Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 28. janúar 1976. Óvelkominn gestur um. — Hvað f innst þér þá um mig? Ég er ekki milljóna- mæringur, en Conway-búgarðurinn er sá stærsti í fylk- inu. Gætirðu hugsað þér að giftast mér? Hún andaði ótt og titt. Hafði hún heyrt rétt? — Gift- ast...þér? — Einmitt. Hvers vegna ekki? Hann hagræddi fótum sinum. — David þarfnast þín.......Wilma líka. Þegar Moira fer, þarfnast húsið húsmóður. Þú fellur vel inn í allt hér. Hvað segirðu um það? Hann hafði ekki sagst þarfnast hennar sjálfur, hugs- aði Jane döpur. Hvað hann gat verið kaldur og kaup- sýslulegur. — Og hvað ætti ég að gera varðandi mömmu? spurði hún í tilraunaskyni. — Mundir þú vera f ús til að sjá fyrir henni líka? — Auðvitað, ég held, að ég gæti gengið svo langt. Augnaráð hans var ákaft, en hann brosti ekki. Örvuð af einkennilegri framkomu hans, svaraði hún, mjórri röddu: — Allt í lagi, þá segjum við það! Hún beið spennt eftir svari hans. Hana grunaði ekki andartak, að hann tæki hana alvar- lega og varð alveg ringluð, þegar hann svaraði ánægður: — Þá er það samningur. Ég ætla að hringja til Dans og segja honum þessar ánægjulegu fréttir. Jane rétti fram handlegginn til að stöðva hann. — Ö, Neil ekki gera það! Það kom ótti í augu hennar. — Ég meinti þetta ekki alvarlega. Ég hélt, að þú værir bara að grínast. — Mér hef ur aldrei á ævinni verið meiri alvara, svar- aði hann stuttlega. — Ekki leika þér að mér, Jane, þú sérð eftir þvi. Ég ætla ekki að láta hafa mig að f íf li einu sinni enn. Taktu nú ákvörðun, i eitt skiptið fyrir öll. Viltu giftast mér? Jane vissi ekki almennilega, hvað hún átti að segja. Hún var ringluð og óörugg og heilinn í henni reyndi eins og hann gat til að meta allar aðstæður. En það var ekki auðvelt, því hvert hjartaslag og hver taug í henni gerði grín að allri skynsemi. Ást hennar til Neils kærði sig ekk- ert um að hafna boði hans, en samt yrði hjónaband með manni, sem ekki elskaði hana, hreinasta kvöl. Myndi henni takast það? Hins vegar var lífið án Neils vita til- gangslaust. Gæti hún lifað endalausa daga í vissu um að þau myndu aldrei hittast aftur? Hún efaðist um að hann endurtæki boðið. Hann var ekki af þeirri gerðinni, sem gengi á eftir henni, þegar hún væri farin. Hún vissi nóg um hann til að gera sér grein f yrir, að hann var stoltur og þrár maður. Allt í einu vissi hún, hvað hún átti að gera og sneri sér hægt að honum. — Já, ég vil giftast þér, Nei....Hún leit niður, þegar hún mætti föstu augnaráði hans. — Þú gerir þér líklega grein fyrir að ástlaust hjónaband verður okk- ur báðum erfitt. Neil yppti öxlum. — Að mínu áliti er ástin ofmetin, sagði hann hægt. — Ég er viss um að með tímanum, verðum við ánægð saman. Eins og ég sagði áður, fell- urðu vel inn i lífið hérna. Þú getur séð almennilega um heimili og hvað hitt varðar...þá getur það kannski komið seinna... Hann dró hana að sér og kyssti skjálfandi varir henn- ar, lengi og blíðlega. — Vertu ekki svona áhyggjufull á svipinn, Jane. Ég skal ekki biðja þig um meira en þú ert fús til að veita. Hún brosti dauf lega og dauðlangaði til að leggja hand- leggina um háls honum og játa, að hún væri hans, en hann varð allt í einu svo f jarlægur aftur. Hann starði út á hálsana i fjarska. — Jippi-íí! Hátt hrópið varð til þess að þau hrukku við. David hafði verið í dyrunum og horft á þau af athygli. Nú kastaði hann hattinum sinum hátt upp í loft af gleði. Neil sneri sér við. — Prakkarinn þinn! Hvað ertu búinn að vera þarna lengi? — Nógu lengi, svaraði David stríðnislega. — Nú fer ég og segi Wilmu þetta. Jane leit hjálparvana upp á Neil. — Þú getur ekki hætt við núna, Jane. Fréttirnar berast út eins og eldur í sinu hérna, hvíslaði Neil stríðnislega í eyra henni. Það var einhver óróleiki og spenna í loftinu, þegar leið að kvöldmatnum. Wilma brosti hlýtt til Jane, þegar hún kom f ram til að sækja fötin með steiktum sjúklingum og kartöflum, en Jane flýði aftur inn í stofuna, án þess að bíða eftir hamingjuóskunum, sem hún vissi, að Wilma hafði á takteinum. Hún vildi óska, að þessi langi dagur væri senn á enda. Henni til undrunar virtist frú Conway ánægð með HVELL G , E I R I D R E K I K U B B U R /Hvernig stendur áN að þú vinnur alltaf? Ja, ég i svindla svolitið. Eg vann Haddi Eg llka, en vinn þó ekki m? we- tí-2 lÍlÍl Fi i MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dgaskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.35 Miðdegissagan: „Hundr- aðasta og ellefta meðferð á skepnum” eftir Magneu J. M atth ia sd óttur. Rósa Ingólfsdóttir les annan lest- ur af þremur. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp horn. 17.10 Útvarpssaga barnanna. 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Bodil Guð- jónsson, Isólf Pálsson og Magnús Sigurðsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Um islenska þjóð- hætti.Árni Björnsson cand. mag flytur þáttinn. c. Visnaþáttur. Sigurður Jóns- son frá haukagili flytur. d. Úr sjóði minninganna Gisli Kristjánsson talar við Gunnlaug Gislason bónda i Sökku i Svarfaðardal. e. Litið til byggða austan Lónsheiðar. Þórður Tómas- son safnvörður i Skógum flytur siðari hluta erindis sfns. f. Kórsöngur. Söng- flokkur úr Pólýfónkórnum syngur lög úr „Alþýðuvis- um um ástina” lagaflokki eftir Gunnar Reyni Sveins- son, höfundur stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Kristni- hald undir Jökli” eftir Halldór Laxness. Höfundur les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „1 verum” 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 28. janúar 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Rödd i fjarlægð. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.50 List og listsköpun. Bandarisk fræðslumynda- syrpa. Fjarvidd. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Þulur Ingi Karl Jóhannsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsinar. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.00 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Fimm i kvartett.Þýð. Krist- Kristmann Eiðsson. 22.15 Katsjatúrian. Aram Katsjatúrian er eitt kunn- asta tónskáld Sovét- rikjanna og ýmsum is- lendingum minnisstæður, siðan hann stjórnaði hér flutningi á nokkrum verka sinna fyrir meira en tveim- ur áratugum. t þessari sovésku mynd, sem gerð var þegar tónskáldið var i heimsókn ÍBúlgariu, er rætt við Katsjatúrian og hann leikur nokkur verka sinna. Þýðandi Lena Bergmann. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.