Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. janúar 1976. TÍMINN 7 (itgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: J»órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðals.træti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. ý Blaðaprent If.f: Nýjar leiðir í útvegsmálum Skýrsla fiskifræðinganna um ástand fisk- stofnanna á íslandsmiðum hefur skiljanlega vak- ið mikinn ugg. Sá uggur hefur leitt til bolla- legginga um nauðsyn þess, að Islendingar minnki sókn sina á miðin. Slikt er vitaskuld ekki sársaukalaust, og það væri lika harla varhugavert, ef þess konar neyðar- ráðstafánir leiddu til atvinnuleysis i fiskibæjum okkar og sjóþorpum, er borið hafa þjóðfélagið uppi á liðnum árum. Hugurinn hlýtur þess vegna að beinast að þvi, hvort ekki er unnt að nýta veiðiskipin á annan hátt en áður, i stað þess að leggja þeim. Á kreppuárunum á milli 1930 og 1940, þegar mikil sölutregða var i veröldinni, var einmitt horfið að þvi ráði að leita nýrra leiða, þjóðfélaginu til bjargar. Þau úrræði báru stórmikinn árangur, enda þótt miklu meira kreppti að þjóðinni þá en nú, og eins ætti nú að mega snúa nauðvörn i sókn. Einstaklingar i hópi útgerðarmanna hafa vita- skuld ekki fjárhagslegt bolmagn til forgöngu á þessu sviði, en með markvissri forystu og tilstyrk stjórnarvalda hlýtur að mega hér nokkru áorka. Hömlur á óþarfa innflutning Enginn íslendingur gengur þess dulinn, við hvaða gjaldeyrisnauð við búum. Hvert einasta mannsbarn veit, að við höfum um langt skeið eytt stórlega umfram aflafé, og afleiðingin er skulda- söfnun erlendis. Margsinnis hefur verið heitið á fólk að minnast þess, hversu brýnt, er, að það kaupi fremur innlendan varning en útlendan, ef þvi verður við komið. Margsinnis hafa þau sannindi verið itrekuð, að enn er i fullu gildi hið forna spakmæli, að hollt er heima hvað. En þvi miður hefur allt of viða verið talað fyrir daufum eyrum. Hvarvetna má sjá búðir fullar af hvers konar varningi útlendum, þörfum og óþörfum, þótt völ sé á sams konar vöru innlendri, sambærilegri að verði og gæðum, og jafnvel meira en það. Og þetta er keypt — ella myndu kaup- mennirnir ekki heldur hrúga þvi i búðarhillur sinar. En út yfir allan þjófabálk tekur, þegar þetta dót er flutt inn frá þvi landi, sem farið hefur með flota sinn á hendur okkar, og stefnt óvenjulegum skara togara á hin viðkvæmustu fiskimið okkar, einmitt samtimis og gögn hafa verið lögð fram um, að þorskstofninn er i bráðri hættu vegna of- veiði. Það er fagnaðarefni, að nú hefur viðskiptamála- ráðherra tekið af skarið og hert ráðstafanir til þess að draga úr þessum þarflausa innflutningi. í gær voru nokkrar vörutegundir, sem við höfum keypt fyrir ærna fjármuni frá öðrum löndum, teknar út af frilista, og getum við þvi framvegis haft vald á þvi, hvort þær verði yfirleitt fluttar inn, eða þá hve mikið, þar eð eftirleiðis þarf gjald- eyris- og innflutningsleyfi til þess. Þessi varningur er kex, kökur og brauðvara. Mega allir skilja, hversu fráleitt er, að við verjum verulegum fjár- hæðum af naumum gjaldeyri okkar til kaupa á sliku. -JH. Úr Kristilegu dagblaði og European News: Ráðstefna í Aþenu og samvinna Balkanþjóða Horfur á samvinnu þvert yfir línur hernaðarbandalaga Heiftúðugur áróður er pest- næmur. Hann sýkir hugarfar- ið, veldur óvild og tortryggni og leiðir til óhæfuverka. Kalda striðið tók á sig mynd slikrar sýkingar. Heimurinn hefur ekki enn beðið þess bætur, er sagt var og gert undir stjörnu- merki þess. En i mörg ár hef- ur verið höfð uppi mikil við- leitni til þess að draga úr heift og viðsjám, og árangurinn hefur vissulega komið fram i mörgu. Andrúmsloftið er orðið allt annað, og nú eru riki, sem áður héldu að sér höndum, farin að þreifa fyrir sér um bætta sambúð og aukna sam- vinnu. Andi hinnar friðsam- legu sambúðar berst einnig frá landi til lands, svo er fyrir að þakka. Nú eru það Balkanþjóðir, sem eru að stiga fyrsta skrefið til samstarfs i sinum hluta álf- unnar. Tortryggni og óvild, sem þar hefur verið áberandi, er að þoka fyrir hollari við- horfum. Ráðstefna allra Balkanþjóða, að Albönum ein- um undanskildum, hófst i Aþenu á mánudaginn, og þar verður rætt um efnahagsmál. tæknimál og umhverfismál. Það er forsætisráðherra Grikklands, Konstantin Kara- manlis, sem átt hefur frum- kvæðið. Þetta er sögulegur viðburð- ur. Kýpurdeilan, er olli mikl- um sviptingum milli Grikkja og Tyrkja, varð til þess, að menn áttu yfirleitt ekki von á þvi þar til fyrir nokkrum mánuðum, að einnig þar væri klakinn i hugum manna að þiðna.En um mitt sumar voru eigi að siður stigin athyglis- verð skref i' þá átt að bæta sambúð þjóða á Balkanskaga, þrátt fyrir mismunandi stjórnarfar og ólik sjónarmið og þrátt fyrir Kýpurdeiluna. 20. ágúst i sumar skrifaði Konstantin Karamanlis þjóð- höfðingjum allra annarra rikja á þessu svæði persónu- lega bréf, þar sem hann leit- aði hófanna um það að þau hefðu með sér meiri samvinnu en verið hefur. Hann stakk upp á Balkanráðstefnu, þar sem fjallað yrði um efnahags- mál og kannaðir möguleikar á samstarfi á þvi sviði, sem og um samgöngumál, orkumál og menningarmál. Jósef Titó forseti Júgóslaviu, varð fyrstur til þess að fallast á þessa uppá- stungu griska forsætisráð- herrans. Aðeins fáum dögum siðar svaraði Tódór Zhivkoff, forsætisráðherra Búlgariu og formaður búlgarska kommúnistaflokksins, á likan' hátt. Loks birtust i rúmensk- um blöðum forsiðugreinar um bréfaskipti þeirra Karamanlis og Nikulásar Ceausescus, for- seta Rúmeniu, þar sem opin- berlega var staðfest, að rúmenskir stjórnmálamenn hefðu fallizt á hugmyndina og væntu sér góðs af henni. Aftur á móti hafnaði for- sætisráðherra Albaniu, Mehmet Shehú, uppástung- unni, enda hafa Albanir farið mjög sinar götur, en Tyrk- landsstjórn dró við sig að kveða upp úr með hver af- staða hennar er. Siðar ákváðu þeir að skerast ekki úr leik. Það er sérkennileg við- burðarás, að Kýpurdeilan, sem hafði nærfellt leitt til þess, að tvær þjóðir innan Atlantshafsbandalagsins, Tyrkir og Grikkir, gripu til vopna og hæfu styrjöld sin á milli, leiðir til þess, að Balkanþjóðir sem verið hafa á öndverðum meiði, flæktar i togstreitu stórveldanna um völd og áhrif, taka nú að ving- ast. Og það væri lika ánægju- leg framvinda. Konstantin Karamanlís Þess ber þó að gæta, þegar um þetta er rætt, að meðal Balkanþjóða hefur stefnan alltaf verið sveigjanlegri heldur en til dæmis i Mið-Evrópu þar sem eimir mjög eftir af tortryggni og þvergirðingshætti kalda striðsins. Þessarar tilhneig- ingar á Balkanskaga gætti þegar árið 1948, þegar Júgóslavar losuðu um tengsl sin við Sovétrikin og þetta for- dæmi hefur smám saman haft sin áhrif á þjóðir á þessum slóðum. i hvoru hernaðar- bandalaginu sem þær hafa verið. Þjóðir úr báðum banda- lögunum, eða forystumenn þeirra. hafa leyft sér að fara sinar götur þótt það væri ekki allsstaðar vel séð. Tyrkir sýndu til dæmis, sjálfstæði sitt, er þeir settu A-bandalag- inu stólinn fyrir dyrnar og lok- uðu herstöðvum þess. Ekkert gæti betur sannað, hvilik alvara þessum þjóðum er að standa á eigin fótum, og sjá sér sjálfar farborða, heldur en það, ef nánari og betri samvinna tekst með sósiölsku landi, annars vegar og kapitalistariki hins vegar — betri en verið hefur og vænta má um sinn milli tveggja rikja, sem búa við sams konar þjóðfélagsform. Reyndar er þetta þegar stað- reynd Miklu betur fer á með Grikkjum og Tyrkjum annars vegar og kommúnistarikjun- um hið næsta þeim á hinn bóg- inn, heldur en bandalagsþjóð- unum grisku og tyrknesku. Tortryggni og þó nokkur spenna einkennir einnig sam- búð Júgóslava og Búlgara. og eru þó þessar þjóðir báðar slavneskar og náskyldar og hafa sams konar stjórnar- form. Það er m iklu hlýrri tónn i ráðamönnum i Belgrad og Soffiu. þegar þeir eiga skipti við Tyrki Grikki, heldur en þegar þeir talast við sin á milli. Þetta er ekki nýtilkomið, heldur á sér djúpar rætur. Gamall metingur og gamlar erjur hafa sitt að segja. En at- burðir ýmsir falla fljótt i gleymsku. og þess vegna er mönnum ekki lengur ofarlega i huga, að árið 1954 undirrit- uðu Júgóslavar, Grikkir og Tyrkir Balkan-sáttmála. hernaðarlegs eðlis. Sá sátt- máli var raunar bein afleiðing af sviptingum þeirra Titós og Stalins. Hitt er annað mál. að þessi sáttmáli varð fljótlega ekki annað en dauður bókstaf- ur. og var þar likt á komið á báða bóga. Júgóslavar og Sovétmenn jöfnuðu ágreining sinn 1955, og Kýpurdeilan rak fleyg á milli Tyrkja og Grikkja. Sennilega er það einnig gleymt, að forsætisráðherra Rúmena stakk opinberlega úpp á þvi, árið 1957, að æðstu menn þjóða á Balkanskaga ræddust við. Frumkvæði hans varð þó til ónýtis. Júgóslavar. sem Rúmenar eru tengdastir hafa alltaf kosið tvihliða samninga um stjórnmálaleg efni, heldur en fjölþættari. Stælur um Makedóniu hafa aftur á móti verið fleinn i holdi Búlgara og Júgóslava. Búigarar hafa alla tið haft nánasta og bezta samvinnu við Sovétrikin. Þegar Zhivkoff lét h.já liða, i ræðu sinni á síð- asta flokksþingi búlgarska kommúnista árið 1971 að ræða um fjölþjóðasamstarf á Balkanskaga, var það talið merki þess, að Sovétrikin væru andvig slikri hugmynd. er leittgæti til þess, að meira forræði færðist i hendur ráða- manna i Belgrad og Búkarest. Albanir hafa á hinn bóginn gerzt eindregnir bandamenn Kinverja og saka Sovétrikin hástöfum um hvers konar vammir og skammir. Þeir hafa þess vegna enga samleið átt með öðrum sósiölskum rikjum á Balkanskaga og haldið sig stranglega frá öllu samblendi við þau — jafnvel ekki fengizt til þess að taka þátt i sameiginlegum tónlist- arhátiðum eða ráðstefnum um ferðamannamál og visindi. Á þessu hefur ekki orðið breyt- ing, þótt til hins betra horfi um samskipti Albana við Júgó- slava og Grikki. Upphrópanir um endurskoðunarsinna og þess háttar meinasauði eru enn svör þeirra við flestum hugmyndum. Engri furðu sætir, þótt Rúmenar tækju uppástungu Karamanlis hið bezta. Breytt afstaða Búlgara og Júgöslava var aftur á móti meiri tiðindi. Brátt kom i Ijós að Búlgarar vildu hafa hönd i bagga með og eiga aðild að þeim ákvörð- unum um samvinnu, sem teknar kunna að verða. Júgó- slavar kusu að sinu leyti frdi- ar, að Balkanþjóðirnar efldu samvinnu sin á milli smám saman i samræmi við hug- myndir Grikkja, heldur en taka stórt stökk eins og Rúmenar hafa fitjað upp á. Að sjálfsögðu á það langt i land, að Balkanþjóðirnar tengist aftur viðlika tengslum ogfyrirfjörutiu árum.og skipi sér jafnvel sameiginlega á bekk með hlutlausum þjóðum. Þess ber að minnast, að árið 1934 var gerður svonefndur Balkan-sáttmáli. En hann varð ekki til á einni svip- stundu, heldur var undanfari hans verzlunarráð Balkan- þjóða heilbrigðismálasam- band og búnaðarmálasamtök. Tollabandalag var einnig rætt. en komst ekki á vegna ágrein- ings við Búlgara. Fjórar þjóð- ir, sem stóðu að þessum gamla sáttmála: Rúmenar, Júgóslavar, Tyrkir og Grikk- ir, efndu meö sér til enn frek- ari samtaka á mörgum svið- um og voru farnar að ræða um enn fleira. Eins og nú er komið verða Tvrkir varla taldir til Balkan- þjóða. En eigi að siður eru þeir þeim mjög nákomnir. Þröskuldur er það þó i vegi. þrátt fvrir viðræður Demirels. forsætisraðherrq Tvrkja. við leiðtoga i Búlgariu og Rúmeniu. að undir niðri munu hinar sósiölsku þjóbir á Balkanskaga vera Grikkjum hlynntari i Kýpurdeilunni. þótt þess sé gætt að láta það sem minnst uppi. Þvi valda ekki fvrst og fremst endur- minningarnar um þá daga. er Tyrkir réðu löndum á Balkan- skaga. heldur andúð á þvi, að Framhald á 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.