Tíminn - 28.01.1976, Síða 15

Tíminn - 28.01.1976, Síða 15
Miðvikudagur 28. janúar 1976. TÍMINN 15 O FUF-síðan til hinna samnorrænu verkefria i Kenya og Tanzaniu, en þeim verður lýst nokkru nánar hér á eftir. A þeim tæpum tveim árum, sem Island hefir verið aðili að hinum samnorrænu verkefnum hafa 11 Islendingar verið ráðnir til starfa i þágu þeirra, þar af 7 i Kenya og 4 i Tanzania. Ráðn- ingartiminn er 2-2 1/2 ár. Má telja það mikils viröi fyrir sam- skipti íslands við þróunarlöndin i framtiðinni, að eiga þannig völ á mönnum sem kynnzt hafa af eigin raun vandamálum þróun- arlandanna og tekið virkan þátt i skipulagningu aðstoðar við þau. Þar sem fjárveiting hefir að jafnaði ekki verið umfram skuldbindingar íslands vegna hinna samnorrænu verkefna i A-Afriku og stundum varla hrokkiðfyrir þvi, hefir þvi auð- vitað verið mjög þröngur stakk- ur skorinn, að hægt væri að leggja fam fé til annarra verk- efna. Þó var á árunum 1972-’74 veitt nokkurt fé i samráði við ut- anrikisráöuneytið til launa- greiðslu til islenzkra skipstjóra, sem starfað hafa i Indlandi við leiðbeiningar i fiskveiðitækni. Samkvæmt lögunum um að- stoð tslands við þróunarlöndin skyldi eitt að meginverkefnum stofnunarinnar vera það, að veita fræðslu um þróunarlöndin og vandamál þeirra. Þetta mál hefir mikið verið rætt, i stjórn aðstoðarinnar, en skortur á starfskröftum og fé hefir hindr- að að stofnunin hafi getað gegnt þvi hlutverki. Stjórninni hafa borizt nokkur tilmæli um að styrkja námsfólk frá þróunarlöndunum til náms- dvalar hér, en vegna fjárskorts hefir ekki verið unnt að sinna þvi. Löggjöfin um aðstoð við þró- unarlöndin nær eingöngu til sjálfstæðra verkefna i þágu þró- unarlanda, sem rikisframlag er veitt til. Onnur framlög Islands i þessu skyni eru framlög til þeirra stofnana S.Þ. er veita að- stoð til þróunarlanda. Litið mun þó vera greitt til þessara stofn- ana umfram það sem skylt er vegnaaðildar Islands að S.Þ. og stofnunum þeirra, og mun Is- land venjulega hafa fengið þessi • framlög endurgreidd margfald- lega með tækniaðstoð er veitt hefur verið hingað á vegum þessara stofnana. Arið 1970 gerðist Island „fyrsta flokks” aðildarriki aó I.D.A. hjálparstofnun Alþjóða- bankans i þágu þróunarland- anna. Leggja „fyrsta flokks” rikin fram allmiklu meira fé til starfseminnar, en þau sem teljast til annars flokks, en i þeim hópi eru raunar nær ein- göngu þróunarlönd. A yfir- standandi ári eru veittar á fjár- lögum 64 milj. kr. til I.D.A. en aðeins 10 milj. kr. til Aðstoðar- innar. Þótt starfsemi I.D.A. hafi sætt allmikilli gagnrýni úr ýms- um áttum, skulu hin riflegu framlög til þeirrar stofnunar ekki löstuðhér,en á hinn bóginn vonað, aö örlæti fjárveitinga valdsins verði i framtiðinni ekki minna i garð aðstoðarinar. Auk þeirrar aðstoðar til þró- unarlanda sem riki þannig hefir veitt, hefir töluverð aðstoð i þágu þróunarlandanna verið veitt á vegum frjálsra félags- samtaka. Má þar einkum nefna Rauða krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar og Herferð gegn hungri, sem starfað hefir i tengslum við Matvæla- og land- búnaðarstofnun S.Þ. (F.A.O.). liiiiiiiiiM yil 5911 Ráðstefna um kjördæmismál S.U.F. gengst fyrir ráöstefnu um kjördæmamál sunnudaginn 8. febr. Ráöstefnan verður haldin að Hótel Hofi og hefst kl. 10 ár- degis. Dagskrá: 1. Setning. 2. Avarp: Ólafur Jóhannesson ráöherra. 3. Framsöguræður: a) Þróun kjördæmaskipunar og kosningalaga hér á landi. Tómas Arnason alþm. b) Kosningakerfi I nágrannalöndum. Jón Skaftason alþm. c) Einkenni, kostir og gallar núverandi kerfis hérlendis. Sig- urður Gizurarson sýslumaður. c) Valkostir varöandi kjördæmaskipun og kosningalög, Jón Sig- urðsson varaform. SUF. 4. Umræöur og gerð ályktana. 5. Ráðstefnuslit. Nánari upplýsingar i sima 24480 fyrir hádegi. Vinsamlega til- kynnið þátttöku þar. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður að Hallveigarstöðum þann 28. jan. n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Fjölmennið Stjórnin. Flugleiðir I þvi bréfi segir m .a. að hægt sé að framkvæma skoðanirnar i Belgiu á fjórum vikum, en áætlað sé að þær taki sex vikur hér heima. Þá er nefnt, að gera verði ráð fyrir þeim möguleika, að við skoðanir flugvélanna, geti eitt- hvað komið fram, sem krefðist lagfæringar, en væri þess eðlis, að þær tækju fl. vinnustundir en svo, að hægt væri að leysa verkið af hendi innan ráðgerðra tima- marka, miðað við þær aðstæður sem við búum nú við hér heima, þ.m.t. fjölda flugvirkja. — Yrði frekari röskum inillilandaflug- áætlana mjög bagaieg, en ætla má að siður þyrfti til sliks að koma, er verkið er unniö á hinum stóru verkstæöum Sabena- félagsins, segir i bréfinu. Flugleiöir nefna einnig, að verkefni séu næg framundan hjá flugvirkjum og þau séu það mikil, að stórskoðun Fokker-vélanna myndi ekki ljúka fyrr en i júni, verði Boeing-vélarnar skoðaðar hér. Þá er nefnt, að i timaáætlun um skoðanir vélanna, hafi verið byggt á betri vinnuaðstöðu en ennþá er fyrir hendi og þvi hugsanlegur enn frekari dráttur á skoðunum Fokker-vélanna. Þá lýsir örn O. Johnsen þvi yfir, að hæfni islenzkra flugvirkja hafi ætið verið viðurkeniid af hans hálfu, en flugvirkjar höfðu lýst þvi yfir i skeyti áður, að ákvörðun Flugleiða byggöist á vantrausti á þá. UTBOÐ Tilboð óskast i gatnagerö og lagnir I Nýja miöbæ við Kringlumýri. (1. áfangi). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 12. febrúar 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útlönd sterkari aðilinn beiti valdi til þess að skipa málum að sinum vilja, eins og Tyrkir gerðu á Kýpur. Sfðan f grárri fornesk ju hafa Balkanþjóðirnar orðið að heyja harða baráttu til þess að verjast eða frelsa sig undan erlendu oki. Það er komið við gömul kaun, þegar vopnaðar hersveitir eru sendar á vett- vang, og jafnvel Enver Hoxa, þjóðarleiðtogi hinna einangr- uðu Albana, hefur hvað eftir annað sagt, að hann myndi berjast við hlið Júgóslava og Grikkja, ef einhver ætlaði sér að ræna þessar þjóðir sjálf- stæði sinu. Það vekur óhugn- að, þegar sá, sem veit sig betur vopnum búinn, hyggst neyta þess i skiptum við granna sinn. Það er i fullu samræmi við venjur og viðhorf Balkan- þjóða, þegar Karamanlis vill sætta og koma á aukinni sam- vinnu. Nú er sýnt, að hann hefur haft erindi sem erfiði á ferðum sinum til Rúmeniu, Búlgariu, og Júgóslaviu i sumar. Góðar undirtektir, sem hann hlaut, hafa borið ávöxt. Ráðstefnan komst á. Við það eru vonir bundnar að þar og á öðrum ráöstefnum, sem á eftir komi, verði mynd- uð tengsl og samstarf hafið, þvert yfir þau strik, sem hernaðarbandalögin tvö hafa dregið á landabréfið. Sjálfur trúir Karamanlis þvi, að þetta geti orðið upphaf sannrar vináttu og trúnaðar og sam- vinnu i anda sáttmálans frá Helsinki eins og hann hefur að orði komizt. Það væru mikil tiðindi, þvi að i þrjá áratugi hefur alla viðleitni til samtaka og samráðs i þessum hluta álfunnar fljótlega rekið i strand. Framsóknarfélag Borgarness Borgnesingar og nágrannar. Spilakvöldin hefjast aftur föstudag- inn 30. janúar kl. 8,30 I Samkomuhúsinu. Gleymið ekki að koma meö botna við þessa fyrriparta: Gæðinga I góðu standi garpar teygja létt á skeiði. Ástarþrá úr augum brennur öl um kverkar liöugt rennur. Allir velkomnir. — Nefndin. FUF Reykjavík Aöalfundur félagsins verður haldinn að Rauðararstig 18 mótei Hof) miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.30. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Lagabreytingar. III. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi, ræðir-um landhelgismálið. IV. önnur mál. Stjórnin. Þorlákshöfn — Hveragerði Framsóknarfélögin i Hveragerði og ölfushreppi efna til almenns fundar um landhelgismálið i Hótel Hveragerði n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Nánar auglýst siðar. Stjórnir félaganna. Aðalfundur FR Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldinn I Hótel Esju miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.30. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Ræða, Einar Agústsson, utanrikisráð- herra. III. önnur mál. Tillögur um aðal- og varamenn i fulltrúaráð liggja frammi á flokksskrifstof- unni. Viðtalstímar alþingismanna °9 borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, verður til viðtals að Rauðarárstig 18, laugardaginn 31. janúar kl. 10.00—12.00. Kópavogur Aðalfundur fulltrúaráös Framsóknarfélag- anna i Kópavogi verður aö Neðstutröð 4 fimmtudaginn 29. janúar kl. 8.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Halldór E. Sigurðsson ráöherra flytur ávarp og svarar fyrirspurnum. 3. önnur mál. Stjórnin. Kanarí- eyjar Þeir sem áhuga hafa á ferðum til Kanaríeyja (Teneriffe) í febrú- ar, gefst kostur á ferð hjá okkur 19. febrúar (24 dagar). Góðar íbúðir, góð hótel. Sérstak- ur afsláttur fyrir flokksbundið f ramsóknarf ólk. örfá sæti laus. Þeir, sem eiga pantaða miöa, en hafa ekki staðfest pöntun sina með innborgun eru beðnir um að gera það strax, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að missa af ferðinni. Haf- iðsamband viðskrifstofuna að Rauðarárstig 18, simi 24480. Skrifstofan er opin frá kl. 9-6 virka daga nema laugardaga frá 9- 12.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.