Fréttablaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 26
6 ATVINNA 16. október 2005 SUNNUDAGUR Þroskaþjálfar veita fötluðu fólki á öllum aldri fjöl- breytilega þjónustu og ráð- gjöf hvar sem er í samfé- laginu. Tilgangurinn er að styðja við samfélagsþátt- töku fatlað fólks og gæta jafnréttis þeirra og lífs- gæða á við aðra þegna þjóð- félagsins. Þroskaþjálfar hafa einnig hagnýta þekk- ingu á stefnumótun, skipu- lagi og í framkvæmd þjón- ustu. Starfið er gefandi og eru þroskaþjálfar ómissandi þáttur í lífi fatl- aðs einstaklings. Námið Þroskaþjálfanám er 90 ein- inga þriggja ára staðnám eða fjögurra ára fjarnám. Vettvangsnámið skiptist í tvö skólaár og er það samof- ið öðrum námskeiðum. Viðfangsefnin í þroska- þjálfanámi skiptast í þrjú svið; grunnnámskeið, hag- nýt fræði, þroskaþjálfa- fræði og vettvangsnám. Strax á kjörsviðsmisseri geta nemendur sérhæft sig í starfi með börnum og ung- lingum eða í þjónustu við fullorðið fólk. Námið leitast við að gefa nemendum heildarsýn yfir hlutverk og starfsáherslur þroskaþjálfa á breytilegum vettvangi málefna fatlaðra, til dæmis einstaklingsmiðaða stoð- þjónustu í formi ráðgjafar, fræðslu, þjálfunar og um- mönnunar. Kennaraháskóli Íslands kennir B.A. nám í þroskaþjálfun. Þeir þroska- þjálfar sem hafa lokið hafa námi í Þroskaþjálfaskóla Ís- lands geta lokið fimmtán eininga námi í KHÍ til að ljúka B.A. prófi. Helstu námsgreinar Í grunnnámskeiðum er lögð áhersla á þau almennu fræðasvið sem sérfræði- starf þroskaþjálfans hvílir á. Í því skyni er fötlunar- fræði kynnt sem eitt af meginfræðasviðum þroska- þjálfa. Á sviði hagnýtra fræða er áherslan á marg- þætta starfsmiðaða þekk- ingu. Við val á efnistökum er horft til starfa þroska- þjálfa sem og meginvið- fangsefna þeirra í starfi. Sérstök áhersla er lögð á ár- angursrík samskipti við fjölskyldur og aðra sam- starfsaðila. Í sálfræði full- orðinsáranna, miðaldurs og efri ára er fjallað um þær breytingar sem tengjast æviskeiðunum og helstu áhrifaþáttum á vitrænan-, félagslegan- og tilfinninga- legan þroska, ásamt kenn- ingum um þróun persónu- leikans. Í námskeiðum sem falla undir fræðasviðið þroskaþjálfafræði og vett- vangsnám gefst nemendum kostur á að tengja og dýpka ofangreind fræðasvið við væntanlegan starfsvett- vang í ljósi starfsábyrgðar og hugmyndafræði fag- stéttarinnar í síbreytilegu samfélagi. Inntökuskilyrði Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun. Í all- mörgum námskeiðum KHÍ á síðari stigum námsins eru gerðar forkröfur. Í sérstök- um tilvikum er hægt að veita undanþágu frá for- kröfum. Í slíkum tilfellum þarf nemandi að sækja skriflega um það til for- stöðumanns námsbrautar- innar. Hvernig ver›ur ma›ur flroskafljálfi? Öskjuhlíðaskóli er barnaskóli fyrir nemendur með sérþarfir. KÓPAVOGSBÆR Hefur þú áhuga á gefandi starfi? • Félagsþjónustan í Kópavogi óskar eftir að ráða jákvæða og hugmyndaríka starfsmenn í hlutastarf til að starfa með 14 og 16 ára fötluðum drengjum, einn til fimm eftirmiðdaga í viku. Reynsla af starfi með fötluðum er æskileg. Leitað er að einstaklingum með frumkvæði sem geta starfað sjálfstætt. Einnig er mikilvægt að viðkomandi hafi áhuga og ánægju af mann- legum samskiptum. Allar nánari upplýsingar veitir Dagný Björk Pjeturs- dóttir á mánudögum og fimmtudögum í síma 570-1400. Netfang: dagny@kopavogur.is Fjölbreytt og gefandi starf Hefur þú áhuga á að vinna með skemmtilegasta fólki í heimi. Þá ert þú að lesa rétta auglýsingu. Náttúruleikskólinn Krakkakot á Álftanesi vill bæta þér í hóp þess frábæra starfsfólks sem þar vinnur. Okkur vantar starfsfólk í eftirtalin störf: Leikskólakennara eða starfsfólk með reynslu af störfum í leikskóla. Um er að ræða tvær 100% stöður. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur Hjördís Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 565-1388 eða 692-6648. American Style er rótgróið fyrirtæki sem opnar sinn fjórða veitingastað að Bíldshöfða 14. Starfsmenn eru nú um 70. Á American Style starfar líflegur hópur fólks á öllum aldri og starfsaldur er með því hæsta sem þekkist í greininni. •Yfirmaður staðarins á kvöld- og helgarvöktum •Uppgjör •Talningar •Þrif •Góð/ur í mannlegum samskiptum •Þjónustulipurð •Jákvæðni og dugnaður •Geta unnið vel undir álagi Unnið er 2-3 kvöld í viku og aðra hverja helgi. Miðað er við að umsækjendur séu 30 ára og eldri. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. •Yfirmaður á grilli •Starfar með grillurum •Ber ábyrgð á gæðum •Þrif •Góð/ur í mannlegum samskiptum •Dugnaður •Skipulögð og öguð vinnubrögð •Geta unnið vel undir álagi •Reynsla æskileg en ekki nauðsynleg Unnið er 4 virka daga og aðra hverja helgi í vaktavinnu, samtals um 200 tímar. Starfið er krefjandi. Miðað er við að umsækjendur séu 22 ára og eldri. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. •Afgreiðsla •Matreiðsla •Þrif •Frágangur •Dugnaður •Góð ástundun •Geta unnið vel undir álagi Í fullu starfi er unnið 4 virka daga og aðra hverja helgi í vaktavinnu. Í hlutastarfi er unnið á kvöldin og um helgar skv. samkomulagi. Miðað er við að umsækjendur séu 18 ára og eldri. AÐSTOÐAR REKSTRARSTJÓRI: VAKTSTJÓRI Á GRILLI: STARFSFÓLK Í SAL OG Á GRILLI: Verksvið: Hæfniskröfur: Verksvið: Hæfniskröfur: Verksvið: Hæfniskröfur: Umsóknareyðublöð á öllum American Style stöðum og americanstyle.is Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, Herwig s: 533-1048 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi Tækifæri – Þátttaka – Lífsgæði Óskum eftir að ráða Forstöðuþroskaþjálfa/forstöðumann í búsetuþjónustu Menntunar- og hæfniskröfur: - Þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun af heilbrigðis, félags og/eða uppeldissviði - Reynsla af starfi með einstaklingum með fötlun - Reynsla af stjórnun og starfsmannamálum - Skipulögð vinnubrögð - Frumkvæði og áhugi á að takast á við ný verkefni - Góð samstarfs- og samskiptahæfni - Jákvæðni og áræðni til að starfa við metnaðarfulla þjónustu Hjá Svæðisskrifstofu Suðurlands er forstöðumönnum boð- ið upp á handleiðslu og ráðgjöf og áhersla lögð á mark- visst samstarf milli þjónustueininga. Þar er unnið metnað- arfullt þróunarstarf við mótun þjónustu við fatlað fólk, með kjörorðin efling sjálfstæðis og aukin lífsgæði að leiðarljósi. Um er að ræða heimili að Álftarima 2 á Selfossi en haustið 2006 er ráðgert að þjónustan flytjist í nýtt húsnæði í Hveragerði. Umsóknarfrestur er til 31.október n.k. Um kjör fer skv. kjarasamningum Fjármálaráðuneytis og ÞÍ eða SFR. Nánari upplýsingar veita Sandra D. Gunnarsdóttir starfsmanna- stjóri, netfang sandra@smfs.is og Ragnheiður Hergeirsdóttir framkvæmdastjóri, netfang ragnheidur@smfs.is og í síma 482-1922. Sjá einnig heimasíðu www.smfs.is. Umsóknir skulu sendar á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Suðurlandi, Gagnheiði 40, 800 Selfoss, merktar Forstöðumaður – Búseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.