Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 54
30 7. október 2005 FÖSTUDAGUR 50% afsláttur af öllum tækjum. Rýmum fyrir nýjum vörum. 50% afsláttur af eldri vörum Erotica Shop • Hverfisgata 82                        Meistararnir mætast í Keflavík KÖRFUBOLTI Góðgerðaleikir KKÍ fara fram á sunnudaginn en þar mætast Íslands- og bikarmeistar- ar karla og kvenna í Meistara- keppninni en sú venja hefur skap- ast að ágóði leikjanna rennur til góðgerðarmála. Að þessu sinni er það Foreldrafélag barna með axl- arklemmu sem fær að njóta góðs af leikjunum. Sigrún Sigmarsdóttir, formað- ur foreldrafélagsins, segir pen- ingana sem renna til félagsins koma sér sérstaklega vel. „Þetta skiptir okkur miklu máli því fé- lagið hefur ekki verið sérstaklega sýnilegt til þessa, enda félagið fá- mennt og frekar lítið. En við ætl- um að nota peningana til þess að setja upp aðgengilega heimasíðu þar sem foreldrar barna með axl- arklemmu geta leitað sér upplýs- inga.“ Sverrir Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og leik- maður karlaliðsins, á von á erfið- um leikjum. „Að mínu mati eru báðar þessar viðureignir mjög at- hyglisverðar því þarna mætast að mínu mati sterkustu lið landsins um þessar mundir. Stundum hafa orðið miklar breytingar á leik- mannahópum liðanna milli ára en að þessu sinni hafa þeir haldist nánast óbreyttir. Þannig að þetta verða örugglega jafnir og spenn- andi leikir.“ Ómar Rafnsson, formaður KKÍ, á von á skemmtilegu körfu- boltatímabili en það hefst form- lega með þessum tveimur leikj- um. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með körfuboltahreyfingunni. Sér- staklega í unglingastarfi hjá fé- lögunum sem er að alltaf að bæta gæði íslensks körfubolta. Ung- lingalandsliðin hafa náð frábær- um árangri og við erum nú eina Norðurlandaþjóðin í karlaflokki sem á landslið í A-deild og það segir mikið um það góða starf sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Við höfum líklega aldrei átt fleiri atvinnumenn í körfubolta en núna og það sýnir hversu langt er hægt að ná ef menn eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig.“ Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Íslandsmeistaranna í karla- og kvennaflokki, í Keflavík. magnush@frettabladid.is HEFUR LOKIÐ KEPPNI Birgir Leifur mun ekki taka þátt á lokamóti Áskorenda- mótaraðarinnar í golfi. Birgir Leifur Hafþórsson: Kemst ekki inn á lokamóti› GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, tekur ekki þátt í lokamótinu á Áskorendamóta- röðinni í golfi sem hefst á Tenerife á Kanaríeyjum í dag. Ástæðan er sú að mótið er sameig- inlegt fyrir evrópsku mótaröðina og Áskorendamótaröðina og fleiri kylfingar ofar á styrkleikalistan- um sem ganga fyrir en Birgir Leifur er fimmtándi á varalista. Birgir Leifur tekur næst þátt í öðru stigi fyrir evrópsku móta- röðina í næsta mánuði á Spáni en hann var aðeins einu höggi frá því að tryggja sér fullan þátttökurétt inn á evrópsku mótaröðina í fyrra. - þg Meistarakeppni KKÍ fer fram á sunnudaginn en flar mætast Keflavík og Njar›- vík í karlaflokki en Keflavík og Haukar í kvennaflokki. STYRKÞEGAR MEISTARA- KEPPNI KKÍ 1995: Samtök krabbameinssjúkra barna 1996: Jafningjafræðsla framhaldsskól- ana 1997: Neistinn – styrktarfélag hjart- veikra barna 1998: FSBU – foreldrafélag sykursjúkra barna 1999: LAUF – landssamtök áhugafólks um flogaveiki 2000: Samtök barna með tourett heil- kenni 2001: PKU – Samtök foreldra barna með efnaskiptasjúkdóma 2002: Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga 2003: Einstök börn 2004: MND-félagið 2005: Foreldrafélag barna með axl- arklemmu Hva› er axlar- klemma? Axlarklemma getur myndast þegar ljósmóðir þarf að taka á móti barni með miklu afli. Oft stendur á öxlum barnsins og við það getur myndast mikil spenna sem getur valdið tauga- skemmdum. Börn geta lamast í hand- leggjum til skamms tíma en oftast nær gengur lömunin til baka. Í sumum tilfellum þurfa börnin að glíma við tauga- skemmdir sem erfitt er að lækna og þurfa oft að gangast undir kostnaðarsamar aðgerðir sem ekki er hægt að fram- kvæma hérlendis. JEB IVEY OG SVERRIR SVERRISSON Jeb Ivey, sem fór frá Fjölni fyrir skömmu og gekk til liðs við Njarðvík, og Sverrir Sverr- isson takast hér á um bikarinn sem keppt verður um á sunnu- dag. FRÉTTABL./VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.