Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 27
7 ATVINNA Steypustöðin ehf Steypustöðin ehf er framsækið þjónustu og framleiðslufyrir- tæki sem skapar ásamt viðskiptavinum sínum verðmætar gæðalausnir. Lager Vegna góðrar verkefnastöðu vantar okkur að bæta við starfsmann á lager okkar í Hafnarfirði. Starfið felst í almennum lagerstörfum við hellur, steina og for- steyptar einingar. Umsækjandi þarf að hafa lyftara- próf og gott að hafa meirapróf. Um er að ræða fullt starf. Vinnutími getur bæði orðið langur og breytilegur. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist aðeins í tölvupósti á netfangið inger@steypustodin.is. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 29. apríl. Umsækjandi þarf að hafa vilja til að taka þátt í þróttmikilli og metnaðarfullri starfssemi okkar þar sem öryggi, þjónusta og vörugæði eru í fyrirrúmi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Geðlæknir Laus er staða geðlæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Unnið er að mótun geðlæknisþjónustu við stofnunina og er hlutverk nýs geðlæknis m.a. að taka þátt í þeirri mótun. Geðlæknisþjónustan lýtur að þvi að vera hluti af heilbrigðis- þjónustu við fanga í fangelsinu á Litla – Hrauni og við vist- menn á réttargeðdeildinni á Sogni. Einnig er ætlunin að veita almenna geðlæknisþjónustu við íbúa Suðurlands. Nánari upplýsingar veitir Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri, í síma 482 1300. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálf- stæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum. Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum, sem fást á skrifstofu landlæknis, til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun- ar Suðurlands, v / Árveg, 800 Selfoss. Heilbrigðisstofnun var stofnuð 1. sept. sl. við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði hinnar nýju stofnunar nær til um 17.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 55 sjúkrarúm, auk þess sem stofnunin rekur Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Alls eru um 200 stöðugildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hjá okkur er mikið að gera! Flísabúðin leitar að duglegum, ábyrgum og sjálfstæðum einstaklingi til starfa í verslun okkar við Stórhöfða 21. Umsækjendur þurfa að hafa ríka ábyrgðarkennd, góða þjónustu- lund, vera jákvæðir, stundvísir og geta unnið undir miklu álagi. Vinnutími er frá 9-18 virka daga og laugardaga 10-14. Lokað er á laugardögum 1. júní til 1. september. Umsóknir sendist á flis@flis.is Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. Flísabúðin hefur verið rekin undir því nafni frá 1983, byrjaði í Kópavogi og hét þá Víkurbraut en var frá upphafi auglýst og rekin undir nafni Flísabúðarinnar. Við eigendaskipti 1988 var Flísabúðin hf. stofnuð . Í dag er hún staðsett við Stórhöfða 21 í Reykjavík. Flísabúðin bíður upp á hágæða flísar á góðu verði og alla þjónustu sem við kemur flísalögn. Baðtæki og sturtuklefar hafa svo bæst í flóruna á undanförnum árum. Þjónusta, gott vöruúrval og vandaðar vörur eru það sem Flísabúðin er hvað stoltust af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.