Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. febrúar 1976. TÍMINN 17 fer þá, hægt og hægt, að fást við hin örðugari viðfangsefni, þær hugsana- og tilfinningalifsflækj- ur, sem það á við að striða og tor- veldað hafa þeim leitina að lifs- hamingju og lifsgleði, sem eðli- lega er oft mjög af skornum skammti hjá þessum manneskj- um. — Þarna tvinnast auðvitað saman sálrænar og likamlegar veilur? — Já, og ekki einungis þarna, heldur alls staðar. Sál okkar og likami eru svo nátengd, að varla er hægt að hugsa sér nokkurn sjúkdóm, sem ekki verkar eitt- hvað á hvort tveggja, likama og, sál. En til eru þó auðvitað þeir sjúkdómar, sem hafa meiri áhrif á annan þessara þátta eða hinn. Ef við tökum til dæmis þunglynd- issjúkdóm, sem sumirvilja frem- ur kalla sjúkdómseinkenni en sjúkdóm, — og er að minnsta kosti mjög algengt einkenni — þá fylgja honum alls konar likam- legar breytingar: lystarleysi, meltingartruflanir, svefnleysi og margt fleira, sem þjáir likamann. Að ekki sé nú minnzt á áhrifin, sem sálin verður fyrir: vonleysi, dapurleiki, skortur á heilbrigðri lifsgleði og lifsnautn, o.fl. o.fl. — Er alltaf hægt að koma þessu fólki á stað að tala, hversu inni- lokað sem það hefur verið áður? — Venjulega tekst það eftir til- tölulega skamman tima. Fólk byrjar þá að opna hug sinn fyrir sjálfu sér, siðan fyrir lækninum, og smám saman kemst skriður á viðræðurnar. Flestir sálgreinend- ur og sállæknar nota nú orðið lyf, sem hafa áhrif á þunglyndi, og þá ekki siður á kviðann, sem er ann- ar þáttur sálrænna vandamála, en sá þriðji er oft gremja eða reiði, og oft er þetta þrennt, þung- lyndi, kviði og gremja, samtvinn- að, og það svo mörg, aðerfitt er að greina þar á milli. — Gremjan birtist þá ef til vill i þvi, að mönnum finnist allt og a 11- ir vera sér andstætt? — Já, og ofsóknarhugmyndir geta lika komið i ijós sem sér- stakur sjúkdómur eða sjúkdóms- einkenni, en eitthvað örlar á slik- um tilfinningum hjá fólki, sem ekki er geðveikt. Þær geta jafnvel látið talsvert á sér kræla hjá al- heilbrigðu fólki. ,,Kimni Amerikumanna féll mér vel i geð” — Nú mætti ætla, þar sem við erum að ræða um Amerikumenn og veru þina þar, að þeir séu eitt- hvað næmari fyrir þessum sjúk- dómum en aðrir, en svo mun þó varla vera? — Nei, nei. Slikir sjúkdómar eru álika algengir hjá öllum þjóð- um, og næstum á hvaða stigi sem þjóðfélögin eru stödd. Meira að segja þróunarþjóðir, eins og i löndunum suður i Afriku, eru ekk- ert frábrugðnar öðrum að þessu leyti, þótt sólin skini þar í heiði dag eftir dag og ekkert skamm- degi sé til. Vitanlega eru Amerikumenn upp og ofan einsog annað fólk, og ákaflega sundurleitir innbyrðis, enda eru þar saman komnir allra þjóða menn, sannkölluð þjóða- samsteypa Ur öllum áttum heims. f raun og veru er ákaflega lær- dómsrikt að vera þar og kynnast fólki með svona margvisleg sjón- armið, ólik trúarbrögð, ólfkar skoðanir og mismunandi þekk- ingu. New York er alheimsborg. Þar er margt með þvi bezta sem gerist, en lika margt, sem er siður en svo gott. Bandarikjamenn standa, eins og allir vita, mjög framarlega i allri tækni, visindum, listum. bókmenntum og læknisfræði. Þar.eins og viðastánnars staðar, hafa orðið ákaflega miklar fram- farir á öllum þessum sviðum á siðari timum. og margt af þvi er frábært. Eitt af þvi sem mér hefur alltaí þótt gott i fari Amerikumánna er kimni þeirra. Þær rætur liggja viða að, frá ýmsum löndum, og stendur á gömlum merg, miðað við aldur Amerikumanna sem þjóðar. Allir kannast við Mark Timamynd GE Twain, hinn fræga rithöfund og húmorista, sem mörg snjöll setn- ing er eftir höfð. Meðal annars komst hann eitt sinn svo að orði, að Adam hefði átt gott, þvi að þegar hann sagði eitthvað, gat hann verið viss um, að enginn hefði sagt það á undan honum! Siðar tóku aðrir við. Menn eins og Will Rogers og Charlie Chaplin, sem að visu var fæddur i Eng- landi og Gyðingur að ætt, en sam- einaði margt það bezta i sér og i fari Amerikumanna, einmitt á sviði kimnigáfunnar. Á siðari ár- um hafa verið þarna menn eins og Carl Rainer, sem samið hefur margt kimilegt. Meðal annars bjó hann eitt sinn til persónu, sem hann lét heita að lifað hefði i tvö þúsund ár. Þessi náungi var m jög kumpánlegur í tali við Rainer á sjónvarpstjaldinu og sagði honum margt af kynnum sinum við ýmis mikilmenni mannkynssögunnar fyrr á öldum. Þegar Rainer spurði hann, hvernig hann hefði farið að þvi að lifa svona lengi, — tvö þúsund ár, — svaraði hinn: Það er einfalt mál. Ég hnerraði bara tvö hundruð sinnum á dag, og þá sögðu alltaf allir, ,,Guð blessi þig! ” — Þetta gefur ekkert eftir hin- um svokallaða danska húmor, sem oft er talað um? — Nei. Þarna var meira að segja danskur maður, Victor Borge að nafni. Hann er Gyðingur að ætt, eins og Chaplin, og sam- einar margt hið bezta frá báðum, eins og hann. Hann hefur viða komið fram i sjónvarpi, blöðum og á leiksviði og er frægur fyrir græskulausa og góða kimni, sem er mjög „dönsk” i sér. Maðurinn, sem lék tvö þúsund ára gamla manninn hjá Carl Rainer, heitir Mel Brooks. Hann er ekki einungis gamanleikari, heldur kimniskáld ágætt og hefur meðal annars samið kvikmynd, sem hlotiðhefur miklar vinsældir erlendis. Hún heitir Sonur Frank- enstein (sem höfundurber reynd- ar fram F’ronkenstin — með af- káralegum hætti). Þessi mynder bráðfyndin. Mér þykir ekki ólik- legt að hún komi hingað til lands, áður en langt um liður. Þessi kimni er mjög áberandi i sjón- varpsþáttum Amerikumanna, og enginn efi er á þvi að léttleikinn sem þessu fylgir hefur átt mikinn þátt I þvi að auka lifsgleði fólks. Baráttan við mengunina — Ilvemigeru Anierikumenn á vegi staddir i hinum svokölluðu mengunarinálum, sem margir iiafa liaft áhyggjur af á undan- förnum árum? — Það á við um mengunina, sem ég sagði i upphafi um nautnasýkina, að þvi fleira fólk sem hnappast saman á tiltölulega litlu.svæði, þeim mun meiri verð- ur hún. Bandaríkjamenn hafa ráðizt mjög einarðlega gegn þess- um vágesti, og viða orðið talsvert ágengt. Til dæmis i Néw York hefur þeim tekizt að hreinsa Hudsonána verulega, likt óg Bretar gerðu með Tems á sinum tima. í loftinu hefur orðið mikil minnkun á föstum efnum, ryki og sóti, en ennþá hefur þeim ekki tekizt að minnka neitt að ráði út- blásturslofttegundir. Öll slik hreinsunarstarfsemi er gifurlega kostnaðarsöm þegar hún er stunduð af krafti, og þá hefur skort fjármagn til þess að sporna betur við menguninni. Þó er hún áreiðanlega á undanhaldi, og nú gerir fólk sér miklu betur grein fyrir þvi en áður, hvað ber. að forðastog hvað að gera til þess að koma i veg fyrir mengun. — Eru ekki mikil viðbrigði að vera nú allt i einu kominn hingað heim.þarsem flcst er öðru visi en i Ameriku? — Jú, viðbrigðin eru mikil. Hér er margt ólikt, eins og þú sagðir. Vist er margt betra hér en þar. en lika skortir hér sumt. sem völ er á þar. En það er satt sem sagt heíur verið, að heima er bezt, og við kunnum ákaflega vel við okkur hér heima hjá öllum þeim fjöl- mörgu ættingjum, vinum og kunningjum, sem við eigum hér. Þó að talsvert af frændtólki okkar hafi flutzt til Bandarikjanna. er langtum fleira hér heima, eins og nærri má geta. Fyrstu árin eftir að við flutt- umst vestur, komum við sjaldan heim, það liðu vist ein fimm ár fram að fyrstu heimsókninni, en svo fór þeim ört fjölgandi, og siðustu árin yöfum við komið þetta tvisvar til þrisvar á ári bæði i sumarfri og annarra erinda. Svo loks, fyrir um það bil tveim árum tókum við þá ákvörðun að flytja heim aftur. ísland er með allra beztu löndum i heimin- um — Ilvenær var það svo, sem þið stiguð hér á land alkomin? — Það var i bvrjun september- mánaðar s.l. Þá opnaði ég fljót- lega lækningastofu i Domus Medica, þar sem ég fæst áfram við sérgreinar minar i geðlæknis- visindum, aðallega sállækningu og sálgreiningu. — Og það er nóg að gera? — Já, þetta er ósköp svipað frá einu landi til annars, og magnið likt, miðað við fólksfjölda. Að visu eru dálitið önnur viðhorf rikjandi hér en til dæmis i Banda- rikjunum. Það er annar blær á lif- inu, menningin ekki hin sama, og þannig mætti lengur telja. Við hneigjumst meira til Evrópu- menningar. Ég held, að við is- lendingar eigum mörgum öðrum auðveldara með að blanda geði hver við annan, þótt sumir segi að við séum innilokaðir og seinteknir. Þetta hvgg ég að stafi af þvi, að hér er svo litill stétta munur. Við erum eiginlega ein allsherjar miðstétt. sæmilega bjargálna. Lýðræði og frjálsræði i hugsun er ákailega rnikið hér. enda sagði brezka stórskáldið Auden, að fsland væri eina landið á vesturhelmingi jarðar. þar sem raunhæft lýðræði rikti. Og landið okkar er eins og það hefur verið. Éghefalltaf álitið. að fsland væri með allra beztu lönd- um i heiminum. Það er svo fjarri þvi að vera á mörkum hins byggi- iega heims, að óviða býr fólk við eins þroskavænleg skilyrði og hér. —VS Friður og kyrrð, hreinir litir, svalt og tært andrúnisloft, — hvaö er heilsusainlegra niannlegri veru? Að visu gctur hann orðið hvass undir Eyjafjöllununi, og ekki er þar alls staðar langt á milli fjalls og fjöru. Þó eru fáar sveitir fegurri. Esra S. Pétursson læknir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.