprengjutilræði í Oklahomaborg Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Auðunn Kl. Sveinbjörnsson svæfingarlæknir, Hlein, Álftanesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 17. apríl. Ingibjörg Óskarsdóttir Guðmundur Auðunsson Elizabeth Goldstein Sveinbjörn Auðunsson Guðrún Árnadóttir Guðbjörg Auðunsdóttir Hartmann Kárason Erna Sif Auðunsdóttir Dagur B. Agnarsson Ósk Auðunsdóttttir Hermann Sigurðsson barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Dagbjartur Hansson Hauganesi, Árskógsströnd, lést laugardaginn 16. apríl síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Lilja Stefánsdóttir Stefán Dagbjartsson Svana Karlsdóttir Svandís Dagbjartsdóttir Sveinbjörn Hannesson Sigríður Dagbjartsdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn og sonur, Haukur Óskar Ársælsson, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést sunnudaginn 17. apríl á Borgarspítalanum. Fyrir hönd barna hans, barnabarna, barnabarnabarna og systkina, Unnur Jónsdóttir, Klara Vemundadóttir. www.hjarta.is • 535 1800 Minningarkort 535 1825 NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK SJÓN Vika bókarinnar hefst í dag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.