Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 39
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { helgarferðir } ■■ 9 5 skemmtilegir veit- ingastaðir í London City-Spice, 138 Brick Lane, A- London Framandi matur ættaður frá Bangladesh, Pakistan og Ind- landi. Einkar bragðgóður og þægileg stemning ríkir á staðn- um. Á Brick Lane er hægt að fá besta indverska mat í heimi að sögn sumra. Mjög ódýrir réttir, réttirnir kosta frá 300 kr. Frekari upplýsingar www.city- spice.co.uk Terra, 53 Cleveland Street Mjög heimilislegur staður með mat á frábæru verði. Gæðamat- ur frá Miðjarðarhafinu og vina- legt starfsfólk sem lætur manni líða vel um leið og maður kem- ur inn. Verðið eyðileggur ekki heldur fyrir því fáir staðir í London bjóða jafnlágt verð fyr- ir jafn vel framborinn mat. Réttir á bilinu 800-2500 krón- ur. Sjá frekar á heimasíðunni www.london-eating.co.uk/3769 Gordon Ramsey at Claridgeës, Brook Street Mjög fínn veitingastaður í einu af fínasta hverfi London. Michelin-staður sem býður upp á hágæða franska matargerð, en Gordon Ramsey er einn af frægustu kokkum Breta. Mjög sjarmerandi er að fara þangað í hádeginu en 3ja rétta hádegis- verður kostar einungis um 3500 krónur. 3ja rétta kvöldverður kostar um 7000 krónur. Hægt að skoða nánar á www.gordon- ramsey.com Hakkasan, 8 Hanway Place Eini kínverski veitingastaðurinn sem hlotið hefur Michelin stjörnu. Einn heitasti veitinga- staður London um þessar mundir. Mjög nútímalega hannaður, góð þjónusta og flottur bar. Reyndar svolítið dýr, en máltíðin kostar um 5500 krónur, ferð þangað er þó pen- inganna virði. Skoða má ritdóm um staðinn og fá fleiri upplýsingar á www.viewlondon.co.uk/revi- ew_721 La Porchetta Pizzeria, 141- 142 Upper Street, Islington Bestu pitsur borgarinnar. Ekta ítalskar pitsur unnar með alvöru hráefnum beint frá Ítalíu. Býð- ur einnig upp á aðra hefð- bundna ítalska rétti og í raun eru allir réttirnir frábærir. Ein- staklega vingjarnleg þjónusta. Þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi. Flestir réttir í kringum 2000 krónur. Meiri upplýsingar w w w . u r b a n - path.com/london/pizza/la- porchetta-pizzeria Borðað í London Sigurður Pálsson rithöfundur og leikskáld var ekki í vandræðum með að velja uppá- haldsborgina sína. „Það er nú borgin sem ég þekki best og sem er þess eðlis að maður hef- ur aldrei fullkannað hana heldur. Þetta er kannski ekki mjög frumlegt svar en París kemur manni stöðugt á óvart.“ Sigurður hef- ur ferðast til ýmissa staða þótt hann segist ekki hafa farið nærri nógu víða. Á listanum eru nokkrar borgir sem hann langar að kanna betur, en borgir eru það eina sem hann vill kynnast á ferðalögum sínum. „Borgir eru eins og mannverur. Þær hafa ákveðinn per- sónuleika sem ekki er hægt að skýra mjög nákvæmlega. Þetta er einhver mjög sterk til- finning, andrúmsloft, eitthvað sem verður kannski helst líkt við persónuleika lifandi fólks.“ Sigurður kom fyrst til Parísar 19 ára gamall. Hann hefur því þekkt borgina mjög lengi en honum finnst eitthvað vera þar sem taki ekki breytingum. „Margt hefur breyst á ytraborð- inu. Fólkið er öðruvísi, tíðarandinn annar og ný hús hafa risið. Undirniðri og innst inni er samt eitthvað andrúmsloft sem aldrei breyt- ist. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þetta sé hrein ímyndun en svo er ekki. Það er stað- reynd að sterkir, óbreytanlegir eiginleikar fylgja borginni,“ segir Sigurður Pálsson sem fær aldrei nóg af hinni rómuðu París. Borgir með persónuleika Sigurður Pálsson hefur lengi þekkt París. Honum finnst einhver óút- skýranlegur andi í borginni en hún verður aldrei fullkönnuð. Sigurður Pálsson er heimsmaður sem hefur yndi af heimsborgum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.