Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 18
F yrr í vetur bárust fregnir afþví að kólumbísk yfirvöldhefðu framselt Gilberto Rodriguez Orejuela, höfuðpaur Cali-eiturlyfjahringsins, til Banda- ríkjanna. Bandarísk og kólumbísk yfirvöld höfðu verið á eftir Oreju- ela í þrettán ár, en hann stofnaði glæpasamtökin ásamt Jose Santacruz-Londono á áttunda ára- tugnum. Santacruz-Londono var skotinn til bana af kólumbísku lög- reglunni fyrir níu árum og er talið að framsal Orejuela, sem hefur stjórnað Cali-hringnum síðustu ár með Miguel bróður sínum, marki endalok Cali-veldisins. Miguel sit- ur í fangelsi í Kólumbíu og bíður þess að vera framseldur til Banda- ríkjanna. Um 100 meðlimir Cali- hringsins hafa nú verið handteknir og dæmdir til fangelsisvistar. Þó Cali-hringurinn hafi nú svo gott sem verið upprættur er kól- umbísk kókaínframleiðsla og dreifing síður en svo að líða undir lok. Nýir glæpamenn hafa fyrir löngu fyllt það skarð sem Medell- in- og Cali-hringurinn skildu eftir sig. Stærsti eiturlyfjahringur Kól- umbíu í dag kennir sig hvorki við Medellin né Cali heldur Norte Valle (Norðurdalinn), sem er í norðurhluta Cauca-sýslu, skammt norðvestur af borginni Cali. 600 tonn af kókaíni Norte Valle-hringurinn hefur vax- ið og dafnað undanfarin ár, fyrst í skugga Medellin-hringsins og síð- ar Cali-hringsins. Auk þess að smygla kókaíni smyglar Norte Valle-hringurinn einnig töluverðu af heróíni til Vesturlanda og þá helst Bandaríkjanna. Einn mæli- kvarði á það hversu alræmdur Norte Valle-hringurinn er orðinn er að síðasta sumar var höfuð- paurinn, Diego Leon Montoya Sanchez, einnig þekktur sem Don Diego, settur á lista Bandarísku alríkislögreglunnar yfir tíu eftir- sóttustu glæpamenn heims. Þar er hann ásamt Osama bin Laden. Bandaríska alríkislögreglan heitir 300 milljónum króna hverjum þeim sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku Don Diego. Norte Valle-hringurinn hefur verið umsvifamikill í kókaínvið- skiptum síðan snemma á síðasta áratug. Bandaríska dómsmála- ráðuneytið áætlar að eiturlyfja- hringurinn beri ábyrgð á um 60 prósentum af því kókaíni og heró- íni sem fer á markað í Bandaríkj- unum. Talið er að hringurinn hafi smyglað hátt í 600 tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna á síð- ustu 14 árum. Áætlað virði efn- anna er ríflega 600 milljarðar ís- lenskra króna. Til samanburðar eru fjárlög íslenska ríkisins innan við 300 milljarðar króna á ári. Í bandalagi við skæruliða Norte Valle-hringurinn hefur náin tengsl við öfgahægrisinnuð skæruliðasamtök sem nefnast Hin sameinuðu varnarsamtök Kólumbíu (Autodefensas Unidas de Colombia eða AUC). Þessi sam- tök, sem bera ábyrgð á einum verstu mannréttindabrotum í sögu Kólumbíu og þó víðar væri leitað, hafa slegið skjaldborg um Norte Valle-hringinn og Don Diego. Þetta bandalag hefur gert löggæsluyfirvöldum afar erfitt fyrir og orðið til þess að yfirmenn Bandarísku fíkniefnalögreglunn- ar kalla Norte Valle-hringinn „öfl- ugasta og ofbeldissinnaðasta eit- urlyfjahring Kólumbíu“. Auk þess að njóta verndar skæruliðasamtakanna hefur Norte Valle-hringnum tekist að múta háttsettum lögreglumönn- um, embættismönnum á öllum stigum stjórnsýslunnar og kjörn- um fulltrúum sveitarstjórna og kólumbíska þingsins. Lúxusíbúðir og snekkjur í Flórída Líkt og flestir eiturlyfjahringir hefur Norte Valle-hringurinn verði atorkumikill í hvers konar peningaþvætti. Hefur hringurinn stofnað fjölda fyrirtækja og keypt önnur í þeim eina tilgangi að hylja peningaslóð sína. Bandarísk yfir- völd komust á snoðir um þetta og varð það til þess að fjöldi stofnana í Bandaríkjunum og Kólumbíu fór í samstarf um að uppræta pen- ingaþvættið. Verkefnið er hið viðamesta sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni farið í á þessu sviði. Fljótlega komust bandarísk yfirvöld að því að móðir Don Diego, sem og fyrrverandi eigin- kona hans og tveir synir, byggju í lúxúsíbúðum í Miami. Fjölskyldan lifði í vellystingum með 250 millj- óna króna snekkju liggjandi við prívatbryggju í bakgarðinum. Sextán ára gamall sonur Don Diego ók á 40 milljóna króna BMW í skólann. Bandarísk yfir- völd komust líka að því að Miguel Solano, háttsettur meðlimur Nor- te Valle-hringsins, átti 200 millj- óna króna hús skammt norðan við Miami og auðvitað átti hann líka snekkju. Lögreglan gerði eignirn- ar allar upptækar og vísaði fjöl- skyldu Don Diego úr landi. Solano náðist ekki. Blóðugt stríð innan hringsins Það eru ekki aðeins bandarísk lög- gæsluyfirvöld sem hafa látið til skarar skríða gegn Norte Valle- hringnum. Kólumbíska lögreglan hefur reynt að hreinsa til í sínum röðum og sótt spillta lögreglu- menn til saka. Hún hefur einnig gert upptækan fjölda eigna eitur- lyfjahringsins, meðal annars sveitasetur Don Diego. Þá hefur kólumbíska lögreglan handtekið tvo bræður Don Diego og einn frænda hans, en þremenningarnir störfuðu allir fyrir „stórlaxinn“. Þeir bíða þess nú að verða fram- seldir til Bandaríkjanna. Í kjölfarið á hertum aðgerðum lögreglunnar og annarra opin- berra stofnana braust út blóðugt stríð innan Norte Valle-hringsins fyrir tveimur árum. Don Diego og aðrir háttsettir Norte Valle-með- limir óttuðust að einhverjir innan hringsins væru að vinna með lög- reglunni. Fyrsta fórnarlambið í stríðinu var Solano, sá sem átti lúxushúsið skammt frá Miami. Hann var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í hafnarborginni Cartagena. Síðan hann var myrtur hafa hundruð annarra verið drepnar. Þetta stríð innan hrings- ins hefur klofið hann í tvennt. Don Diego leiðir öflugri fylkinguna en maður að nafni Wilber Varela, einnig þekktur sem Sápan (Jabon), leiðir hina. Þeir leika báð- ir lausum hala. Sviðsetti eigin útför Ljóst er að þótt Don Diego gangi laus er farið að þrengja mjög að honum, svo mjög að á síðasta ári sviðsetti hann eigin útför. Kistan var borin inn í kirkju og syrgjend- ur grétu þegar presturinn fór með minningarorðin. Upp komst um leikritið og Don Diego er enn hundeltur. Sérfræðingar eru sam- mála um að innbyrðis stríð og að- gerðir bandarískra og kól- umbískra yfirvalda hafi veikt Norte Valle-hringinn þó nokkuð. Þeir telja að til þess að hægt verði að uppræta hringinn endanlega verði að rjúfa tengsl hans við skæruliðasamtökin alræmdu. Það hefur ekki enn tekist. Hins vegar eru teikn á lofti um að ný kynslóð eiturlyfjabaróna, tengdra Norte Valle-hringnum, sé að vaxa úr grasi. Hringurinn er enn gríðarlega umsvifamikill og kókaínið flæðir enn frá Cauca- sýslu í Kólumbíu til Bandaríkj- anna og Evrópu. Þá er er líklega óhætt að fullyrða að á meðan þorstinn eftir kókaíni heldur áfram að aukast á Vesturlöndum verður honum svalað af kólum- bískum eiturlyfjahringum. Sagan sýnir að þegar einn slíkur er upp- rættur sprettur annar upp úr öskustó hans. Þetta er hringrás sem erfitt er að stöðva. HEIMILDIR: Bandaríska dómsmálaráðuneytið, Bandaríska alríkislögreglan (FBI), Bandaríska utanríkisráðuneytið, Banda- ríska fíkniefnalögreglan (DEA), Associated Press (AP), Interpol, BBC og St. Petersburg Times. DON DIEGO Diego Leon Montoya Sanchez er á lista Bandarísku al- ríkislögreglunnar (FBI) yfir tíu eftirsóttustu glæpamenn heims. Rúmum 300 milljónum króna er heitið fyrir upp- lýsingar sem geta leitt til handtöku þessa höfuðpaurs Norte Valle-eiturlyfjahringsins. LÝSING Fæddur: 11. janúar 1958 (segist fæddur 11. janúar 1961) Fæðingarstaður: Trujillo, Kólumbíu Hæð: 1,83 cm Þyngd: 103 kíló Hárlitur: Svartur Augnlitur: Brúnn Þjóðerni: Kólumbískur Einkenni: Með ör á baki og fótleggjum eftir skurð- aðgerð í kjölfar bílslyss Viðurnefni: Don Diego, El senor de la guerra (stríðs- herrann) og El ciclista (hjólreiðamaðurinn) Heimild: Bandaríska alríkislögreglan 18 24. apríl 2005 SUNNUDAGUR Norte Valle-eiturlyfjahringurinn hefur tekið við af Medellin- og Cali-hringj- unum sem sá öflugasti og ofbeldissinnaðasti í Kólumbíu. Höfuðpaurinn er á lista yfir tíu eftirsóttustu glæpamenn heims. Trausti Hafliðason fjallar um lygi- lega sögu óþokkanna frá Cauca-sýslu. NÝR KÓLUMBÍSKUR KÓKAÍNRISI WILBER VARELA Wilber Alirio Varela-Fajardo er eftirlýstur af bandaríska utanríkisráðuneytinu. Hann er einn af höfuðpaurum Norte Valle-hringsins og leiðir klofningsfylkingu sem á í blóðugu stríði við Don Diego og hans menn. Allt að 300 milljónum króna er heitið fyrir upplýsingar sem geta leitt til handtöku Varela. LÝSING Fæddur: 6. nóvember 1957 Fæðingarstaður: Roldadillo, Kólumbíu Hæð: Óþekkt Þyngd: Óþekkt Hárlitur: Svartur Augnlitur: Brúnn Þjóðerni: Kólumbískur Einkenni: Engin tiltekin Viðurnefni: Sápan (Jabon), Þvottaefnið (Detergente), Sá gamli (El viejo), El negro (Sá svarti) Heimild: Bandaríska utanríkisráðuneytið » DREIFILEIÐIR NORTE VALLE-HRINGSINS Höfuðstöðvar Norte Valle-eiturlyfjahringsins eru í Cauca-sýslu í Kólumbíu. Þar framleiðir hringurinn mest af því kókaíni sem síðan er smyglað til Bandaríkjanna og Evrópu. Þó fær hann einnig kókaín til vinnslu frá Perú, Ekvador og Bólivíu. Frá afskekktum stöðum í Cauca- sýslu, þar sem Norte Valle-hringurinn er með kókaínverksmiðjur, er efnið flutt til hafnarborgarinnar Buenaventura með flugvélum og flutningabílum. Skæruliðasamtök sem nefnast Hin sameinuðu varnarsamtök Kólumbíu gæta þess að kókaínið komist á leiðarenda. Frá Buenaventura er kókaíninu síðan smyglað til Bandaríkjanna og Evrópu. Algengt er að hraðbátar og hefðbundin fiskiskip séu notuð til að smygla kókaíninu til Mexíkó og þaðan til Bandaríkjanna. Í síðasta mánuði fann kólumbíska lögreglan kafbát sem smyglarar voru að byggja í borginni Tumaco í suðvesturhluta landsins. Það er því ljóst að hugmyndaflug eiturlyfjasmyglaranna á sér lítil takmörk. HEIMILD: Bandaríska dómsmálaráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.