Tíminn - 07.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.11.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. nóvember 1975. TÍMINN 11 Bærinn Paimpol á Bretónaskaga — þaðan voru margar af frönsku skútunum, sem fiskuöu hér við land. - Karl Sigurðsson: PER ESPERANTO - Aðalstöðvar alþjóðasam- bands esperantista, U.E.A. eru i Hollandi. Þar á sambandið sitt eigið húsnæði, og þar er meðal annars árbókin gefin út. í ár- bókinni eru ýmsar upplýsingar um starfsemina, og þar er listi yfir 3463 fulltrúa i 65 þjóðlönd- um. Flestir eru fulltrúarnir i Frakklandi, þar eru þeir 341, næst koma Bandarikin með 282 fulltrúa. Hlutverk fulltrúa þess- ara er að veita upplýsingar um eitthvert ákveðið efni, er þeir hafa sjálfir valið og eru þeir ekki skyldir til að svara öðru en þvi er þetta efni varðar. Efni það, er fulltrúarnir veita upplýsingar um, verða þeir að þekkja sæmilega vel, til dæmis blaðamaður veitir upplýsingar um blaðamensku, eða blöð, lög- fræðingur um lögfræðilegt efni, kennari um kennslustörf, eða það sem kennslu eða skóla varðar, og bókavörður um bókasöfn. Fulltrúastarfið er ólaunað og upplýsingar þarf ekki að greiða, en senda skal sá, er upplýsinga óskar, alþjóða- svarfrimerki, svo sá er upplýsingar veitir, geti sent svarið sér að kostnaðarlausu. Einnig verður upplýsinga- beiðandinn að senda með bréfi sinu félagsmerki • til sönnunar þvi, að hann sé skuldlaus félagi i U.E.A. Ef upplýsingar vantar um eitthvað á stað, þar sem fulltrúi frá U.E.A. er ekki, má reyna að skrifa til bréfaskipta- þjónustu U.E.A. þvi á skrá hjá henni geta verið menn á viðkomandi svæði. Og þannig var það, að þegar ég, i gegnum bréfaþjónustu U.E.A. óskaði eftir pennavini i Paimpol, komst ég i samband við Guillou Sylvestre. Paimpol er bær á Bretóna- skaga. Þaðan munu mjög mörg af þeim frönsku fiskiskipum, sem hér stunduðu veiðar, hafa komið. Mér lék forvitni á að vita hvort Paimpolbúar myndu enn eftir fyrri viðskiptum sinum við islendinga, og skrifaði þvi nokkrar frásagnir er ég hafði undir höndum, þar á meðal að i alþingisbók 1720-1730 væri getið um franskt skip, sem strandað hefði hér við land. Svarbréf G. Sylvestre fer hér á eftir og skýrir sig sjálft. í öðru bréfi til min sgir G. Sylvestre, að fyrstu siglingar milli Paimpol og Is- landsins séu eldri en frá 1720. Það sé sögulega sannað. Á korti frá Abdejo de Beauport (Klaustrinu i Beauport) i Kérely við Paimpol, frá árinu 1514 er minnzt á að sjómenn frá Paimpol og Bréhal veiði þorsk við tsland. Guillou Sylvestre Le Gavel Kerety 22500 Paimpol Paimpol la23 an 3. ’7E Kæriesperantisti Með skilum fékk ég bréf þitt frá 1.3. 75. Ég er dálitið seinn að svara,þvibréfþitt var mjög at- hyglisvert fyrir Paimpolbúa. Ég þýddi það á frönsku fyrir vikublaðið i Paimpol, og þar birtist það i siðustu viku. Upplýsingum mun ég safna hjá gömlum mönnum, sem fiskuðu við ísland, eða hjá fólki, sem hlustaði áfrásagnir þeirra. 1 stuttu máli vekja áhuga fólks á þessum þætti i sögu Paimpol. Sennilega gæti efni þetta lað- að unglingana, og hugsanlega gætu þeir undirbúið einskonar sýningu með frásögnum, myndum og hlutum. Ég bý þá undir að aðstoða við að þýða þann hluta, sem sendur yrði til íslands. Málið hefði meira gildi, ef þú á sama hátt hefðir sam- band við skóla á Islandi, er vildi hafa bréfaskipti og skiptast á upplýsingum við skólann i Paimpol. Þú yröir þýöandinn 1 Reykjavik, en ég i Paimpol. Þetta yrði raunhæf notkun á -eperanto, og myndi ef til vill laða fólk til að læra málið. í Paimpol muna menn ennþá vel eftir timabili Islandsveiðanna, þótt hinir fyrri fiskimenn séu af skiljanlegum ástæöum flestir dánir, en fólk hefur heyrt um þessa tima, og margs er að minnast. Strato de Islandais = Gata Is- landsfaranna, er örnefni i Paimpol. Kruco de la vidvinoj = ekknakrossinn. Á hæð við Paimpol stóðu konur þær, sem menn sina áttu á skipum, sem ó- komin voru frá íslandi, og horfðu til hafs, hvort ekki sæist segl við hafsbrún. Þar var ekknakrossinn reistur. 1 kirkju- garði i nánd við Paimpol er múr, des disparus = veggur hinna horfnu, þeirra sem dóu við ísland, það er langur listi yfir skip og menn, sem hurfu við tsland. Þú hefur eflaust heyrt um rannsóknarskipið „Pour- qui pas”, sem fórst skammt frá Reykjavik. Stór hluti skip- verja voru Bretónar og af svæð- inu við Paimpol. Skipstjórinn Le Conial, og sennilega Conidec, sá eini sem komst af, var frá Paimpol. I mörgum fjölskyldum voru sjómenn, sem stunduðu veiðar á íslandsmiðum. Franski rithöf- undurinn Pierre Loti samdi skáldsögur, er lýstu lifi þeirra. Ein þeirra er ,,Á tslandsmið- um”. Til er einnig alþekkt kvæði, sem heitir „Stúlkan frá Paim- pol”. Efni þess er, að stúlka hugsar til unnusta sina, fiski- manns við tsland. Eftir að greinin birtist, var hringt til min. Sá sem hringdi var maður að nafni Ives Leroux, sem býr skammt frá mér og ég eitt sinn var kunnugur. Leroux var sem barn með föður sinum á skipi við tsland. Skipið hét Aurora. 20. febrúar 1912 strand- aði það við suðausturströnd ts- lands. Skipverjar, 28 að tölu, björguðust allir. Hrærður sagði hann mér frá þessum atburðum i lifi sinu og hjálpsemi íslend- inga, sem meðal annars sváfu i heyi, svo þeir gætu léö strand- mönnum rúm sin. Hann sagði mér frá lest 70 hesta og ferð til Reykjavikur, sem tók 3 vikur. Norskt flutningaskip flutti strandmennina til Bretlands, og þaðan komust þeir til Frakk- lands. A skipinu voru meira en 100 strandmenn, aðbúnaður þeirra i lest hins norska skips var afar slæmur, og hitinn var -r 10. Þegar til Bretlands kom, urðu þeir að sofa i göngum hótelanna. Um þetta leyti fórst stórskipið Titanic. Björgun Auroru og flutningi á strand- mönnum til Reykjavikur var stjórnað af séra Jóhannesson, sem dó fyrir nokkrum árum, en dætur hans þrjár búa sennilega enn á Ránargötu 14, i Reykja- vik. Viltu vera svo vinsamlegur að láta Filippu, Mattheu og Guðrúnu vita, að frú Leroux er veik og liggur i rúminu, henni liður illa. Hr. Leroux er hress og sér um heimilið. Bæði senda þau hjartans kveðjur og þakkir til systranna. Matthea, sem um getur i bréf- inu, býr enn á Ránargötu 14. Hún sagðist muna eftir þvi, þeg- ar fyrsti strandmaðurinn kom heim að Sandfelli, þar sem faðir hennar, Jón Jóhannesson, var prestur. I Oræfum urðu strand- mennirnir veðurtepptir i nokkra daga, en héldu svo af stað til Reykjavikur. Á Kirkjubæjar- klaustri sameinuðust þeir öðrum hópi strandmanna af skipi, sem strandað hafði i nánd við Skaftárós. Var sá hópur á- lika fjölmennur, og skýrist þá það sem Ives Leroux segir um lest 70 hesta. Milli föður Mattheu og strandmanna hélzt bréfasamband, og eftir að hann dó, hélzt samband á milii Leroux fjölskyldunnar og dætra hans. Með næsta bréfi G. Sylvestre kom svo bréf frá Y. Leroux. Pennavinur minn þýddi það af frönsku og á esperanto, en ég af esperanto á islenzku. Þar lýsir Leroux viðtökum sem hann fékk á bæ á leið sinni til Reykjavikur. Hann nefnir bæinn Dyrhólaey, og getur vel verið að þar sé um Dyrhóla að ræða. Þó er það ekki öruggt. Dyrhólaey er mjög vel þekkt kennileiti af öllum sjófar- endum, og um annan bæ getur verið að ræöa i nánd við Dyr- hólaey. Þýðing min á bréfi Leroux fer hér á eftir: Yves Leroux, Kérety Paimpol Herra minn. Ég vil láta fjölskylduna i Dyr- hólaey vita, að ég hef ekki gleymt hinum þægilegu og hjartanlegu móttökum, sem ég fékk, er ég fór þar hjá vegna strands Auroru 1912. Húsmóðir- in og dóttir hennar komu til ferðamannahópsins og buðu mér heima. Þar semég var ekki nægilega vel og hlýlega klædd- ur, gáfu þær mér jakka og vettlinga til skjóls fyrir kuldan- um. Hjá þessari fjölskyldu drakk ég minn fyrsta bolla af mjólkursúkkulaði. Ef ég man rétt, þá var sonurinn á heim- ilinu einn af fylgdarmönnunum tilReykjavikur. Ég man enn vel þessa atburði á íslandi, þótt lið- in séu 63 ár siðan þeir gerðust. Svo þakka ég enn á ný gest- risni og hjartagæzku íslend- inga. Yves Leroux, á þeim tima nýliði á segl- skipinu Aurora frá Paimpol sem strandaði i febrúar 1912 á Suðaustur- strönd Islands. Ef einhver af þeim, sem Leroux minnist á i bréfi sinu, er enn á lifi, og les þessa orösend- ingu hans, væri mér þökk i þvi að viðkomandi hefði samband við mig. Karl Sigurðsson Kleppsvegi 120, Rvik. Ekknakrossinn stendur á nesi úti. Þangað gengu konur frönsku fiskimannanna tii þess að huga að þvl, hvort þær sæju segl við hafsbrún, er þær tók að lengja eftir skútunum af islandsmiöum. Sumar þeirra sáu aldrei segiin, sem þær þráðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.