Fréttablaðið - 07.10.2005, Page 40

Fréttablaðið - 07.10.2005, Page 40
2. Búa til lista yfir nauðsynlega hluti. Reyndar er betra að vera búinn að gera hann nokkru fyrir brottför og áður en lagt er af stað upp á flugvöll er gott að fara aftur yfir listann. Mikilvægir hlutir eins og vegabréf, farseðill, lyf, myndavél, ferðabækur og kort eiga heima á slíkum listum. 1. Vakna snemma. Það er ekkert verra en að vera í tíma- þröng rétt fyrir brottför. Þess vegna er gott að hafa varaáætlun ef vekjaraklukkan klikkar, til dæmis að hafa láta sím- ann líka hringja eða láta einhvern hringja í sig. 10 ■■■ { helgarferðir } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ÞAÐ KANNAST MARGIR VIÐ ÞAÐ STRESS SEM OFT FYLGIR UTANLANDSFERÐUM, SÉRSTAKLEGA GETUR SÁ DAGUR SEM HALDIÐ ER ÚT VERIÐ MJÖG STRESSANDI. ÞETTA ÁLAG ÆTTI ÞÓ AÐ VERA ÓÞARFT ÞVÍ MEÐ SMÁ SKIPULAGNINGU ER HÆGT AÐ GERA BROTTFARARDAGINN ÁNÆGJULEGAN OG ÁN VANDKVÆÐA OG ÞANNIG ER HÆGT AÐ NJÓTA UTANLANDSFERÐARINNAR BETUR. 3. Mæta tímanlega upp á flugvöll. Þá er hægt að innrita sig í ró og næði því það er fátt eins pirrandi eins og að þurfa að bíða í langri röð, vitandi það að margt sé enn ógert og stutt í brottför. Muna bara að flýta sér hægt á Reykjanesbraut- inni. 5. Byrja á því að fara í stóru frí- hafnarverslunina. Þar gera flestir stærstu kaupin og því gott að vera búinn að ljúka því af fyrst. Síðan er hægt að kíkja í hinar búðirnar. Ef eitthvað gleym- ist er alltaf hægt að fara aftur rétt fyrir brottför. 4. Athuga hvenær fyrsta útkall er í flugvélina. Byrjað er að hleypa inn í flugvélina löngu fyrir brottför og allir þurfa að vera komnir um borð nokkru fyrir brottför. 6. Kaupa sér eitt- hvað sem hægt er að taka með í vélina og gerir flugferðina að- eins bærilegri. Gott er að fara í Islandica og kaupa tímarit eða kiljur. Síðan koma spil ósjaldan að góðum notum. 7. Kaupa sér eitthvað smávegis til að narta í á leiðinni. Einnig er gaman að kaupa ís- lenskt nammi til að gefa vinum ef förinni er heitið til vina sem búa erlendis. 8. Fá sér smá hressingu rétt fyrir brottför. Setjast niður í kaffiterí- unni, fá sér eins og einn kaffibolla og eitt rúnstykki. Það getur nefni- lega reynt verulega á taugarnar að sitja aftast í vélinni, glor- hungraður og sjá að flugfreyj- urnar byrja að bera fram mat- inn fremst í vélinni. 9. Fara á klósetið áður en stigið er um borð. Í raun algjör nauðsyn því þannig er hægt að setjast niður rólegur og af- slappaður og óþarfi að bíða eftir því að sætisbeltaljósið slökkni.Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Albus Grand 19.-22. jan. og 9.-12. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. www.icelandair.is/amsterdam Amsterdam Flug og gisting í þrjár nætur Verð frá 39.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 29 77 9 1 0/ 20 05 VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 29 77 9 1 0/ 20 05 www.icelandair.is/florida Florida Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Flug, gisting og bíll í átta daga Verð frá 50.490 kr. Ver› á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn, bíll í B-flokki 15.-23. nóv., 6.-14. des. og 10.-18. jan. Innifali›: Flug, bíll í 8 daga, flugvallarskattar og fljónustugjöld. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Fullkominn brottfarardagur Áhugaverðir atburðir í Kaupmannahöfn Alltaf eitthvað að gerast í stærstu borg Norðurlandanna. Allir Íslendingar geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi í Kaupmanna- höfn enda fyrrverandi höfuðborg okkar. Margar listasýningar af alls kyns toga eru í gangi þar í vetur og má nefna sýningu á verkum Henri Matisse í Statens Museum for Kunst sem stendur til 15. maí. Í safninu Ordrupgaard, sem er ný- uppgert, má sjá sýningu sem nefn- ist Gauguin og impressionisminn sem lýkur 20. nóvember og síðan eru ávallt áhugaverðar sýningar í Louisana-safninu. Tívolíið í Kaupmannahöfn er lokað á þessum tíma árs en frá 11. nóv- ember til 30. desember er Tívolíið aftur opnað. Jólastemningin ræður þá ríkjum en meðal atburða er uppfærsla af Hnotubrjótnum í tón- leikahöllinni, sérstakur jólamark- aður og hægt er að skauta á Tívolívatninu auk margra smærri atburða. Margir stórtónleikar verða í Kaup- mannahöfn á næstu mánuðum. Stærstu nöfnin eru án efa White Stripes, Oasis, Prodigy, Coldplay, Jamie Cullum, Franz Ferdinand, Billy Idol, Black Rebel Motorcycle Club og Simply Red. Hægt er að fá frekari upplýsingar um þessa tón- leika og aðra á heimasíðunni www.pollstar.com Meira um Kaupmannahöfn á netinu: copenhagen.com aok.dk ctw.dk

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.