Fréttablaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 10
Síðastliðinn föstudag var kallað til fundar í Þjóð- menningarhúsi Íslands þar sem kynntar voru niðurstöður nefndar sem ætlað var að kanna leiðir til að auka hlut kvenna í stjórnum íslenskra fyrir- tækja. Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Þór Sig- fússon, formaður nefnd- arinnar, og Þóranna Jóns- dóttir, sem starfaði með nefndinni og vann skýrsl- una, kynntu niðurstöðurn- ar. „Þegar við hófumst handa vorum við að hugsa þetta sem skoðun á því hvernig mætti auka tækifæri kvenna í íslensku viðskiptalífi. Eftir því sem á leið áttuðum við okkur á að þetta snerist miklu frek- ar um að auka tækifæri viðskipta- lífsins,“ benti Þór Sigfússon á í upp- hafi fundarins og sagði að helsta viðhorfsbreytingin sem þarf að eiga sér stað væri að málefnið væri hugsað út frá hagsmunum fyrir- tækjanna. Nefndin vann út frá því að með fjölgun kvenna í stjórnum væri á sama tíma verið að auka tækifæri íslenskra fyrirtækja til að bæta árangur sinn með því að nýta betur mannauð sinn og þá þekkingu og reynslu sem í konum býr. Ísland aftarlega á merinni Ísland stendur öðrum löndum töluvert að baki þegar kemur að fjölda kvenna í stjórnum fyrir- tækja. Á það sérstaklega við þeg- ar Ísland er borið saman við önn- ur Norðurlönd og á það bæði við um fjölda stjórnarsæta, 11,4 prósent á móti 16,5 prósenta með- altali, sem og hlutfall stjórna sem hafa á að skipa að minnsta kosti einni konu, 42 prósent á móti 63,4 að meðaltali á Norðurlöndunum. Það vakti sérstaka athygli nefndarinnar að hlutfall kvenna í stjórnum þeirra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöll Íslands er sérstaklega lágt. Því er öfugt farið í samanburðarlöndunum, þar sem hlutfall kvenna í skráðum fyrirtækjum er almennt hærra en hlutfallið í óskráðum félögum. Þegar fyrirtæki á aðallista Kaup- hallarinnar voru skoðuð kom í ljós að konur skipuðu 7,5 prósent stjórnarsæta, sex af 24 stjórnum höfðu einn kvenkynsstjórnar- mann, tvær höfðu tvo en 16 stjórnir, eða 67 prósent, voru ein- ungis skipaðar körlum. Fjölbreytileiki skilar betri ár- angri Það eru ekki einungis jafn- réttis- og lýðræðissjónarmið sem mæla með því að fjölga konum í áhrifastöðum innan fyrirtækja heldur líka markaðslegir og af- komutengdir þættir. Fjölgun þeirra getur leitt til þess að ár- angur fyrirtækja verði betri og verðmæti hluthafa aukist. Fjöl- breytileiki í stjórnun skilar betri árangri þar sem ólík þekking, reynsla og hæfni leiða til auk- inna skoðanaskipta og dýpri greiningar á málum, sem aftur leiði til betri ákvarðanatöku. Bent hefur verið á að við- skiptavinir margra fyrirtækja eru að stórum hluta til konur, kaupmátur kvenna hafi vaxið og konur taka stærstan hluta af dag- legum kaupákvörðun. Því megi gera ætla að þátttaka kvenna leiði til ákvarðanatöku sem byggir á betri skilningi á þörfum og eðli markaðarins. Þetta styður við það sem ýmsar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem setja framgang kvenna á dagskrá nái betri árangri og skili betri af- komu. Á Íslandi hafa konur verið í meirihluta í háskólanámi í 21 ár. Það leiðir að öllum líkum til þess að menntunarstig kvenna verði hærra en karla í náinni framtíð. Hvort sem ástæðan er að konur veljist síður til stjórnunarstarfa eða að þær sæki síður í slík störf, er ljóst að fyrirtæki eru að fara á mis við þá þekkingu og krafta sem í þeim býr. Goðsagnir og klisjukenndar ímyndir hamla Ástæður fyrir fæð kvenna í stjórnum eru margvíslegar. Margt bendir til þess að þeir sem nú sitja við stjórnvölinn sjái ekki nein sérstök verðmæti í því að leita eftir fjölbreytileika, þeim þyki staða mála ágæt eins og hún er í dag og veigri sér jafnvel við að taka þátt í umræðunni. Marg- ar skýringanna tengjast vanmati og vantrú á konum, ýmist þeirra sjálfra eða annarra. Goðsagnir og klisjukenndar ímyndir tengd- ar konum og hlutverki kvenna virðast einnig vera hamlandi. Skortur á aðgangi kvenna að tengslanetum er einnig talinn hamla framgangi þeirra í stjórn- ir og æðstu stjórnunarstörf. Þær skortir sýnileika og tækifæri til að byggja upp það traust sem til þarf. Inntökuskilyrði virðast jafnframt vera þröng og einsleit og til þess fallin að viðhalda ákveðnum hefðum og gildum í stað þess að auka hæfni stjórnar eða skilvirkni. Ákveðin áhætta virðist fylgja því að ráða konur þar sem menn vita hvað þeir hafa en ekki hvað þeir fá og vilja ekki rugga bátnum. Sex tillögur til úrbóta Nefndin lagði fram sex tillögur að aðgerðum sem miða að því að efla fyrirtæki og atvinnulíf með því að fjölga konum í stjórn: 1) Efla og halda áfram umræðu um þekkingaröflun. 2) Að birta reglulega lista með upplýsingum um fjölda og hlutfall kvenna í stjórnum. Það er lítið til af upplýsingum en bein tengsl eru milli sjáanlegra upplýsinga og ár- angurs. 3) Að efla tengsl kvenna. Það er mikilvægt fyrir konur að efla tengslin, bæði við karla og sín á milli. 4) Að víkka leitarskilyrði og sjón- deildarhring við skipanir í stjórn- ir. Þeir sem skipa í stjórnir þurfa að átta sig á að hæfni og kraftar kvenna eru til staðar. 5) Að hvetja fyrirtæki til að setja konur á dagskrá. Það er ekki nóg að bíða eftir að eitthvað gerast. Það þarf að búa til umhverfi sem styður við og leitast við að nýta hæfni beggja kynja og þannig náum við fleiri í toppstöður. 6) Að fá karlmenn í áhrifastöðum til að gera málið að sínu. Þeir þurfa að átta sig á að þetta er ekki kvennamálefni heldur hagkerfis- ins og viðskiptalífsins. Lagasetning ekki spennandi kostur Nefndarmenn voru sammála um að lagasetning væri ekki leið- in sem ætti að fara og hættan væri sú að tvær stjórnir verði til – alvöru stjórnin og opinbera stjórnin. Þau leggja áherslu á að raunveruleg hugarfarsbreyting eigi sér stað. Þetta er í takt við vilja aðila af báðum kynjum sem leitað var til við öflun gagnanna. Þeir voru í flestum tilfellum á móti lagasetningum þótt þess viðhorfs hafi gætt sums staðar að viðhorfsbreyting verði ekki nema einhverjum þvingunum sé beitt. Það er sameiginleg skoðun þeirra Valgerðar, Þórs og Þórönnu að Ísland hafi alla burði til að vera í forystu á þessu sviði sem öðrum. Þau eru bjartsýn um að ástandið muni batna sé rétt haldið á spilun- um. Kenning Þórönnu er að við höfum sofnað á verðinum, við höfum talið okkur vera framar- lega í baráttunni og því brugðið illa við þegar tölur sýndu annað. Þór segist hafa trú á því að nú- tímastjórnendur svara kalli mark- aðarins og markaðurinn kalli á konur. Þannig muni hinn frjálsi markaður leiðrétta þessa skekkju sjálfur. - hhs 16. september 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Konur á dagskrá ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR, VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR OG ÞÓR SIGFÚSSON KYNNTU EFNI SKÝRSLUNNAR Fjölgun kvenna í stjórnum eykur tækifæri íslenskra fyrirtækja til að bæta árangur sinn með því að nýta betur mannauð sinn og þá þekkingu og reynslu sem í konum býr. Á Íslandi hafa konur veri› í meirihluta í háskólanámi í 21 ár. fia› lei›ir a› öllum líkum til fless a› menntunarstig kvenna ver›i hærra en karla í náinni framtí›. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.