Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. Óvelkominn qestur Jane lyfti brúnum, spyrjandi. — Eru aðrir hjá honum? Kannske ég biði bara? — Vitleysa. Þú hlýtur að vera unnusta hans, sagði stúlkan og horfði á hana viðurkenningaraugum. — Hann hefur talað um þig. Ég býst við að þú þekkist alltaf á hárinu. Hún opnaði dyr við enda gangsins og vísaði Jane inn á hvítmálaða sjúkrastofu. Sólin Ijómaði inn um gluggann á hliðarveggnum og skein á stóran blómvönd í vasa á náttborðinu. Andartak var eins og hjarta Jane stöðvaðist og það munaði minnstu að hún snerist á hæli og f lýði f ram aftur, því við rúmið stóð stúlka, á að gizka 25 ára. Ljóst hár hennar glóði eins og gull í sólinni og innrammaði andlitið, sem virtist eins og postulín. Stór, blá augun voru hlý og vin- gjarnleg, þótt Jane fengi á tilf inninguna, að á hana væri horft af kaldri forvitni. Þegar gullinhærða stúlkan leit aftur á sjúklinginn, fékk Jane tækifæri til að virða fyrir sér vel saumaða, himinbláa dragtina og rúskinnsskóna í nákvæmlega sama lit, dýrt veskið, sem lá á rúminu og háu, rjómagulu leðurhanzkana við hlið þess. — Elskan, það er einhver að koma að heimsækja þig. Mikið ertu vinsæll núna. Hún brosti sínu blíðasta til Neils, en þóttist ekki sjá Jane, sem stóð enn kyrr innan við dyrnar. — Ég ætla ekki að bíða eftir að verða kynnt, hélt sú gullinhærða áfram: — Verð að þjóta. Þarf að hitta Bill Weedon. Þú þekkir hann auðvitað....? Sonur vöruhúsaeigandans. Vil helzt ekki láta hann bíða. Sé þig á þriðjudaginn. Þá tek ég með mér eitthvað gott. Hún leit undirf urðulega i átt til Jane, en laut síðan nið- ur og kyssti Neil beint á munninn. — Það var gaman að sjá þig aftur, Neil. Fallegt af þér að f yrirgefa mér. Það líður ekki á löngu þar til við verð- um búin að gleyma því að ég hafi yfirleitt farið burtu. Hún lagði granna hönd sína á hans. — Ég skal sjáum, að þú gleymir því, vinur minn, ef þú bara vilt gefa mér tækifæri. Með Ijómandi brosi tók hún veskið og hanzkana upp af rúminu. — Bless, elskan mín. Sé þig! Jane fannst hún utanveltu og sveitaleg, þar sem hún stóð og horfði döpur á keppinaut sinn sigla með glæsi- brag fram að dyrunum. Þaðan sendi hún Neil fingur- koss, en hann horfði aðeins á hana og brosti lítið eitt út í annað munnvikið. Þegar dyrnar lokuðust, var djúp þögn, þar til Jane hressti sig loks upp og nálgaðist rúmið hægt. Hún var óstyrk og feimin. , Neil sat uppi við f jall af koddum og brosti til hennar. — Halló, Jane. Komdu og seztu. Hann benti á stól við hliðina á rúminu. Jane hugsaði í örvæntingu um hvað hún ætti að segja og sagði loks, eilítið kuldalegar, en hún hafði ætlað só<=i- — Fyrrverandi unnusta þín, geri ég ráð fyrir! — Rétt getið, min kæra. Glæsileg, ekki satt?.... Ertu af- brýðisöm? Hann horfði rannsakandi á hana og pírði aug- un. — Nei, svaraði Jane og dró seiminn. —Ætti ég að vera það? Það kom glampi í augu hans. — Það er víst anzi al- gengt...Ég er dálítið hissa á að sjá þig. Hefurðu haft áhyggjur af mér? — Nei, skrökvaði hún. — En ég taldi að það þætti undarlegt, ef ég kæmi ekki. George virtist æ+last til að ég heimsækti þig. — Hmmmm...ég skil. Neil horfði hugsandi á hana og það vottaði fyrir vonbrigðum í svipnum. — George er ágætur. — Já. Janestarði á blómvöndinn og leið skelfilega illa. — Falleg, ekki satt? Sonia færði mér þau. — Bráðfalleg. — Þú ert ekki mjög málgefin í dag. Hvernig hefur David það? — Ágætt, svaraði hún varkár. — Ég býst við að hann komi bráðlega að heimsækja þig. Hann var dálítið þreyttur eftir veizluna í gærkvöldi. — Leitt að missa af henni. Hvernig gekk? — Ágætlega. Neil beit saman vörunum. — Slakaðu á, stúlka. Ég hef ekki hugsað mér að gleypa þig. Jane brosti dauflega. — Fyrirgefðu....Hvað heldurðu, að þú þurfir að vera hérna lengi? — Held að ég fái að fara á miðvikudaginn, sagði hann kæruleysislega.— Læknirinn braut upp á mér handlegg- inn i gær. Jane gretti sig ósjálfrátt, eins og af sársauka. — Það hlýtur að hafa verið óþægilegt. Mér fannst þú líka dálítið fölur. Sendið þessi skilaboð Enginn dirfist að hreyfa við fálka Dreka, Fraka, þegar hann flýgur um skóginn,..._ Ég geri það undir 'eins, Dreki. Skilaboðin send með hjálp trumbuslagarins ■ ■■ Sunnudagur 1. febrúar 8.00 MorgunandaktSéra Pét- ur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikár. (10.10 Veðurfregnir). a. Rondó og Sónata fyrir strengjahljóð- færi og blásara eftir Johann Joseph Fux. Concertus Musicus hljóðfæra- leikararnir i v’inarborg leika, Nicolas Harnoncourt stjórnar. b. „Mein Jesus soll mein Alles sein”, aria úr kantötu nr. 75 eftir Bach. Peter Schreier syngur með Gewandhaushljómsveitinni i Leipzig, Erhard Mauers- berger stjórnar. c. Fiðlu- sónata op. 5 nr. 1 eftir Corelli. Ruggerió Ricci, Denis Nesbitt og Ivor Keyes leika. d. Hornkonsert i Es-dúr (K447) eftir Mozart. Hubert Cruts og Collegium Aureum hljómsveitin leika. e. Pianótónlist eftir Emanu- el Chabrier, Déodat de Severac, Reynaldo Hahn og Claude Debussy. Magde Tagliaferro leikur. 11.00 Messa i Kópavogskirkju Prestur: Sé.ra borbergur Jíristjánsson. Organleikari: Guðmundur Gilsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Erindaflokkur um uppeldis- og sálarfræði Sigurjón Björnsson prófessor flytur fyrsta erindið: Inngang og yfirlit. 14.00 Kúrsinn 238 Drög að skýrslu um ferð m/s Brúar- foss til Bandarikjanna i október 1975. Farmur: Hraðfrystur fiskur. briðji áfangi: Vestmannaeyjar — Hvarf á Grænlandi. Um- sjón: Páll Heiðar Jónsson. Tæknivinna: bórir Stein- grimsson. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá danska útvarpinu FTytjend- ur: Erling Blöndal Bengts- son og Sinfóniuhljómsveit danska útvarpsins. Stjórn- andi: Janos Ferencsik. a. Sellókonsert eftir Vagn Holmboe b. Sinfónia nr. 9 i C-dúr eftir Franz Schubert. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir 16.25 Framhaldsleikrit barna ogunglinga: „Arni i Hraun- koti” eftir Armann Kr. Éinarsson V. þáttur: „Ljáðu mér vængi”. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Árni i Hraunkoti: Hjalti Rögn- valdsson. Rúna: Anna Kristin Arngrimsdóttir. Helga: Valgerður Dan. Páll, hreppstjóri: Guð- mundur Pálsson. Gussi á Hrauni: Jón Júliusson. Láki smiður: Jón Aðils. Sigurður skógfræðingur: Sigurður Karlsson. Sögumaður: Gisli Alfreðsson. 16.55 Létt klassisk tónlist 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren bor- leifur Hauksson les þýðingu sina (17). 18.00 Stundarkorn með franska pianóleikaranum Pascal Rogé Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina til Óiafs Jóhannessonar , formanns Framsóknarflokksins Fréttamennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson sjá um þáttinn. 20.30 Frá tónleikum i Háteigs- kirkju 4. f.m. Flytjendur: Guðni b. Guðmundsson, Carsten Svanberg og Knud Hovald. a. Prelúdia, fúga og ciaconna eftir Buxtehude. b. Sónata i d-moll fyrir básúnu og orgel eftir Galliard. c. Konsert i D-dúr fyrir trompet og orgel eftir Tele-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.