Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 48
24 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR
> Við undrumst ...
... hversu fáir áhorfendur sáu sér fært að
mæta á Ásvelli í gær og sjá tvö bestu
handboltalið landsins keppa
um Íslandsmeistaratitilinn.
Stelpurnar leggja mikið á
sig og eiga skilið að
fá fleiri áhorfendur á
úrslitaleiki en mættu
í gær.
sport@frettabladid.is
> Við mælum með ...
... að leikmenn ÍBV og ÍR einbeiti sér að
því að spila handbolta í Vestmannaeyjum í
dag en mikið hefur gengið á þegar þessi
lið hafa mæst fyrr í vetur
og oftar en ekki hafa
leikmenn og þjálfarar
vælt yfir dómgæslu í
leikslok. Einbeitið
ykkur að spila
handbolta,
hættið vælinu
og megi betra
liðið sigra.
Heyrst hefur...
... að enn sé titringur í Safamýrinni þrátt
fyrir yfirlýsingu frá leikmönnum og
stjórn handknattleiksdeildar Fram þar
sem stríðsöxin var grafin. Ekki eru allir
sáttir við að sú yfirlýsing hafi fengið að
fara á heimasíðu Fram á meðan yfir-
lýsing leikmanna var tekin út af síðunni.
Ekki batnaði ástandið þegar byrjað var
að ritskoða spjallsíðu félagsins í gær.
60
SEKÚNDUR
Kraftlyftingar eru.... frábær íþrótt.
Morgunmatur? Skyr eða Súrmjólk.
Er glasið hálf fullt eða hálf tómt?
Hálf fullt.
Skemmtilegasta sportið? Kraftlyft-
ingar.
Sterar eru.... eitthvað sem ég nota
ekki.
Bestur á bekknum? Ég – 300
kílóin tala sínu máli.
Bill Kazmaier er.... einn
sterkasti maður sem uppi
hefur verið.
Kaffi eða Te? Vatn.
Alvöru karlmenn... eru teymið
hans Hjalta Árnasonar.
Sterkastur í heimi? Brian Siders
(sem á 1147,5 kg í samanlögðu)
Bekkur eða Beygja? Beygjan.
Benedikt Magnússon verður....
sterkastur.
Vaxtarrækt er... eitthvað sem ég
gæti átt eftir að prófa.
Átrúnaðargoð? Úrsusinn.
Hrikalegastur? Ég.
Matarreikningurinn er.... hár.
Jón Páll er..... flottastur, skemmti-
legastur og sterkastur.
MEÐ AUÐUNI
JÓNSSYNI
Atlantic bikarinn í knattspyrnu 2005
Í S L A N D S M E I S TA R A R F H
& FÆREYJAMEISTARNIR HB
sunnudaginn 24. apríl í Egilshöll kl. 17:00
Miðaverð kr. 1.000, frítt fyrir 16 ára og yngri.
-HB
Fiskbúð til sölu
Ein glæsilegasta fiskbúð landsins er til sölu.
Fiskbúðin er mjög vel staðsett og þykir til
fyrirmyndar hvað varðar hreinlæti, ferskleika
og metnað í framreiðslu fisks.
Upplýsingar eru ekki gefnar í gegnum síma eða með tölvupósti.
Frekari upplýsingar eru veittar á staðnum.
Fyrirtækjasalan suðurveri stigahlíð 45-47.
LEIKIR GÆRDAGSINS
Enska úrvalsdeildin
EVERTON–BIRMINGHAM 1–1
0–1 Emile Heskey (5.), 1–1 Duncan Ferguson
(86.).
CHELSEA–FULHAM 3–1
1–0 Joe Cole (17.), 1–1 Collins John (41.), 2–1
Frank Lampard (64.), 3–1 Eiður Smári
Guðjohnsen (90.).
ASTON VILLA–BOLTON 1–1
1–0 sjálfsmark (26.), 1–1 Gary Speed (54.).
BLACKBURN–MAN. CITY 0–0
CRYSTAL PALACE–LIVERPOOL 1–0
1–0 Andrew Johnson (34.).
MIDDLESBROUGH–WBA 4–0
1–0 Szilard Nemeth (27.), 2–0 Jimmy Floyd
Hasselbaink (33.), 3–0 Szilard Nemeth (37.),
Stewart Downing (90.).
NORWICH–CHARLTON 1–0
1–0 Mathias Svensson (88.).
STAÐAN
CHELSEA 33 26 7 1 65–13 85
ARSENAL 33 21 8 4 73–33 71
MAN. UTD 33 19 10 4 48–20 67
EVERTON 34 17 7 10 41–34 55
LIVERPOOL 35 16 6 13 48–36 54
BOLTON 35 15 9 11 45–39 54
MIDDLESB. 34 13 10 11 50–44 49
TOTTENH. 34 13 9 12 42–38 48
A. VILLA 35 12 11 12 42–43 47
MAN. CITY 35 11 12 12 42–37 45
CHARLTON 35 12 9 14 40–51 45
BLACKB. 34 9 13 12 29–37 40
BIRMINGH. 35 9 12 14 36–43 39
NEWCAST. 32 9 11 12 42–51 38
PORTSM. 34 9 8 17 38–53 35
FULHAM 34 9 8 17 40–56 35
C. PALACE 35 7 9 19 37–58 30
NORWICH 35 6 12 17 38–67 30
WBA 34 5 14 15 32–57 29
SOUTH. 34 5 13 16 37–55 28
Chelsea á titilinn vísann
Chelsea vann Fulham 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur 14 stiga for-
skot á Arsenal sem má ekki tapa stigi á White Hart Lane á mánudaginn, ann-
ars vinnur Chelsea fyrsta meistaratitil félagsins í 50 ár.
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
innsiglaði 3-1 sigur Chelsea á Ful-
ham í gær með sínu 100. marki í
enska boltanum og sínu 15. á tíma-
bilinu þegar hann slapp einn í
gegn á lokamínútunum og skoraði
af öryggi. Enginn leikmaður liðs-
ins hefur skorað fleiri mörk í
deildinni en Eiður Smári sem
skoraði þarna sitt 11. deildarmark
á tímabilinu.
„Í dag var þetta dálítið ofur-
mannlegt hjá mínum mönnum. Ég
trú því að við unnum þennan leik
af því að það býr mikill karakter í
þessu liði. Við áttum ekki að eiga
inni líkamlega getu til þess að
vinna þennan leik eftir að hafa
verið að spila á miðvikudagskvöld-
ið. Mínir menn voru frábærir og
nú vita þeir að þá vantar bara einn
sigur í viðbót og þá er þetta gull-
tryggt,“ sagði Jose Mourinho.
Hollenski vængmaðurinn
Arjen Robben lagði upp annað
mark liðsins sem Frank Lampard
skoraði og kom Chelsea yfir í 2-1
og Mourinho fagnaði þá áberandi
mikið. „Ég tel að án hans hefðum
við tapað þessum leik. Hann verð-
ur líka orðinn enn betri á miðviku-
daginn eftir þrjár góðar æfingar,“
sagði Mourinho ánægður með að
vera búinn að endurheimta hinn
eitraða Robben fyrir leikinn gegn
Liverpool í meistaradeildinni á
miðvikudaginn.
Liverpool tapaði hinsvegar
fyrir Crystal Palace. Þetta var afar
mikilvægur sigur fyrir Palace-lið-
ið sem er í harðri fallbaráttu. Andy
Johnson skoraði sigurmarkið, sitt
20. mark á tímabilinu, og með því
skaut hann liðinu upp úr fallsæti.
Liverpool fékk þarna kjörið
tækifæri til þess að ógna Everton í
fjórða sætinu sem gerði 1-1 jafn-
tefli við Birmingham en það tókst
ekki. Norwich ætlar líkt og Crystal
Palace að bíta frá sér en eftir 1-0
sigur á Charlton í gær hefur liðið
náð í 10 stig af síðustu tólf mögu-
legum og hefur fyrir vikið lyft sér
upp af botninum og upp fyrir WBA
og Southampton.
Það lítur því út fyrir afar líflega
fallbaráttu á lokavikum ensku
deildarinnar en titilbaráttunni er
hins vegar lokið. ooj@frettabladid.is
GULLTRYGGÐI TITILINN Eiður Smári gulltryggði 3-1 sigur á Fulham með laglegu marki
en með þessum sigri er Chelsea komið með aðra hönd á titilinn.