Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.01.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 28. janúar 1976. ÞJÓÐLEIKHÍJSIÐ Karlinn á þakinu frumsýning Leikstjóri: Sigmundur örn Arngrimsson Leikmynd: Birgir Engilberts Umsjón tónlistar: Carl Billich Leikurinn eftir: Astrid Lindgren Siðast liðinn laugardag frumsýndi Þjóðleikhúsið Karlinn á þakinu, eftir Astrid Lindgren. Astrid Lindgren er sænsk og hefur ritaö barnaefni i ómæld- um skömmtum, þar á meðal Linu langsokk, sem aliir þekkja og Bróöir minn Ljónshjarta. Karlinn á þakinu er ævintýri. Að visu snýst leikurinn um „venjulega” fjölskyldu og allir eru venjulegir, nema karlinn á þakinu sem heitir Kalli. Hann getur flogið, en auk þess getur hann og gerir svo að segja allt sem hann vill og honum dettur i hug. Hann er aldursleysingi, en samt einskonar barn og ég held að allir hafi i raun og veru ein- hverntimann kynnzt svona karli, einhverjum einstakling- um, börnum, sem buðu hinum járngráa hversdagsleika byrg- inn og hinni dapurlegu form- föstu veröld fullorðna fólksins. Þessi Kalli hefur aðeins flugið þar framyfir, og svo húsið á þakinu. Astrid Lindgren tekur eigin- lega undir þetta sjónarmið, þvi hún segir i kveðju til leikhúss- gesta m.a. á þessa leið: „ég þekki fjöldann allan af Köllum,.sem eru mun betri en hann. Hugsið ykkur bara, hvernig hann hagar sér við Bróa, platar hann til þess að láta sig fá næstum allt dótið hans, eyðileggur gufuvélina^ hans og borðar allar kara- mellurnar hans! Og ef Brói vill ekki gera allt sem Kalla þóknast, þá fer Kalli bara I fýlu. Ég veitekkert leiðinlegra en þá, sem fara bara allt i einu i fýlu, þegar maður er að leika við þá. (Það eru til börn sem eru þannig, að visu ekki þú, en mörg önnur. Þau geta verið ótrúlega lik honum Kalla, ég meina börn, sem alltaf eru að heimta og heimta, gera öðrum aldrei neitt og eru á móti öllu og fara svo allt i einu i fýlu og vilja ekki vera með manni, já, þú kannast frumsýningunni, en sem áður sagði verður hlutverkinu skipt milli tveggja drengja i framtiðinni. Stefán stóð sig með hinni mestu prýði, þrátt fyrir að hann er aðeins 11 ára að aldri. Stefán á ekki langt að sækja leikhæfileikana, þvi afi hans var Haraldur heitinn Björnsson leikari, sem starfaði við Þjóð- leikhúsið frá upphafi, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ég hef það eftir heimildum, sem ég tek gildar, að Eyþór Arnalds sé einnig mjög góður i þessu hlutverki, en ég ; hef ekki séð hann leika. önnur barnahlutverk virtust einnig vel af hendi leyst, en það voru þau Kristján og Gunnhild- ur, sem leikin voru af þessu sinni af þeim Agnari Steinars- syni og Þórgunni Sigurjóns- dóttur. Af „fullorðnum” er það að segja að þau skila hlutverk- um sinum ágætlega og þá ekki sizt Sigriður Þorvaldsdóttirsem varákaflega skemmtileg i hlut- verki ráðskonunnar Hildar Hús- kross. Húsfyllir var á frumsýning- unni og undirtektir barnanna voru ágætar. Karlinn á þakinu er ágæt skemmtun fyrir fullorðna, eins og öll sönn bókmenntaverk, sem samin eru handa börnum, en höfðar ekki til óvita, eða al- yngstu barna. Að lokum vil ég, um leið og ég þakka Þjóðleikhúsinu fyrir ágæta skemmtun, nota tækifærið til þess að mótmæla fátæklegri leikskrá, og þótt ekki sé hún ávallt burðug, keyrir hér um þverbak, hefði mátt gera henni a.m.k. sambærileg skil og á venjulegum sýningum fyrir fullorðna. Jónas.Guðmundsson. Afmælisvcisla Bróa. A myndinni eru talið frá vinstri, Kristján (ólafur Baldursson), Gunnhildur (Guðrún Hólmgeirsdóttir) og Brói (Eyþór Arnalds). Kalli áreiðanlega við þetta!) Ef ég væri Brói, þá myndi ég segja honum Kalla að hypja sig burt og láta aldrei sjá sig framar.” Karlinn á þakinu mun vera saminn upp úr sögunni Litli bróðir og karlinn á þakinu, sem út kom hér fyrir jólin, en þó er ýmsu breytt, og persónu er bætt þar við. Leikurinn fjallar um dreng, sem er yngstur þriggja systkina og býr ásamt þeim og foreldrum sinum á efstu hæð i fimm hæða blokk. Drengurinn er dálítið einmana og langar til að eignast vin, þó ekki væri nema hund. Fjölskyldan lifir i sérstökum heimi og drengurinn i öðrum fyrir sig, og þrátt fyrir að heimilið er venjulegt, þá er drengurinn Brói utanveltu — en þá kynnist hann honum Kalla, sem gerbreytir lifi hans og tilveru. Varla er sanngjarnt að rekja efnisþráðinn lengra. Persónur i þessu leikriti eru ellefu talsins, og leikur Randver Þorláksson titilhlutverkið, á þakinu skúrkinn hann Kalla. Hitt aðalhlutverkið leika til skiptis þeir Stefán Jónsson og Eyþór Arnalds. Hina i fjölskyldunni, þ.e. Bjössa, Betu, mömmu og pabba leika þau Jón Gunnars- son, Lilja Þórisdóttir, Þóra Friðriksdóttir og Gisli Alfreðs- son. Auk þess eru tvö önnur barnahlutverk en það eru Kristján, sem Agnar Steinars- son og Ólafur Baldursson skipt a með sér, og Gunnhildur, sem leikin er af stúlkum, sem heita skemmtilega, og gerir það sitt til að örva atburðarásina og framvindu alla. Carl Bittich sá um tónlist af alkunnri smekkvisi og Nanna Ölafsdóttir samdi dansa. Randver Þorláksson leikur Kalla af miklu fjöri og kátinu og vakti ósvikna aðdáun leikhús- gesta, einkum þó hinna yngri. Honum hefur sjaldan tekizt eins vel upp. Stefán Jónssonfór með hlutverk Bróa á Þórgunnur Sigurjónsdóttir og Guðrún Hólmgeirsdóttir. Sig- riður Þorvaldsdóttir leikur ráðskonuna, Hildi Húskross, en Jón Gunnarsson og Sigurður Skúlason leika tvo þjófa. Sigmundur örn Arngrímsson leikstýrir þessu nýja barna- leikriti Þjóðleikhússins, og er ekkert út á störf hans að setja. Leikmynd er eftir Birgi Engil- berts, og hefur hun tekist óvenju vel. Hringsviðið nýtist Ráfiskonan Krosshús (Sigriöur Þorvaldsdóttir) og Kalli (Randver Þorláksson) Brói (Stefán Jónsson) og Kalli á þakinu (Randver Þorláksson) I hlutverkum sinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.