Tíminn - 10.02.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.02.1976, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Þriftjudagur 10. febrúar 1976 Þriðjudagur 10. febrúar 1976 TÍMINN 9 Aö undanförnu hafa mörg slys oröið vegna hálku í Reykjavík. Hinum gangandi veg- faranda hefur fundizt hann skör lægra settur en bifreiöin af borgar- yfirvöldum, þar sem snjónum af götunum hefur veriö rutt upp á gangstéttirnar og hann siðan oröiö þar erfiður farartálmi og slysa- valdur. Tíminn sneri sér til Páls Líndals, borgarlögmanns, fyrir nokkru vegna fréttar um hálkuslysin og spurði hann, hver bæri ábyrgö á snjómokstri á gangstéttum og væri skaöabótaskyldur vegna slysanna. Borgarlögmaður sagði það á hreinu, aö borgaryfirvöld væru ekki skaðabótaskyld. Hann gat þess, að hann hefði á árinu 1974 samið greinargerð f/rir borgarráð um hugsanlegar reglur um skyldu lóðarhafa og húseigenda til snjó- moksturs. Þessa greinargerð fékk Tim- inn til birtingar. Páll Líndal, borgarlögmaður: Hver á að annast snjó- moksturinn? I. Inngangur Borgarráð hefur beint þvi til min, að athugaðir verði mögu- leikar á setningu reglna, ,,er skyldi hUsráðendur til hreinsunar og aðgerða vegna hálku á svæð- um, er þeim tilheyra”, sbr. til- lögu frá gatnamálastjóra, dags. 24. jan. s.l. Samkvæmt orðanna hljóðan er hér eingöngu átt við svæði, sem þessum aðilum „tilheyra”, t.d. göngubraut að húsdyrum, tröpp- ur o.s.frv. Ég býst þó við, að ætlunin hafi verið, að fjallað yrði um málið á nokkuð breiðari grundvelli, og jafnvel aðallega um hugsanlega skyldu aðila til að hreinsa svæði utan lóðar, og þá fyrst og fremst gangstéttir. Sú hugmynd að skylda lóðar- hafa (húsráðendur) til að ryðja snjó af gangstéttum, hefur áður komið fram i borgarráði. Þótt menn væru efnislega hlynntir hugmyndinni, fór svo, að horfið var frá henni. Var talið, að fram- kvæmdaörðugleikar væru óhæfi- lega miklir, óvist um árangur, auk þess sem setning reglna um slikt kynni að hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar. II. Norðurlandareglur Mér virðist, að löggjöf á Norðurlöndum leggi viðtækar skyldur á sveitarfélög ogfylki eða ömt til að annast snjómokstur, en geri einnig ráð fyrir verulegri þátttöku eigenda og/eða umráða- manna fasteigna í snjómokstri og eyðingu hálku á almannafæri. Tvær meginreglur hafa gilt um skyldur eigenda. önnur felur isér skyldu til þátttöku i almennum snjómokstri, en hin felur i sér skyldu til að annast hreinsun á gangstétt við hús aðila, og jafnvel götu að vissu marki. Eldri lagaákvæði i Danmörku og Sviþjóð Akvæði um fyrri leiðina er meðal annars að finna i dönskum lögum um snjó- mokstur nr. 158/1938, sem nú eru afnumin. Þar var gert ráð fyrir að hafa mætti eins konar þegn- skylduvinnu við snjómokstur. Akveða mátti, að eigendur fast- eigna legðu til mann eða menn i vinnuflokk, er annaðist snjó- mokstur á tilteknu svæði. Hægt var að leysa sig undan þessu með greiðslu. Þá voru ýmsar undan- þágur frá skyldunni i lögunum. Sveitarfélagið átti að skipa svo- kallaða „snjófógeta” til að skipu- leggja moksturinn og stjörna honum. Áþekk ákvæði voru i sænsku vegalögunum frá 1943, 41.-46. gr., en þau voru afnumin 1971. Éggerivarla ráðfyrir, að þessi leið komi til álita nú, og læt þvi út- rætt um hana. Norðurlandareglur frá siðari árum Danmörk 1 dönskum lögum nr. 140/1970 er að finna ýtarleg ákvæði um skyldur hins opinbera og einstak- linga i sambandi við hreinsun vega og gatna. Skv. 11. gr. ber lóðareiganda að hreinsa snjó af gangstétt og götu, þó ekki lengra út i götu en 10 m. frá lóðamörk- um. Sveitarstjórn (veghaldari) á siðan að sjá um brottflutning á snjó. 112. gr. er mælt fyrir um skyldu lóðareiganda til að bera á sand, ef hálka verður. Sömuleiðis er kveð- iðáum skyldu lóðareiganda til að hreinsa tröppur og bera á þær sand. Sveitarstjórn (veghaldari) get- ur i samráði við lögregluna sett sérstakar reglur um notkun salts og kemiskra efna til að eyða hálku. 1 58. gr. lögreglusamþykktar Kaupmannahafnar nr. 430/1967 er það aðalregla, að eiganda fast- eignar, sem liggur að götu, er skylt að halda gangstétt hreinni svo og götunni allt að miðju. 1 61. gr. er tekið fram, að þessi ákvæði eigi einnig við um snjómokstur. Bannað er að nota til að eyða snjó á almannafæri kemisk efni, er valdið geti tjóni á gróðri á um- ræddu svæði. Heimilt er borgar- ráði (magistraten) I samráði við lögregluna að undanþiggja aðila þessum skyldum. Auk þess er eiganda skylt að bera á sand eða ösku, ef hálka myndast. Sú skylda er ekki undanþæg. Noregur í norskri fyrirmynd að lög- reglusamþykktum frá 1964 segir svo í l.mgr. 26. gr.: „Eiganda húss eða lóðar, sem liggur að almannafæri, er skylt að hreinsa brott af gangstéttinni snjó og is, þar með snjó, sem kann að renna af þaki.” t lögreglusamþykkt Oslóborgar frá 1953 eru svipuð ákvæði. Hreinsa ber þegar i stað. Ef snjó- að hefur að nóttu, skal hreinsun lokiðkl. 12.00. Ef hálka verður, er eiganda skylt að bera sand á gangstéttina, sem hann ber ábyrgð á. Sviþjóð Frá Sviþjóð hef ég tvær lög- reglusamþykktir, sem virðast að mestu samhljóða. t lögreglusamþykkt fyrir Vesturás nr. 3/1958 segir f 3. gr., að eiganda fasteignar sé skylt að hreinsa sn jó af gangstétt við eign- Snjónum af akbrautunum mokað upp á gangstéttirnar, þar sem hann verður farartálmi og slysavaldur. Konan á myndinni sér ekki aöra leiö en þá aö vera meö barnavagninn á akbrautinni, svo öruggt sem þaö nú er henni og barninu. Slys af völdum hálkunnar hafa verið tlö i vetur, eins og komið hefur fram i fréttum Timans — tugir manna koma dag hvern á slysadeild Borgarspitalans eftir aö hafa steypzt um koll á gangstéttum, þar sem sveilbunkar eru miklir En hafa menn leitt hugann aö þvi, hvaö þessi slys af völdum hálkunnar kosta þjóðfélagiö mikið? Ljóst er aö vinnutapið sem beinllnis má rekja til slysa af völdum hálku er mjög mikið, — en hvaö mikið? Hvaö kostar aö vista á sjúkrahúsum þá sem hefur orðið fótaskortur á svellinu? Og hvað um þjáningarnar — að visu er ekki hægt aö umreikna þær i beinharða peninga, en leiöa má likur að þvi, aö sumir hverjir fái aldrei fuilar bætur meina sinna. Og enn má spyrja: Hvaö heföi mátt spara mikla fjármuni og koma i veg fyrir mörg slys meö þvi einu, að ryöja snjó af gangstéttum? ina. Jafnframt er honum skylt að bera á sand, ef hálka myndast. Bannað er að nota kemisk efni eða salt i þessu skyni, nema leyfi borgargja ldkera (dratsel- kammeren) komi til! Sams konar reglur, að undan- teknu ákvæðinu um leyfi borgar- gjaldkera, eru I 3. gr. lögreglu- samþykktar Uppsala nr. 95/1959. Finnland í greinargerð frá 1966 um fyrir- hugaða fyrirmynd að lögreglu- samþykktum i Finnlandi virðist koma fram, að svipaðar reglur eigi að gilda þar og nú hafa verið raktarum skyldur húseigenda, en ég hef ekki sjálfa fyrirmyndina undir höndum. Bótaskylda o.fl. Af þessum ákvæðum leiöir, að sá, sem skyldu hefur til snjó- moksturs eða eyðingar á hálku, ber fébótaábyrgð á tjóni, sem leiða kann af vanrækslu hans. Þetta er beinlinis fram tekið i skýringu við 45. gr. norsku lög- reglusamþykktarinnar, sem áður getur, og kunnugt er, að fjöldi dóma hefur gengið i Danmörku út af kröfum um bætur, er menn hafa slasazt við að falla i hálku. 1 Norðurlandalögunum er gert ráð fyrir þvi að heimilt sé að vinna verk, t.d. annast snjó- mokstur, á kostnað þess, sem vanrækt hefur skyldur sinar. Þá eru að sjálfsögðu refsiviöur- lög við þvi, ef vanrækt er skylda til snjómoksturs. III. Um setning samsvarandi reglna hér á landi Það er vafalaust, að laga- heimild þarf til þess að setja sam- svarandi reglur hér i Reykjavik eða fyrir landið i heild. Eðlilegt virðist, að borgarráö ætti frum- kvæði að slikri lagasetningu með þvi að semja frumvarp um það efni, og siðan samþykkt eða reglugerð, þar sem kveðið yrði á um framkvæmdina i einstökum atriðum. Margt bendir til, að almenning- ur sé hlynntur þvi, að slik skylda verðiákveðin, en mér er tilefs, aö menn hafi almennt hugleitt veru- lega, hvernig framkvæmdin gæti orðið og margháttaðar afleiðing- ar þessa. Höfuðatriði við slika lagasetningu, eins og raunar alla lagasetningu, er að lögin séu framkvæmanleg og i samræmi við réttarmeðvitund almennings. Ef framkvæmdin fer I handaskol- um, er verr farið en heima setið. Þvi tel ég rétt að benda á ýmis atriði, sem taka þarf afstöðu til, áður en lengra er haldið. Skyldur borgarinnar Ef skylda á einstaklinga til þess að annast snjómokstur með svipuðum hætti og lýst hefur ver- ið hér að framan, hlýtur það að leggja á borgina sjálfa rikar skyldur til að annastsnjómokstur á götum og skjótan brottflutning á snjónum, bæði af götunum og þeim snjó, sem einstaklingar moka af gangstéttum. Væntan- lega yrði borgin að vera við þvi búin að hreinsa burt snjó af gang- stéttum, þar sem aðilar vanrækja skyldur sinar. Þá yrði hún eða lögreglan að staðreyna án tafar, hverjir það eru, sem vanrækja skyldur sinar og sjá um, að þeir sæti ábyrgð. Ella er hætt við, að kerfið riðlaðist fljótlega. Hver ber ábyrgð? 1 Norðurlandareglunum er yfir- leitt talað um, áð lóðareigandi eigi að sjá um snjómokstur. Þó má benda á, að lóðareigandi, sem ekki býr á staðnum, getur samið við mann, sem býr á staðnum eða i næsta nágrenni, að hann taki að sér skyldur lóðareiganda að þvi er hreinsun snertir. Samrit samnings þarf að afhenda lög- reglunni, sbr. 14. gr. dönsku lag- anna frá 1970. Nú er það svo, að skipan lóða- mála hér er töluvert frábrugðin þvi sem gerist i nágrannalöndun- um. Þar er, að ég ætla, yfirleitt einn aðili talinn eigandi hverrar fasteignar. Hjá okkur eru þeir yfirleitt margir, jafnvel tugir. Þegar höfð er i huga fébóta- ábyrgð og refsiábyrgð, sem hlýt- ur aö leiða af lagasetningu, er mjög nauðsynlegt, að alveg sé ljóst, hvort t.d. ákveðinn einstak- lingur eða einstaklingar teljast ábyrgir eða allir eigendur fast- eignarinnar. Þetta getur orðið mjög flókið, t.d. i Fossvogi og Ar- bæjarhverfi, þar sem mörg hús eéu á einni lóð og ýmiss konar sameiginlegir þættir, sem lóðar- hafar i heild bera ábyrgð á. Þá má benda á, að i Norður- landalögunum voru og eru undan- þágur frá skyldunni. Mér þætti ekki ósennilegt, að aldrað fólk og sjúklingar fengju undanþágu, jafnvel menn, sem vegna atvinnu geta illa eða ekki sinnt skyldum sinum.sliktyrði erfitt matsatriði. Eiga þessir aðilar þá að greiða gjald, og þá borgin að annast þeirra hlut? Það er e.t.v. ekki flókið mál, þegar um einbýlishús er að ræða, en hvernig ætti að fara um slflct i fjölbýlishúsum? I þessu samhengi þykir rétt að benda á, að viða yrði mjög erfitt að afmarka moksturssvæði, og þau hlytu að verða mjög misstór, t.d. yrðu aðilar, sem búa á horn- lóðum, að moka miklu meira en nágrannar þeirra. Aðilar á bak- lóðum kynnu hins vegar að sleppa algerlega. Þætti mér líklegt, að einhverjir teldu, aö hér væri óvið- unandi misrétti. Auk þess yrði miklu meiri hætta á skaðabóta- ábyrgð hjá þeim, sem hefðu stór moksturssvæði. Veðurfar Alkunnugt er, að veðurfar hér er miklu umhleypingasamara en almennt gerist á Norðurlöndum. Er þvi ekki ósennilegt, að um- ræddar skyldur yrðu i raun tölu- vert þungbærari hér en annars staðar. Ef ákveðin væri fortakslaus skylda til snjómoksturs og hálku- eyðingar, gæti svo farið, að menn teldu öruggast að standa i hreins- un allan sólarhringinn. Sjálfsagt er þó hægt að setja ákveðin tima- mörk, en það gæti'aftur leitt til þess, að reglurnar yrðu ekki virk- ar nema að hluta. Eyðing hálku Þótt snjó sé mokað burt, getur hálka hæglega myndazt. Hvernig á þá að fara að? A aö skylda menntil að bera á sand, salt eða eitthvað annað? Mér skilst, að óheppilegt sé talið að dreifa sandi á götur og gangstéttir, og notkun salts er töluvert gagnrýnd. Ef ákveðið yrði að nota sand, þyrfti borgin væntanlega að tryggja það, að auðvelt væri að fá sand I hæfilegum skömmtum. Eftirlit Eins og áður segir þarf að fylgj- ast mjög vel með þvi, ekki sizt i byrjun, að snjómokstur yrði framkvæmdur af þeim, sem skyldu bæru til þess. A Norður- Framhald á bls. 10 Kammermúsík í Norræna húsinu Kammermúsikklúbburinn hélt 2. tónleika vetrarins i Nor- ræna húsinu 22. janúar sl. Á efnisskrá voru þrjú verk eftir Jóhannes Brahms, Sónata i Es- dúr óp. 120 nr. 2 fyrir klarinettu og pianó, Trió i Es-dúr op. 40 fyrir fiðlu, horn og pianó, og Trió i a-moll op. 114 fyrir klari- nettu, knéfiðlu og pianó. Flytjendur voru Philip Jenkins (pianó), Einar Jóhannesson (klarinetta), Guðný Guðmunds- dóttir (fiðla), Christina Tryk (horn) og Pétur Þorvaldsson (knéfiðla). Brahms samdi aðeins fimm kammerverk fyrir blásturs- hljóðfæri þar af fjögur fyrir klarinettu. Þau eru trióið op. 114, kvintettinn op. 115, og sónöturnar tvær op. 120. Þau eru meðal siðustu verka skáldsins, frá þeim tima er hann hafði náð hæsta músikölskum þroska. Eins fór Mozart, þvi hinn frægi kvintett og konsert eru meðal siðustu verka hans. Hvor þeirra heillaðistaf sinum klarinettista, og orti fyrir hann. — Mozart fyrir Anton Stadler, sem lék i Vinaróperunni og Mozart kynntist þegar verið var að æfa Brúðkaup Figarós, og Brahms fyrir Richard Miihlfield, sem frábær þótti. Enda var sagt um klarinettusónöturnar, að þær væru samdar fyrir pianó og Muhlfield. Rannsóknir tónlistarsagn- fræðinga Kammermúsik- klúbbsins hafa leitt i ljós, að hvorugt klarinettuverkanna, sem flutt var á tónleikunum i Norræna húsinu, hafði verið flutt hér opinberlega áður. Má það undarlegt heita, þegar þess er gætt, að einn fremsti hljóð- færaleikari, sem hér hefur starfað, var einmitt klarinett- isti, Egill heitinn Jónsson. Hins vegar fluttu þau Agnes Löve (pianó), Ásdis Þorsteinsdóttir (fiðla), og Sigursveinn Magnús- son (horn) horntrióið i Norræna húsinu árið 1971, auk þess sem það mun hafa verið leikið á frægum heimiliskonsert að Gljúfrasteini fyrir mörgum ár- um. Þá spiluðu Róbert A. Ottós- son, Adolf Busch og Lansky- Otto. Kveikja þessara tónleika er vafalaust sú, að þeir Philip Jenkins og Einar Jóhannesson hafa undanfarið „ferðazt um með brahms-sónötuna”. Sér- fræðingur minn i klarinettuleik tjáir mér að Einar sé afargóður klarinettisti, enda lék hann af miklu öryggi og„músikaliteti.” Hins vegar hefði sónatan vel þolað skapmeiri flutning og hljómmeiri tón. Klarinettutrióið var ágætlega flutt, enda getur ekki betri kammermúsik. Verr tókst með horntrióið frá sjónar- hóli litils hóps manna, sem lenti aftan við hornleikarann (þ.á.m. þessi gagnrýnandi), þvi undir sliku hljómhorni kafnar allt samspil i hávaðasamri melankóliu hornsins. I staðinn gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér leyndardómsfullar að- gerðir hægri handar hornistans inni i bjöllu hljóðfærisins. Horn- leikarar stjórna bæði hljómi og tónhæð með hendinni ekki siður en tökkum, sem eru til hagræðis við leikinn fremur en af nauð- syn. Bæði Beethoven og Mozart ortu sin hornverk fyrir wald- horn, sem er takkalaust, og allt fram á þessa öld þótti Þjóðverj- um franska hornið villimann- legt hljóðfæri ( vegna takk- anna). En þeim áheyrendum, sem betur voru settir i Norræna húsinu á þessum tónleikum likaði horntrióið vel, og þótti hornið siður en svo yfirgnæfa hin hljóðfærin. Pianóið var hljóðfæri Brahms, enda er þvi siður en svo ætlað neitt undirleikshlut- verk i þessum verkum. Ber að lokum sérstaklega að nefna ágætan hlut Philips Jenkins i þessum ánægjulegu hljómleik- um. 4/2 '75 Sigurður Steinþórsson Fréttatilkynning frá Póst- og simamála- stjórn Frimerkjaútgáfur 1976 Nú þegar hafa fimm fri- merkjaútgáfur verið ákveðnar á næsta ári. Þær eru sem hér segir: 1. Frimerki með mynd af mál- verki eftir Ásgri'm Jónsson, en 4. marz 1976 verður öld liðin frá fæðingu hans. 2. Evrópufrimerki. Myndefni þeirra verður að þessu sinni þjóðlegir munir. 3. Frimerki tilefni af 200 ára afmæli póstþjónustunnar á íslandi, en 13. mai 1976 verða tvær aldir liðnar frá þvi gefin var út konungleg tilskipun um, að komið skyldi á póst- ferðum hér á landi. 4. Frimerki með mynd af fyrstu fslenzku aurafrimerkjunum, en þau komu út 1. júli 1876 og voru sex. 5. Olympiufrimerki, en næsta sumar verða Olympiuleik- arnir, eins og kunnugt er. haldnir i Montreal. Nánar verður tilkynnt siðar um verðgildi, útgáfudaga o.s.frv. Til viðbótar þessari fréttatil- kynningu mætti kannski taka upp hér smáklausu úr seinasta blaði Safnarans, um islenzk jólafrimerki. Nú hafa öll Norðurlöndin gefið út einhverskonar jólafrimerki. svo að sú spurning hlvtur að vakna hvenær við megum vænta þess, að frimerkin. sem þegar hafa verið teiknuð með myndum torfkirkna. verði gefin út. v, :. a : —x i>» N', . V! V n: :/• K-u, . (, • 7 : * ií\\\ // ' /r.") / ■'.■ ,' OM'VVr-. \ -ij :i Li ' \ ** 19>-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.