Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 1
FRAMSÓKN BAKKAR EKKI Fram-
sóknarmenn ætla ekki bakka með að
breyta lögunum um eftirlaun og segja þær
í undirbúningi hjá forsætisráðuneytinu.
Sjá síðu 2
LANDSPÍTALANUM STEFNT Lækna-
félag Íslands hefur stefnt Landspítala -
háskólasjúkrahúsi fyrir að veita unglæknum
ekki uppsafnað frí fái þeir ekki ellefu
klukkustunda hvíld á sólarhring. Sjá síðu 2
FIMM TIL INDÓNESÍU Rauði kross
Íslands sendir á næstu dögum fimm sendi-
fulltrúa til viðbótar til hamfarasvæða flóð-
anna sem urðu eftir jarðskjálftann mikla á
annan í jólum. Sjá síðu 4
IMPREGILO ÍHUGAR MÁLSHÖFÐUN
Impregilo hugleiðir að fara með nýfallinn
úrskurð yfirskattanefndar um erlenda verka-
menn fyrirtækisins fyrir dómstóla. sjá síðu 6
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
24. apríl 2005 – 109. tölublað – 5. árgangur
BJARTVIÐRI norðaustan og austan til,
annars fremur skýjað. Hætt við þokusúld
með ströndum landsins einkum þó sunnan
til. Hiti 7-14 stig að deginum. Sjá síðu 4.
ODDALEIKUR Í EYJUM Það ræðst í
Vestmannaeyjum í dag hvort ÍBV eða ÍR
mætir Haukum í úrslitum um Íslands-
meistaratitilinn í handbolta karla. Leikurinn
hefst klukkan 16.15.
77%
fólks í úthverfum lesa
Fréttablaðið daglega.*
Ekki missa af fólkinu
í stærstu hverfunum.
*Gallup febrúar 2005
Besta tónleikasveit rokksins í dag
Stórhljómsveitin Velvet Revolver er væntanleg hingað til
lands 7. júlí. Fréttablaðið ræddi við Duff McKagan,
bassaleikara sveitarinnar.
SÍÐUR 18 og 19
▲
Nýr kólumbískur kókaínrisi
Norte Valle-eiturlyfjahringurinn
hefur tekið við af Medellin- og
Cali-hringjunum sem sá öflugasti
og ofbeldissinnaðasti í Kólumbíu.
Höfuðpaurinn er á lista yfir tíu
eftirsóttustu glæpamenn heims.
SÍÐA 16
▲
Tungumálið er hljóðfæri hugans
Í viðtali við Fréttablaðið ræðir
Njörður P. Njarðvík um málrækt,
kæruleysi í málnotkun og gildi
íslenskrar tungu.
LOKADAGUR!
útsala
OPI‹ 13-18
Vor-
VIÐSKIPTI Straumur fjárfestingar-
banki keypti á föstudag bréf í Ís-
landsbanka fyrir þrjá milljarða
króna. Þessi kaup benda eindregið
til þess að Straumur muni leggja
upp í lokaorrustu um bankann.
Kaupin verða tilkynnt á mánudag.
Eigendur Landsbankans og við-
skiptafélagar þeirra hafa veruleg
ítök í hluthafahópi Straums.
Viðræður voru um sameiningu
Straums og Íslandsbanka fyrir
nokkrum vikum í þröngum hópi
forystumanna beggja fjármála-
fyrirtækjanna. Full alvara var í
viðræðunum, en sala Íslands-
banka á meirihluta hlutafjár í Sjó-
vá til Karls Wernerssonar hefur
siglt slíkum viðræðum í strand.
Straumur stendur nú fyrir
tveimur kostum: annars vegar að
selja hlut sinn í Íslandsbanka eða
að tryggja sér meirihlutavald í
bankanum. Fullyrt er að meðal
stærstu hluthafa séu menn tilbún-
ir að selja hlut sinn fáist nógu hátt
verð. Að öðrum kosti er núverandi
meirihluti tilbúinn að verja stöðu
sína í bankanum. Með sölu Sjóvár
hefur Karl Wernersson tryggt sér
lykilstöðu í eigendahópnum og
gæti varið meirihlutann í gegnum
Sjóvá og sameiginlegt fjárfesting-
arfélag sem fyrirhugað er að
stofna í sameign Þáttar sem er í
eigu Karls og systkina, Sjóvár og
Íslandsbanka.
Straumsmenn hafa gagnrýnt
söluna til Karls harðlega. Fjórir
bankaráðsmenn Íslandsbanka
greiddu atkvæði með sölunni, en
Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V.
Þórarinsson og Úlfar Steindórs-
son munu ekki hafa greitt henni
atkvæði sitt.
Almennt er talið að Íslands-
banki hafi fengið gott verð fyrir
bréfin. Í sölusamningum við Karl
eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá
getur ekki farið í samstarf við önn-
ur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki
getur einnig komið í veg fyrir að
samþykktum verði breytt. Meiri-
hluti stjórnar Íslandsbanka telur
því að bankinn hafi með sölunni
tryggt sér kosti samstarfs banka
og tryggingarfélags, en um leið
losað mikla fjármuni til annarra
verkefna. - hh
Sjá bls.10
KÖRFUBOLTI Í SÓLSETRI Strákarnir sem léku sér í körfubolta við Austurbæjarskóla kunnu vel að meta veðurblíðuna sem var á höfuð-
borgarsvæðinu í gær. Það var nánast logn í borginni og hitinn fór í um tíu stig. Mestur hiti í gær mældist hins vegar fjórtán stig á Egilsstöðum.
Straumur eykur hlut sinn
Deilum Straums og ráðandi afla í Íslandsbanka er ekki lokið. Straumur á tvo kosti: að selja eða gera
atlögu. Straumur keypti í bankanum fyrir þrjá milljarða fyrir helgi. Atlaga er því líklegri kostur.
Deila Kína og Japan:
Sátt virðist í
sjónmáli
INDÓNESÍA, AP Sátt virðist í sjón-
máli í milliríkjadeilu Kínverja og
Japana sem hefur farið stigvax-
andi undanfarn-
ar vikur. Juni-
chiro Koizumi,
f o r s æ t i s r á ð -
herra Japans,
og Hu Jintao,
forseti Kína,
funduðu saman
í Indónesíu í
gær þar sem
fram fer ráð-
stefna leiðtoga Asíu- og Afríku-
ríkja. Báðir sögðu fundinn hafa
verið opinskáan og gagnlegan.
Deilan hefur meðal annars snú-
ist um umdeildar japanskar sögu-
kennslubækur, sem Kínverjar
segja sögufölsun. Koizumi baðst í
fyrradag afsökunar á yfirgangs-
stefnu Japana í Asíu á dögum
síðari heimsstyrjaldar.
„Hegðun Japana undanfarið
hefur verið mjög móðgandi,“
sagði Hu Jintao eftir fundinn.
„Japanar ættu aldrei aftur að gera
eitthvað sem sært getur til-
finningar kínversku þjóðarinnar
eða annarra Asíuþjóða.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
HU JINTAO
Kvikmyndir 30
Tónlist 29
Leikhús 29
Myndlist 29
Íþróttir 24
Sjónvarp 32