Fréttablaðið - 15.07.2005, Side 64

Fréttablaðið - 15.07.2005, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍSKALDUR EINN LÉTTUR Málum bæinn RAUÐAN! Svakalega sem maður getur haftmikla heimþrá, sitjandi inni í húsi í miðri Kaliforníu. Ekki hundi út sigandi fyrir brennandi sól. Hitinn 47 gráður. Ekkert annað að gera í stöðunni en vera iðinn við að fylgjast með heimsfréttunum. Sem gera ekkert annað en að segja manni að fara nú að hunskast heim til Íslands, sem er best allra landa. EKKI erum við með svo vond hús að þau halli sér í hversdagslegu roki sem annars staðar er kallað fellibyljir. Ekki eigum við á hættu að drepast úr sólsting. Ekki erum við með bæjarvillinga og bófa sem búa til sprengjur til þess að sprengja upp neðanjarðarlestir. Við erum ekki einu sinni með neðan- jarðarlestir. Ekki erum við að klas- tra saman geimflaug sem kostar hundrað milljarða og kemst svo ekki úr bílskúrnum vegna þess að hún er með ónýta eldsneytis-skyn- jara. ÓEKKI. Við erum með svo mörg veður hvern dag að við þurfum aldrei að gera það upp við okkur hvort það er gott eða vont. Okkar villingar gefa bara einn á kjam- mann, eða þeir fara í Hróa-hattar- leik. Og svo kaupum við heiminn. Við erum ekki bara fallegust, sterkust, hreinust og best. Við erum líka ríkust. Eyðum fimm hundruð milljörðum í að kaupa upp heiminn á átján mánuðum. Það er nú bara jafnvirði fimm geimflauga. Kannski við ættum að kaupa eina, gera við skynjarana og fíra henni af stað. Við gætum það, vegna þess að við erum svo gott handverksfólk og vel lukkuð. Getum allt. Á MEÐAN aðrar þjóðir sprengja, skjóta, brenna og týna, blómstrum við sem aldrei fyrr. Kaupum í dag allt sem verður sprengt á morgun. Samt skrítið að allir sem maður þekkir eru skítblankir og skuldug- ir. En við erum líka flínkari en aðr- ar þjóðir að skulda. Til dæmis, erum við að kaupa upp heiminn á lánum. ÞEGAR ÉG er orðin stór, ætla ég að fara heim til Íslands, taka lán og kaupa sjoppu í Southampton, aðra í Frankfurt og þá þriðju í Sofia. Svo ætla ég að taka lán út á sjoppurnar og kaupa mjólkurbú í Rússlandi, Rúmeníu og Perú. Búa á Íslandi og verða milljarðaskuldari og grósser um allan heim. SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR Heimseig- endurnir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.