Tíminn - 07.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 7. nóvember 1975. Flensborgardeilan Svar ,.úr héraði" Þess hefur nokkuð gætt, að fólk geri sér ekki fulla grein fyrir þvi, um hvað „Flens- borgardeilan” svonefnda stóð — né heldur hver hafi um sinn orð- ið lok þeirrar deilu. Þvi þykir okkur, kennurum við Flens- borgarskóla, rétt að taka fram eftirfarandi: Ðeilan stendur framar öllu um viðurkenningu á „fjöl- brautaskólanum”. I mjög stór- um dráttum má segja, að fjöl- brautaskóli starfi á sama grundvelli og menntaskóli, þó með þeirri breytingu, að i fjöl- brautaskóla geta nemendur valið sér ákveðnar verklegar greinar, auk bóklegra. Auk stódentsprófs geta nemendur brautskráðst eftir skemmri námsbraut. Fyrr á þessu ári var Flens- borgarskóla formlega breytt i fjölbrautaskóla. í siðari hluta júlimánaðar voru fyrstu fjöl- brautaskólakennararnir settir I stöður við Flensborgarskóla frá og með 1. sept. Gerðar voru sömu kröfur til menntunar og gerðar eru til menntaskóla- kennara. Endursaidir útreikningar Nú gerist það, að skipa á þessum kennurum i launa- flokka, að ágreiningur ris. Menntamálaráðuneytið hafði fyrir sina parta þegar skipað þessum kennurum i launaflokka samkvæmt samningi FM, Fé- lags menntaskólakennara. Fjármálaráðuneytið neitaði hins vegar að viðurkenna þá niðurröðun, sendi alla þessa út- reikninga til baka og krafðist þess, að þessir kennar- ar fengju laun samkvæmt samningi LSFK og FHK, þ.e. Landsambands framhalds- skólakennara og Félags há- skólamenntaðra kennara. Og hvað gerist? Menntamálaráðu- neytið lætur sig hafa það að éta ofan I sig sinn eigin úrskurð og reikna út upp á nýtt launin sam- kvæmt kokkabókum fjármála- ráðuneytisins. Fjármálaráðuneytinu hafði þannig tekizt að hunza yfirlýst- an vilja þriggja stéttarfélaga : A fundi um þetta mál 13. ágúst stóð fulltrúi fjármálaráðu- neytisins einn uppi gegn deild- arstjóra menntamálaráðu- neytisins, forstöðumönnum fjöl- brautaskólanna beggja og fulltrúum LSFK, FHK og FM. Menntamálaráðherra hlýtur þvl að hafa verið fullkunnugt um þann ágreining, sem upp var kominn, enda reit hann fjár- málaráðuneytinu bréf og itrek- aði afstöðu ráðuneytis sins, — enda þótt hann virðist, sam- kvæmt viðtali við Morgunblað- ið, telja það eðlilegt og sjálf- sagt, að hann sé ekki virtur svars i tvo mánuði. Reynt að múta kennurum Eftir þenna umrædda fund taldi skólameistari Flensborg- ar.aðmáliðværiúr sögunni.En á kennarafundi i byrjun skóla- árs kom i ljós, að fjármálaráðu- neytið hafði ekki greitt laun samkvæmt samningi sinum við FM. Kom þá sterklega til álita hvort grfpa ætti til aðgeröa af hálfu kennara. Skólameistari fór hins vegar fram á það, aö ekki kæmi til vinnustöðvunar, heldur yrði sér gefinn timi til mánaöamóta sept. okt. að leysa þetta mál eftir eigin leiðum. Þegar sýnt var, að tilraunir skólameistara höföu ekki borið árangur og fjármálaráðuneytið sat fast við sinn keip, töldu kennarar sig nauöbeygöa til að taka til sinna ráða og lögðu niöur vinnu 7. október. Þann sama dag átti skólameistari fund með fjármálaráöherra og mennta- málaráðherra. Siöar um daginn flutti skólameistari kennurum þau boð fjármála- ráðherra, að hann æskti þess, að kennsla hæfist á ný, og skyldi hann þá sjá til þess, ,,að málið kæmist á skrið”. Enn fremur benti hann kennurum Flens- borgar á það, að þar sem þeir væru allir bóknámskennarar, gætu þeir vænzt þess að fá leið- rétting sinna mála. Þetta gátu téöir kennarar ekki skilið nema á einn veg: Ætlunin var að múta þeim til þess að svikja verk- námskennara i Flensborg og Breiöholti — og láta þannig fyrir róða grundvallarhugmynd fjöl- brautaskólans um jafngildi bók- náms og verknáms. Verkfallsréttur viðurkenndur Næst gerist það, að fulltrúi fjármálaráðuneytisins æskir eftir fundi um þessi mál við stjórn FM. Formaður félagsins neitaði hins vegar þeim fundi, nema fulltrúar Flensborgar- kennara sætu hann lika, og féllst fjármálaráðuneytið á það. Rætt var almennt um stöðu verk- námskennara við fjölbrauta- skóla. Með öfgafullum dæmum sýndu fulltrúar fjármálaráðu- neytisins verknámskennurum örgustu fyrirlitningu og itrek- uðu þá afstöðu sina, að ekki kæmi til nokkurra mála að greiöa þeim laun samkvæmt samningi FM. Jafnframt þessu var endurtekið fyrra mútutilboð til handa bóknámskennurum. Fjármálaráðuneytið lagði siðan fram drög að yfirlýsingu. Bersýnilegur var sá vilji ráðu- neytismanna að stefna málinu til kjaranefndar, en áður skyldi FM freista þess að semja. Jafn- framt skyldu verkfallskennarar undirgangast það að láta hýru- draga sig þá þrjá daga, sem verkfallið hafði staðið. Fáum við ekki annað séð, en ráðu- neytið hafi með þeirri kröfu viðurkennt verkfallsrétt opin- berra starfsmanna i reynd. Um hvað var samið? Þessu vildu kennarar ekki una af eftirgreindum ástæðum: í ljósi reynslunnar má það full- vist telja, að kjaranefnd tæki eitthvað af fjölbrautaskóla- kennurum i þessari deilu. En hvað gæti hún af þeim tekið? Fjármálaráðuneytið býðst til að borga bóknámskennurum sam- kvæmt samningi FM. Þá stæði það eitt eftir að fórna verk- námskennurunum, en einmitt um það atriði snýst málið allt. Með þvi að undirrita slika yfir- lýsingu væru kennarar að undirrita dauðadóminn yfir fjöl- brautaskólahugmyndinni og selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Til samkomulags féllust kennarar á eftirfarandi: Að láta hýrudraga sig umrædda þrjá daga, gegn þvi að allir fjöl- brautaskólakennarar taki laun frá 1. sept. samkvæmt samningi FM og þangað til samið hefur verið um þessi mál. Felld var niður tilvitnun um að málið væri leyst á grundvelli tiltekinnar lagagreinar, þar sem sagði, að málinu skyldi skotið til kjara- nefndar ef ekki semdist. — enda telja Flensborgarkennarar sig ekkilbundna af úrskurði hennar, fari svo, að málið hafni hjá henni að lokum. Þess er rétt að geta, að áður en kennarar í Flensborg neituðu þvi að láta bæöi hýrudraga sig og fallast á úrskurö kjaranefnd- ar, höfðu þeir fullt samráð við fjölbrautaskólakennara i Breið- holti og nutu drengilegs stuðn- ings þeirra. Auk þess bárust stuðningsyfirlýsingar hvaðan- æva að. Hjáltnar Árnason llallgrímur Hróðmarsson Tryggvi Jakobsson Jón Thor Haraldsson Úr ýmsum stað TVEIR HEIMAR Jdlasögur og aðrar sögur frá ýmsum löndum. Axel Thorsteinsson þýddi. Bókaútgáfan Rökkur 1975. AREIÐANLEGA verður enginn verri maður af þvl að iesa þessar smásögur. Hugsunin i þeim er falieg, hið góða fer jafnan með sigur af hólmi, og sögurnar enda „vel”, sem kallað er, — ef til vill með cinni eða tveim undantekning- um. Hitt er annað mál, hvort stórbrotinn skáldskapur er hér á ferð. Sögurnar eru að minnsta kosti misjafnar, svo mikið er óhætt að segja. Efni hverrar sögu er fábreytt, söguþráðurinn beinn og einfaldur, „ieikfiéttur” fáar og litt flóknar, svo að les- andinn skilur fijótt, hvernig fara mjuni. Fyrsta og lengsta sagan, Tveir heimar, segir frá brezkum sveitapilti, leiguliða- syni. Móðir hans sér svo um, að þau, foreldrarnir, geti eignazt vandað heimilisbókasafn, þótt fátæk séu og uppeldið segir til sin: „Þrir á menntavegi i fjölskyldunni, hafði faðir hans sagt, ekki sem verst, þar sem pabbinn var ómenntaður sveita- piltur og mamman fiðrildi.” (bls 10) Þegar nú sonurinn Dave kemur heim að loknu námi verður hann þess vis, sem hann hafði lengi grunað hiö innra með sér, hann elskar Kathy, dóttur gósseigandans, þess hins sama, sem Dave hafði stolið eplum frá, þegar hann (Dave) var strákur og hlotið maklega, en þó milda refsingu fyrir. Það var sizt að furða þótt vesalings Dave væri dálitið óstyrkur i hnjánum, þegar hann bað um hönd dótturinnar, en gósseig- andinn var þá ekkert nema frjálslyndið og mannúðin, sagðist ekki vera neinn þorps- höfðingi lengur, til sögunnar sé komin ný höfðingjastétt, visindamenn nútimans, og þau skuli bara elskast og giftast i friði, hann, menntamaðurinn ungi og dóttir gósseigandans, sem i rauninni er ekki orðin annað en bóndi, og meira að segja ekki stórbóndi „á nútima mælikvarða”. Þannig fellur allt I ljúfa löð, i þessari sem flestum öðrum sögum bókarinnar, og vel má vera að brezkir stórbændur og gósseig- endur séu eða hafi verið svona fljótir að átta sig á breyttum aðstæðum, þótt heldur skjóti það að visu skökku við þá fast- heldni, sem löngum hefur þótt einkenna Breta ýmsum öðrum fremur. 1 þessari bók, Tveir heimar, eru nokkrar jólasögur, og er yfir þeim hugljúfur blær. Ung stúlka sem vinnur við dagblað i Axel Thorsteinsson Lundúnum, hefur glatað trúnni á tilveru jólasveinsins, það er smám saman að fyrnast yfir bernskujól hennar og þann hug- blæ sem þeim fylgdi. En svo gerist það einn góðan veðurdag, skömmu fyrir jól, að samstarfs- maður hennar á blaðinu býður henni heim til sin um jólin, en hann á heima „vestur á landi.” Hún þiggur boðið, endurheimtir jólagleði sina á ný, og það er auðvitað ekki að þvi að spyrja, að samstarfsmaðurinn, sem var svona hugulsamur, verður mað- urinn hennar. „Hann gaf mér aftur barnslundina.” Hér er lika sagt frá litilli fimm ára hnátu, sem biður guð heitt og innilega um snjó á jólunum, þvihún þykist vita, að þá muni foreldrar hennar gefa henni sleða i jólagjöf. Henni verður að ósk sinni. Á Þorláks- messu tekur til að kyngja niður snjó, og það svo rækilega, að miklar samgöngutruflanir eru fyrirsjánlegar, og þar með, að afi og amma litlu stúlkunnar muni ekki komast til þeirra um jólin, eins og þau höföu ætlað sér. Þá iðrast litla manneskjan, heldur en ekki, kjagar i snjónum til kirkjunnar, kemst inn, þótt nokkur snjór sé fyrir hurðinni,.og gerir bæn sina við altarið. Það gerði ekkert til þótt snjórinn færi, aðeins ef afi hennar og amma þyrftu ekki að hætta við að koma. — Og sjá: Það kom hláka og jólin urðu rauð eftir allt saman. En hér er fleira að lesa en jólasögur fyrir börn. Hér er lika sagan Hefnd eiginmannsins eftir Macuccio Salernitano, sem fæddist 1420 og dó árið 1500, sömuleiðis sagan Tilsögn i Amorsfræðum eftir Giovanni Florentino, sem uppi var á siðara helmingi f jórtándu aldar, og enn fremur ævintýrið, — eða ef til vill væri réttara að segja helgisagan — Urtapotturinn eftir Giovanni Boccaccio, sem var á dögum frá 1313 til 1375. Þannig er leikið á ýmsa strengi I þessari bók, allt frá jólagleði litilla barna til sjálfs Amors, ogmá ef til vill segja, að sögurnar séu helzt til mislit hjörð. Hins vegar er það svo al- gengt, að smásagnasöfn skorti þáð, sem kalla má heildarsvip, að naumast er sanngjarnt að finna bókinni það til foráttu. Prentvillur eru nokkrar i bókinni og hér og þar eru hnökrar á málinu. A bls. 58 er talað um ...tvær dyr” i staðinn fyrir tvennar dyr, og efst á bls. 60 standa þessi orð: „Sannastaö segja hafði hanahlakkað til...” (Leturbr. min — VS) Svona misfellur á að vera auðvelt að leiörétta i próförk, ef vandlega erlesið, jafnvel þótt einhver eða einhverjir sem að bókinni hafa unnið, séu ekki betur að sér i islenzkum fallbeygingum en þetta. Axel Thorsteinsson hefur verið afkastamikill þýðandi um dagana. Þessi bók Tveir heimar, er fjórða bindið af Sögusafni Rökkurs. — Ég fyrir mitt leyti tek fyrsta bindi Sögu- safnsins, þar sem meðal annars eru nokkrar ágætar sögur eftir Jack London, fram yfir þessa bók, sem nú kemur fyrir almanna sjónir, en það er vita- skuld aðeins persónulegt mat, og auk þess höfða bækurnar ekki til sams konar lesenda. Flestar sögurnar i Tveim heimum eru góð lesning börnum og unglingum, þær sverja sig I ætt við það sem við lásum fyrir fjörutiu árum, eða svo, — áður en bvssan og „bófahasarinn” urðu svo að segja fastur liður I leikjum islenzkra barna. —VS ■ JSJWIV Frægustu ballettdansarar Sovétrikjanna koma frami kvikmyndinni Ballettkvikmynd um „Önnu Kareninu" I tilefni 58 ára afmælis október- byltingarinnar efnir félagið MÍR, Menningartengsl Islands og Ráð- stjórnarrikjanna, til kvikmynda- sýningar i Austurbæjarbíói laugardaginn 8. nóvember kl. 14. Sýnd verður ný, sovézk ballett- kvikmynd, „Anna Karenina”, byggð á samnefndri skáldsögu eft ir Leo Tolstoj. Margir kunnustu listdansarar Sovétrikjanna koma fram i myndinni. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingunni I Austurbæjarbiói er ókeypis og öllum heimill. Einnig að sýningu, sem komið hefur ver- ið upp i MlR-salnum, Laugavegi 178, en þar eru sýndar eftir- prentanir veggspjalda. Sýningin i MIR-salnum er opin fimmtudag 6. nóv. kl. 18-20, laugardag 8. nóv. kl. 16-18 og sunnudag 9. nóv. kl. 14-16.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.