Fréttablaðið - 07.10.2005, Síða 48

Fréttablaðið - 07.10.2005, Síða 48
12 FASTEIGNIR 7. október 2005 FÖSTUDAGUR SÍMI 533 4040 FAX 533 4041 OPIÐ MÁN.-FIM. 9-18 OG FÖS. 9-17 Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Ármúli 21, Reykjavík • kjoreign.is@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA GRENIBYGGÐ - NÝTT Á SKRÁ. Fallegt raðhús á skjólsælum stað í Mosfellsbæ. Húsið er tvær hæðir og ris ásamt bílskúr. Birt stærð er 164,7 fm en gólfflötur er mun stærri. Húsið er í góðu viðhaldi. Eikarparket og flísar á gólfum, nýjar eikar innihurðar. Rúmgott eldhús. Allt nýtt á baði. Fallegur afgirtur garður í suður. Uppphitað hellulagt bílaplan. Verð: 39,8 millj. NAUSTABRYGGJA - BÍLSKÝLI. Vorum að fá í einkasölu full- búna 95 fm íbúð á fyrstu hæð, ásamt stæði í bílageymsluhúsi. Húsið er álklætt 3ja hæða fjölbýli, byggt árið 2001. Innréttingar og gólfefni eru fyrsta flokks. Þvottahús innan íbúðar. Björt og falleg íbúð sem vert er að skoða. Verð 22,7 millj. VESTURBÆR - GRANASKJÓL. Vorum að fá í einkasölu enda raðhús sem er á tveimur hæðum um 184,0 fm. ásamt innbyggðum bílskúr. Garðskáli út frá stofu í vestur og góðar svalir. Lóð afgirtt, hellulögn í innkeyrslu og stétt heim að húsi. Bílskúr. Laus strax. Verð: 42,5 millj. NÝTT Á SKRÁ HJÁ KJÖREIGN Mjög fallegt 195,5 fm. einbýli á einni hæð með sambyggðum bílskúr, fallegum garði og aðkomu. Komið inn í góða forstofu með skápum, vandaðar flísar á gólfi. Úr forstofu er gengið inn í alrými með góðri lofthæð sem samanstendur af sjónvarpsrými með vönduðum og fallegum arni, bjartri stofu og borðstofu, þaðan er útgengt út í garð, vandað dökkt parket. Eldhús er opið að hluta með fallegri hvítri innréttingu, góðum tækjum og borðkrók með miklum gluggum. Flísar á gólfi. Í svefnálmu eru tvö góð barnaherbergi með skápum. Hjónaherbergi með gluggum á tvo vegu og góðum skápum. Tengi er fyrir sjónvarp í herbergjunum. Þvottaherbergi með innréttingu og útgengi í bakgarð. Í garði er stór timburverönd, afgirtur að hluta, einnig flísar á hluta. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með hornbaðkari, sturtuklefa, upphengdu klósetti og vandaðri innréttingu. Bílskúr með geymslu/verkstæði innaf. Húsið er vandað og vel við haldið með flísum og parketi á gólfum, falleg lýsing og góð loft hæð að hluta. Aðkoma falleg með mótaðri steypu og garður skjólsæll í góðri rækt. Þetta er vönduð eign á rólegum og vinsælum stað í Grafarvogi. Verð: 49,8m. Hóll fasteignasala er með afar glæsilegt 270,5 fm ein- býlishús á einum besta stað í suðurhlíðum Kópavogs. Glæsilegar innréttinga, parket og flísar á gólfum. Þetta er eign í algjörum sérflokki. Sjá www.holl.is Verð 60 millj. Nánari uppl veitir Kristberg Snjólfsson sölumaður Hóls í síma 892-1931 Hóll fasteignasala |Franz Jezorski lögg.fasteignasali |Skúlagata 17 |101 Reykjavík Hlíðarhjalli - Einbýli Okkur vantar mann til starfa strax á bifreiðaverkstæði Vélamiðstöðvar, rafmagnsdeild. Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður sem rafvirki, rafeindavirki, vélvirki, vélstjóri eða bifvélavirki. Allar upplýsingar um starfið eru veittar fyrir hádegi; á staðnum að Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík eða í síma 5 800 400. Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 1980-2000. Sveitarstjórn Vopnafjarðar samþykkti á fundi sínum 25. ágúst 2005, að auglýsa tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 1980- 2000 samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur til að aðal- skipulagi Vopnafjarðar 1980 – 2000 verði breytt þannig að svæði við Vopnafjarðarhöfn sem skil- greint er sem „Vötn, ár og sjór“ verði skilgreint sem „Iðnaður“. Í breytingunni felst að gerð verður land- fylling innan hafnarsvæðisins milli Kaupfélags- bryggju og Löndunarbryggju og verður svæðið skil- greint sem iðnaðarsvæði. Um er að ræða u.þ.b. 9.300 fermetra landsvæði sem kallar á 45.000- 50.000 rúmetra uppfyllingu og verður fyllingarefni tekið úr Vestari Hraungarðsnámu á Kolbeinstanga og úr malarnámum við Nýpslón. Breytingin er liður í áformum um stækkun iðnaðar- svæðis og framkvæmda sem unnið er að í og við Vopnafjarðarhöfn, en í því sambandi er nauðsynlegt að halda áfram með landfyllingar vegna fyrirsjáan- legrar aukinnar þarfar á athafnasvæði fyrir hafn- sækna starfsemi. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðar- hrepps, á skrifstofutíma frá föstudeginum 7. október 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. októ- ber 2005 og skal þeim skilað á skrifstofu Vopna- fjarðarhrepps og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, telst vera samþykkur þeim. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breyting- artillöguna. Þeir sem ekki gera athugasemd við til- löguna teljast samþykkir henni. Vopnafirði, 06.10. 2005. F.h. sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps, Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri. Mat á umhverfisáhrifum – Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000 m.s.br. Lagning vegar upp á Grenivíkurfjall í Grýtubakkahreppi Breyting á árlegu magni lífræns úrgangs til urðunar í landi Rima, Mjóafjarðarhreppi. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulagsstofnun, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heima- síðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 4. nóvember 2005. Skipulagsstofnun Sveinspróf í matvæla- og framreiðslugreinum 7. – 9. desember 2005. Sveinspróf í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu verða haldin dagana 7. – 9. desember 2005 í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 4. nóvember n.k. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma. Athugið að greiða þarf leyfisgjald sveinsbréfa kr. 5.000 við innritun. Með umsókn skal fylgja afrit námssamnings, brautskrán- ingarskírteini og lífeyrissjóðsyfirlit. Fræðsluráð hefur heim- ild til að fresta prófi í einstökum greinum ef ekki næst næg þátttaka. Fræðsluráð hótel- og matvælagreina, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími 590 6400, fax 590 6401. http://www.fhm.is TILKYNNINGAR TILKYNNINGAR ATVINNA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.