Tíminn - 07.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 7. nóvember Í975. RIKIÐ EIGI YFIRRÁÐARÉTT YFIR JARÐHITA Á HÁHITASVÆÐUNUM MÓ—Reykjavík. — Á fundi neðri- deiidar í gær mælti Gils Guð- mundsson fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Jóni Skafta- syni, Benedikt Gröndal, og Magnúsi T. Ólafssyni um breyt- ingu á orkulögum. Urðu miklar umræður um frumvarpið, en samhljóða frumvarp hefur legið fyrir fjórum þingum. Upphaflega var það flutt sem stjórnarfrum- varp. Lagöi framsögumaður áherzlu á að nú yrði þetta frumvarp af- greitt, svo i ljós kæmi afstaöa þingmanna i þessu veigamikla máli. Með frumvarpinu kvað hann gert ráð fyrir þeirri megin- breytingu frá núgildandi lögum, að á háhitasvæðum eigi rikið allan rétt til umráða og hag- nýtingar á jarðhita. Sagði flutningsmaður, að með jarðhitasvæði er i frumvarpinu átt við uppstreymissvæði frá rennsliskerfi heits grunnvatns. Rannsóknir hafa sýnt, að slikum svæöum má skipta i tvo flokka. Annars vegar eru lághitasvæði, sem oft einkennast af vatnsmikl- um laugum og sjóðandi hverum og eru yfirleitt á láglendi. Hins vegar eru háhitasvæði, sem einkennast af gufuaugum, leir- hverum og ummynduðu bergi. Við boranir i fimm háhitasvæði hefur fundizt yfir 200 gr. C hiti á minna en 1000 m. dýpi, og efna- rannsóknir á öðrum háhitasvæð- um benda til, að þar megi vænta svipaðs ástands. Virðist eðlilegt að miða skilgreiningu háhita- svæða við þetta ástand. Nýtanlegt varmaafl háhita- svæðanna er taliö vera um 90 af hundraði alls varmaafls jarð- hitasvæða landsins. Telja má lik- legt, að háhitasvæöin verði á næstu áratugum nýtt fyrst og fremst til stóriðju, raforkuvinnslu og hitaveitu i þéttbýli. Slik nýting yrði ekki á færi einstaklinga, heldur i höndum rikis, sveitar- félaga eða stórra fyrirtækja. Meginatriði þessa frumvarps væri þvi að tryggja hagkvæma nýtingu háhitasvæðana, i þágu þjóðarheildarinnar. Eigendur Svartsengis krefjast offjár Siðan rakti flutningsmaður nokkuð gang hitaveitufram- kvæmda i Svartsengi og taldi, að þar hefðu landeigendur krafizt gifurlegra bóta fyrir landið, og sá ágreiningur, sem milli landeig- enda og stjórnar hitaveitu Suður- nesja hefði orðið, væri þess vald- andi að ekkert miðaði að lagningu hitaveitu um Suðurnes. Ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum, þá væri slíkum töfum ekki til að dreifa. En tafirnar kostuðu ibúa Suðurnesja gifurleg- ar fjárhæðir, bæði vegna mikils oliuverðs, og aö sifellt yrðu fram- kvæmdir dýrari, ef þær drægjust lengi. Að lokum sagði flutningsmað- ur: Þetta frumvarp er um það, hvort auðæfin skuli teljast eign einstaklinganna, eða þjóðar- heildarinnar, auðæfi sem hafa orðið til vegna aögerða rikisins. Það striðir á móti minni réttlætis- kennd að þetta sé eign einstakl- inganna. Ólafur G. Einarsson talaði næstur og taldi frumv. stefna út á hættulega braut ef samþykkt yröi. Taldi hann fylgi við það hafa minnkað eftir þvi sem menn kynntu sér efni þess meira. Taldi hann ekkert óeðlilegt, þótt menn hefðu átt fasteign um áraraðir, án þess að nýta hana, en siðar kæmu þeir timar að hag- kvæmt reyndist að taka hana til notkunar. Einnig taldi hann engin rök hafa verið færð fyrir þvi að þessi lagasetning yrði til þess að hitaorka yrði virkjuð á þjóðhags- legan hátt. Mótmælti ræðumaður þvi, að tafir hefðu orðið á framkvæmd- um við Svartsengi vegna hárra bótakrafna landeigenda, heldur væri tæknilegum undirbúningi verksins ekki lokið. Þá sagði ræðumaður, að nú væri gerðardómur að störfum um bætur til landeigenda fyrir hita- réttindin, en samið hefði verið um allt nema verðið. Lyki þessi gerðardómur væntanlega störf- um siðar i þessum mánuði. Þá taldi ræðumaður frumvarp- ið brjóta I bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar, og ekki væri hægt að taka eign af mönnum án þess að bæta að fullu. Ekki má braska með hitaréttindi Ingvar Glslason taldi frum- varpið gallað og 1 þvi fælust þjóð- nýtingaráform. Hins vegar kvað ORKUSTOFNUN Jorðhitadeild hann nauðsynlegt, að ekki væri braskað með hitaréttindin, og finna yrði leiðir til að koma i veg fyrir það. Þess krefðist al- menningsheill. Slikt væri hægt aö gera á annan hátt en lagt væri til i þessu frumvarpi. Það væri hægt að gera á tvenn- an hátt. í fyrsta lagi að beita venjulegum eignarnámsheimild- um, en i öðru lagi að Alþingi setji reglur um sölu á jarðhitaréttind- um. Það væri ólikt betra, en gert væri ráð fyrir i þessu frumvarpi. Hvatti þingmaður aðra þing- menn til að kynna sér efni frum- varpsins vel. Bcnedikt Gröndal talaði næstur og lýsti stuðningi Alþýðuflokksins við frumvarpið og Gils Guð- mundsson talaði öðru sinni og sagöi, aö ræða ólafs G. Einars- sonar, væri sú mesta afturhalds- ræða, sem flutt hefði verið i þing- inu sl. 70 ár. Kvað hann undarlegt, að ólafur G. Einarsson talaði máli braskar- anna i stað þess að tala máli Hitaveitu Suðurnesja, en i stjórn hennar hefði hann verið frá upp- hafi. Óeðlilegt,að einstakling- ar stórauðgist án þess að hafa lagt neitt að mörk- um Jón Skaftason gerði grein fyrir hvers vegna hann hefði staðið að flutningi þessa frumvarps. Til þess lægju tvær ástæður. Jarðhiti væri mjög sérstök eign, og gæti legið undir löndum margra aðila. Siðan færi það eftir þvi hvar rikiö réðist i að bora hvar verðmætin kæmu upp á yfir borð jarðar. Væri mjög óeðlilegt, að eigandi þessarar sérstöku jarðar yrði allt i einu stórauðug- ur, án þess að hafa gert nokkuð sjálfur. Væri þaö öndvert hans grundvallarskoðunum að verð- mæti djúpt undir jarðvegsyfir- borði, væri eign einstakra manna. Einnig taldi þingmaðurinn, að erfitt væri að beita áætlunar- búskap við notkun hitans til hags- bóta fyrir allan landslýð, væri hann eign einstaklinga. Og jarð- hita á háhitasvæðum væri ekki nema á færi opinberra aðila að nýta. Þá sagði Jón Skaftason að fjöl- mörg dæmi væru um að takmarkaður væri eignarréttur manna, en stjórnarskráin verndaði þá gegn þvi að réttur væri á þeim brotinn án bóta. Að lokum ræddi þingmaðurinn um tafir á framkvæmdum við hitaveitu Suðurnesja, og taldi að þær hefðu ekki enn orðið umtals- verðar vegna deilunnar við land- eigendur. Hins vegar væri ekki ljóst hvaö gerðist, ef annar hvor aðilinn, eða jafnvel báðir, segðu sig frá niðurstöðum gerðardóms. Þá gæti komið til seinkunar á framkvæmdum. Þekkt og líkleg hóhitasvæði d Islandi Reykjonesi ÁFANGASKÝRSLA UM BESSASTAÐAÁR- VIRKJUN TILBÚIN í LOK JANÚAR Nýlega svaraði iðnaðarráð- herra fyrirspurn frá Helga F. Seljan um virkjunarrannsóknir á Fljótsdalshéraði. Fyrri liður fyrirspurnarinnar var þannig: Hvenær er niöurstaðna að vænta af rannsókn þeirri á virkj- un Bessastaðaár, sem fram hefur farið, þannig að fullnaðarákvörð- un um virkjun megi taka? 1 svari iðnaðarráðherra kom m.a. fram að s.l. vor hófust margs konar rannsóknir til undir- búnings virkjunar Bessastaðaár. Vinna við þessar rannsóknir hófst i byrjun júni og stóð fram i byrjun október. Var á þeim tima mælt fyrir stiflum við þau miðlunarlón, sem þarna þarf að gera, auk þess sem undirstöður stiflnanna voru kannaðar. Gerð var könnun á efnisnámum vegna töku fylliefna i stiflur og tekin efnissýni úr þess- um námum. Boraöar voru tvær 200 m djúpar rannsóknarborholur til könnunar á gerð og þykkt berglaga i Valþjófsstaðahlið og byrjað var á þriðju holunni uppi á heiðarbrúninni, en þeirri holu varð ekki lokið. Niðri i Fljótsdal var mælt og borað á þeim stöðum, sem heppilegast var talið að grafa frárennslisskurði frá virkjuninni. Haldið var áfram mælingum á rennsli fallvatna á þessu svæði. 1 sumar var einnig unnið að könnun á lifriki virkjunarsvæðisins. Gerð var yfirlitskönnun á svæðinu sem heild og auk þess sérstök könnun á lifriki vatna á heiðinni og gróðurfari þeirra svæða, sem fyrirhugað er að fari undir vatn við gerð miðlunarlóna. Siðást- töldu rannsóknirnar voru unnar af Rannsóknarstofnun Land- búnaðarins, Orkustofnun og Náttúrugripasafninu á Neskaup- stað, sem einnig haföi umsjón með þessum hluta rannsóknanna. Nú stendur yfir úrvinnsla þeirra gagna, sem aflað hefur verið i sumar, og má gera ráð fyrir að meginniðurstöður af hönnun virkjunarinnar liggi fyrir i áfangaskýrslu, sem gerð verður ilok janúarmánaðar n.k. Verður i þeirri skýrslu kostnaðaráætlun fyrir virkjunina og mat á hag- kvæmni hennar almennt. Fullnaðarúrvinnslu þeirra gagna, sem fyrir liggja, mun væntanlega verða lokið siðla vetrar. Með tilliti til þessa mætti þá vænta fullnaðarákvörðunar um virkjunina. Seinni liður fyrirspurnarinnar var hvort rétt sé, að Sviss Alu- minium eða aðrir erlendir aðilar hafi átt einhverja aðiid að rann- sókninni, eða hvort uppi væru áform um slika aðild hvað snerti frekari rannsókn eöa fram- kvæmdir varðandi hugsanlega stórvirkjun þar eystra? Svar iðnaðarráðherra: Engir erlendir aðilar hafa starfað að undirbúningsrann- sóknum að Bessastaðaárvirkjun. Hins vegar fóru fulltrúar Sviss Aluminium þess á leit við við- ræðunefnd um orkufrekan iðnað, að fyrirtækið mætti senda verk- fræðinga til landsins til að kynna_ sér virkjunaraðstæður á Austur- landi. Varð nefndin við þeim til- mælum, og komu 2 verkfræðingar hingað til lands i ágústmánuði s.l. Þeir fóru um hugsanlegt virkjunarsvæði i fylgd með is- lenzkum verkfræðingum, sem kynntu þeim helztu niðurstööur þeirra rannsókna, sem Orku- stofnun hafði framkvæmt á svæð- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.