Fréttablaðið - 24.04.2005, Side 27
7
ATVINNA
Steypustöðin ehf
Steypustöðin ehf er framsækið þjónustu og framleiðslufyrir-
tæki sem skapar ásamt viðskiptavinum sínum verðmætar
gæðalausnir.
Lager
Vegna góðrar verkefnastöðu vantar okkur að bæta
við starfsmann á lager okkar í Hafnarfirði. Starfið felst
í almennum lagerstörfum við hellur, steina og for-
steyptar einingar. Umsækjandi þarf að hafa lyftara-
próf og gott að hafa meirapróf.
Um er að ræða fullt starf. Vinnutími getur bæði orðið
langur og breytilegur.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist aðeins í tölvupósti á
netfangið inger@steypustodin.is.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 29. apríl.
Umsækjandi þarf að hafa vilja til að taka þátt í
þróttmikilli og metnaðarfullri starfssemi okkar þar
sem öryggi, þjónusta og vörugæði eru í fyrirrúmi.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Geðlæknir
Laus er staða geðlæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Unnið er að mótun geðlæknisþjónustu við stofnunina og er
hlutverk nýs geðlæknis m.a. að taka þátt í þeirri mótun.
Geðlæknisþjónustan lýtur að þvi að vera hluti af heilbrigðis-
þjónustu við fanga í fangelsinu á Litla – Hrauni og við vist-
menn á réttargeðdeildinni á Sogni. Einnig er ætlunin að veita
almenna geðlæknisþjónustu við íbúa Suðurlands.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri,
í síma 482 1300.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.
Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum
sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálf-
stæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum.
Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum, sem fást á
skrifstofu landlæknis, til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun-
ar Suðurlands, v / Árveg, 800 Selfoss.
Heilbrigðisstofnun var stofnuð 1. sept. sl. við sameiningu heilsugæslustöðva á
Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði hinnar nýju
stofnunar nær til um 17.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8
heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 55 sjúkrarúm, auk þess sem
stofnunin rekur Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Alls eru um 200 stöðugildi
hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Hjá okkur er mikið að gera!
Flísabúðin leitar að duglegum, ábyrgum og sjálfstæðum
einstaklingi til starfa í verslun okkar við Stórhöfða 21.
Umsækjendur þurfa að hafa ríka ábyrgðarkennd, góða þjónustu-
lund, vera jákvæðir, stundvísir og geta unnið undir miklu álagi.
Vinnutími er frá 9-18 virka daga og laugardaga 10-14.
Lokað er á laugardögum 1. júní til 1. september.
Umsóknir sendist á flis@flis.is
Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.
Flísabúðin hefur verið rekin undir því nafni frá 1983, byrjaði í Kópavogi og hét þá
Víkurbraut en var frá upphafi auglýst og rekin undir nafni Flísabúðarinnar. Við
eigendaskipti 1988 var Flísabúðin hf. stofnuð . Í dag er hún staðsett við Stórhöfða
21 í Reykjavík. Flísabúðin bíður upp á hágæða flísar á góðu verði og alla þjónustu
sem við kemur flísalögn. Baðtæki og sturtuklefar hafa svo bæst í flóruna á
undanförnum árum. Þjónusta, gott vöruúrval og vandaðar vörur eru það sem
Flísabúðin er hvað stoltust af.