Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 1
FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 Leiguflug—Neyðarflua HVERT SEM ER HVENÆR SEM ER ÆNGIRr Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík i Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: Í2-60-60 & 2-60-66 SILDVEIÐARNAR 2500 TONN FRAMYFIR GEIR HALLGRÍMSSON, FORSÆTISRÁÐHERRA: Engin samkomulagsdrög — Bretar opnari fyrir verndunarsjónarmiðum eftir viðræðurnar. Nýjar upplýsingar um styrkleika þorsksstofnsins fró 1972 Gsal-Reykjavik — Samkvæmt upplýsingum, sem Timinn aflaði sér hjá sjávarútvegsráðuneytinu i gær, mun afii sildveiðiflotans á siðustu vertið, hafa verið a.m.k. 2.500 tonnum meiri, en ákveðið varíupphafi vertiðar, en þá töldu fiskifræðingar að 10.000 tonn af sild væri alveg hámark. Sam- kvæmt upplýsingum sjávarút- vegsráðuneytis, veiddust hins vegar 12.500 tonn eða riflega það. 1 upphafi vertiðar var gert ráð fyrir 7.500 tonnum i hringnót og aflakvóti á skip miðaður við þá tölu. Um reknetaveiðarnar gilti annað, þar sem enginn hámarks kvóti var þar settur, en talið nær óhugsandi, að afli i reknet færi yf- ir 2.500 tonn og miðað við afla sið- ustu ára i þvi sambandi. Nokkru eftir að veiðar hófust, veiddist svo til ekkert i reknet, og kvóti hringnótarbáta hækkaður nokkuð af þeim sökum. Skömmu eftir þetta, glæddust reknetaveið- ar mjög, og samkvæmt upp- lýsingum sjávarútvegsráðu- neytisins, var afli reknetabáta um 2.500 tonn á vertiðinni. Þá má og geta þess, að 16 bátar voru kærðir fyrir brot á aflakvóta á hringnetaveiðum, og samtals veiddu þessir bátar um 800 tonn- um meira en leyfilegt var. Ólíklegt að Flugleiðir fói gjaldeyris- heimild HÖMLUR SETTAR Á INN- FLUTNING Á KEXI OG BRAUÐI M Ó— Reykjavik. — Viðskiptaráðuneytið gaf i gær út reglugerð, sem hefur það i för með sér, aö innflutningur á kexi og brauðvörum verður fram- vegis háður innflutnings- og gja ldeyrisleyf um. Hér á landi eru margir aðilar sem framleiða slikar vörur og hafa þau fyrirtæki átt i erfiðri samkeppni við innfluttar tegundir. Eru þessar vörur þvi teknar út af frilista til að styrkja þessa inniendu framleiðslu. Þá má geta þess, að á fyrstu ellefu mánuðum siðasta árs fluttum við inn kex og brauðvörur fyrir um 300 millj. kr. — sjd leiðara FJ-Reykjavik. — Það er ekki um neina niðurstöðu eða drög að samkomulagi að raÆa, sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráöherra, i viðtali við Timann i gærkvöldi að loknum landhelgisviðræðum is- lendinga og Breta. Kvaðst for- sætisráðherra ckkert vilja segja, þegar hann var spurður um það, hvort hann væri ánægður með árangur fararinnar til London eöa ekki. Ég mun skýra rikisstjórninni frá innihaldi þessara viðræðna, þegar heim kemur, sagði for- sætisráðherra, og ég reikna með að við verðum i frekara sa mbandi við Breta vegna þessa máls. — Þaö má segja, að þessar við- ræður hafi skýrt viss atriði og Bretar séu opnari fyrir verndunarsjónarmiðum eftir en áður, sagði Þórarinn Þórarins- son. formaður utanrikismála- nefndar, i viðtali við Timann i gærkvöldi. Ekki vildi Þórarinn þó fullyrða, að visindamennirnir hefðu komizt nær samkomulagi en greint var frá i Timanum i gær, engat þess, að siðan „svarta skýrslan” svonefnda kom út, hefðu viss atriði komið fram, sem sýndu ekki alveg eins dökka mynd og áður, meðal annars væri þorskstofninn 1972 nú talinn að- eins sterkari en menn hefðu þá talið. Viðræðufundur hófst klukkan hálf ellefu i gærmorgun og sátu viðræðunefndir fullskipaðar þann fund, sem stóð til klukkan að ganga eitt. Siðdegis i gær hittust þeir svo i þinghúsinu Geir Hallgrimsson og Þórarinn Þórarinsson og Harold Wilson og Callaghan. Sá fundur stóð i um hálfa klukkustund. 1 Reuters-fréttaskeyti frá London i gær var vitnað til „áreiðanlegra heimilda” brezkra um það, að á þessum fundum hefði tekizt ,,að hamra saman möguleika tillausnar”,og til þess hefði Wilson orðið að gefa veru- lega eftir varðandi hugsanlegan aflakvóta Breta. Opinber fréttatilkynning að þessum samtals 17 klukkustunda löngu viðræðum loknum lét ekk- ert uppi um gang viðræðnanna né nokkurn árangur af þeim. t skeyti Reuters-fréttastofunn- ar er það og haft eftir „áreiðan- legum heimildum” að lausn málsins velti nú á þvi, hvort Geir Hallgrimssyni takizt að fá með- ráðherra sina i islenzku rikis- stjórninni til að fallazt á ,,þær til- lögur, sem hafi komið út úr við- ræðunum”. tslenzka viðræðunefndin var væntanleg heim um miðnætti i nótt. Stefán Valgeirsson: Þorpin standa og falla með siávaraflanum ______|......... ..■> O Geislamælingar á Keflavíkurvelli — til þess að kanna, hvort þar séu kjarnorkuvopn ------> o KRAFLA: Stóra holan hrunin saman Gsal—Reykjavik. — í gærdag, þegar starfsmenn Kröfluvirkj- unar komu að Kröflu, tóku þeir eftir þvi, að stóra borhoian, sem að undanförnu hefur blásið miklum gufustrók hátt i ioft upp nieð tilheyrandi hávaða, var þögnuð og upp úr holunni liðað- ist aðeins máttlaus gufa. Að sögn Karls Ragnars, verkfræð- ings Orkustofn unar, hefur myndazt gígur við holuna, sem er u m fimmtán metrar i þvermál. Gigurinn er fullur af vatni og upp úr honum stigur allmikil gufa. Að sögn Karls, svipar þetta mjög til hvers. Karl kvað mjög trúlegt að jarðskjálftarnirá svæðinu hefðu orsakað hrun i holunni, en hún var sem kunnugt er ófóðruð. — Jarðvegsveggirnir hafa fallið saman, sagði Karl, vegna þess að þrýstingurinn i sjálfri hol- unni er minni en i jarðlögum umhverfis. Holurnar eru miklu veikari fyrir skjálftum, meðan þær eru ófóðraðar. heldur en eftir að þær hafa verið fóðraðar. Svo sem greint hefur verið frá i fréttum, sleit þessi hola af sér öll bönd i siðasta mánuði. og eftir það var augljóst, að holan yrði aldrei notuð. — Þetta var raunverulega það bezta, sem gat gerzt, sagði Karl um breytingarnar, sem urðu senni- lega i fyrrinótt, en hinn mikli hávaði frá holunni, eins og hún var, skapaði eðlilega nokkur óþægindi. fyrirþá. sem unnu við Kröflu. Karl kvað mjög litlar likur á þvi. að fóðraðar borholur hryndu saman vegna þrvstings i jarðlögum. Hann sagði, að bor- holur væru vfirleitt fóðraðar al veg niður i botn. — ófóðruðum borholum er vfirleitt ekki treyst. jafnvel þótt engir skjálftar séu, sagði Karl. — Þetta eru óneitanlega mjög merkileg tiðindi. sagði Karl. — þvi holan. eins og hún var. gal skapað veruleg óþægindi. en eins og hún er núna. eru þau nánast engin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.