Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sumiudagur 1. fcbrúar 197«. FYRIR NOKKRUM mánuðum kom Esra S. Pétursson læknir hingað heim til tslands eftir margra ára dvöl á erlendri grund. Við íslendingar hljótum að fagna i hvert skipti sem það ger- ist að maður, sem dvalizt hefur erlendis, snýr heim til þess að starfa hjá okkur hér i fámenninu, og það á ekki si'zt við, þegar um ágæta visindamenn er að ræða. Við bjóðum lækninn og fjölskyldu hans velkomin heim, en um leið langar okkur að fræðast ofurlitið og leggja fyrir Esra nokkrar spumingar: — Hvar dvaidist þú á meðan á útivistinni stóð? — Að þessu sinni var ég alltaf i New York. Við dvöldumst þar samfleytt i nær fjórtán ár. En samtals hef ég átt heima i Ame- riku i tuttugu og sex ár. Ég ólst þar upp frá tveggja ára aldri, og það villoftfara svo.að menn leita á þær stöðvar, þar sem þeir hafa alizt upp. Ég lærði bæði málin, is- lenzku og ensku, svo að segja jöfnum höndum, strax á barns- aldri, og þvi var eðlilegt að ég leitaði mér framhaldsmenntunar i Ameriku, heldur en til dæmis i einhverju Evrópulandi. En ástæðurnar til þess að ég fór til New York að þessu sinni voru margar. A mér sannaðist vist það sem Freud hélt fram á sinum tima, að gerðir manna ákvörðuð- ust ekki af einni orsök, heldur mörgum. ið er nóg til þess að komast yfir fjármuni á ymsan ólöglegan hátt, stela, ræna og rupla. bað þurftu ekki endilega að vera peningar, sem þeir sóttust eftir, heldur ým- isskonar verðmæti, sem hægt var að breyta i peninga, eða einfald- lega hafa bein vöruskipti á stoln- um gripum annars vegar og eitri hins vegar. En til þess að slik iðja geti þrifizt svo nokkru nemi, þarf að vera fyrirhendi mikið þéttbýli, helztekki minna en milljónaborg. — Ilvaða sálrænar veilur eru algengastar hjá þeim, sem neyta eða hafa neytt heróins að stað- aldri? — Það er ákaflega breytilegt. Sennilega er meirihluti nautna- lyfjasjúklinga, — sérstaklega i löndum þar sem slikt er strang- lega bannað — svokallaðir geð- villingar eða psykopatar, en þar sem meira frjálsræði rikir, er þetta ekki eins greinilegt. Þar geta taugaveiklaðir og geðveikir menn auðveldlega fundizt i hópi eiturly f jasjúklinga. Við getum tekið áfengissýkina, sem lika er nokkurs konar nautnasýki, sem dæmi, en hún er mjög útbreidd i Bandarikjunum og fleiri svokölluðum menningar- löndum. Þar sem áfengissýki er mikil, hefur það komið á daginn, að persónuleikatilbrigðin ná yfir geysistórt svið. Jafnvel heilbrigt Glimt við heróinneytendur — Það er kannski fróðlegt að spyrja, hvað þú hafir verið að gera i Ameriku allan þennan tima? — Ég starfaði allan timann sem geðlæknir, og lagði auk þess stund á sálgreiningu, fyrst sál- greiningarnám, og þar mun vera að leita annarrar höfuðástæðunn- ar til þess að ég fór til útlanda, og þá sérstaklega til New York, þar sem sálgreiningin stendur einna hæst sem visindagrein. Fyrstu tiu árin fékkst ég mest við lækningu fikniefnasjúklinga • einkum heróinneytendur en'jafn- framt við aðra geðsjúklinga og taugaveiklaða eða geðveila, og byrjaði svo jafnframt sálgrein- ingarnáminu að stunda eigin sjúklinga á eigin stofu. — Hitt hafði verið urinið á sjúkrahúsum. Fyrst var lækningastofa min á Park Avenue, en siðar á heimili minu. — Það hefur verið mikið af heróinsjúklingum og öðrum eit- urlyfjaneytendum þarna? — Já, eftir þvi sem þjóðir verða fjölmennari og borgir stærri, þvi meira ber á alls kyns nautnasýki, glæpum og öðrum erfiðum við- fangsefnum þeirrar tegundar. Það ereins og milljónaborgir sogi slikt til sin og veiti þvilikum lifn- aði ákveðin vaxtarskilyrði. Ef við tökum til dæmis þá sem neyta heróins, þá þurfa þeir mikið fé til þess að standa undir eiturkaup- um sinum; og þvi er þeim nauð- synlegt að vera þar sem svigrúm- fólk getur tekið þátt i þessu lika. Meðalaldur eitu rly fj a n ey tend a fer lækkandi — Menn sækja auðvitað i hinar margvisiegustu tegundir eiturs? — Já. Við fengumst eingöngu við heróin-neytendurna þessi tiu ár, en það bar alltaf meira og meira á þvi að menn fengju sér ekki eingöngu heróin, heldur ýmsar aðrar tegundir lyfja, svefnlyf, LSD, marijuana, hass , kókain og fleira og fleira. Fyrstu árin eftir 1962 var mjög algengt að við sæjum sjúklinga, sem neyttu eingöngu heróins, en siðar fór það minnkandi, og á sið- ari árum var hitt orðið algengara, að menn neyttu margra annarra lyfja. Jafnframt fór aldur eitur- lyfjaneytendanna sifellt lækk- andi. Um 1962 mun meðalaldur- inn hafa verið um það bil þrjátiu ár, en um og upp úr 1970 var hann kominn niður i tuttugu ár, eða ná- lægt þvi. — Hversu lengi eru menn að verða að aumingjum af að neyta heróins að staðaidri? — Það tekur yfirleitt skamman tima. Flestir venjast mjög fljótt á neyzlu þessa eiturs, oftast á örfá- um vikum. Ef við tökum enn áfengið til samanburðar, þá getur það tekið menn tiu ár eða svo að verða verulega illa úti af völdum áfengisneyzlu, en heróinið er ekki nema tiu mánuöi að valda álika skaða. — Hér á ég við það, að menn glata atvinnu sinni, fjöl- skyldu og annarri borgaralegri aðstöðu, en leggjast ,,i strætið” og verða rónar. Næsta stig er svo þegar fólk gripur til alls konar glæpsamlegra aðferða til þess að „Fólk býr óvíða við eins þroskavænleg skilyrði og hér” segir Esra S. Pétursson læknir, sem dvalizt hefur erlendis um langt árabil afla sér tekna — til eiturkaupa. Stúlkurnar leggja gjarna stund á vændi, en piltarnir ræna og stela. — Fyrr eða siðar er þetta fólk svo orðið andlegir og líkamlegir sjúklingar, sem eiga ekjd annars staðar heima en á sjúkrahúsum? — Sumir geta enzt furðulengi, þrátt fyrir slikt liferni. Margir lenda i vörzlu lögreglunnar, en þeim er þá oft gefinn kostur á þvi að fara á sjúkrahús og vera þar um tima sér til lækninga. Þeir mega með öðrum orðum velja á milli fangelsis og sjúkrahúss. Allt var reynt, sjúklingunum til hjálpar — Þetta kynni að vera nógur t milljónaborgum stórþjóðanna er margra kosta völ. Vfst eru þar tækifæri til þess að njóta hámenning- ar, en lika ærnar hættur, svo aö segja viö hvert fótmál. Og hætt er við að íslendingum, sem alizt hafa upp við mikiö frjálsræöiog olnbogarými, myndi þykja þröngt um sig i borg eins og til dæmis New York, þar sem þessi mynd er tekin. skammtur af óhugnaði i bili. En ég mætti þá kannski spyrja næst, hvaðhægt sé að gera fyrir þetta vesalings fólk? — Satt að segja var allra ráða neytt. Sérstaklega þóttu hóplækn- ingar vænlegri en einkalækning- ar, þegar fram i sótti. Og sál- greining eða sállækningar gefast ekki vel við þessa tegund sjúkl- inga. Þeir kunna betur við sig i sinum eigin hóp, og ef þeir eru til dæmis tiu saman i hóp hjá lækn- inum eða ráðgjafanum, geta þeir gjarna talað frjálslega og óhindr- að og grandskoðað vandamál sin og smám saman komizt til betri skilnings á þeim. Auk þess er þeim veitt ýmiss konar menntun, bæði bókleg og verkleg. Þannig vorum við með sex mismunandi iðngreinar, sem kenndar voru, og sérstakir kennarar leiöbeindu við tómstundaiðkun af ýmsu tagi. Var þá sá háttur haföur á, að láta nemendurna stunda iðnnám sitt á daginn, en leikfimi, tónlist og annað slikt á kvöldin. Margir, sem ekki höfðu lokið gagnfræða- prófi.gátu gert þaö þarna, og sér- stakt starfslið hafði það verkefni meö höndum að útvega fólkinu vinnu og aðstoða það við atvinnu- leit á hinum almenna vinnumark- aði. Þetta gerðist aðallega sein- asta mánuðinn, sem sjúklingarn- ir voru hjá okkur. — Já, vel á minnzt: hversu langan tima tók þessi mcöfcrð? — Flestir voru undir smásjá okkar i niu mánuði. Var þá oít farið þannig að sfðasta mánuðinn, að sjúklingarnir voru á sérstakri sjúkrahúsdeild á daginn, en fóru til vinnu á kvöldin, á meðan þeir voru að venjast almennum störf- um og að taka þátt i borgaralegu lifi. — Þannig hefur verið hægt að hjálpa inörgum? — Já, já, ekki er þvi að neita. Þar sem talið var að einungis þrir af hverjum hundrað næðu bata án læknishjálpar, var algengt að það væri þriðjungur, og stundum meira, sem tókst aö hjálpa, að minnsta kosti um stundar sakir. Margir féllu og þurftu að koma oftar en einu sinni, en slikt er mjög algengt, og þarf ekki eitur- lyfjaneytendur til. Allir vita, að sjúklingar þurfa oft að fá læknis- meðferð oftar en einu sinni, áður en þeir fá fulla bót meina sinna. — Vildi þetta fólk láta hjálpa sér aftur, eftir að það hafði reynt lækningu, en svo orðið fótaskort- ur á svellinu? — Það er talsvert upp og ofan. Sumir börðust alltaf gegn öllum lækningum og lækningatilraun- um, og þótt þeir fylgdust með, gerðu þeir það einungis i þeirri von að þeir myndu fljótlega sleppa og vera lausir allra mála óg þyrftu ekki framar neitt við okkur að tala. En þegar þessir menn komu til okkar öðru sinni virtust þeir öllu jákvæðari og móttækilegri, sem vel gat stafað af þvi, að þá voru þeir kunnugri öllum aðstæðum hjá okkur og ekki eins kviðnir og i upphafi. Sálræn vandamál og lækning þeirra — Þú minntist áðan á sállækn- ingar. Viltu ekki segja lesendum okkar meira um þær? — Sállækningar fara, likt og sálgreining, aðallega fram i við- tölum læknis og sjúklings. Oftast er það þá þannig, að sjúklingur- inn talar, en læknirinn hlustar. Smám saman er sjúklingurinn farinn að tala um persónuleg vandamál sin, sem hann hefur ef til vill aldrei getað talað um við neinn fyrr á ævinni, allra sizt it- arlega og rækilega, og jafnvel ekki getað gertsér grein fyrir þvi sjálfur, hvað undir niðri bjó hjá honum sjálfum. Undirvitund okk- ar er ákafiega merkilegt fyrir- bæri. Vafalaust ræður hún eins miklu, ef ekki meira en sjálf vit- undin, sú sem okkur er meðvituð. Margt af .þessu fólki á eríitt með að tjá sig við aðra, kunnuga jafnt og ókunnuga. en smám saman sækir það i sig veðrið og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.