Fréttablaðið - 07.10.2005, Page 51

Fréttablaðið - 07.10.2005, Page 51
FÖSTUDAGUR 7. október 2005 KB ERLEND HLUTABRÉF er tilvalinn kostur fyrir flá sem vilja fjárfesta í hlutabréfum traustra erlendra fyrirtækja en horfa fyrst og fremst til ávöxtunar í íslenskum krónum. Vi› st‡ringu sjó›sins er lög› sérstök áhersla á a› draga markvisst úr gjaldmi›laáhættu. Kynntu flér máli› á kbbanki.is KB ERLEND HLUTABRÉF KB Erlend hlutabréf 11,5% 3,8% Heimsvísitala hlutabréfa, MSCI *Samkv. www.sjodir.is m.v. 30. sept. hækkun frá áramótum 11,5%* Hækkun frá áramótum m.v. 30. sept. KB ERLEND HLUTABRÉF er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. E N N E M M / S IA / N M 18 5 6 5 Lækkar mest frá áramót- um Ekkert félag hefur lækkað meira í Kauphöll Íslands frá áramótum en hátæknifyrirtækið Flaga Group sem hefur lækkað um 51 prósent. Í gær féll gengi hlutabréfa í Flögu um ellefu prósent. Frá síðustu mánaðamótum hef- ur Flaga lækkað um sautján pró- sent í aðeins sex milljóna króna viðskiptum. Bogi Pálsson, starfandi stjórn- arformaður Flögu, var spurður hvort örvænting hefði gripið um sig meðal fjárfesta: „Ekki held ég það. Það hefur verið lítið flot á bréfum og einhverjir minni hlut- hafar verið að losa. Stærri hlut- hafar hafa hins vegar haldið sínu.“ Miklar breytingar urðu á yfir- stjórn félagsins fyrr á árinu þegar bæði forstjóri og aðstoðarforstjóri létu af störfum auk annarra lykil- starfsmanna. Félagið tapaði einni milljón dala á fyrri hluta árs. - eþa Lækkun olíuver›s skek- ur marka›inn. Norrænu hlutabréfamarkaðirnir lækkuðu hratt í gær. Norski hluta- bréfamarkaðurinn var í frjálsu falli og lækkaði um tæp fjögur prósent sem er mesta lækkun sem sést hefur í langan tíma. Mark- aðsvirði Statoil, sem er stærsta fyrirtækið í norsku Kauphöllinni, lækkaði um sextíu milljarða eða fimm prósent. Norsk Hydro lækk- aði einnig um tæp fimm prósent. Norski markaðurinn er mjög háður þróun olíuverðs sem hefur ekki verið lægra í meira en tvo mánuði eftir að það fór hæst í sjö- tíu dali á tunnu fyrir fáeinum vik- um. Ivar Strompdal hlutabréfasér- fræðingur telur að norski mark- aðurinn, sem hefur hækkað lát- laust frá byrjun árs 2003, hafi náð toppnum. Hann segir í sam- tali við Dagens Næringsliv að hann búist við að aðalhlutabréfa- vísitalan, sem fór hæst í 330 stig, fari niður í 300 stig fyrir lok árs- ins og biður almenning um að fara varlega í öll hlutabréfakaup. Dönsku, finnsku og sænsku kauphallarnir lækkuðu einnig en þó minna en sú norska, enda minna um skráð olíufyrirtæki þar. Finnski markaðurinn lækk- aði um 1,5 prósent en sá danski um eitt prósent. Aðalvísitalan í Svíþjóð lækkaði um 1,15 pró- sent. ■ Flaga fellur áfram Miklar lækkanir í Noregi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.