Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 59
Preston í Idaho er einn af þessum bandarísku smábæjum þar sem tískan hætti að þróast á níunda ára- tugnum. Þar eru allir lúðar. Og þar er Napoleon Dynamite lúði lúðanna. Hann er svo lúðalegur að öllum hin- um lúðunum finnst hann vera lúða- legur. Hann býr í fallega innréttuðu einbýlishúsi ásamt ömmu sinni og eldri bróður. Amman stundar fjór- hjólaakstur og eldri bróðirinn hang- ir alla daga á spjallrásum í sam- bandi við netkærustu sína. Sjálfur er Napoleon ennþá í menntaskóla og unir sér ekkert sér- staklega vel frekar en aðrir í hans stöðu. Félagslega gengur honum fremur illa, sökum þess hversu lúðalegur hann er. Besti vinur Napoleons heitir Pedro og er lúði frá Mexíkó. Dag einn ákveða þeir að taka þátt í skólakosningunum og þá byrja hjólin að snúast. Fyrir utan at- burðarásina í kosningarbaráttunni er nánast ekkert plott í myndinni. En plott er líka ofmetið fyrirbæri. Auk þess er myndin bara svona rosalega fyndin og falleg. Napoleon veit ekkert hversu lúðalegur hann er. Reyndar er hann frekar sann- færður um að hann sé nokkuð kúl. Og áður en myndin er hálfnuð er ekki laust við að maður sé sjálfur sannfærður. Maður dáist að honum og hlær að honum til skiptis. Reynd- ar er Napoleon Dynamite örugglega ekki fyrir alla. Hún er allavega ekki fyrir þá sem vilja sterka söguþræði. Heldur ekki fyrir þá sem finnst ljótt að hlæja að félagslega heftu fólki í bíómyndum. En raunin er sú að myndin er mjög mannleg. Hún er svokallað „sleeper-hit“, sem þýðir að hér er mynd sem enginn bjóst við að yrði svona vinsæl. Mörgum finnst greinilega gaman að hlæja að lúðanum. En í augum flestra áhorf- enda er ný hetja fædd. Napoleon Dynamite er hjartnæm lúðamynd sem er aðeins raunsærri en Revenge of the Nerds, aðeins já- kvæðari en Welcome to the Doll- house og með aðeins flottari upp- hafstitlum en Seven. Hugleikur Dagsson Lúðar eru bestir NAPOLEON DYNAMITE SÝND Á IIFF 2005 KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI LEIKSTJÓRI: JARED HESS AÐALHLUTVERK: JON HEDER, JON GRIES, AARON RUELL NIÐURSTAÐA: Napoleon Dynamite er allavega ekki fyrir þá sem vilja sterka söguþræði. Heldur ekki fyrir þá sem finnst ljótt að hlæja að félags- lega heftu fólki í bíómyndum. En raunin er sú að myndin er mjög mannleg. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN The Motorcycle Diaries kl. 3, 5.30 og 10 Napoleon Dynamite kl. 3.45 og 8 Beautiful Boxer kl. 8 og 10.30 Don´t Move kl. 5.30 b.i. 16 Über Goober kl. 3.30 Shake hands with the Devil kl. 5.45 Garden State kl. 8 A Hole in my Heart kl. 10.15 b.i. 16 Vera Drake kl. 3 og 8 Maria Full of Grace kl. 6 og 10.30 b.i. 14 Beyond the Sea kl. 3 og 8 Million Dollar Baby kl. 5.30 b.i. 14 Life and Death of Peter Sellers kl. 10.20 opnunarmynd iiff 2005 Margverðlaunuð stórkostleg kvikmynd sem hefur hrifið gagnrýnendur og áhorfendur um allan heim. 3 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA EIN AÐSÓKNAMESTA ÓHÁÐA MYNDIN Í USA. Hefur unnið til fjölda verðlauna og var ein vinsælasta myndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. Nýjasta meistara- stykki meistara Mike Leigh, sem hefur rakað til sín verðlaunum og hvarvetna hlotið mikið lof. Miðasala hefst kl. 12 á sunnud ag Nánari upplýsin gar á www.rr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.