Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 1
FRAMSÓKN BAKKAR EKKI Fram- sóknarmenn ætla ekki bakka með að breyta lögunum um eftirlaun og segja þær í undirbúningi hjá forsætisráðuneytinu. Sjá síðu 2 LANDSPÍTALANUM STEFNT Lækna- félag Íslands hefur stefnt Landspítala - háskólasjúkrahúsi fyrir að veita unglæknum ekki uppsafnað frí fái þeir ekki ellefu klukkustunda hvíld á sólarhring. Sjá síðu 2 FIMM TIL INDÓNESÍU Rauði kross Íslands sendir á næstu dögum fimm sendi- fulltrúa til viðbótar til hamfarasvæða flóð- anna sem urðu eftir jarðskjálftann mikla á annan í jólum. Sjá síðu 4 IMPREGILO ÍHUGAR MÁLSHÖFÐUN Impregilo hugleiðir að fara með nýfallinn úrskurð yfirskattanefndar um erlenda verka- menn fyrirtækisins fyrir dómstóla. sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 24. apríl 2005 – 109. tölublað – 5. árgangur BJARTVIÐRI norðaustan og austan til, annars fremur skýjað. Hætt við þokusúld með ströndum landsins einkum þó sunnan til. Hiti 7-14 stig að deginum. Sjá síðu 4. ODDALEIKUR Í EYJUM Það ræðst í Vestmannaeyjum í dag hvort ÍBV eða ÍR mætir Haukum í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn í handbolta karla. Leikurinn hefst klukkan 16.15. 77% fólks í úthverfum lesa Fréttablaðið daglega.* Ekki missa af fólkinu í stærstu hverfunum. *Gallup febrúar 2005 Besta tónleikasveit rokksins í dag Stórhljómsveitin Velvet Revolver er væntanleg hingað til lands 7. júlí. Fréttablaðið ræddi við Duff McKagan, bassaleikara sveitarinnar. SÍÐUR 18 og 19 ▲ Nýr kólumbískur kókaínrisi Norte Valle-eiturlyfjahringurinn hefur tekið við af Medellin- og Cali-hringjunum sem sá öflugasti og ofbeldissinnaðasti í Kólumbíu. Höfuðpaurinn er á lista yfir tíu eftirsóttustu glæpamenn heims. SÍÐA 16 ▲ Tungumálið er hljóðfæri hugans Í viðtali við Fréttablaðið ræðir Njörður P. Njarðvík um málrækt, kæruleysi í málnotkun og gildi íslenskrar tungu. LOKADAGUR! útsala OPI‹ 13-18 Vor- VIÐSKIPTI Straumur fjárfestingar- banki keypti á föstudag bréf í Ís- landsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og við- skiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármála- fyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslands- banka á meirihluta hlutafjár í Sjó- vá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum: annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbún- ir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfesting- arfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórs- son munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslands- banki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önn- ur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meiri- hluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna. - hh Sjá bls.10 KÖRFUBOLTI Í SÓLSETRI Strákarnir sem léku sér í körfubolta við Austurbæjarskóla kunnu vel að meta veðurblíðuna sem var á höfuð- borgarsvæðinu í gær. Það var nánast logn í borginni og hitinn fór í um tíu stig. Mestur hiti í gær mældist hins vegar fjórtán stig á Egilsstöðum. Straumur eykur hlut sinn Deilum Straums og ráðandi afla í Íslandsbanka er ekki lokið. Straumur á tvo kosti: að selja eða gera atlögu. Straumur keypti í bankanum fyrir þrjá milljarða fyrir helgi. Atlaga er því líklegri kostur. Deila Kína og Japan: Sátt virðist í sjónmáli INDÓNESÍA, AP Sátt virðist í sjón- máli í milliríkjadeilu Kínverja og Japana sem hefur farið stigvax- andi undanfarn- ar vikur. Juni- chiro Koizumi, f o r s æ t i s r á ð - herra Japans, og Hu Jintao, forseti Kína, funduðu saman í Indónesíu í gær þar sem fram fer ráð- stefna leiðtoga Asíu- og Afríku- ríkja. Báðir sögðu fundinn hafa verið opinskáan og gagnlegan. Deilan hefur meðal annars snú- ist um umdeildar japanskar sögu- kennslubækur, sem Kínverjar segja sögufölsun. Koizumi baðst í fyrradag afsökunar á yfirgangs- stefnu Japana í Asíu á dögum síðari heimsstyrjaldar. „Hegðun Japana undanfarið hefur verið mjög móðgandi,“ sagði Hu Jintao eftir fundinn. „Japanar ættu aldrei aftur að gera eitthvað sem sært getur til- finningar kínversku þjóðarinnar eða annarra Asíuþjóða.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I HU JINTAO Kvikmyndir 30 Tónlist 29 Leikhús 29 Myndlist 29 Íþróttir 24 Sjónvarp 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.