Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.04.2005, Blaðsíða 16
Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkju- nauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun. Andlitsfallið ræður miklu um hvernig við veljum okkur vini og maka á ómeðvitaðan hátt. Í það minnsta benda nýjar rannsóknir í þessa átt samkvæmt netútgáfu BBC. Svo virðist sem fólk treysti þeim betur sem hafa svipað and- litslag og það sjálft. Þegar kemur að kynferðislegri hrifningu snýst dæmið hins vegar við, við löðumst að fólki sem hefur ólíka andlits- drætti og við sjálf. Vísindamenn segja ástæðuna einfalda. Svipað andlitsfall bendir til skyldleika og venjulega treystir fólk skyld- mennum sínum betur en ókunnug- um. Mannfólkið forðast á hinn bóginn að eðla sig með slíkum ein- staklingum til að koma í veg fyrir mögulega úrkynjun. Rannsóknin var gerð af skosk- um vísindamönnum en þeir sýndu 144 kanadískum stúd- entum myndir af alls kyns fólki. Stúdentarnir vissu hins vegar ekki að búið var að breyta myndunum í tölvu svo að andlit fólksins líktust stúdentun- um meira. Önnur nýleg bresk rannsókn sýnir að þorri kvenna kýs karl- menn með mjúka og allt að því kvenlega andlitsdrætti. Könnunin var gerð í Liverpool-háskóla. Nokkur hundruð stúdentar skoð- uðu myndir af tölvugerðum and- litum. Í undirmeðvitundinni tengja konur mjúka menn við ástúð og stöðugleika og telja þá því áreið- anlegri uppalendur. Konur sem aftur á móti álíta sig mjög aðlaðandi vilja hins vegar frekar menn með sterkt andlits- fall þrátt fyr- ir innbyggða hættu á að þeir haldi fram hjá og yfir- g e f i ungviðið. Eðlisávís- unin segir þeim að e r f ð a - mengi karl- mannlegra manna sé afar gott og áhættunnar fyllilega virði. Þetta á ekki síst við þegar þær hafa egg- los en á öðrum tímum tíðahrings- ins hallast þær aftur meira að mjúku mönnunum. Enn önnur rannsókn sem BBC segir frá sýnir að almennt telji karlar þær konur sem eru í fylgd manna með sterka andlitsdrætti vera meira aðlaðandi en þær sem eru í slagtogi með mjúku mönn- unum. sveinng@frettabladid.is 16 19. apríl 2005 ÞRIÐJUDAGUR Andlitsdrættirnirnir hafa afgerandi áhrif á makaval ÍSLENDINGAR DRUKKU 24.215 LÍTRA AF PÚRTVÍNI Í FYRRA. Heimild: Hagstofa Íslands SVONA ERUM VIÐ María Ellingsen hefur í mörgu að snú- ast þessa dagana. Hún er að undirbúa ferð til Færeyja og Svíþjóðar í sumar með leiksýninguna Úlfhamssögu, sem sýnd var á fjölum Hafnarfjarðarleik- hússins í fyrra, en María leikstýrir verk- inu. Það fjallar um Hálfdán Gautakon- ung, sem lagður er í álög og er úlfur á veturna. María segir þetta vera ævin- týralega ástarsögu byggða á fornaldar- rímum. María flýgur út til Danmerkur með reglulegu millibili að leika í dönsku spennumyndaþáttunum Erninum, sem sýndir eru í Ríkissjónvarpinu um þessar mundir. María leikur gamla kærustu Hallgríms frá Vestmannaeyjum. Hún segir þetta metnaðarfullt verkefni sem gaman sé að taka þátt í. Þá er María að skrifa nýtt leikrit ásamt dönsku leikkonunni Charlottu Böving. Það kemur henni því vel að vera stöðugt á ferðinni til Danmerkur þar sem Charlotta er búsett þar. Þær stöll- ur fengu styrk frá leiklistarráði í vor til að vinna að verki sem ber vinnuheitið Mamma. Það verður byggt á reynslu kvenna frá Danmörku, Íslandi og Grænlandi. Þó að nóg sé að gera hjá Maríu gefur hún sér tíma til að slaka á og ætlar að skella sér í frí til Ítalíu í næstu viku. Hún fór á ítölskunámskeið í vetur og ætlar að láta reyna á hve mikið hún lærði. Sumarfríið er ekki skipulagt enn. Þó veit hún að hún ætlar að stunda útivist í sumar, fara á hestbak og kom- ast á fjöll. Lætur reyna á ítölskunámið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARÍA ELLINGSEN LEIKKONA „Ég sé ekki að það geti gengið upp,“ segir Ari Alexander kvikmyndagerðar- maður um þær hugmyndir að Sam- fylkingin og Vinstri grænir sameinist í einn flokk. Össur Skarphéðinsson hefur reifað þessi sjónarmið sín og segir lítinn málefnamun milli flokk- anna að Evrópumálum undanskild- um. Ari segist ekki hafa fylgst gaumgæfi- lega með umræðum um þessi mál en telur að sjónarmið flokkanna séu of ólík til að þeir geti sameinast. „Ég sé það bara ekki gerast og gef lítið fyrir svona yfirlýsingar.“ Ari segist vissulega vera pólitískt þenkjandi þó að sannfæringin hafi dvínað með árunum. „Þetta er allt sami grauturinn í þessum bransa.“ ARI ALEXANDER KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR SAMEINING SAMFYLKINGAR OG VINSTRI GRÆNNA SJÓNARHÓLL Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi að Bessastöðum í Vestur-Húna- vatnssýslu, var kjörin í stjórn Landssambands kúabænda á aðal- fundi sambandsins á dögunum. Er hún önnur konan sem sest í stjórn kúabænda en karlar hafa stýrt stéttinni frá ómuna tíð. Kristín Linda Jónsdóttir, bóndi að Mið- hvammi í Suður-Þingeyjarsýslu, var fyrst kvenna kjörin í stjórnina og var það árið 1999. Hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. „Við erum með þrjátíu kýr,“ segir Guðný Helga, sem hlakkar til að takast á við félagsmálin inn- an Landssambandsins. Hún hefur rekið búið að Bessastöðum í ára- tug en áður voru foreldrar hennar bændur á bænum. „Ég fór suður í Verslunarskól- ann og svo í nám á Hvanneyri en ákvað svo að helga mig búskap frekar en að læra enn meira,“ segir Guðný Helga en hún býr ásamt eiginmanni og þremur börnum að Bessastöðum. Henni líður mjög vel í sveitinni og sinnir þar hestamennsku í bland við bústörfin, auk þess að sitja í sveitarstjórn. Hún segist ekki vera komin í stjórn Landssambands kúabænda til að breyta einhverju, það hafi einfaldlega vantað manneskju í stjórnina og hún ekki skorast undan. - bþs Landssamband kúabænda: Bessastaðabóndinn í stjórn GUÐNÝ HELGA BJÖRNSDÓTTIR Er önnur konan sem sest í stjórn Landssambands kúabænda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Of mikill málefnamunur MJÚKUR MAÐUR Leonardo DiCaprio þykir hafa mjúka og kven- lega andlitsdrætti og ætti samkvæmt því að vera áreiðanlegur uppalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.