Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN MiOvikudagur 28. janúar 1976. Einar Ágústsson utanríkisráðherra: Geislamælingar á Keflavíkur flugvelli til að kanna, hvort þar leynist kjarnorkuvopn Nokkrar umræður urðu utan dagskrár i Sameinuðu þingi í gær vegna fyrir- spurnar Gils Guðmunds- sonar (Ab) um staðhæfingar þess efnis, að kjarnorkuvopn væru geymd á Keflavikurflug- velli. í svari Einars Ágústssonar utanríkis- ráöherra kom fram, að engin kjarnorkuvopn væri að finna á Keflavikurflug- velli, enda hefði það verið yfirlýst stefna islenzkra stjórnvalda, að slík vopn væru ekki staðsett þar. ,,Til þess hinsvegar að gera tilraun til þess að kveða þennan oröróm niður i eitt skipti fyrir öll er ég að láta athuga hvort Geisla- varnir rikisins éða aörir islenzkir visindamenn um kjarnorkuefni geti með geislamælingum gengið úr skugga um þetta,” sagði utan- rikisráðherra. „Öruggasta leiðin að losa sig við herinn" Sem i'yrr segir, kvaddi Gils Guömundsson sér hljóðs utan dagskrár um þetta mál. Gerði hann að umtalsefni blaðafréttir, sem birzt hafa undanfarna daga, einkum I tveimur blöðum, Þjóðviljanum og Dagblaðinu, þess efnis, að kjarn- Einar Agústsson orkuvopn væru staðsett á Kefla- vikurflugvelli, en bæði þessi blöð hafa vitnað i erlend timarit máli sinu til stuðnings. Gils Guð- mundsson sagðist vilja fá svör við þvi, hvort það væri ekki tvimæla- laust gegn vilja og vitundar stjórnvalda, ef kjarnorkuvopn væru til staðar á Keflavikurflug- velli. Þá spurðist hann fyrir um það, hvernig eftirliti islenzkra aðila væri háttað á Keflavikur- flugvelli, og loks spurðist hann fyrirum það hvernig rikisstjórnin hygðist bregðast við i þessu máli. Gils Guðmundsson sagði það vera sina skoðun, að eina örugga leiðin til að koma i veg fyrir staðsetn- ingu kjarnorkuvopna hérlendis væri sú að losa sig við herinn. Ekki sannfærandi röksemdafærsla Einar Ágústsson utaniikis- ráðherrasagði m.a. i svari sinu: ,,Við og við hefur gosið upp sá kvittur að varnarliðið á Kefla- vikurflugvelli hefði undir höndum kjarnorkuvopn. Sl. daga hefur nokkuð verið ritað um þetta i blöðum. Er þar byggt á upp- lýsingum eftir bandariskan greinarhöfund, Barry Schneider að nafni. t viðtali viþ Dagblaðið, sem birt var föstudaginn 23. þ.m. segir hann sig hafa gert kort, og merkt inná það alla þá staði i heiminum, er hann taldi liKlega geymslustaði slikra vopna þ.á.m. tsland. Hafi hann sýnt kort þetta nokkrum bandariskum þing- mönnum. og hafi þeir ekki hreyft neinum athugasemdum. Dregur hann svo þá ályktun af þessu að „rnörg sterk rök hnigi að þvi að hér væru kjarnorkuvopn”. Þessi röksemdafærsla er ekki sannfærandi, enda er utanrikis- ráðuneytinu kunnugt um að hér hafa aldrei verið geymd kjarn- orkuvopn, hvorki fyrr né siðar. Virðist liggja nær að þeir, sem að þessum fullyrðingum standa, sanni mál sitt betur, áður en þeir draga i efa réttmætar upplýsingar islenzkra stjórn- valda.” Engar þingskýrslur til Þá sagði Einar Agústsson utan- Gils Guömundsson rikisráðherra, að Barry Schneider væri ekki á neinn hátt i tengslum við bandarisk yfirvöld Hann tilheyrði hópi, sem væri á móti bandariskum vopnabúnaði. Til þesshefði maðurinn vitaskuld fullt leyfi, ,,en hins vegar tel ég ekki, að það sé meiri ástæða til að taka orð hans trúanleg fremur en þær yfirlýsingar, sem islenzk stjórnvöld gefa,” sagði utan- rikisráðherra. Þá sagðist Einar Ágústsson utanrikisráðherra hafa aflað sér upplýsinga um það frá Washing- ton, að engar þingskýrslur væru til um það, hvar Bandarikja- menn geyma kjarnorkuvopn sin. Þær upplýsingar, sem greinar- höfundur telji sig fá frá banda- riskum þingmönnum hljóti þvi að orka tvimælis. Þá sagðist utanrikisráðherra hafa i hyggju, til að kveða orðróminn um kjarnorkuvopn á Keflavikurflugvelli niður i eitt skipti fyrir öll að láta fara fram köhnun á vegum Geislavarna rikisins, eða islenzkra sér- fræðinga urri kjarnorkuefni, á staðhæfingum þeim, sem fram hafa komið. Jónas vill kanna starfsemi CIA og KGB Jónas Árnason (Ab) taldi um- mæli utanrikisráðherra léttvæg. Taldi hann óhjákvæmilegt að skipuð yrði sérstök rannsóknar- nefnd af hálfu stjórnvalda til að kanna málið-. Þá vildi hann láta kanna starfsemi leyniþjónustu Bandarikjamanna og Sovét- manna hér á landi. Gils Guðmundsson talaði aftur og taldi, að utanrikisráðherra hefði ekki tekizt að svipta hulunni af þessu máli. Ræddi hann um möguleika á þvi að fá aðstoð frændþjóða okkar til könnunar þessa -máls. Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra svaraði þessu og minnti á, að þegar vinstri stjórnin hefði á sinum tima leitað til frændþjóða okkar á Norðurlöndum um upp- lýsingar á sviöi hermála, vegna væntanlegrar brottfarar banda- riska hersins héðan af landi, hefði enga aðstoð verið að fá. Rætt um aukna fisksölumöguléika: Ekki skilyrði fyrir loft- flutningum fisks til Evrópu — eins og sakir standa. Söluhorfur vænka á ýmsum tegundum þegar bókun 6 um tollaívilnanir kemst til framkvæmda Það kom fram í svari Ólafs Jó- hannessonar viðskiptaráöherra viö fyrirspurn Odds Ólafssonar (S), að ekki væru talin nógu heppileg skilyrði til flutnings á nýjum fiski til Evrópu, eins og sakir stæðu, þótt æskilegt væri að greiða fyrir slikum flutningum i framtiðinni. Fyrirspurn Odds Ólafssonar var í þremur liðum. t fyrsta lagi spurðist þingmaöurinn fyrir um það hvað liði framkvæmd á þingsályktun, sem samþykkt hefði verið á siðasta þingi um fisksölusamstarf við Belgiumenn. t öðru lagi spurðist hann fyrir um það, hvort söluerfiðleikar væru á þeim fisktegundum, sem seljan- legar eru i Mið-Evrópu, þegar bókun fi kæmi til framkvæmda. Og loks, hvort viðskiptaráðuneyt- ið teldi ástæðu til að hraða athug- un þeirri, sem þingsályktunartil- lagan gerði ráð fyrir, þegar hillti undir hagstæöari viðskiptakjör við Mið-Evrópu. t svari Ólafs Jóhannessonar viðskiptaráðherra kom m.a. eftirfarandi í ljós: „Viðskiptaráðuneytið efndi til fundar með nokkrum aðilum, sem þetta mál er skyIt, til að ræða og kanna viðhorf manna til efnis- atriða þess, en þeir voru fulltrúar frá Landssambandi islenzkra út- vegsmanna, (Félag isl. botn- Ólafur Jóh. Oddur ólafss. vörpuskipaeigenda), Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sambandi fsl. samvinnufélaga og tveir einstak- lingar, sem stundað hafa sölu á fiski, sem fluttur hefur verið með flugvélum á erlenda markaði. Ennfremur var þar mættur hátt- virtur flutningsmaður þings- ályktunartillögunnar, Oddur Ólafsson, samkvæmt ósk ráðu- neytisins. Á fundinum kom fram það álit, að ekki væri ástæöa til að leita eítir sérstöku samstarfi við Belgi'umenn um þau atriði i heild, sem þingsályktunin fjallar um, eins og málum væri nú háttað. Flestir þeirra, sem til fundarins voru boðaðir, virtust þeirrar skoðunar. Menn voru sammála um, að sjálfsagt væri að vinna áfram að þvi að fá lækkaðan sölu- og löndunarkostnað i Belgiu. t þvi sambandi má geta þess, að ný- lega hafa farið fram viðræður að hálfu islenzkra stjórnvalda yið Belgiumenn um niðurfellingu og endurgreiðslu markaðsgjalds, sem tslendingum hefur verið gert að greiða af lönduðum isfiski i Belgiu, og rennur til lágmarks- verðssjóðs, sem útgerðarsamtök Efnahagsbandalagslanda eru aðilar að, en islenzk útgerðar- félög njóta ekki góðs af. En varðandi þá þætti tillögunn- ar, sem kveða á um, að leitað verði eftir samstarfi við Belgiu- menn um myndun fyrirtækis, er hafi það verkefni að dreifa og seljaferskan og frystan islenzkan fisk i Mið-Evrópulöndum, og enn- fremur um samstarf um mögu- leika á flugflutningi á fiski milli Keflavikur og Ostende með dreif- ingu þaðan um Mið-Evrópu i huga reynast ekki vera fyrir hendi heppileg skilyrði til að byggja á. A það var bent, að ekki væri sama sölufyrirkomulag á freðfiski og isfiski á þessu markaðssvæði. Þá ættu viðskipti með fisk, sem flutt- ur er á markað með flugvélum, ekki ávallt samleið með verzlun á isfiski úr skipum, sem landa afla i erlendum höfnum. Æskilegt væri aö greiða fyrir flugflutningum á fiski milli Keflavikur og Ostende, en sá flutningamáti á fiski ýfir hafið ætti, af óviðráðanlegum ástæðum, enn langt i land með að verða svo nokkru verulegu næmi. Þær ástæður séu þó ekki tengdar löndunaraðstöðu flutningaflug- véla á meginlandi Evrópu. Þess má geta hér, að sú skoðun kom fram frá einum aðila á fundinum, að yrði út i samstarf Þótt markaður sé ekki stór hér á landi er liklegt að endurvinnsla úrgangsefna gæti borgað sig beinlinis, auk þess óbeina hag- ræðis sem af endurvinnslunni leið ir. Hér fellur mikið til af pappir, svo sem dagblöðo.fl. brotajárn, gúm, gler og i seinni tið allmikið af plasti o.fl. gerviefnum. Úrgangsefni skipta mörg hundr- uð tonnum árlega. Verði endur- vinnsluiðnaður upp tekinn hér- lendis gæti það e.t.v. talist til stóriðnaðar á islenzkan mæli- kvarða. öll þessi efni eru upphaf- lega flutt inn i landið fyrir dýr- mætan gjaldeyri. Islendingar ættu þvi fremur en aörar þjóðir, sem hafa efnin i landinu, að farið við erlend fyrirtæki af svipuðu tagi og rætt er um i þingsályktuninni, stæði næst að efna til þess við Þjóðverja. Af þvi, sem á undan hefur verið rakið, erekki að svo stöddu talinn grundvöllur fyrir samvinnu um framkvæmd þeirra atriða i heild, sem þingsályktunin tekur til, að áliti þeirra, sem hér koma helst við sögu.” Um 2. lið fyrirspurnarinnar sagði viðskiptaráðherra, að sem dæmi um seljanlegri fisktegund- ir, eftir að bókun 6 um tollaiviln- anir kæmi til framkvæmda, mætti nefna lagmeti, rækju, ufsa og karfa. Um 3. og siðasta lið fyrirspurn- ar Odds Ólafssonar sagði við- skiptaráðherra, að með hliðsjón af þeim undirtektum, sem þings- ályktunartillagan hefði fengið á umræddum fundi i viðskiptaráðu- neytinu, hefði ekki verið aðhafzt frekar i málinu i bili. Nauðsynleg forsenda fyrir árangri i þessum efnum væri, að takast mætti að fá samvinnu um framkvæmdir við áðurnefnda útflutningsaðila. Um slikt væri ekki að ræða, eins og sakir stæðu. leggja kapp á fullvinnslu inn- fluttra úrgangsefna til iðnaðar. Nauðsynlegt er að rannsaka til hlýtar það sem hér hefur verið drepið á. Safna þarf skýrslum um það sem árlega fellurtil af þeim efnum sem helzt koma til greina i endurvinnslu. Gera þarf áætlun um stofn- og rekstrarkostnað fyrir endurvinnsluverksmiðjur og gera sér fulla grein fyrir þvi, hvaða vonir má binda við þennan nýja iðnað. Með tillögu þeirri til þings- ályktunar, sem hér um ræðir, er lagt til að rikisstjórnin láti fram fara itarlega athugun á þvi, hvort tiltækilegt sé að hefja endur- vinnsluiðnað hér á landi. Endurvinnsluiðnaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.