Fréttablaðið - 15.07.2005, Page 50

Fréttablaðið - 15.07.2005, Page 50
Um helgina verður finnski org- anistinn Maija Lehtonen gestur tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið ásamt eiginmanni sín- um, Manfred Gräsbeck fiðluleik- ara. Lehtonen og Gräsbeck eru meðal fremstu listamanna Norð- urlanda á sínu sviði og koma þeirra hingað er styrkt af Finnsk- íslenska menningarsjóðnum. Saman munu hjónin flytja stutta dagskrá klukkan tólf á há- degi á laugardag en Maija leikur ein á aðaltónleikunum sem verða á sunnudagskvöld klukkan átta. Tónleikarnir eru haldnir í Hall- grímskrikju. Á efnisskrá laugardagstón- leikanna eru smáverk eftir Fritz Kreisler, þættir úr Partíu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach og Fantasía eftir Pablo de Sarasate um stef úr Töfraflautunni eftir Mozart. Á sunnudagstónleikunum flyt- ur Maija meðal annars norður- þýsk barokkverk, Prelúdíu í e- moll eftir Nicolaus Bruhns og þrjú verk eftir Johann Sebastian Bach. ■ 34 15. júlí 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… ...miðnæturopnunum bóka- verslananna Máls og menningar við Laugaveg, Pennans-Eymunds- sonar við Austurstræti og Penn- ans-Bókvals á Akureyri vegna út- komu sjöttu bókarinnar um Harry Potter. ...spunagítarleikararnum og tónskáldinu Fred Firth sem heldur tónleika í Klink og Bank klukkan 21 á laugardaginn. ..síðdegisitónleikum með djasskvartettinum LOS í Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan 16. Dagana 17. -19. júlí heldur Ýlir þrenna tón- leika á Austurlandi og flytur íslenska tónlist með alþjóðlegu ívafi af samnefndum hljóm- diski sem kom út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki ECM. Ýlir eru Gerður Gunnarsdóttir, sem leikur á fiðlu og syngur, og Claudio Puntin, sem leik- ur á klarinett og bassaklarinett. Þau hafa feng- ið afar góða gagnrýni fyrir tónleika sína er- lendis og einnig fyrir hljómdiskinn sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Tónleikarnir verða sem hér segir: Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði sunnudag- inn 17. júlí kl. 20.00. Skriðuklaustri í Fljótsdal mánudaginn 18. júlí kl. 20.00. Safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 19. júlí kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 1000. Á veitingastaðnum Jómfrúnni við Lækj- argötu eru haldnir djasstónleikar á laug- ardögum klukkan 16. Á morgun leikur tríóið B-3 sem skipað er þeim Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, Agnari Má Magnús- syni á Hammond orgel og Erik Qvick á trommur. menning@frettabladid.is Ýlir á Austurlandi ! Spunagítarleikarinn Fred Frith heldur tónleika í Klink & Bank annað kvöld. Fyrir utan að hafa gefið út fjöldann allan af sóló- plötum, með bæði fyrirfram saminni tónlist og tónlist sem er spunnin, hefur hann starfað með hljómsveitum á borð við Naked City, Henry Cow, Massacre og Skeleton Crew, auk þess sem hann hefur verið orðaður við hina dularfullu Residents. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem Frith hefur unnið með eru John Zorn, Bill Laswell, Ikue Mori, Zeena Parkins, Brian Eno, Robert Wyatt og William Win- ant. „Hann er býsna þekktur og hefur komið víða við á þrjátíu ára ferli,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson, einn af að- standendum tónleikanna. „Hann byrjaði upprunalega að láta á sér bera með Henry Cow á átt- unda áratugum sem var mjög framsækin Frank Zappa-leg hljómsveit,“ segir hann. „Það er mikill fengur í komu hans hér til landsins. Hann var að heimsækja vina- fólk hér og við fréttum af því og spurðum hvort hann væri ekki til í að halda tónleika. Hann var alveg til í það.“ Sem tónskáld hefur Frith samið fyrir þekkta tónlistar- hópa á borð við Asko Ensemble, Rova Saxophone Quartet, Arditti kvartettinn og Ensemble Modern. Auk þess hefur hann samið mikið af tónlist fyrir kvikmyndir og dansverk. Frith hefur gefið út mikið af ólíku efni hjá ýmsum útgáfum, meðal annars Winter&Winter og Tza- dik. Á tónleikunum annað kvöld, sem hefjast klukkan 21.00, leikur Fred einn á umbreyttan gítar, en það hefur hann gert í mörg ár. Hann notar meðal ann- ars verkfæri og heimilisáhöld til þess að spila á gítarinn. Á þessu sviði hefur Fred haft mikil áhrif og fjöldinn allur af gítarleik- urum hefur orðið fyrir áhrifum frá honum. Hljómsveitin Hestbak hitar upp fyrir Frith en einnig koma Charles Ross fiðluleikari og Ró- bert Reynisson gítarleikari fram. Miðaverð á tónleikana er 1000 krónur. ■ Frægur spunagítarleikari á Íslandi FRED FRITH Spunagítarleikarinn Fred Frith heldur tónleika í Klink & Bank annað kvöld. Barokk og rómantík á sumartónleikum MAIJA LEHTONEN OG MANFRED GRÄSBECK Maija Lehtonen lauk organistaprófi árið 1982 ÝLIR Gerður Gunnarsdóttir, sem syngur og leikur á fiðlu, og Claudio Puntin, sem leikur á klarinett og bassaklarinett, mynda Ýli. Þau hafa nýverið gef- ið út disk hjá hinu virta útgáfufyrirtæki ECM. Hljómsveitin Ampop mun flytja lög af væntanlegri plötu sinni, Weather Report, á tvennum tónleikum í dag. Fyrst spilar sveitin í Gallerý humar & frægð í plötubúð Smekkleysu klukkan 17.00 og um kvöldið stígur hún á stokk í Stúdentakjallaranum ásamt Jan Mayen, Norton og Hermigervli. Þeir tónleikar hefjast klukkan 22.00. Ampop hefur verið á ferð og flugi að undanförnu og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðum í Bandaríkjunum og Kanada. Lagið My Delusions verður fyrsta smá- skífulag nýju plötunnar, sem er væntanleg í haust. ■ Ampop á tvennum tónleikum AMPOP Hljómsveitin Ampop gefur á næstunni út sína þriðju plötu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.